Morgunblaðið - 28.06.1991, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991
--■ 1 ' 1. '7 '—í; T i W í 1 Tl ! ■ I i' 1 U_Lj U-í-1 l..i .,1.
m,
Gunnar Ingólfs-
son - Minning
Fæddur 28. júlí 1943
Dáinn 18. júní 1991
Með söknuði kveð ég Gunnar
Ingólfsson fyrrverandi mág minn.
Þótt samskiptin hafi ekki verið
mikil, voru þau ljúf. Ég minnist
ferðar með Éddunni þar sem þeir
bræður spiluðu saman og háttatím-
inn dróst ótrúlega oft á langinn.
Gunni var alltaf hress, en
kannski er það einmitt hressileikinn
sem blekkir, þannig að örvæntingin
nær að grafa um sig og kemur
manni í opna skjöldu.
Hjá Gunna var ég alltaf elsku
mágkona, skipti engu þótt formleg-
heitin -væru fyrir bí í þeim efnum
og í minningunni verður hann ætíð
minn kæri mágur.
Öllum ástvinum og aðstandend-
um sendi ég samúðarkveðjur mínar
og barnanna.
Birna Þórðardóttir
Elsku pabbi minn. Megi hans Guð
styrkja elsku pabba minn og veita
honum blessun sína.
Megi trú hans og kærleikur verða
honum leiðarljós fyrir það sem
framundan er.
Allar góðar minningar geymi ég
í hjarta mínu og minnist með sökn-
uði. Við sjáumst þó síðar verði.
Guð blessi alla þá er minnast
hans ög voru honum góðir.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Guðrún
Nú er fallinn vinur minn og fóst-
bróðir Gunnar Ingólfsson og bar
brotthvarf hans úr þessu lífi brátt
að.
Gunnar var með betri og
skemmtilegri mönnum sem ég hef
þekkt og mun sú minning um hann
Hfa jafn lengi og ég.
Við áttum saman ótaldar
ánægjustundir þegar við í mörg ár
spiluðum saman í Haukunum ásamt
Gumma bróður og fleiri úrvais
mönnum og alltaf var hann hrókur
alls fagnaðar.
Undanfarin ár höfum við hist af
og til og skemmt okkur konunglega
í hvert skipti og því er söknuðurinn
ekki varandi þessa dagana heldur
átti Gunnar fastan sess í hjarta
mínu og mun halda þeim stað í
minningunni um ókomna framtíð.
Ég votta eftirlifandi móður og
bróður og öðrum aðstandendum
hans mína einlæga samúð.
Helgi Steingrímsson
Sólu særinn skýlir,
Síðust rönd er byrgð
Hýrt á öllu hvílir,
Heiðrík aftankyrð.
Ský raeð skrúða Ijósum,
Skreyta vesturátt,
Glitra gulli og rósum
Glampar Hafið blátt.
Stillt með ströndum öllum,
Stafar vog og sund,
Friður er á fjöllum,
Friður er á grund.
Heyrist fuglakvak hinsta,
Hljótt er allt og rótt,
Hvíl nú hug minn insta,
Himnesk sumamótt.
(Steingríraur Thorsteinsson)
t
Konan mín og móðir okkar,
HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
Efstasundi 16,
andaðist í Landspítalanum 24. júní sl.
Guðmundur Gislason
og börn hinnar látnu.
_____________________________s__________________________
t
Elskuleg systir mín,
INGIBJÖRG J. HELGADÓTTIR,
Miklubraut 50,
lést í Borgarspítalanum 27. júní sl.
Fyrir hönd systkina,
Valgerður Helgadóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
BJÖRN S. MARKÚSSON
trésmíðameistari,
Vogatungu 95,
Kópavogi,
lést á heimili sínu þann 26. júní.
Sigríður Þórðardóttir og börn.
t Faðir okkar.
ÁRNI EINARSSON,
Álfheimum 31,
lést í Landakotsspítala 26. júní. /
Fyrir hönd fjölskyldunnar.
Hefga Árnadóttir,
Guðrún Árnadóttir,
Einar Árnason.
t GUÐMUNDUR JÓNSSON,
Syðra-Velli,
verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju laugardaginn 29. júní
kl. 14.00. Vandamenn.
t Bróðir okkar,
HELGI ÞÓRÐARSON,
sem andaðist á Garðvangi 22. júní, verður Keflavíkurkirkju laugardaginn 29. júní kl. 14.00. jarðsunginn frá
Systkinin.
t
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
Vesturgötu 15,
Ólafsfirði,
verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 29. júní
kl. 14.00.
Sigríður Björnsdóttir,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Sonur okkar og bróðir,
JÓHANN INGI SIGURGEIRSSON,
lést 21. júní.
Útförin verður gerð frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 29. júní
kl. 14.00.
Guðný Gísladóttir, Sigurgeir Guðmundsson
og synir.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
JÓN H. GUÐMUNDSSON
fyrrv. skólastjóri í Kópavogi,
er lést í Landspítalanum 20. júní sl., verður jarðsunginn frá Kópa-
vogskirkju í dag, föstudaginn 28. júní, kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minn-
ast hins látna, er bent á að láta hinn nýstofnaða Málræktarsjóð,
Aragötu 9, njóta þess.
