Morgunblaðið - 04.07.1991, Side 18

Morgunblaðið - 04.07.1991, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1991 Háskaleikur með fjöregg þjóðarmnar eftir Kristjón Kolbeins Þrátt fyrir alla þá umræðu sem fram hefir farið um stjórn fiskveiða heyrast enn þær raddir að auðlinda- skattur eða aflagjald sé skattur á útgerð og landsbyggð eins og um fasteignagjöld eða útsvar væri að ræða. Margoft hefir verið á það bent að um nýtingu sameiginlegra, end- umýjanlegra auðiinda gilda sérstök lögmál og að gjald af slíkum auðlind- um er tæki til að koma í veg fyrir að þeim arði sem auðlindin getur gefið af sér sé sóað í óþarfa kostnað. Engin grein á Islandi getur keppt við vel rekinn sjávarútveg. Því er eðlilegt að fjármagn hafi leitað þang- að. Arður af nýtingu fiskstofna fellur aftur á móti mjög hratt eftir að nýt- ing er hafin. Norðvestur-Atlants- hafsfiskveiðinefndin teldi þannig að sóknin í íslenzka þorskstofninn væri um miðjan áttunda áratuginn orðin um þrisvar sinnum meiri en bezta sókn. A meðfylgjandi stöplariti kem- ur glöggt fram að' þegar sókn er aukin í fullnýttan fiskstofn breytist afli iítið, verulega gengur á stofninn og arðsemi veiðanna minnkar. Grein sem gæti verið rekin með miklum hagnaði er nú jafnvel rekin með tapi. Auðlindaskatti er því ætlað að búa sjávarútvegi þau skilyrði að ekki sé hvati til að auka fjármagn í grein- inni eftir að bestu nýtingu auðlindar- innar er náð. Fimmföldun fískveiðist- uðuls, sem sýndur er á lárétta ásnum hefír lítil áhrif á aflamagn en hinn veiðanlegi stofn minnkar, getur nálg- ast hættumörk þar sem hrun blasir við, fari eitthvað úrskeiðis. I líkaninu er ekki tekið tillit til þess hvaða áhrif veiðar t.d. á loðnu hafa á þorskstofninn, né heldur hita- stig sjávar. Ennfremur er gert ráð fyrir að nýliðun sé óháð stofnstærð þar sem ekki hefir verið staðfest samband þar á milli. Jafnstöðuafli úr meðalárgangi ætti því að vera um 400 þúsund, tonn óháð sókn. Nu hafa aftur á móti heyrzt þær raddir að hugsanleg skýring á lélegum ár- göngum undanfarin fímm ár sé lítill hrygningarstofn. Ef rétt reynist virð- ist greinin stefna óðfluga í vistfræði- lega kreppu sem hefðijófyrirséðar afleiðingar í för með sér. Virðist hún blasa við þrátt fyrir yfirráð yfír 200 mílna fískveiðilögsögu og stjómunar- aðgerðir undanfarinna 15 ára. I sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, „Úr verinu“, hinn 1.5. sl. er ítarleg grein um vandkvæði sjávarútvegs EB-landanna eftir Hjört Gíslason. Þar er sýnt fram á að íslenzkur sjávarútvegur er á góðri leið með að lenda í sömu vilpunni og hann, úrelda þurfi 30% af afkasta- getu, sem er tvímælalaust rétt í ljósi reynslunnar, auk þess hafi önnur sjónarmið en hámarksafrakstur auð- linda hafsins haft forgang. Endumýjun er í flestum tilvikum eðlileg en öðru máli gegnir um þá miklu aukningu afkastagetu flotans sem varð í byijun áttunda áratugar- ins og var sérstaklega stuðlað að með rýmkun lánskjara og hækkun fiskverðs. Var svo komið að fáum árum síðar þurfti að grípa til aðhalds- aðgerða, eins og skip út fyrir skip inn, skrapdagakerfís og aflamarks. Öll þessi kerfí eru ymsum annmörk- um háð, ekki síst núverandi kerfí. Nýting þorskstofnsins er óhagkvæm vegna of mikillar sóknar í smáfísk og miklu er hent, samanber könnun gerða fýrir Kristin Pétursson fyrrver- andi alþingismann. Skipum er mis- munað eftir heimahöfn vegna norð- ur-suðurlínu. Vetrarvertíð sunn- anlands og vestan er nú svipur hjá sjón. Kerfið hefír hvorki reynzt not- hæft til að byggja upp mikilvægustu fiskstofnana né að draga úr óþarfa kostnaði við útgerð. Fiskvinnslan er skilin eftir í kuldanum þar sem minna berst til vinnslu í landi en áður, bæði vegna minnkandi afia, aukinnar ferskfísksölu erlendis og sjófrysting- ar. Hækkað fískverð og heimalönd- Kristjón Kolbeins „Vegna sérstöðu sjáv- arútvegs á Islandi er við ákveðið vandamái að glíma ef ná á fyllstu hag- kvæmni í veiðum og jafn- framt tryggja stöðugleika efnahagslífsins.