Morgunblaðið - 28.06.1991, Qupperneq 52
- svo vel
sétryggt
SJÓvÆiSyjVIENNAR
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Mikil eftirspurn eftir húsbréfum:
Ávöxtunarkrafan
lækkar í 8,7% á verð-
bréfamörkuðunum
ÁVÖXUNARKRAFA húsbréfa lækkaði í gær á öllum verðbréfamörk-
uðum, kaupkrafan var skráð 8,7%, en var áður hjá flestum 8,8%.
Þessi ávöxtunarkrafa þýðir að afföll á nýjasta flokki húsbréfa við
kayp lækka úr 21,7% í 21,03%, auk 0,75% sölulauna. Ástæða lækkun-
arinnar er mikil eftirspurn eftir bréfunum, samfara minna fram-
boði en verið hefur, að sögn Sigurbjörns Gunnarssonar deildarstjóra
hjá Landsbréfum hf., viðskiptavaka húsbréfa.
Sigurbjörn sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að gífurlega
mikil sala hefði verið á húsbréfum
undanfarið og framboð tiltölulega
lítið. Hann sagði að sem dæmi um
framboðið mætti nefna að aðeins
hefðu verið afgreidd þrjú fasteigna-
veðbréf í síðustu viku. Þó hafi farið
út á markaðinn meira af húsbréfum
en þessi tala gæfi tilefni til að ætla.
I síðustu viku hefðu þannig farið
út húsbréf fyrir um 170 milljónir
króna. Það sagði Sigurbjörn að
væri þó tiltölulega lítið, þar sem
algengt hefði verið að út færu hús-
bréf fyrir um 1.000 milljónir króna
og upp í um 1.200 milljónir í einum
mánuði.
Hann sagði að hin mikla eftir-
spurn nú kæmi einkum frá lífeyris-
sjóðunum, en þó væru allmargir
einstaklingar farnir að fjárfesta í
húsbréfum, jafnvel fyrir milljónir
króna.
Sigurbjörn sagði að þetta ástand,
ef það heldur áfram, gæti þýtt enn
frekari lækkun ávöxtunarkröfunnar
og þar með affallanna.
MorgunDlaðið/Bjarni
Þorvarður Alfonsson, formaður Germaníu, sýnir Brandt og eiginkonu hans, Brigitte Seebacher-
Brandt, minnisvarða um Leif Eiríksson í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við komu þeirra til landsins í
gær. „Það var hann sem fann Ameríku og ekki einhver Kólumbus," sagði Brandt við konu sína.
Á myndinni er einnig Gottfried Pagenstert, nýskipaður sendiherra Þýskalands á íslandi.
Ovíst um hækkun
vaxta á næstunni
„SPÁ Seðlabankans um hækkandi lánskjaravísitölu er vissulega ekki
neitt gleðiefni," segir Björn Björnsson bankastjóri Islandsbanka, en
eins og fram hefur komið er nú spáð 17,2 % árshækkun lánskjaravísi-
tölunnar í ágúst í stað 13,5 %, sem spáð var að yrði á þessum árstíma
í maí.
Björn segir að ekki hafi verið fjall-
að um spána innan bankans ennþá,
en hún bendi til þess að vaxtahækk-
anir sem tóku gildi í júnímánuði hafi
verið í lægri kantinum. Björn segir
að breytingar á vöxtum innlána til
Olíufélögin:
Gasolía lækki
um 13,8% o g
bensín hækki
um 2,3%
OLÍUFÉLÖGIN hafa lagt til
við Verðlagsráð að útsöluverð
92 oktana bensíns hækki um
2,3% í 58,70 krónur lítrinn og
útsöluverð gasolíu lækki um
13,8% í 18,60 krónur litrinn.
Gert er ráð fyrir að Verð-
lagsráð fjalli um tillöguna eft-
ir helgina.
92 oktana bensín kostar nú
57,40 krónur lítrinn og hækkar
því um 1,30 krónur, ef farið
verður að tillögunni. Gasolía
kostar nú 21,50 krónur lítrinn
og lækkar um 2,90 krónur. Gert
er ráð fyrir að bensínið hækki
að lokinni ákvörðun Verðlags-
ráðs, en verðlækkun gasolíunnar
taki gildi frá mánaðamótum að
telja.
Búist er við hlutfallslega sömu
verðbreytingum á 95 og 98 okt-
ana bensíni.
Áætlaðar birgðir í landinu um
næstu mánaðamót eru um 18
þúsund tonn af 92 oktana bens-
íni, um 51 þúsund tonn af gasol-
íu og um 17 þúsund tonn af
svartolíu, en ekki er lagt til að
breyting verði á verði svartoiíu
að þessu sinni.
hækkunar eða lækkunar verði óveru-
legar nú um mánaðamótin, en
ákvörðun um vexti útlána verði tekin
þegar kemur fram í júlí.
Hagfræðingar Alþýðusambands-
ins og Vinnuveitendasambandsins og
hjá Seðlabanka meta spána svo að
ekki sé tilefni til að búast við að
verðbólgan sé að fara á skrið á ný.
Þeir segja að spá um meiri hækkun
lánskjaravísitölunnar í ágúst en áður
hefði verið gert ráð fyrir megi skýra
með einstökum hækkunarliðum
framfærslu- og launavísitalna. Þá
telja þeir að þessi spá gefi ekki sér-
stakt tilefni til vaxtahækkana í bönk-
um.
