Morgunblaðið - 28.06.1991, Side 25
MORGUNBLABIÐ FÖSTUDAGUR 28..JÚNÍ 1991
25
Hnattflugá tvíþekju
Flugvélin „Norðurljós" („Northern Light“), sem
er tvíþekja af gerðinni Stearman, hefur sig hér
til flugs frá bænum Hemet í Kaliforníu og var
ætlunin að fljúga umhverfis hnöttinn. í gær,
tæpum sólarhring eftir að lagt var upp, brot-
lenti vélin hins vegar í Colorado-ríki. Flugmenn-
irnir sluppu ómeiddir og ætla að halda hnatt-
fluginu áfram á Cessna-185 flugvél. Þeir sjást
á innfelldu myndinni, Victor Smolin frá Sov-
étríkjunum (t.v.) tfg Carl Hays frá Bandaríkjun-
um (t.h.). Þeir félagar lögðu upp á þriðjudaginn
og munu hafa viðkomu í Reykjavík þann 1. júlí.
Reuter
Evrópska efnahagssvæðið:
Fyrsti samninga-
fimdiu’ Norðmanna
með EB í Brussel
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FYRSTI óformlegi samningafundur Norðmanna með fulltrúum
framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins (EB) fór fram í Brussel
í gær.
Fundurinn er haldinn í beinu
framhaldi af tilboði í sjávarútvegi
sem Norðmenn lögðu fram á sam-
eiginlegum ráðherrafundi Fríversl-
unarbandalags Evrópu (EFTA) og
EB í Lúxemborg 18. júní.
Samkvæmt heimildum í Brussel
voru báðir aðilar sammála um að
fundurinn í gær hefði verið gagn-
legur. Engar nýjar tillögur voru
lagðar fram, hvorki af hálfu EB
né Norðmanna, en Norðmenn
skýrðu tilboð sitt frá Lúxemborg-
arfundinum og svöruðu spurning-
um EB um það.
í frétt norska dagblaðsins Aft-
enposten um fund ráðherra EFTA
og ráðherra EB í Salzburg á þriðju-
dag er greint frá viðbrögðum nor-
rænna ráðherra við niðurstöðum
hans. „Margir hlutir, sem við héld-
um að væru á hreinu í Lúxem-
borg, eru óljósir. Smáatriðin eru
óljós í nær öllum málum,“ sagði
viðskiptaráðherra Finnlands,
Pertti Salolainen, í samtali við
norska dagblaðið Aftenposten fyrr
í vikunni. Þá sagði Anita Gradin,
viðskiptaráðherra Svíþjóðar, að
hún hefði orðið fyrir miklum von-
brigðum með að EB-menn hefðu
bakkað með allt það sem samist
hefði um í Lúxemborg. Reiknað
er með því að annar fundur Norð-
manna og EB verði haldinn á
mánudaginn kemur en á þeim
fundi verður framhaldið ákveðið.
Eftir því sem næst verður komist
hefur ekkert verið ákveðið um
fundahöld fulltrúa íslands og Evr-
ópubandalagsins.
Höfum fengiö fyrstu sendingu af hinum frábæra
sportfatnaði frá H2O sem bæði er mjög vandaður
og hreint út sagt ómótstæðilegur
m.a. jogginggallar, hettubolir, stuttermabolir,
stuttbuxur, sundfatnaður og fl.
EURO
VlSA
Laugavegi 62
Simi 13508
Jí:
i*'
SENDUM
í PÓSTKRÖFU
HÁGÆÐA SPORTFATNAÐUR
Jyllands-Posten:
Pólverjar áttu að
taka Danmörku
DANSKA dagblaðið Jyllands-
Posten skýrði nýlega frá því að
pólskum hermönnum hafi sam-
kvæmt áætlunum Varsjárbanda-
lagsins verið ætlað að hernema
Danmörku í „þriðju heimsstyrj-
öldinni", örfáum dögum eftir að
innrás bandalagsins í Vestur-
Evrópu hæfist.
Blaðið segir að þetta komi fram
í skjölum, sem leyniþjónusta þýska
hersins hafi komist yfír eftir sam-
einingu Þýskalands í október í
fyrra. Þar sé fjaliað um stríðsáætl-
un, sem samin hafi verið að undir-
lagi Sovétmanna. Hún sé ótvíræð
sönnun þess að Varsjárbandalagið
hafi ætlað að gera innrás í Vestur-
Evrópu.
Jyllands-Posten hefur eftir
bandaríska dagblaðinu Wall Street
Journal að skjölin hafi fundist í
austur-þýskum herstöðvum aðeins
nokkrum mínútum eftir að þýsku
ríkin sameinuðust 3. október sl.
Embættismenn þýska varnannála-
ráðuneytisins vilji ekkert láta hafa
eftir sér um málið.
Blaðið hefur ennfremur eftir
þýskum sérfræðingum að Sovét-
menn hafi að öllum líkindum ekki
viljað veita bandamönnum sínum í
Varsjárbandalaginu aðgang að
áætiuninni í heild en skjölin gefi
þó vísbendingar um hvernig hún
hafi verið í meginatriðum.
„Enginn vafi leikur á því að
Varsjárbandalagið var reiðubúið að
beita hervaldi, eins og Atlantshafs-
bandalagið hafði áætlað. Herehöfð-
ingjarnir í Austur-Evrópu gerðu
ráð fyrir að kjarnorkuvopnum yrði
beitt þegar á öðrum degi. Efna-
og sýklavopnum átti einnig að beita
í miklum mæli,“ segir blaðið.
„Sovétmenn höfðu skipt hinum
ýmsu svæðum Vestur-Evrópu milli
bandamanna sinna. Hersveitir
þeirra sjálfra áttu þó einnig að
taka þátt og þá ekki síst til að
tryggja að bandamenn þeirra
gættu þess að halda sig „á réttri
braut“. Þannig var austur-þýskum
og pólskum hersveitum ætlað að
sækja fram í átt að Kílarskurði á
ijórum dögum. Pólsku hersveitirn-
ar áttu síðan að hertaka þýska
svæðið norðan skurðsins og Dan-
mörku á meðan þær austur-þýsku
biðu við skurðinn.
Austur-þýskir herforingjar, sem
starfa nú fyrir þýska sambandsher-
inn, hafa staðfest þessa túlkun.
Aðrir Austur-Þjóðverjar hafa enn-
fremur upplýst að þeir hafi vitað
nákvæmlega hvaða hlutverki þeim
var ætlað að gegna á hernumdu
svæðunum. Þannig hafa margar
af kenningum sérfræðinga NATO
verið staðfestar."
Fjórir
skiptinemar
í Júgóslavíu
FJÓRIR íslenskir skiptinemar
hafa undanfarið ár dvalist í Júgó-
slavíu á vegum skiptinemasam-
takanna AFS á íslandi en eftir
því sem næst verður komist eru
engir íslenskir ferðamenn í land-
inu.
Þrír skiptinemanna eru á heim-
leið í dag en síðustu dagana voru
þeir á hóteli í höfuðborg landsins,
Belgrad, þar sem allt var með kyrr-
um kjörum. Nemarnir fljúga heim
í gegnum París og eru væntanlegir
til Islands seint í kvöld. Fjórði
skiptineminn hefur ákveðið að
dvelja lengur í Júgóslavíu á eigin
vegum.
þakrennur
ryðga ekki!
Einfaldar í samsetningu,
þarf ekki að líma.
#ALFABORG"
BYGGINGAMARKAÐUR
KNARRARVOGI 4 — SÍMI 686755