Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 59
,, nr.mi/'mi^'. Pf u 1'w.n' n rlívld n\a t. IflWTriílOW. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 8?,' 59 I I < 4 4 I I € i i HUGMYNDIR UM BREYTINGAR I HEILBRIGÐISMALUM Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra um gagnrýni lækna: Hægt að hagræða án fjölgunar á biðlistum SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra, segir að það sé reiði- laust af hendi heilbrigðisráðuneytisins ef eigendur þeirra stofnana, sem ekki eru í hreinni ríkiseign taki við rekstrinum. Ráðherra seg- ir, að svo kunni að fara að læknar verði að gera það upp við sig hvort þeir verði ríkisstarfsmenn eða verktakar hjá ríkinu með sömu áhættu og aðrir verktakar. „Lítið í eigin barm herrar mínir," sagði Sighvatur. „Það er hægt að ná fram hagræðingu og sparnaði í heil- brigðisþjónustu með mörgum öðruni ráðum læknum nærtækari en að fjölga á biðlistum." eigin barm herrar góðir." Nefndin sem skipuð var til að kanna möguleika á hagræðingu er enn að störfum. Sagði heilbrigðis- ráðherra að rætt hefði verið við sum- ar stofnanir en eftir væri að ræða við aðrar. Sighvatur sagðist ekki vilja tjá sig um þær tillögur, sém fyrir liggja í fjárlagafrumvarpinu um sparnað á ýmsum sviðum, fyrr en þær verða kynntar í heild. „En ég spyr hvaðan koma læknafélagsmönnum þessar fréttir um tillögur heilbrigðisráðu- neytisins í fjárlagafrumvarpinu sem ekki er einu sinni búið að prenta? Mér heyrist á fréttum að verið sé að álykta og tala gegn hinum og þessum tillögum og eins og svo oft áður þegar hagsmunir heilbrigðis- stétta eiga í hlut, að ógna þá með dauða sjúklinga," sagði hann. „Á hvaða grundvelli byggja þeir sínar harkalegu samþykktir og á hvaða rökum koma þeir fram með jafn al- varlegar ásakanir? Hvers konar framkoma er þetta. Og það er geð- læknir sem leyfir sér að hafa þessi orð um heilbrigðisyfirvöld í landinu að þau séu að stefna að því að fólk deyi á biðlistum.?" Hvað varðaði þá gagnrýni, sem fram hefur komið vegna þeirra stofnana sem ekki eru í hreinni ríkis- eign en ríkið greiðir allan rekstur sagði ráðherra, að ef eigendur þeirra spítala vildu sjálfir reka þá, eins og eigendur ýmissa annarra stofnana gera þá væri það reiðilaust af hálfu ráðuneytisins. „Það er ekki skyn- samlegt að einu úrræði stjórnend- anna, þar á meðal læknanna, til að takast á við útgjöld sé að loka sjúkrarúmum_ á sjúklinga," sagði Sighvatur. „Ég veit ekki betur en að launakostnaður lækna og hjá heilbrigðisstarfsliðinu öllu sé ávallt að fullu verðlagður. Ég held að menn ættu að skoða það hvort það sé eðlilegt að þeir, sem eru í ^75% starfi hjá ríkinu hafi leyfi til að starfa ótakmarkað á frjálsum markaði og hafa þar laun, sem eru ef til vill 15 föld á við það sem tekið erfyrir 75% starf hjá ríkisvaldinu. Ég ítreka að það eru ekki allar lausnir í læknis- þjónustu hugsaðar sem niðurskurður á rétti sjúklinga. Það getur verið að nauðsynlegt sé að hliðra til og hag- ræða meðal annars þannig að lækn- ar verði að gera það upp við sig hvort þeir ætla að vinna fyrir ríkið og þá á sömu kjörum og aðrir ríkis- starfsmenn eða hvort þeir ætla að fást við sín verkefni sem verktakar og þá með sömu áhættu og aðrir verktakar." Spurningunni um hvort flutningur sjúklinga milli stofnana leiddi til sparnaðar, svaraði ráðherra á þá leið að, þegar nýting sjúkrarúma væri 60% eða jafnvel 50% en launa- útgjöld og mannahald miðaðist við fulla starfrækslu, þá hlytu að vera önnu nærtækari ráð en að loka sjúkrarúmum. „Við erum að fást við sömu vandamál í heilbrigðisþjónustu og nágrannaþjóðirnar," sagði hann. „Við sinnum henni með svipuðum hætti aðeins að því undanskildu að ekki eru mörg dæmi þess að menn geti í senn verið í fullu starfi hjá ríkinu og verið verktakar í sömu starfsgrein hjá ríkinu. Það kemur mér spánskt fyrir sjónir að einu úr- ræðin sem læknar sjá ef að auka þarf hagræðingu í heilbrigðisþjón- ustu