“ unarálag, t.d. á tveggja kílóa fisk, sem á takmarkaðan rétt á sér því forðast ættí að veiða svo smáan físk, þótt alltaf megi búast við að hann slæðist með, eiga þátt í því að sjó- menn eru að sigla langt fram úr öðrum í tekjum. Um slíkt getur ekki náðst samstaða eins og reynslan sýn- ir. Batnandi hagur fískveiða umfram aðrar greinar efnahagslífsins gæti þannig leitt til þrálátrar misgengis- verðbólgu og óstöðugleika. Osamrýmanlegt er að nytjastofnar á Islandsmiðum séu sameign ís- lenzku þjóðarinnar og að aðgangur að fískveiðum sé takmarkaður með þeim hætti sem nú er, þar eð fískveið- ar eru sú atvinnugrein í landinu sem mestum arði gæti skilað ef rétt væri að staðið. Vegna sérstöðu sjávarút- vegs á Islandi er við ákveðið vanda- mál að glíma ef ná á fyllstu hag- kvæmni í veiðum og jafnframt tryggja stöðugleika efnahagslífsins. Búa þarf þannig um hnútana að fjár- festing í veiðum eftir að beztu sókn er náð, sé ekki fýsilegri fjárfestingar- kostur en annað sem í boði er. Jafn- framt verður aðgangur að nytja- stofnum að vera fijáls. Miða þarf sókn við úthald en ekki afla. Æski- legasta sókn í botnfisk er talin vera um 200 milljón tonntogtímar. Það jafngildir flota með afkastagetu á við 120 500 lesta togara að veiðum 10 tíma á sólarhring 330 daga árs- ins. Við þá sókn yrði fískveiðistuðull- inn um 0,2, veiðanlegur þorskstofn á þriðju milljón tonna og afli um 400 þúsund tonn. A sama tíma og veru- lega yrði dregið úr sókn mætti því búast við stórauknum afla í framtíð- inni. Með einhverskonar aðgangseyri að miðunum greiða þeir sem veiðam- ar stunda fyrir að öðrum er haldið frá en jafnframt er tryggt að allir sitji við sama borð, hvort sem er á Suðavík eða Seyðisfirði. Forsenda þess að nota gjaldtöku til að stjórna fískveiðum er að jafnframt takist að úrelda hluta flotans þannig að af- koma þess hluta sem eftir er verði viðunandi. Einmitt vegna þessarar sérstöðu fískveiða að vera sú atvinn- ugrein sem vel er rekin getur skilað mestri arðsemi íslenzkra atvinnu- greina og að byggjast á njdingu sam- eiginlegrar endumýjanlegrar auð- lindar er gjaldtaka með veiðileyfum eða aflagjöldum eðlilegur kostur við stjórn fiskveiða. Aflagjöld ættu að hafa í sér fólginn ákveðinn fæling- armátt eftir að fullri nýtingu fiski- miðanna væri náð. Með veiðileyfum opnaðist aftur á móti möguleiki fyrir þá sem ekki ættu skip að tryggja sér hráefni ti! vinnslu. Væru vel rekn- ar fiskveiðar ekki arðsamari en hver önnur atvinnugrein þyrfti ólíklega að beita nokkrum hömlum þó svo að um sameiginlega endumýjanlega auðlind væri að ræða því framleiðslu- þáttunum yrði beint annað þegar að mörkum minnkandi afraksturs kæmi. Andhverfa aflagjalda eru styrkir til sjávarútvegs en að mati Gullands og Robinsons, sem mikið hafa íjallað um hagfræði fiskveiði- stjórnar, væri hægt að leysa ofveiði- vandamálið í Norður-Atlantshafi með gagnkvæmri niðurfellingu styrkja hinna ýmsu ríkja. Bent hefir verið á að á áttunda áratugnum hafi sjávarútvegurinn í raun greitt auðlindaskatt þar eð gengi var þannig skráð að án veru- legrar tollvemdar hefði innlendur samkeppnisiðnaður ekki þrifíst. Sjáv- arútvegur hefði því búið við verri skilyrði en aðrar greinar og í stað þess að arðurinn af auðlindinni rynni til greinarinnar hefðu aðrir notið góðs af honum vegna lægra innflutn- ingsverðs í íslenzkum krónum en ella hefði verið. Þessi skilyrði hafa því virkað sem hemill á fjárfestingu í sjávarútvegi. Auðlindaskattur er því engin nýlunda. Líta má á gjald í Verðjöfnunarsjóð sem auðlindaskatt. Afnám þess mun tvímælalaust hafa í för með sér hækkað fískverð og hvata til aukinnar sóknar í fiskstofna sem þegar eru fullnýttir. Höfundur er viðskiptafræðingur. Hinhliðiná æsifréttunum eftir Jón Odd Þórhallsson Það er þannig með fiskeldið eins og aðrar atvinnugreinar að til staðar eru vandamál sem gera greininni erfítt uppdráttar. Þessi vandamál em misstór og ætla ég að kynna ykkur í hveiju vandinn er fólginn, hveijar ástæðumar em og leiðir til úrbóta. Vandamálin em: 1. Illa hannaðar stöðvar. 