Morgunblaðið - 28.06.1991, Síða 35

Morgunblaðið - 28.06.1991, Síða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991 ^ecmcicé- yCce&íteyt Ert þú að byggja nýtt húsnæði, endurbæta gamalt eða breyta? Þá eigum við þessar glæsilegu greni- fulningahurðir til afgreiðslu af lager samdægurs. Einnig bjóðum við uppá grenipanel í loft og á veggi á aðeins kr. 740,- ferm. Eigum einnig úrval af sléttum spónlögðum hurðum á frábæru verði eins og öllu fráTS. V íö komum og mælum, gerum tilboð og setjum upp hurðir. Smiðjuvegi 6, Kópavogi, sími 44544 Opið laugardaga frá kl. 10-14. Leiðrétting Minningargrein um Halldóru Jónsdóttur birtist í blaðinu í gær. Vinnsla myndarinnar misfórst. Birtist myndin því aftur. Beðist er velvirðingar á mistökunum. langra lífdaga. Megi það verða Ein- ari uppörvun í söknuði hans eftir fráfall elskaðrar eiginkonu. Ég og fjölskylda mín biðjum Guð að blessa Einar og minningu Svövu. Björn Sigurbjörnsson Ein af fyrstu æskuminningum mínum er úr garðinum á Mána- götunni. Húsfreyjan kemur út á tröppurnar og kallar á okkur systk- inin inn í kaffi. Inn í pönnukökurnar hennar Svövu frænku eins og við kölluðum hana alltaf. Svo stóðum við í röð við eldavélina og biðum eftir því að röðin kæmi að okkur. Ákafastur var faðir okkar. Þannig var Svava. Alltaf að gefa. Reyndar var það þannig að nöfn þeirra hjóna var samofín eins og allt þeirra líf. Alltaf var talað um að fara til Svövu og Einars. Þegar Einar fór í veiðiferðir þá fór Svava með og beið í Fíatinum og gaf kaffi. Ég bjó um skeið hjá þessum heið- urshjónum á meðan móðir mín var í námi erlendis. a því heimili kynnt- ist ég þeirri íslenskri ménningu sem ég bý enn að. Heimili þeirra var vei búið. Á veggjum héngu myndir gömlu íslensku meistaranna og í bókahillunum íslendingasögurnar. Þar las ég þær fyrst og þá var lesið mikið. Ég minnist kvöldanna eftir að Svava hafði eldað heimsins besta plokkfisk og sest var inn í stofu og kveikt á útvarpinu. Þar var fylgst með myndun „Em- ilíu“-stjórnarinnar enda hjónin í Al- þýðuflokknum og fylgdu honum að máli alla tíð þó ekki hafi stefnan verið alltaf samþykkt. En skoðanirn- ar voru þá ræddar og studdar rök- um. Betra uppeldi getur enginn ósk- að sér. Nú að leiðarlokum er þakkað. Þakkað fyrir það að ætíð var skjól á Mánagötunni. Þakkað fyrir það að ætíð var ljós í glugga. Ég sendi Einari fóstra mínum hlýjar samúð- arkveðjur héðan frá Húsavík þar sem sólin gengur ekki undir um skeið. Héðan senda allir kveðjur. Kveðjur frá staðnum sem fóstri minn hefur taugar til. Svava er horfin til landsins þar sem sólin gegnur ekki til viðar. Sá er munur þessa heims og ann- ars. Blessuð sé minning Svövu Björns- dóttur. Hvíl hún í friði. Gísli Baldvinsson Olíufélagið hf Svava G. Björns- dóttir — Minning fyrsta kynntist ég fágaðri, fíngerðri og hjartahlýrri konu. Svava var ein af þeim konum sem í útliti, fasi og framkomu bar með sér þann þokka og háttprýði sem á annarri tungu væri lýst með orðinu „lady“. Sú lýsing átti ekki bara við Svövu þeg- ar hún enn skartaði æskuljóma, heldur var einkenni hennar allt fram til dauðadags í hárri elli. Þeim Ein- ari varð ekki barna auðið, en samt áttu þau Einar meira bamaláni að fagna en margir foreldrar. Þetta voru systkinabörn Einars og börn þeirra, sem urðu mörg hver eins náin og um börn og barnabörn væri að ræða, og er mér nærtæk- asta dæmið mín eigin dóttir. Svav'a átti góða ævi með sínum trausta og ljúfa eiginmanni, sem bar hana á höndum sér. Hún naut þess að vera með sinni stóru fölskyldu á gleðidögum og með vinum sínum heima á glæsilegu heimili, prýtt útsaumi og sérstæðum listaverkum, unnum af húsmóðurinni. Svava var fróð kona og skemmtileg í um- gengni og hvers manns hugljúfi. Hún átti því láni að fagna að njóta langra lífdaga og að geta notið lífs- ins ern og hress, alveg fram á síð- ustu æviár. í minningu okkar er hið ljúfa bros þessarar fíngerðu og fáguðu konu, vináttan, tryggðin og fjölmargar ánægjulegar samveru- stundir. Á dánardegi Svövu var borgin hennar fánum skrýdd og allir fánar við hún, tákn um gleði og hamingju Fædd 19. október 1896 Dáin 17. núní 