Morgunblaðið - 28.06.1991, Page 42
félk í
fréttum
....MORGUNBLAÐIÐ' FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ-1
Rebecca og Damon.
BRÚÐKAUP
Raquel Welch sá af
syni í hnapphelduna
Börnin læra um Afríku.
NAMSKEIÐ
Rauði krossinn með
fjölþætta kynningu
Börnin á sumarnámskeiðum
Rauða krossins sem nefnderu-
„Mannúð og menning" em ánægð
með lífið. A þeim tveimur vikum
sem hvert námskeið hefur staðið
yfir er marg fróðlegt og spennandi
að gerast fyrir börnin. Farið er í
leiki og sungið, farið í gróðursetn-
ingarferð í Gunnarsholt, spjallað er
um umhverfi okkar og gerð verk-
efni í tengslum við það, sagt frá
Rauða krossinum, kennd grunnatr-
iði í skyndhjálp, fjallað um vináttu,
stríðni, einelti og fleira. Þegar
myndin sem hér fylgir var tekin
stóð yfir „Afríkudagur" en þá var
rætt um ólíka menningarheima, líf
Afríkubúa, dansaðir afrískir dansar
og útbúin afrísk hljóðfæri. Þessi
námskeið eru haldin í Reykjavík,
Kópavogi, Hafnarfírði og á Akur-
eyri. Þau eru fyrir börn á aldrinum
8 til 10 ára og mun enn vera hægt
að bæta við börnum í sum nám-
skeiðin.
Leikkonan og kynbomban Raquel
Welch sá á eftir syni sínum í
hnapphelduna fyrir skömmu og
kom það brúðkaup fjölskyldum
hjónanna í opna skjöldu. Damon
Welch, 32 ára sonur Raquel, sem
átti drenginn aðeins 19 ára gömul,
gekk að eiga Rebeccu Trueman, en
hún er dóttir Freddie Trueman, eins
frægasta krikketleikara Breta fyrr
og síðar. Óhætt er því að segja að
þau komi úr ólíku umhverfi.
Sagt er að Raquel og Rebecca nái
sérstaklega vel saman og hlýtur
Damen að vera himinlifandi vegna
þessa. Damen og Freddie tengda-
faðir hans hafa einnig náð vel sam-
an og Freddie hefur árangurslaust
reynt að kenna Damen krikket og
er Deman þó íþróttamaður, er m.a.
heilsuræktarráðunautur.
Þau skötuhjú ætla að freista þess
það sem ýmsum hefur mislukkast,
þ.e.a.s. að eiga heimili beggja vegna
Atlantshafsála. Damen dreymir um
stór kvikmyndahlútverk, en þau
láta á sér standa enn sem komið er.
Athöfnin var borgaraleg og lát-
laus. Hún gekk heldur ekki áfalla-
laust fyrir sig, því Damen teptist í
umferð og mætti allt of seint. Og
þegar hann loks rak inn nefið þá
reyndist hann hafa gleymt hringun-
um. Allt fór þetta því úr böndunum
um hríð þótt úr rættist um síðir.
Þegar lýðnum var ljóst að þetta
fræga fólk var búið að gifta sig,
var leyfi veitt til þess að ijölskyld-
Raquel þótti hafa viljandi eða
óviýandi stolið senunni frá
tengdadóttur sinni...
umar blésu til stórveislu á ættar-
setri Truemanfjölskyldunnar. Þar
vakti mikla athygli hversu myndar-
legt par þau Rebecca og Damen
reyndust vera. Það var einnig tekið
eftir því, að Raquel, sem stendur
nú á fimmtugu þótti freista þess
að stela senunni frá tengdadóttur
sinni með því að klæðast bæði stutt-
um og afar flegnum kjól. Veltu
menn því fyrir sér hvrot að um
herkænskubragð hafi verið að
ræða, þar eð hún hjálpaði Rebeccu
að velja sér brúðarkjól, en fyrir
valinu varð mjög fallegur, en látlaus
kjóll.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Símar 18519 og 689212
BRUNO MAGLI
Höfum einnig margar tegundir af hvítum leðurskóm
HAFNARFJÖRÐUR
Táknræn vígsla í
höggmyndagarðinum
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Táknræna vígsla fór fram I nýja höggmyndagarðinum á Víðistaðatúni í Hafnarfirði um helgina að frum-
kvæði erlendu listamannanna, sem gefið hafa verk í garðinn. Sverrir Ólafsson myndhöggvari var bor-
inn um í hásæti með kórónu og veldissprota og eru listamennirnir hér við skjöld með áritun allra þeirra
sem gefið hafa verk í garðinn. Fremst til vinstri eru Elisabet Thoenen frá Sviss og Barbara Tieaho
frá Finnlandi. I annarri röð eru Sonja Renard frá Frakklandi, Sverrir Ólafsson og Rowena Morales
frá Mexikó. 1 þriðju röð eru Volker Schowart frá Þýskalandi, Jurg Altherr frá Sviss, Brynhildur Þor-
geirsdóttir og Magnús Kjartansson. Garðurinn verður formlega opnaður 13. júlí næstkomandi og verða
verkin sem sett hafa verið upp í miðbæ Hafnarfjarðar í tilefni listahátiðar sett þar upp en þau eru öll
gefin með því skilyrði að vera þar til frambúðar.