Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 Þjónustugjöld og skattar Verð gefur upplýsingar eftir Vilhjálm Egilsson Mikil umræða fer nú fram um gjöld fyrir þjónustu hins opinbera og algengt er að því sé haldið fram að þjónustugjöld jafngildi skatt- heimtu. Hér verður gerð grein fyrir nokkrum grundvallaratriðum sem hafa verður í huga við samanburð á sköttum og þjónustugjöldum. Ríkið kemur víða við Ríkið veitir margvíslega þjónustu á sínum vegum. Þannig rekur ríkið stofnanir í heilbrigðisþjónustu, skól- akerfi, menningarstarfsemi, út- varp- og sjónvarpsrekstri, póst- og símaþjónustu, rannsóknarstarf- semi, eftirlitsstofnanir og svo fram- vegis. Á ýmsum þessara sviða er ríkið í samkeppni við einkaaðila og þar má nefna rekstur útvarps og sjónvarps, söludeild Pósts og síma, Skipaútgerð ríkisins og bankarekst- ur. Á öðrum sviðum stendur ríkið straum af kostnaði sem einkaaðilar veita en dæmi um þetta eru skólar eins og Verslunarskólinn, Samvinn- uskólinn, heilbrigðisstofnanir eins og elliheimili á vegum DAS, Landa- kotsspítali og Náttúrulækningahæ- lið í Hverag'erði. Alls konar mynstur þekkist á því að hve miklu leyti þjónusta á vegum ríkisins stendur undir sér að hversu mikið hún er niðurgreidd. Þannig er ekki ætlast til þess að þjónusta Pósts og síma sé niðurgreidd, leik- listarstarfsemi Þjóðleikhússins er niðurgreidd að hluta, og þjónusta sjúkrahúsa og skóla er niðurgreidd að mestu leyti. Niðurgreiðslur ekki regla Ýmis starfsemi á samskonar sviðum, s.s. í heilbrigðisþjónustu og menntunarstarfsemi, er lítið sem ekkert niðurgreidd. Þannig er ýmis konar fyrirbyggjandi heilbrigðis- þjónusta sem veitt er í heilsurækt- arstöðvum ekki niðurgreidd að öðru leyti en því að henni er sleppt við virðisaukaskatt. Margt fólk leggur í kostnað við umönnun ættingja án þess að fá nokkra fjárhagslega hjálp. Almennt er greitt fyrir tann- lækningar. Aldraðir missa stærstan hluta af lífeyrisgreiðslum almanna- trygginga þegar þeir eru vistaðir á elliþeimilum. í menntastarfsemi er lífleg þjón- usta á sviði hvers kyns námskeiða- halds, tölvunáms, myndlistarnáms, tónlistarnáms og endurmenntunar sem stendur undir sér að meira eða minna leyti. Engar rökrænar viðmiðanir eru til um það hvaða þjónustu ríkið á að niðurgreiða eða að hve miklu leyti. Þessar niðurgreiðslur og rekstur ríkisins á einstökum sviðum þróast í gegnum tíðina eftir þeim aðstæðum sem við búum við. Aðrar þjóðir leysa sömu mál með öðrum hætti allt eftir því hvernig þeirra aðstæður eru. Ofnotkun óeðlileg Almennt gildir þó að eðlilegt er að leitast við að koma í veg fyrir ofnotkun á þjónustu sem er niður- greidd að einhvetju eða öllu leyti. Sagan sýnir okkur að þjónusta sem er niðurgreidd að fullu verður ofnot- uð nema hún sé skömmtuð. Margar ástæður eru fyrir þessu en stærsta vandamálið er skortur á réttum upplýsingum hjá þeim sem vinna við að veita þjónustuna, þeim sem nota hana og síðast en ekki síst hjá þeim opinberu aðilum sem greiða fyrir hana. Þetta gildir frem- ur öðru í heilbrigðiskerfí og menntakerfí. Eitt helsta gagnrýnis- efnið á framhaldsskólana nú er að þeir veiti útþynnta menntun, undir- búi nemendur ekki nægilega fyrir háskólanám og séu að hluta til geymslustofnanir fyrir unglinga. Þannig á sér stað mikil sóun á fjár- munum skattgreiðenda, starfs- kröftum kennara og tíma nemenda. Eitt helsta hlutverk „verðs“ á vöru eða þjónustu