Morgunblaðið - 28.06.1991, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991
Sólveig Sigurðar-
dóttir - Minning
Fædd 31. ágúst 1936
Dáin 21. júní 1991
Við kölluðum hana Dídí, hún var
alltaf kölluð Dídí, og það var engin
önnur Dídí. Henni tengjast óneitan-
lega margar ljúfar minningar.
Vegna mikils vinskapar okkar
vinkonanna og Heddýar, áttum við
þess kost að eyða mörgum stundum
inn á heimili Dídíar og Bimba. Þar
ríkti ætíð örlæti og hlýja, kannski
ekki síst vegna hinnar miklu um-
hyggjusemi sem Dídí bar í bijósti
í garð fjölskyldunnar. Við vinkon-
urnar fundum sterklega fýrir þess-
ari umhyggju í okkar garð og minn-
umst hennar svo sannarlega á ein-
stakan hátt. Ógleymanlegar eru t.d.
þær ófáu stundir við gluggann í
borðstofunni á Barðaströndinni. Þar
voru hin ýmsustu mál rædd og oft-
ar en ekki var það einmitt Dídí sem
lagði okkur lífsreglurnar, reglur
sem seint gleymast.
Um leið og við kveðjum góða
konu, hana Dídí, og þökkum henni
samfylgdina, biðjum við góðan Guð
að styrkja elsku Heddý okkar,
Bimba, Gittu, Sigga og fjölskyldur
þeirra og aðra aðstandendur.
Þau ljós sem skærast lýsa
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast.
Og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur og
dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta
(F.G.Þ.)
Innilegustu samúðarkveðjur,
Agnes, Kata og Sigrún
Sólveig, mín kæra vinkona er nú
horfin frá okkur vinunum, falleg
og vel gefin kona á besta aldri,
aðeins 54 ára gömul.
Hún barðist baráttu hetjunnar
við þann sjúkdóm sem of marga
fellir í blóma lífsins þegar svo margt
er eftir að sjá og lifa fyrir.
Hún fæddist á Akureyri 31. ág-
úst 1936 dóttir þeirra sæmdarhjóna
Kristínar Bjarnadóttur og Sigurðar
0. Björnssonar prentsmiðjustjóra
POB. Þau eru nú bæði látin.
Á Akureyri ólst hún upp á miklu
menningarheimili í faðmi yndis-
legra foreldra og systkinahóps, sem
mótuðu hana sem manneskju og
gáfu henni styrk í tilgangi þessa
lífs. Fáa hefí ég hitt á minni lífs-
leið sem báru jafn mikla virðingu
fyrir sínum foreldrum og Dídí. Var
það öðrum til fyrirmyndar og er
það trú mín, að hennar eigin fjöl-
skylda hafi þar af henni mikið lært.
Ung giftist hún eftirlifandi eigin-
manni sínum Finnboga Gíslasyni,
einnig frá Akureyri, og eignuðust
þau 3 böm, Kristínu, Sigurð og
Herdísi sem eru fyrirmyndarfólk og
stóðu saman sem einn við að hlúa
að móður sinni veikri fram að síð-
ustu stundu og sá ég þá hve bönd-
in voru sterk milli þeirra allra. Bles-
suð séu þau ævinlega.
Hjónaband þeirra Dídí og Finn-
boga var traust og svo gott að mér
fannst oft eins og þau væru nýtrú-
lofuð.
Við Dídí kynntumst hér í Reykja-
vík, þótt báðar væru fæddar á Ak-
ureyri. Við eignuðumst okkar fyrstu
íbúð í sömu blokk og hófst þar sá
vinskapur á milli okkar sem aldrei
hefur slitnað. Finnbogi var stýri-
maður hjá Eimskipafélagi íslands
til fjölda ára og var lengi stýrimað-
ur á Gullfossi. Veit ég að hann á
ómæld sporin fyrir aðra í þeim ferð-
um, því alltaf var verið að biðja
fyrir pakka og kaupa hluti sem
ekki fengust hér og ekkert var sjálf-
sagðara, ef hægt var að koma því
við. Ég veit að margir eru honum
þakklátir ævinlega fyrir ljúf-
mennskuna og greiðasemina í sín-
um ferðum á sjónum í svo mörg ár.