Sigriður M. Jóhannesdóttir
og börn.
t
Ástkær sonur okkar og bróðir,
ÍSAK FANNAR JÓHANNESSON,
lést í Barnaspítala Hringsins 20. júní.
Minningarathöfn fer fram í Laugarneskirkju í dag, föstudaginn
28. júní, kl. 16.00.
Útförin verður gerð frá Búðarkirkju, Fáskrúðsfirði, mánudaginn
1. júlí kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra, Háaleitisbraut 11-13.
Jóhanna Krístín Hauksdóttir, Jóhannes Marteinn Pétursson,
Örvar Ingi, Pétur Haukur.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐBJARTUR JÓNSSON
fyrrverandi skipstjóri,
Hlíf II,
ísafirði,
sem lést í Sjúkrahúsi isafjarðar 22. júní sl., verður jarðsunginn
frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 29. júní kl. 14.00.
Sigríður Ó. Jónsdóttir,
Sveinn Árni Guðbjartsson, María Hagalinsdóttir,
Benedikt E. Guðbjartsson, Edda Hermannsdóttir,
Jón Kr. Guðbjartsson, Sigríður Símonardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Með þessum ljóðlínum langar
mig að kveðja pabba, kveðjustund
sem við vonuðum að væri langt
undan.
Núna þegar við syrgjum hann
og söknum, veit ég að þótt við sjáum
hann ekki, þá er hann hjá okkur,
eins og hann var alltaf.
Sveinbjörg
Mig langar að kveðja hjartkæran
ástvin minn Gunnar Ingólfsson með
fáeinum orðum.
Það er erfitt hlutskipti að þurfa
að kveðja besta vin sinn á fegurstu
og björtustu dögum sumarsins, þeg-
ar allt líf er í blóma og nóttin og
myrkrið ekki til. Samt sem áður er
myrkur hjá mörgum, myrkur sem
ekkert viðist vinna á.
Ég kynntist Gunnari haustið
1988 og betri og yndislegri vin hef
ég ekki eignast. Það streymdi frá
honum kærleikur og styrkur að
undrun var. Gunnar gaf og miðlaði
svo ríkulega af sjálfum sér að ef
til vill var ekkert eftir fyrir hann
sjálfan. í vinahópi naut hann sín
vel, gamansemi, orðheppni og allt
hans viðmót varð til þess að allir
löðuðust að honum. Alltaf var hann
boðinn og búinn til að hjálpa öðrum,
sjálfur bað hann þó ekki um hjálp
þegar mest á reyndi.
Eg trúi og vona að hann njóti
nú friðar þar sem honum líður vel.
í hjarta mínu er þakklæti fyrir
minningar um samvistir svo nánar
og yndislegar, þó auðn og tóm setj-
ist nú að og myrkrið hnígi í brjósti.
Margs er að minnast
margt er hér að þakka
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast
margs er að sakna
Guð þerri tregatáin stríð.
Grátnir tii grafar
gongum vér nú héðan
fylgjum þér vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi
glaðir vér megum
þér síðar fylgja í friðarskaut.’
(V. Briem)
Móður, dætrum, bræðrum og
öðrum aðstandendum votta ég mína
dýpstu samúð. Guð blessi minningu
þessa góða drengs.
Veiga
Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys,
hnígur að Ægi gullið röðulblys.
Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd,
og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd.
Á morgni lífsins, eru mönnum
sköpuð þau örlög, að dauðinn kveðji
dyra. Ef til vill er dauðinn aðeins
inngangur á nýtt og æðra tilveru-
stig. Enginn fær flúið þessi örlög
sín, en með misjöfnum hætti eru
þeir leiddir á vit örlaga þeirra, jafn-
vel kvaddir til hinstu ferðar mitt í
erli og önn dagsins. Slík breyting
í hópi náinna samstarfsfélaga hefur
jafnan mikil áhrif á þá sem eftir
sitja. Ekki hvað síst þegar breyting-
in verður með óvæntum og sorgleg-
um hætti. Svo ber til með félaga
okkar sem við kveðjum í dag.
Gunnar Ingólfsson þandi strengi
lífshörpu sinnar oft ótæpilega og
þar kom að höfuðstrengurinn, lífs-
strengurinn brast. Omar frá hörpu
hans eru hljóðnaðir. Kom, drauma-
nótt með fangið fullt af friði og ró.
Gunnar hafði yndi af ljóðum og
orðsins list, hann var tónlistarmað-
ur góður, hljóðfæraleikari af guðs
náð, félagsmál voru honum og hug-
leikin, í þeim efnum dró hann ekki
dul á sínar skoðanir, en virti og tók
tillit til skoðana annarra. Hann var
félagslyndur, léttur og hress í skapi
og með góða kímnigáfu.
Gunnar hafði starfað á Vörubíla-
stöðinni Þrótti síðastliðin 10 ár,
hafði áður starfað við eigið fyrir-
tæki, Vélaleiguna Þórshamar.
Við þökkum honum samfylgdina
og sendum eftirlifandi ættingjum
hans samúðarkveðjur.
Syngdu mig inn í svefninn, ljúfí blær.
Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær.
Draúmgyðjan ijúfa ljá mér vinar hönd,
og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd.
(Jón frá Ljárskógum)
Félagar og starfsfólk á
Vörubílastöðinni Þrótti.