er að veita upp- lýsingar. IJpplýsingarnar gefa ann- ars vegar til kynna hvað kostar að framleiða eða veita þjónustuna og hins vegar kemur fram hversu verð- mæt þjónustan er í augum þeirra sem þurfa að kaupa hana. Þetta eru almenn sannindi og gilda jafnt um verð fyrir einn tíma í World Class eða námskeið hjá Stjórnunar- félaginu eins og viðgerð hjá tann- lækni. Þegar ríkið dregur úr niður- greiðslu á þjónustu, hvort sem það hefur veitt hana sjálft eða staðið undir kostnaði við hana hjá öðrum aðilum, leiðir það til þess að aukinn skilningur fæst á því hvað hún kost- ar. Ef eftirspurnin minnkar þýðir það að einhveijum fínnst þjónustan ekki þess virði að greitt sé fyrir hana. Ef unglingar hætta t.d. við að fara í framhaldsskóla þegar þeir þurfa að greiða 12.000 krónur á ári í stað 8.000 króna er augljóst að þeim þykir námið ekki mikils virði. Oft heyrum við að þeir sem vinna við að veita þjónustuna koma með kröftugustu mótmælin þegar niður- greiðslur eru lækkaðar. Þetta upp- lifum við á hveijum degi þegar við lesum blöð eða hlustum á útvarp. Að sjálfsögðu segjast viðkomandi alltaf hafa hagsmuni annarra en sjálfra sín í huga. Vilhjálmur Egilsson „Hækkanir á þjónustu- gjöldum eða e.t.v. lækk- un á niðurgreiðslum á þjónustu er allt annars eðlis en hækkanir á sköttum. Engum dettur t.d. í hug að telja lækk- un á niðurgreiðslum á mjólk eða lambakjöti hækkun á sköttum.“ Lækkun niðurgreiðslu ekki skatthækkun Af þessari umfjöllun sést að hækkanir á þjónustugjöldum eða e.t.v. lækkun á niðurgreiðslum á þjónustu eru allt annars eðlis en hækkanir á sköttum. Engum dettur t.d. í hug að telja lækkun á niður- greiðslum á mjólk eða lambakjöti hækkun á sköttum. Skattar leggjast á tekjur, eignir og viðskipti og eru óháðir því hvað skattgreiðandinn er að fá af þeirri þjónustu sem ríkið kostar. Tekju- skattur fer eftir tekjum en ekki eftir því hvað skattgreiðandinn not- ar mikið af niðurgreiddri heilbrigð- isþjónustu. Eignarskattur fer eftir eignum en ekki eftir því hvort við- komandi vill sjá söngleik í Þjóðleik- húsinu. Virðisaukaskattur fer eftir neyslu á skattskyldum vörum og þjónustu en ekki eftir því hvort neytandinn er að læra bókmenntir og sögu í Háskólanum. Að þessu leyti er grundvallarmunur á skött- um og þjónustugjöldum. Tekjujöfnunarsjónarmið í raun snýst málið oft ekki um það hvort hækkanir á þjónustu- gjöldum eða lægri niðurgreiðslur á þjónustu séu skattar eða ekki. Oft er undirrót deilna um málið áhyggj- ur af því að fólk með rýr efni geti ekki veitt sér þjónustuna, t.d. ekki menntast eins og hugur þess stefnir til eða ekki leitað sér fullnægjandi lækninga. En þá snýst spurningin um það hvort niðurgreiðsía á þjón- ustu hvort sem er í menntakerfí eða Jjíb0& bleiur possa best Vegno þess að Libero blelur eru T lago og þær einu með teygju oð afton og réttu buxnologi bloiur eru óbleiktar 0g ofnæmisprófaðar Þær fóst nú einnig í stærðinni Moxi Plus 10-20 kg. Góð sem næturbleio Kaupsel hf. Heildverslun, sími 27770. Royal -fjölbrcyttuir skyndibúðingur GABRIELE SKÓLARITVÉLIN faáJfo&won uétkcmi I^Létt ^traust i^eldsnögg ^ þægileg og étur villurnar umyrðalaust ofan í sig. Söluaðilar um land allt. Verðið er aðeins 18.300,- kr. stgr. ef keypt er fyrir 1. nóvember EINAR J.SKULASON HF Crensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 686933 m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.