Morgunblaðið - 28.06.1991, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991
21
5%stsr.aísl. 4-3
Roimill (1.5.000)
Na'lon (12.900)
í viku, þá hafði stjórnarherinn
sprengt nánast alla miðborg Karbala
svo að ekki stóð steinn yfir steini.
Langflestir íbúar flýðu úr borginni,
sumir vestur á bóginn og allmargir
í norður. Enginn fæst til að nefna
hversu margir uppreisnarmenn hafi
verið en það er auðheyrt að uppreisn
shítanna í suðrinu, einkum að þeir
skyldu komast alla leið til Karbala,
hefur vakið meiri ugg og reiði en
nokkurn tíma það sem gerðist í
norðrinu, „enda var það blásið upp
af fjölmiðlum í ríkara mæli en það
1 sem gerðist fyrir sunnan. Það leit
verulega illa út á tímabili," sagði ír-
askur foringi við mig gegn nafn-
leynd.
Þegar verulega kreppti að upp-
reisnarmönnum leituðu þeir skjóls í
moskunum tveimur í Karbala og þar
voru þeir brytjaðir niður. En áður
hafði þeim að sögn írösku hermann-
anna sem gæta moskanna tekist að
kveikja í bænabókum og rústa allt
sem rústað varð innandyra.
Ég setti klút á höfuðið og fékk
að fara inn í Husseinimoskuna í
Karbala en þar voru síðustu upp-
reisnarmennirnir drepnir. „Hvernig
getur nokkur trúaður múslimi gert
þetta?“ sagði Naji sem fylgdi mér
um og benti mér á skemmdirnar sem
var raunar síst þörf á; þær skáru í
augun. Eðalkristalljósakrónur
brunnar, bænaherberbergi sundur-
skotin, brennd eða sprengd. Gullplöt-
um hafði verið flett af turnspírum.
Blóðslettur höfðu enn ekki verið
hreinsaðar af veggjunum. „Ef ekki
múslimi, hver þá?“ spurði ég. „Barð-
ist þú héma?“ Hann hristi höfuðið.
„Yið komum fyrir nokkrum vikum
þegar allt var um garð gengið. Ja,
hver ég held að hafi gert þetta. Ég
trúi því ekki heldur á kristna menn.
Ég held það hafi verið íranskir villu-
trúarmenn sem rugluðu nokkra öfga-
menn enn meira ... Ég hef enga aðra
skýringu á því.“
Ég mátti taka myndir en þegar
út kom og ég beindi vélinni að svört-
um málningarklessum sem hafði í
flýti verið skellt yfir svívirðingar um
Saddam bað Naji mig að láta ógert
að taka myndir. „Það gæti gefið
rangar hugmyndir. Fólk gæti haldið
að það hefði verið einhver alvara í
þessu.“ Ég horfði á hann dolfallin.
„Við vorum að skoða skemmdir og
svínarí, eftir hveija sem það nú er,“
sagði ég. „Fjöldi manns lét lífið. Þú
getur ekki búist við öðru en ég taki
því í alvöru. Auðvitað tek ég mynd-
ir. Þeir sem skrifuðu þessar svívirð-
ingar hafa sannarlega goldið fyrir
þær gerðir sínar.“
Á leiðinni til Bagdad sagði Ak-
með bílstjóri - sem er eðlisfræðingur
að mennt, ekkjumaður og fimm
barna faðir, mér frá fyrstu nóttunum
þegar sprengjurnar féllu á Bagdad.
Hann sagðist ekki hafa trúað því að
ráðist yrði á Bagdad.
„Við vissum öll að fresturinn sem
Bush hafði sett var útrunninn _en við
höfðum líka fregnir af því að írakar
væru að undirbúa brottför frá Kú-
veit. En Kanarnir vissu víst ekki af
því frekar en þeir vissu af því þegar
við fórum inn í landið. Svo voru börn-
in mín sofnuð og ég var að lesa og
það var óhugur í mér en ég sagði
alltaf að það yrði ekki stríð. Svo
heyrði ég fyrstu drunumar. Hvort
ég stirðnaði ekki upp! Og börnin mín
komu hlaupandi fram og litla stelpan
mín veinaði og veinaði af skelfingu.
Við bjuggumst við því að sprengjur
féllu á okkar hús, þetta virtist allt
mjög nálægt. Við sátum og héldum
utan um hvert annað og báðum til
guðs alla nóttina. Þannig liðu marg-
ar nætur og oft sváfum við ekki dúr
og stundum lagði ég mig í mikla
hættu á daginn að fara út og ná í
brauð. Það var ekkert rafmagn og
enginn sími. Þó voru núvdagamir
skárri. En þegar fór að dimma komu
krakkarnir og við hnipruðum okkur
saman og báðum til guðs. Börnin
voru alltaf hrædd og grétu. Ég var
hræddur, ég bað til guðs. En ég var
líka svo reiður. Þú trúir því aldrei
hvað ég var reiður! Og þó hélt ég
áfram að biðja guð því við vorum
hrædd Ýið að þeir hentu ekki bara
venjulegum sprengjum heldur myndi
okkar bíða það sama og gerðist í
Hiroshima. Én guð er góður. Hann
fyrirgaf mér reiðina og verndaði okk-
ur.“
Fiskeldi og þröngsýni
eftir Gunnlaug
Þórðarson
Mér hefur oft verið hugsað til
þess, að Kínveijar hafa stundað
fiskeldi í meira en 2000 ár með
góðum árangri og að þessi millj-
arðsþjóð skuli vera sjálfri sér nóg
í hvers konar fæðuöflun.
