Morgunblaðið - 28.06.1991, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991
Bæjarstjórinn hefur lofað að hjálpa þeim að endurbyggja húsin þeirra. Frá Basra.
Blaðamaður Morgnnblaðsins í Irak, 3. grein
„Ég átti heima þarna.“ Lítill strákur í Karbala.
Lífið í suðrinu er byijað að ganga sinn gang enn á ný.
Blóðslettur hafa ekki verið hreinsaðar af veggjum moskunnar.
„Við sátum o g báðum til
guðs og allt í kríug heyrð-
um við sprengjumar fallau
1 %
Snarlega hafði verið málað yfir svívirðingar um Saddam á Husseini
moskunni.
beija á. Jú, það er óhætt að segja
að við erum reið.“
Við vorum niðursokknar í samræð-
urnar þegár tjaldinu var svipt frá og
kunnuglegt andlit fylgdarmanns
míns birtist. „Þetta er varasamt,"
sagði hann án teljandi áherslu. „Það
bjargar málinu að bílstjórinn er ekki
í þjónustunni. Annars hefði ég feng-
ið fyrir ferðina að missa af þér.“
„Þú verður fyrir vonbrigðum, það
er ekkert að gerast, ekkert að sjá.
Allir eru komnir heim til sín. Þú sérð
nokkur sprengd hús sem írönsku
þorpararnir sprengdu og svívirtar
moskur," var sagt í ráðuneytinu. Ég
hafði fengið loforð fyrir Mósulferð
en þvi var breytt klukkutíma áður
en ég lagði af stað. Leyft að fara
suður í sárabætur eins og þeir orð-
uðu það. Maður þarf ekki að vera
sérlega klókur né næmur né hafa
verið lengi í írak til að vita hvað það
þýðir ef leyfi fæst ekki að fara á
einhveija staði.
Við renndum inn i Karbala þegar
var farið að halla degi. Og hvarvetna
blasti eyðileggingin við. Karbala og
Najef eru heilagar borgir iröskum
shítum, í Najef er moska tileinkuð
Ali og í Karbala moskur helgaðar
sonum hans. Shítar innan sem utan
Iraks streyma þangað í pílagríms-
ferðir.
Eins og greint var frá í fréttum í
marsbyijun hófst þá uppreisnartil-
raun íraskra shíta og byijaði að því
er talið er í Basra. Þetta var aðeins
nokkrum dögum eftir uppgjöf íraka
gagnvart fjölþjóðahernum. Harðvít-
ugir bardagar voru háðir í Basra og
síðan breiddist uppreisnin út áleiðis
til Bagdad. Ég hafði fjarri gert mér
grein fyrir að frá Karbala til Bagdad
eru ekki nema 200 kílómetrar. Á
tímabili var ekki vafi á því að upp-
reisnarmennirnir - sem ekki höfðu
aðeins shíta innan'vébanda sinna -
ætluðu sér að halda ótrauðir áfram
til Bagdad.
Bardagar stóðu að því er talið var
það er auðveldara að staðhæfa að
íranskir shítar hafi verið þar kjarni
hersins sem barðist við íraska stjóm-
arherinn.
„Það er tilfinningalegs eðlis,“
hvíslar hún að mér. „Basra var hvort
sem er ónýt borg eftir íran-írak-
stríðið. Það er alvarlegra með Karb-
ala. Og þú verður hissa þegar þú
áttar þig á hvað Karbala og Najef
eru stutt frá Bagdad og hvað mjóu
munaði að hermenn Saddams biðu
ósigur.“
Þessi kona er kennari og ættuð
frá Bagdad en hafði búið í Básra í
mörg ár. Hún hnippti í mig þegar
ég var að reika um rústir í Basra
og bflstjórinn og vörðurinn minn
höfðu farið að kaupa vatn fyrir heim-
ferðina. Hún býr í leirkofahverfi í
útjaðri borgarinnar og inni voru dýn-
ur og slitin og hrein teppi á gólfínu.
Það var yndislega svalt inni og við
sátum á góifínu og hún sendi krakk-
ana sína eftir vatni handa mér.
„Við vonuðum að bandamenn
kæmu uppreisnarmönnum til hjálpar.
Það urðu margir reiðir þegar sú hjálp
barst ekki. Hvað var Bush að belgja
sig út um að við ættum að steypa
manninum sem ræður og svo þegar
við reyndum það sneri hann sér á
hina hliðina og sagðist ekki blanda
sér í innanríkismál íraks! Hvort á
ég að hlæja eða gráta þegar ég heyri
svona! Hann bjóst við að nokkur
þúsund menn gætu ráðið við her sem
hann hafði sjálfur talið að þyrfti
mörg hundruð þúsund manns til að
- Litlir strákar í Basra.
Fólk í sprengjuregni o g ferð suður
Texti og myndir: Jóhanna
Kristjónsdóttir
I hitanum sem er um 50 stig í
skugganum - sem fyrirfinnst
hvergi - strita sólbarðir menn við
viðgerðir. Þeir hamast eins og
þeir eigi lífið að leysa, við að end-
urbyggja brýrnar, malbika vegi
sem spændir voru upp, hreinsa
sprengd og moluð hús, hanga uppi
í rafmagns og símastaurum að
laga línur. Uti á ökrum eru konur
og börn að puða, en áburð vantar
því leyfi fæst ekki til að flytja
hann inn svo þau segja að upp-
skeran verði rýr. Oft keyrum við
langar krókaleiðir þar sem enn
hefur ekki tekist að ljúka við-
gerðum eða jarðsprengjur ekki
verið hreinsaðar svo Ieiðin er
ekki örugg. Það er engin loft-
kæling í bílnum og sjóðandi heitt
og rykmettað loftið, skellur á
okkur eins og stanslaus hríð.
Ég er á leiðinni frá Basra í suðri
og með leyfí upp á vasann að koma
við í Karbala og Najef, tveimur
helgum borgum shíta. Einhverra
hluta vegna var erfíðara að fá leyfi
þangað en vitja Basra. Kennslu-
kona sem ég hitti í Basra gaf mér
skýringu á því sem gæti eins stað-
ist og hver önnur. Basra er svo
nærri landamærunum að íran að
U