2. Illa staðsettar. 3. íslenskur lax. 4. Of hár stofnkostnaður. 5. Skortur á rekstrarfé. 6. Lágt markaðsverð. Ástæðurnar eru: 1. Ein helsta ástæðan fyrir því að strandeldisstöðvar hér á landi era illa hannaðar er sú að fáir vissu hvernig átti að byggja upp strandeld- isstöðvar. Auðvitað hefðum við átt að byggja smáar stöðvar í upphafi og stækka síðan við okkur þegar búið væri að rannsaka þá þætti sem einkenna íslenskar aðstæður. 2. Því miður hefur íslenskt laxeldi verið byggt upp af meira kappi en forsjá. I mörgum tilfellum hefði ver- ið hægt að koma í veg fyrir illa stað- settar stöðvar með góðum forkönn- unum. Þ.e. mælingum á vatnsmagni, hita, veðurmælingum o.fl. 3. Gallinn við flesta íslenska laxa- stofna er sá að þeir em óvanir eldi, þ.e. þeir hafa verið stutt í eldi. Hæng- amir verða oftast kynþroska mjög snemma og við kynþroska stöðvast vöxtur físksins og gæði rýma.þ Einn- ig er íslenskur eldislax veikari fyrir sjúkdómum eins og kýlaveiki. 4. Of hár stofnkostnaður hefur verið mikið vandamál hér á landi og erfítt hefur reynst að fara hinn gullna meðalveg í fjárfestingum., Menn geta oftast valið á milli þess að gera hlutina vel og íjárfesta í góðum tækj- um eða að reyna að bjarga sér með allt það ódýrasta sem, til er, oft á kostnað fisksins og vinnuhagræðing- ar mannsins. Sumir telja að lausnin á of háum stofnkostnaði sé sjókvía- eldi. Persónulega tel ég að það gangi ekki hér á landi nema á örfáum stöð- um vegna lágs sjávarhita, ísreks, ölduhæðar og veðurfars. Þó að uppbygging straudeldis sé dýrari en sjókvíaeldi tel ég strandeld- ið hagkvæmara til lengri tíma litið. Einn þátturinn í of háum stofnkostn- aði er hönnunarkostnaðurinn sem verkfræðingar taka fyrir hönnunina. 5. Það er margt sem þarf að huga að þegar ráðist er í framkvæmd eins og byggingu fiskeldisstöðvar. Það er sorglegt að hugsa til þess að þegar búið er að hanna mjög góða eldisstöð og allir þættir í lagi, að það skuli þá ekki vera til rekstrarfé til þess að reka stöðina þangað til hún getur farið að skila þjóðinni hagnaði. Auð- vitað eiga uppbyggjendur að gera nákvæmar áætlanir um stofnkostnað og rekstrarkostnað áður en farið er af stað, en oft hefur farið svo að þær áætlanir hafa ekki staðist, stöðin hefur orðið fyrir óvæntum óhöppum o.fl. og peningurinn sem átti að fara í reksturinn hefur farið. í að bæta óhöppin. 6. Ein ástæðan fyrir lágu mark- aðsverði er offramleiðsla á laxi í heiminum í dag. Önnur ástæða er Jón Oddur Þórhallsson „Hvernig eigum við að fara að því að byggja upp nýja atvinnuvegi hér á landi ef fordómar og fáfræði drepa allt niður?“ illa útlítandi fískur, þ.e. fískur með uggaskemmdir, sár, kynþroska fisk- ur og smár lax. í sumum tilfellum er það síðan bara ímyndin sem fólk er búið að setja upp áður en það kynnir sér vömna. Oft heldur fólk að eldislaxar séuu sýktir, hafí fengið lyf og sé almpnnt verri en villtir lax- ar sem þarf alls ekki að vera sé far- ið rétt með fískinn. Lausnirnar eru: 1. Það er kannski fyrst núna sem við höfum öðlast nægilega mikla reynslu í byggingu eldisstöðva og langar mig þá að nefna vel hannaðar stöðvar eins og Silfurstjömuna og Laxalind (burt séð frá kostnaði). Báðar þessar stöðvar em byggðar á mistökum stöðva eins og íslandslax sem er illa hönnuð stöð t.d. hvað varðar lífþungaásetningu sem er nær helmingi minni en hjá Laxalind þó að kerarýmið sé svipað. 