En auðvitað kemur til kasta góðr-
ar konu og móður þar sem eigin-
maður og faðir er oftast víðs fjarri,
og Dídí var ein af þeim. Hún var
bæði mikil húsmóðir og móðir og
sýndi það svo sannarlega allan þann
tíma sem þess þurfti með. Hún var
listræn og hafði auga fyrir öllu sem
fagurt var. Ber heimili þeirra Finn-
boga þess vitni, en þau byggðu sér
hús á Barðaströnd 3 á Seltjarnar-
nesi. Þar var allt pússað og þvegið
og ég man að okkur vinkonunum
þótti hún leggja alltof mikið á sig
við þetta „þó hann Finnbogi væri
nú að koma í land“. Við vorum
saman í brids-klúbbi í mörg ár
ásamt Kittý, Grétu og fleirum. Það
voru skemmtileg ár og bjartsýnin í
fyrirrúmi hjá okkur vinkonunum,
og mikið var alltaf gaman og glatt
á hjalla hjá okkur, en spilin auðvit-
að númer eitt.
Minningarnar streyma fram, all-
ar jafn ljúfar og góðar, og finnst
mér ég ekki ennþá geta sætt mig
við að fá ekki að sjá Dídí aftur í
þessum heimi. En það verður ör-
ugglega í þeim næsta, það er mín
trú.
Um leið og ég kveð mína tryggu
og góðu vinkonu sem ég vildi hafa
séð mikið oftar síðustu árin þá bið
ég góðan guð að styrkja Finnboga
og fjöl'skyldu þeirra, börn og barna-
börnin 3 sem sjá á eftir móður og
ömmu sem var alltaf „ankerið" í
lífi þeirra allra. Þau fengu það besta
veganesti sem ein góð kona getur
veitt sínum. Fjölskyldu hennar fyrir
norðan og Ingu systur hennar send-
um við hjónin einnig okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Góð og göfug kona er kvödd með
virðingu og þakklæti.
Ásta Hauksdóttir
í dag kveðjum við mikla mann-
kostakonu, hana Dídí. Hún bjó yfir
því sem prýðir þá sem vaxa af sjálf-
um sér eftir að vegarnesti frá for-
eldrahúsum er upp urið. Nesti sem
hafði að vísu ekki verið sparað úr
föðurgarði. Ung gafst hún manni
sínum og yfirgaf heimabæ sinn þar
sem hún hafði notið atlots og ástrík-
is mikilhæfra foreldra sem settu
svip sinn á bæjarlífið meðan þeirra
naut við.
Dídí var ein af þessum manneskj-
um sem sí og æ eru að hugsa um
aðra. Gefandi af orku sinni til sam-
ferðarmanna, án þess nokkru sinni
að ætlast til að fá endurgoldið í
hinu minnsta. Óeigingjarnari og
hjálpfúsari geta menn varla orðið.
Hún var ótilkvödd boðin og búin
að létta undir með sínum ogJangt
út yfir frændgarðinn, sem er þó
æði stór.
Er við hófum búskap sunnan
heiða, með dagvistarvanda unga
fólksins á herðum, var Dídí óðara
búin að bjóðast til að annast frum-
burðinn á daginn og ganga honum
í „ömmu“ stað. Þrátt fyrir að vera
sjálf ung kona með stórt heimili og
eiginmann siglandi um öll heimsins
höf og nýlega flutt á Nesið í hús
sem var rétt búið að byggja, sá hún
engin vandkvæði á því að annst
fyrir okkur dóttur okkar meðan
bæði voru við nám. Ekki var í ófá
skipti að með fylgdi þegar náð var
í barnið boð um að koma um helg-
ina í mat eða síðdegiskaffí. Auk
þess sem við nutum góðs af ýmsu
sem hún gaukaði að okkur. Þannig
var og um marga aðra sem nutu
góðs af hjálpsemi hennar. Þetta
fengum við henni aldrei fullþakkað
né heldur þá vináttu og umhyggju,
sem hún ávallt sýndi okkur í gegn-
um tíðina.
Dídí skóp sér umhverfi sem gott
var að vera nærri. Hún sjálf geisl-
aði af gleði og umhyggju fyrir eigin-
manni og börnum og var ætíð svo
jákvæð og maður undraðist hversu
miklu hún gat áorkað. Heimilið
ætíð í röð og reglu, eins og nýstrok-
ið hvenær sem mann bar að garði.