Sjá viðtöl á miðopnu.
Willy Brandt á íslandi
WILLY Brandt, fyrrum
kanslari Véstur-Þýska-
lands, kom til Islands í
gær. Hann er hingað
kominn í boði Germaníu
og heldur aftur utan síða-
degis á sunnudag. Þetta
er í þriðja skipti sem
Brandt kemur til Island.
Þriggja tíma seinkun var
á flugi Brandts hingað til
lands og var því blaða-
mannafundi með honum,
sem átti að halda í gær,
frestað. Morgunblaðið náði
tali af Brandt við komuna
og spurði hvort honum væri
eitthvað sérstaklega minn-
isstætt úr fyrri Islands-
heimsóknum sínum. Hann
svaraði að í bæði skiptin
hefði koma hans hingað
tengst erfiðu ástandi í heimsmálunum. Hefði það
komið honum þægilega á óvart hversu opnir menn
hér hefðu verið gagnvart þeim málum sem efst
væru á baugi í hugum „meginlands-Evrópubúa",
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Brandt hélt frá Keflavík beint að ráðherra-
bústaðnum þar sem hann sótti kvöldverðar-
boð Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Á
myndinni eru Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra, Brandt og Davíð.
m.a. skiptingu Þýskalands.
Fundurinn árið 1968 hefði
líka tengst því sem síðar
hefði verið kennt við nafn
Helsinki. „Og svo segi ég
auðvitað líka það sem allir
aðrir segja: „Þetta er mjög
fallegt land,“ sagði Brandt.
í dag flytur Willy Brandt
fyrirlestur í Háskólabíói
sem hann nefnir „European
Challenges". í fyrirlestr-
inum mun hann ræða um
sameiningu Þýskalands,
sameiningu Evrópu . síðan
1989, nauðsyn þess að út-
víkka Evrópubandalagið í
austurátt og loks um skyldu
Evrópu til að bera með-
ábyrgð á málefnum heims-
byggðarinnar og í því sam-
hengi nauðsyn þess að
styðja endurskipulagningu á Sameinuðu þjóðunum.
Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og er öllum
opinn.
Sjá grein á bls. 12-13.
Ríkisábyrgðasjóður launa við gjaldþrot að verða tómur:
Úm 180 millj. launakröfur í'alla
á ríkið við gjaldþrot Álafoss hf.
ÁÆTLAÐ er að launakröfur vegna gjaldþrots Álafoss hf. sem munu
falla á ríkið vegna ríkisábyrgðar á launum við gjaldþrot geti numið
um 130 milljónum króna. Er talið að laun vegna uppsagnarfrests starfs-
manna geti orðið um 70 milljónir. Þá eiga tæplega 40 milljónir að
koma til greiðslu um næstu mánaðamót vegna júnílauna og sumar-
orlofsgreiðslna auk nokkurra tuga milljóna vegna lífeyrisgreiðslna en
lífeyrissjóðirnir taka rúmlega þriðjung af greiðslum úr ábyrgðarsjóðn-
um við gjaldþrot. Að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðlierra
eru þær 260 milljónir sem eru til ráðstöfunar vegna rikisábyrgðar á
launum og orlofi að verða uppurnar og fyrirsjáanlegur fjárskortur
vegna gjaldþrota að undanförnu. Þarf að hennar sögn að sækja þær
upphæðir með aukafjárveitingu.
Nokkur verkalýðsfélög starfs-
manna þrotabús Álafoss hafa sam-
þykkt að leysa til sín launa- og
orlofskröfur sem starfsfólk á inni
hjá þrotabúinu. Um er að ræða laun
fram til 20. júní þegar þrotabúið
tók við rekstrinum. Að sögn fjár-
málastjóra Álafoss má áætla að
samanlagðar launa- og orlofsskuld-
ir nemi nú tæplega 40 milljónum
króna. Mun Iðja, félag verksmiðju-
fólks, greiða út laun og sumarorlof
næstkomandi þriðjudag til félags-
manna sinna.
Starfsfólk þrotabúsins og bæjar-
stjórnir Akureyrar og Mosfellsbæj-
ar hafa að undanförnu unnið að
undirbúningi fyrir stofnun rekstrar-
félags um áframhaldandi starfsemi
og lýsti bæjarstjórn Mosfellsbæjar
sig reiðubúna á miðvikudag að
leggja fram fé og ábyrgðir vegna
öflunar hlutafjár til væntanlegs
rekstrarfélags ef skoðun og mat
leiðir í ljós að slíkur rekstur sé raun-
hæfur til frambúðar. Þá hefur verið
leitað til forsvarsmanna fjárfest-
ingarlánasjóða ríkisins um fjár-
hagsfyrirgreiðslu, að sögn Þrúðar
Helgadóttur,_ sem sæti á í starfs-
mannaráði Álafoss í Mosfellsbæ,
en engin svör borist. Er talið að
framvinda málsins velti á Lands-
bankanum sem er meðal stærstu
kröfuhafa í þrotabúið og annast
fjármögnun vegna sölusamninga
Álafoss erlendis.
Olafur Olafsson, fyrrverandi for-
stjóri Álafoss, segir að stjórnendur
félagsins hafi orðið við áskorun um
að leita leiða til að endurreisa rekst-
urinn. Hafa þeir lagt hugmyndir
sínar um leiðir sem þeir telja raun-
hæfar fyrir fulltrúa sveitarfélag-
anna.
Sjá einnig á miðopnu.