2. Rannsaka meira? Það er mis- jafnt milli ára og áratuga hvernig aðstæður era á eða við þann stað sem byggja á stöðina, á t.d. í sjó, vatni í jörðu og svo er veðurfar óút- reiknanlegt. Hvað á athafnamaður, sem ætlar að reyna að skapa þjóð- inni gjaldeyri, að rannsaka lengi áður en hann ákveður staðsetningu á sinni stöð? Og hver á að borga? Það hefur stundum komið upp að rannsóknir hafa sýnt að nægt vatn er í jörðu á þeim tíma sem rannsóknimar fóm fram, síðar hefur svo komið í ljós að þær rannsóknir stóðust engan veginn. 3. í landinu era til norskir laxa- stofnar sem fluttir voru til landsins sem hrogn. Búið er að kynbæta þenn- an stofn þannig að hann þolir betur sjúkdóma, vex hraðar og er betri í eldi á allan hátt. Síðan eru skiptar skoðanir meðal eldismanna um það hvort við eigum að byggja íslenskt laxeldi upp á norskum stofnum eða fínna upp hjólið aftur og fara að kynbæta þann íslenska. Persónulega held ég að við eigum að nota ein- göngu norska stofninn í strandeldi en einbeita okkur að kynbótum á íslenska laxinum í hafbeit. 4. Það er ljóst að gera þarf ná- kvæmar áætlanir áður en farið er af stað með byggingar og mannvirki og mikilvægt er að eiginfjárstaða sé góð. Einnig er það alltaf spurning hvort byggja eigi stöðina bara fyrir fískinn eða hafa hana aðeins dýrari og hafa þá vinnuaðstöðu almenni- lega. Þarna verða menn að vega og meta en þó er eiginlega lágmark að stöðvamar geti borgað sig sé til lengri tíma litið. 5. Þeir em ekki margir hér á ís- landi sem eiga það mikla peninga að þeir geti byggt upp og rekið stórt útflutningsfyrirtæki, sem getur skil- að þjóðinni hagnaði seinna. Þess vegna þurfa bankar og yfirvöld að spyija sig hvort þau séu reiðubúin til að veita fískeldisstöðvum hagstæð rekstrarlán ef nokkum veginn er tryggt að þær geti gengið annars. 6. Ef við ætlum að fá gott verð fyrir laxinn okkar þurfum við að skapa okkur góða gæðaímynd með því að fara eftir ströngum gæðaregl- um sem til em um meðferð á slátur- laxi og nota norska laxinn í strand- eldi frekar en þann íslenska því bæði er hann fallegri á litinn og vex hrað- ar. Þó að verð á laxi eigi ekki eftir að hækka miklu meira í framtíðinni mun eftirspumin aukast á næstu ámm svo að við verðum að vanda okkur betur og spara meira í fram- leiðslunni. Einnig er mikilvægt að við höldum áfram að kynbæta norska stofninn svo við drögumst ekki aftur úr Norðmönnum. Hvernig eigum við að fara að því að byggja upp nýja atvinnuvegi hér á landi ef fordómar og fáfræði drepa allt niður? Almenningur verður að hafa raunsætt viðhorf og kynna sér málin frá öllum hliðum áður en hann dæmir allt til dauða. Ef fjölmiðlar og almenningur taka sig saman og líta á málið með raunsæum augum myndi það hjálpa mikið til. Allar æsifréttir af óhöppum og skemmdum laxi hafa mjög nei- kvæð áhrif á banka og almenning með þeim afleiðingum að eldisstöðv- ar eiga erfitt með að fá lán og selja afurðir sínar. Við fiskeldismenn verðum að nýta okkur fjölmiðlana okkur í hag og láta þá vita af öllu jákvæðu og merki- legu sem við gerum. Einnig mætti sjónvarpið gera þátt um muninn á landeldi, strandeldi, kvíaeldi og hafbeit og útskýra kosti og galla þessara eldisaðferða því að almenningur og fjölmiðlar virðast ekki gera mikinn greinarmun á þess- um aðferðum. Þetta er ekki lengur spurning um hvort íslenskt fiskeldi eigi framtíð fyrir sér heldur er þetta spurning um hagstæð rekstrarlán, eldisaðferð, staðarval og eldistegund. Höfundur er fiskeldisfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.