Heimili sem bar smekkvísi hennar
fagurt vitni. Þar var notalegt að
koma. Þegar von var á Bimba úr
siglingu fann maður ástina og um-
hyggjuna sem hún bjó yfir og eftir-
væntinguna að fá hann heim. Aldr-
ei kom maður á Barðaströndina án
þess að Bimba bæri á góma ef hann
var ekki í landi. Hans missir er
mikill, en minningin um ástríka eig-
inkonu gefur styrk til að vinna á
sorginni og söknuðinum sem slíkur
missir hefur í för með sér.
Börnum sínum var hún mikil
móðir og góður uppalandi enda
hafa þau erft elsku og hlýju foreldr-
anna og þar hefur verið hlúð að
því besta. Barnabörnin orðin þijú.
Piltar sem sjá ekki meira af ömmu
Dídí en eiga eftir að heyra mikið
um hana talað og ýmislegt eftir
hana að sjá þar sem allar listir léku
í höndum hennar en listfengi var
henni í blóð borið.
Dídí kveðjum við með söknuði
miklum og óskum þess að algóður
guð megi blessa og vernda hana á
þeim vegum sem hún hefur nú lagt
út á. Trú okkar er sú að nú fái hún
að njóta alls þess er hún sáði með-
a! okkar og kringum sig í lifandi
og fögru lífí.
Dídí fékk notið þess að kveðja
sína nánustu á heimili sínu eftir
hetjulega baráttu við hið óumflýjan-
lega, baráttu sem háð var af dugn-
aði og æðruleysi. Þegar kraftar
hennar þrutu var henni hjúkrað af
eiginmanni og börnum á heimili
sínu með ómetanlegri aðstoð starfs-
fólks Líknar, heimahlynningar í
Reykjavík.
Bimbi, börn, tengdabörn og
barnabörn, við þökkum ykkur fyrir
að leyfa okkur að eiga Dídí með
ykkur og óskum þess að hugljúf
minning megni um síðir að deyfa
sorgina, sem nú hefír knúð dyra.
Með þakklæti og virðingu,
Haddí, Egill og börn
Það var á bjartasta og lengsta
degi ársins að sorgarský færðist
yfir hús á Barðaströndinni. Hetjuleg
barátta Dídíar við erfiðan sjúkdóm
var á enda og sá hafði yfirhöndina
er að lokum allt sigrar.
Þau voru ekki mörg árin sem við
nutum kynna við Dídí en náin urðu
tengslin engu að síður og minning-
arnar ljúfar. Það var í ágústlok,
nokkrum dögum fyrir afmæli Dí-
díar, fyrir rétt tæpum tveimur árum
að við hittumst fyrst. Heddý dóttir
hennar hafði haldið utan til Banda-
ríkjanna til að heimsækja pabba
sinn og mömmu sem höfðu þá búið
í Boca Raton í Florida um tíma.
Við vorum þá við nám í Miami sem
er skammt frá. Nokkrum vikum
áður höfðum við Heddý hist á Is-
landi og ákváðum að hafa samband
er hún kæmi út. Það varð úr og
urðu ferðirnar á milli Boca og Miami
margar eftir það.
Ég minnist þess hversu glæsileg
hún var á afmælisdaginn en Bimbi
hafði þá ákveðið að fara með þær
mæðgur á franskan veitingastað í
grenndinni sem var í miklu uppá-
haldi hjá Dídí ogþau voru svo elsku-
leg að bjóða mér með. Það þurfti
ekki langan tíma til að sjá að Dídí
bjó eipnig yfir miklum innri glæsi-
leika og kostum. Hlýja, umhyggja
og hjartagæska einkenndu hana svo
sem glöggt kom í ljós þegar konan
mín og litli strákurinn okkar komu
til Miami þá um haustið. Mér er
sérstaklega hugleikið kvöld eitt
síðla nóvembermánaðar þegar
þakkargjörðarhátíðin var. Bimbi og
Dídí buðu okkur heim til kvöldverð-
ar og var kalkúnn á boðstólum. Þar
smökkuðum við ljúffengustu kalk-
únafyllingu sem við höfum nokkurn
tíma bragðað, en þetta var sérstök
leyniuppskrift Dídíar. Jón Andri litli
varð fljótt hændur að henni sem
von var eins og hún lét með dreng-
inn. Stór pakki og blíðuhót gera
sitt þegar Iítil börn eru annars veg-
ar. Litli prakkarinn hafði þó meira
dálæti á stórri og fallegri perlufesti
sem Dídí hafði um hálsinn, en því
sem í pakkanum var. Ég man þeg-
ar hann bað um að fá að leika sér
með festina í fyrsta sinn það kvöld.