Fyrir rúmum aldarfjórðungi lét
ég hugann reika í útvarpserindi
um fiskeldi og spáði því að um
aldamótin 2000 gættu kafarar
fisktorfa í Hvammsfirði og stór-
virk veiðarfæri yrðu með búnaði
sem rækju fiskinn í vörpurnar eft-
ir stærð. Auðvitað voru þetta
draumsýnir.
Hitt er annað mál, að með ís-
lendingum ætti fískeldi að vera
auðveld búgrein, ef vel er á haldið
vegna þess hve aðstaðan er víða
■ Náttúruverndarféla Suð-
vesturlands gengst fyrir náttúru-
skoðun og söguferð út í Engey í
kvöld, föstudag klukkan 20 í sam-
vinnu við Sjóferðaþjónustuna. Far-
ið verður frá Miðbakka við Grófar-
bryggju með mb. Guðrúnu Her-
manns. Gengið verður um eyna
ágæt bæði til hafbeitar í kvíum
og eldis í keijum, en þar kemur
jarðhiti að góðu gagni.
Góðvinur minn einn stakk upp
á því við mig fyrir áratug, að við
færum saman út i fiskeldi. Mér
varð þá að orði, að ég teldi hyggi-
legast að bíða a.m.k. í áratug, ef
við ættum að leggja í slíkt heill-
andi ævintýri. Best væri að leyfa
öðrum að gera mistökin, sem hlytu
að fylgja byijunarörðugleikunum.
í fyrri viku var ég að lögmanns-
starfi úti á landi vegna fjárná-
msaðgerðar hjá dugmiklum og
framtakssömum fiskeldismanni.
Hjá honum hefur eins og hjá öllum
öðrum í sömu starfsgrein verið á
brattan að sækja. Hann átti eins
og flestir, sem lagt hafa útá þessa
háskabraut, eitthvert fé, en hann
þurfti að sjálfsögðu líka lán til að
geta byijað. Landsbankinn sýndi
og skoðuð hin fjölbreytta náttúra
hennar og margvíslegar minjar.
Ferðin tekur tvær til þijár klukku-
stundir og er öllum heimil þátt-
taka. Verð er kr. 1.000 fyrir full-
orðna en 500 krónur fyrir börn
yngri en 12 ára í fylgd með full-
orðnum.
mikinn áhuga á málinu og voru
lán auðfengin. Nú þegar bankinn
stendur illa á öðrum sviðum, hefur
bankastjórinn í blindni neitað allri
frekari fyrirgreiðslu við fiskeldi
og ákveðið að öll lán skuli greidd
upp. Fiskeldi skal útskúfað úr
bankakerfmu, líkt og væri það hið
mesta glapræði eða glæpur.
Hitt gleymist að einmitt ríkis-
valdið og bankarnir hvöttu menn
til þess að fara í fískeldi, það var
töfraorð fyrir fáum árum, eins og
loðdýrarækt þar á undan.
Því geta hvorki ríkisstjórn né
þjóðbanki nú snúið svona kyrfilega
bakinu við þessari merku búgrein.
Landsbankinn, sem er þjóðbanki,
hefur meiri skyldur en aðrar lána-
stofnanir og þó hann verði fyrir
skakkaföllum í bráð vegna þess
að margir voru offarar í athafna-
gleði sinni, þá réttlætir það ekki
að bankinn taki þá afstöðu að af-
skrifa þá búgrein, sem með réttum
tökum ætti að geta skapað þjóð-
inni miklar tekjur í gjaldeyri.
Miklu líklegra er að með vissu
aðhaldi megi bjarga málum við,
en ekki með blindu offorsi, sem
gerir alls engan mun á vel reknu
fyrirtæki og illa reknu. Tjón bank-
ans yrði vafalaust miklu minna,
Gunnlaugur Þórðarson
ef reynt væri að leysa mál þessara
dugmiklu manna með neyðar-
samningum heldur en með mörg-
um uppgjörum og gjaldþrotum,
þá er og víst að sú reynsla, sem
fengist hefur af þessu framtaki
fer síður í súginn. Bankar mega
alltaf búast við að tapa einhveiju
af lánsfé, það er hin heillandi
áhætta, sem hlýtur að fylgja nýj-
um tilraunum í atvinnulífi þjóðar-
innar.
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
OPIÐ ALLAR
HELGAR í SUMAR
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
TJALDVAGNAR
og allt í útileguna:
Tjöld, svefnpokar, himnar,
gönguskór, allur útilegufatnaður,
stólar, grill, borð, sólskýli
og margt margt fleira.
<>
'ocsfnon
Vatnsheldir með útöndun