1991 Ég hygg að það hafi komið fáum á óvart þegar Svava kvaddi þennan heim á sólbjörtum sumardegi að morgni 17. júní síðastliðinn, en hún var búin að heyja erfitt og kvala- fullt dánarstríð síðustu mánuðina sem hún lifði. Svava Guðrún fæddist þann 19. október 1896, og voru foreldrar hennar Ingibjörg Guðrún Þorvalds- dóttir er andaðist á árinu 1910 og Bjöm Jónsson, skósmiður er andað- ist háaldraður eða 93ja ára gamall. Bróðir átti Svava að nafni Haraldur, en hann fluttist til Kanada og drukknaði þar ungur að aldri. Svava giftist eftirlifandi manni sínum Ein- ari Einarssyni þann 27. maí 1938, og bjuggu þau fyrst að Hverfisgötu 62, en fluttust síðar að Mánagötu 9, þar sem þau bjuggu mestan hluta hjúskapar síns. Um það leyti sem móðir Svövu dó fluttust foreidrar mínir að Hverfisgötu 64A, en þá húseign ásamt eignunum Hverfis- gata 64 og 62 átti þá faðir Svövu, en foreldrar mínir tóku á leigu fyrstu hæðina á Hverfisgötu 64A. þar sem Björn faðir Svövu var ekkjumaður varð það að samkomulagi, að Svava fluttist í risherbergi þar sem foreldr- ar mínir bjuggu og varð hún upp frá því sem einn fjölskyldumeðlimur eða þangað til hún giftist. Fyrst þegar ég man eftir Svövu var hún glaðvær en hún hafði yndi af músík og hafði fagra söngrödd. Ég man eftir því, þegar ég var smásnáði að það safn- aðist oft ungt fólk á heimili Markús- ar Þorsteinssonar söðlasmiðs, en hann bjó nokkru ofar við Frakkastíg- inn. Markúsi var margt til lista lagt, spilaði á orgel og gerði við harmon- ikkur. Þá var þar oft tekið lagið og sagðar sögur úr bæjarlífinu og var þar mikið fjör. Á þessum árum vann Svava hjá Verslun Hansons á Laugavegi 15, en þar var verslað með vefnaðarvör- ur. Seinna fór hún að vinna í versl. Edinborg, sem þá var ein aðalversl- unin í borginni með vefnaðarvörur en hún var einkar dugleg til vinnu og lipur í afgreiðslu: Svava hafði unun af fallegum munum og listaverkum og eftir að hún fluttist á Mánagötuna, bjó hún ásamt manni sínum til ákaflega fal- legt heimili þar sem dýrmæt mál- verk prýddu stofur ásamt öðrum listaverkum. Þau hjónin voru ákaflega gestrisin og komu því margir á heimili þeirra og var vina og kunningjahópurinn stór. Svava gekk i Oddfellowregluna og kynntist þar margri konunni sem bættust í vinahópinn. Það var henni ómæld ánægja að vera í þessum félagssakp, og þótt hún væri ekki að bera á torg sem þar gerðist, fann maður að hún naut félagsskaparins þar og virti það starf sem þar var unnið. Ég og kona mín komum oft á heimili þeirra hjóna að Mánagötu 9 og með konu minni og Svövu mynd- aðist innilegt vináttusamband sem aldrei bar skugga á. Á síðustu erfiðu mánuðunum í lífí Svövu heimsóttum við hana reglulega og síðustu mán- uðina svo að segja á hverju kvöldi. Þegar fór að líða undir lok, var Svava ýmist í þessum heimi eða öðrum, en það brást aldrei, að þegar við höfðum gert vart við okkur þekkti hún okk- ur, þótt hún hafi verið hálf meðvit- undarlaus og fagnaði komu .okkar. Þegar við kveðjum Svövu og lítum yfír farinn veg, eru minningarnar góðar, um trygga dugmikla konu sem reyndist ávallt sannur vinur. Blessuð sé minning hennar. Baldvin Jónsson Svava Bjömsdóttir lést í Reykja- vík 17. júní sl. á 95. aldursári. Hún var fædd í Reykjavík 19, október 1896 og bjó þar alla ævi. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Guð- rún Þorvaldsdóttir og Björn Jóns- son. Svava missti móður sína ung og ólst upp hjá Jóni Baldvinssyni verkalýðsleiðtoga og konu hans Júlíönu. í uppeldinu kynntist hún náið fjölskyldu Einars Þorsteinssoar og Sigrúnar Baldvinsdóttur, systur Jóns og giftist síðar einum sona þeirra, Einari Einarssyni, móður- bróður konu minnar, Helgu. Þannig eru tilkomin löng og náin kynni mín af þeim Svövu og Einari. Ég minnist þess sem ungur maður, nýkominn inn í hina stóru fjölskyldu Helgu, að hitta Svövu. Frá því GEVALIA . SKIPAPLÖTUR - INNRÉTTINGAR PLÖTUR í LESTAR J I I V , \ SERVANT PLÖTUR 3 I B 1 I I SALERNISHÓLF |U * 1 J BAÐÞIUUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR T4 LAGER-NORSK HÁGÆÐA VARA Þ.MRBRlMSSOH&CQ Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.