Við vorum skjót til og sögðum auð-
vitað að það væri ekki hægt. Þá
sagði Dídí, „auðvitað má hann fá
perlufestina hennar ömmu Dídí“,
tók hana af sér og leyfði honum
að leika sér með eins og hvert ann-
að barnaglingur. Upp frá því kall-
aði Jón Andri hana ekki annað en
„ömmu Dídí“, en perlurnar urðu
hans helsta leikfang í síðari heim-
sóknum.
Þó að ekki væri enn kominn des-
ember var Dídí samt þá þegar búin
að ljúka jólainnkaupunum og voru
þarna haugar af skrautlegum gjöf-
um og pökkum handa börnunum
hennar og barnabörnum sem hún
hafði á orði að hún hefði ekki séð
allt of lengi og hlakkaði mikið til
að fara heim til íslands og eyða
jólunum með. Við dvöldum hjá
Bimba og Dídí þessa nótt og er við -
héldum niður til Miami daginn eftir
var Dídí búin að fylla hin ýmsu ílát
af mat sem afgangs hafði orðið,
„við mættum til með að taka þetta
með því það myndi spara okkur
matarinnkaupin f einn eða tvo
daga“, sagði hún þegar við kvödd-
umst. Þetta finnst okkur lýsa vel
hversu hlý og gefandi Dídí var.
Næsta vor kom Heddý aftur út
að heimsækja pabba sinn og
mömmu. Áttum við þá margar góð-
ar stundir saman. Við flettum
myndaalbúminu í fyrrakvöld og rifj-
uðust þá upp þessir góðu tímar. Þær
voru margar myndirnar sem voru
teknar af skemmtisiglingu sem þær
fóru saman í, Dídí, Heddý og Jó-
hanna til Bahamaeyja. En Jóhanna
átti einmitt afmæli þann dag og
höfðu þau því boðið henni í sigling-
una. Ég horfí á stækkuðu myndina
á korktöflunni í eldhúsinu af þeim
þremur á þilfari skipsins, brúnum,
sællegum og áhyggjulausum. Mér
er ljóst að það er margt sem er
tekið sem sjálfsagt í þessum heimi,
en enginn vissi þá um hin illu mein-
vörp sem höfðu tekið sér bólfestu
í líkama Dídíar og hversu skammt
hún átti eftir að dvelja hér.
Stuttu eftir að við komum til
íslands síðastliðið sumar var hringt
í mig og mér sagt að það væru
slæmar fréttir af Dídí, hún væri
með krabbamein. Við slík tíðindi
verður manni orða vant. Jóhanna
vann þá um sumarið og nýliðinn
vetur á Landspítalanum og hitti því
oft þær Heddý og Dídí. Þær spjöll-
uðu margt saman og var umræðu-
tónninn ávallt gæddur bjartsýni,
viljaþreki og innri styrk enda stóð
Heddý við hlið mömmu sinnar eins
og klettur allan þann tíma sem hild-
in var háð uns yfir lauk.
Um leið og við þökkum Dídí þær
yndislegu stundir sem hún hefur
gefíð okkur viljum við votta Finn-
boga, börnum, barnabörnum og
fjölskyldum þeirra samúð og biðjum
almáttugan Guð að veita þeim styrk
í harmi sínum. Dídí mun lifa í minn-
ingunni.
Hjalti, Jóhanna og Jón Andri.
Margs er að minnast frá því við
vorum smástelpur á Akureyri og
myndirnar renna í gegnum huga
minn. Dýrðlegar sumarnætur á
hestbaki í Sellandi. Við báðar að
undirbúa brúðkaup í júlí 1956, hún
þann 7. og ég 21. Kristín hennar
og Sigurður minn eru bæði fædd
1957. Og svo þúsund aðrar ljúfar
minningar.
Nú er hún komin í faðm Guðs,
37
umvafin yl hans og kærleika um
alla eilífð.
Ég bið hann um að gefa fjöl-
skyldu Sólveigar styrk í þeirra
þungu raun.
Jóna Sigurðardóttir,
Sidney, Ástraliu.
í dag kveðjum við elskulega
móðursystur okkar, Dídí frænku.
Fjölskyldubönd okkar hafa alltaf
verið sterk og var Dídí okkur systk-
inunum alltaf sem móðir, rétt eins
og móðir okkar er börnum hennar.
Dídí fæddist á Akureyri 31. ág-
úst 1936, dóttir hjónanna Sigurðar
0. Björnssonar, prentsmiðjustjóra
og Kristínar Bjamadóttur. Hún var
þriðja elst sjö syskina, en hin eru:
Geir prentsmiðjustjóri á Akureyri,
Bjarni prentsmiðjustjóri á Akur-
eyri, Ingibjörg hótelstjóri í Lux-
embourg, Ragnar augnlæknir á
Akureyri, Oddur jarðfræðingur í
Reykjavík og Þór offsetljósmyndari
á Ákureyri.
Dídí ólst upp á stóru og myndar-
legu heimili foreldra sinna á Akur-
eyri. Á sumrin dvaldi fjölskyldan
öll í sælureitnum okkar, Sellandi í
Fnjóskadal. Þar undi Dídí sér vel
við heyskap, hestamennsku og
plöntun tijáa ásamt pabba sínum,
og höfum við heyrt að hún hafi
verið liðtækur bílstjóri á jeppanum
þótt ung væri.
16 ára gömul fór hún í nám til
Englands og útskrifaðist sem tísku-
teiknari tveimur árum síðar. Hún
starfaði reyndar aldrei í því fagi,
en þó það hafi ekki legið fyrir Dídí
að starfa sem tískuteiknari, var hún
alltaf mjög listræn og mikill lista-
maður í sér.
Hún giftist, 7. júlí 1956, Finn-
boga Gíslasyni, skipstjóra, og eign-
uðust þau þijú böm; Kristínu, Sig-
urð og Herdísi.
Vegna starfs síns var Finnbogi
mikið að heiman og var Dídí því
mikið ein með krakkana meðan þau
voru ung. En dugnaðurinn og kraft-
urinn var alltaf mikill, það sem hún
byijaði á var klárað — hún vissi
ekki hvað hálfkák var. Hún stóð til
dæmis mikið í því að byggja hús
fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi, og
eftir að það var tilbúið töluðum við
oft um að tuskan hefði alltaf verið
á lofti, því um leið og rykkorn sást
var hún byijuð að þurrka af. Það
sem hún gat gert í dag var aldrei
geymt til morguns.
Dídí var hlý og góð, mikill fagur-
keri og listunnandi sem heimili fjöl-
skyldunnar hefur alla tíð borið vott
um.
Árið 1982 fluttust þau hjónin til
Bandaríkjanna og voru búsett þar
að mestu leyti síðan. Það var í júlí
í fyrra sem sjúkdómurinn, sem dró
Dídí til dauða, uppgötvaðist. En
þrátt fyrir sjúkdóminn var hún jafn
ósérhlífín og hörð við sjálfa sig og
áður, og fór til dæmis tvisvar vest-
ur um haf á þessu síðasta ári. Dídí
frænka dó allt of ung og við munum
öll sakna hennar sárt. Við erum
þakklát fyrir allar góðu skemmti-
legu stundirnar sem við áttum sam-
an í Sellandi, hjá afa og ömmu á
Akureyri og öll þau ógrynni af
skemmtilegum sögum sem Dídí,
mamma og bræður þeirra hafa sagt
okkur krökkunum. Okkur fínnst
stundum að uppvöxtur þeirra systk-
jna sé vafin ævintýraljóma og þáð
var oft glatt á hjalla við upprifjun
uppvaxtarára þeirra systkina. Dídí
var glæsileg kona, alltaf smekkleg
pg mikið fyrir að vera vel til höfð.
í hugum okkar sjáum við Dídí
frænku, glæsilega með allt gullið
sitt.
Hún dó heima. Dvaldist heima
síðustu vikurnar, sem var mögulegt
vegna dugnaðar og sérstakrar
umhyggju eiginmanns, barna henn-
ar og tengdasona. Þau voru alveg
sérstök þar til yfir lauk. Einnig
verður að nefna hjálp heimahlynn-
ingar Krabbameinsfélagsins, sem
hún naut, og var alveg frábær.
Elsku Bimbi, Gitta, Siggi, Heddí,
tengdasynir og barnabörn! Missir
ykkar er mestur, en þið eigið minn-
inguna um yndislega eiginkonu,
móður, tengdamóður og ömmu, sem
við vitum að þið getið yljað ykkur
við. Megi góður Guð styrkja ykkur
í sorginni.
Sólveig, Kolbrún, Sigurður Óli
og Tinna.