er að fjölga sjúklingum á bið- listum. Ég mun segja við þá, lítð í Formaður læknaráðs St. Jósefsspítala: Tilskipun ráðuneytísins getur ekki verið alvara FORMAÐUR og varaformaður læknaráðs St. Jósefsspítala f Hafnarfirði segja að á meðan heilbrigðisráðuneytið geti ekki fært faglegri rök að breytingu á rekstri sjúkrahússins geti þeir ekki litið svo á að ráðuneytis- 'mönnum sé alvara. Jónas Bjarnason, yfirlæknir St. Jósefsspítala og formaður læknaráðs sjúkrahússins, segir að svo virðist sem heilbrigðisráðuneytið hafi tekið mið af því hvað kostaði að reka hjúk- runarheimili fyrir aldraða með 53 rúmum og ákveðið að framlag til St. Jósefsspítala á komandi ári yrði í samræmi við það 112 milljónir, eða 120 milljónum minna en á síðasta ári. „Það er undarlegt að fá skyndi- lega slíkar tilskipanir, eftir 64 ára rekstur spítalans," sagði hann. „Við höfum á undanförnum árum fengið tilskipanir um niðurskurð og tekist að reka spítalann í samræmi við það. Það mætti halda að nú væri verið að hegna okkur fyrir það. Mér finnst erfitt að sætta mig við að vinna okkar sé svo lítils metin." Ásgeir Theódórsson, varaformað- ur læknaráðs sjúkrahússins, benti á að alls hefðu 1868 sjúklingar verið lagðir þar inn á síðasta ári og vand- séð hvernig ætti að vísa þeim öllum arináðV „Á lyflæknirigadeild voru lagðir inn 550 sjúklingar í fyrra og þar af voru 60% bráðainnlangir, inn- an sólarhrings frá því að beiðni um það barst. Við erum með stöðuga vakt og ég get ekki ímyndað mér að bráðavaktir sjúkrahúsanna í Reykjavík gætu annað þessu," sgði Ásgeir. ? < t Athugasemd vegna ummæla um sjúkrahús Siglufjarðar JÓSEP Ó. Blöndal, yfírlæknir St. Fransiskusspítalans í Stykkis- hólmi, hefur óskað eftir því að koma eftirfarandi athugasemd á framnfæri: „Vegna ummæla, sem höfð eru eftir undirrituðum í Morgunblaðinu þann 14.9., vill undirritaður taka skýrt fram, að honum hefur aldrei í hug flogið, að hrófla bæri við virkri, læknisfræðilegri starfsemi sjúkrahússins á Siglufirði. Þvert á móti er honum ágætlega kunnugt um þá þróttmiklu starfsemi, sem Ólafur heitinn Þorsteinsson rak þar í áratugi og er nú frarn haldið af Andrési Magnússyni, yfirlækni." Morgunblaðið/KGA Frá fundi bæjarsfjórnar Hafnarfjarðar með þingmönnum Reykjanes- kjördæmis í gær. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fundar með þingmönnum: Styrkir okkur í þeirri trú að horfið verði frá hugmyndunum - segir Guðmundur Arni Stefánsson bæjarstjóri „ÞETTA var góður fundur sem styrkti okkur í þeirri trú að menn hverfi frá hugmyndum um að breyta St. Jósefsspítala úr sjúkrahúsi í elliheimili," sagði Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, eftir fund bæjarstjórnar með átta af ellefu þingmönnum kjör- dæmisins í gær. Auk bæjarfulltrúa og þing- manna sátu fundinn forsvarsmenn St. Jósefsspítala og annarra heil- brigðisstofnana í Hafnarfirði. „Þessi fundur var fyrst og fremst haldinn til að upplýsa þingmenn um heilsugæslu og lækisþjónustu í bænum," sagði Guðmundur Árni. „Það var sýnt fram á að St. Jó- sefsspítali gegnir mjög mikilvægu hlutverki í því starfi, auk þess sem rekstur sjúkrahússins er til mikillar fyrirmyndar. Ég held að flestir hafi verið sammála um að þeir teldu enga forsendur vera til þess að ganga til verks eftir hugmynd- um heilbrigðisráðuneytisins um breytt rekstrarfqrm spítalans." Guðmundur Árni kvaðst hafa haft samband við Sighvat Björ^* vinsson, heilbrigðisráðherra, i gær- morgun. Ákveðið hefði verið að ráðherra hitti forsvarsmenn Hafn- arfjarðarbæjar og St. Jósefsspítala fljótlega að máli. „Ég er bjartsýnn á að við finnum lausn á þessu máli og hugmyndir um að breyta sjúkrahúsinu í elliheímili verði aldr- ei að veruleika," sagði Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri i Hafnarfirði. Breyting á rekstri St. Jósefsspítala og lokanir skurðdeilda: Sjúkrahúsin í Reykjavík anna ekki viðbótarálagi - segir í ályktun Læknafélags Reykjavíkur SAMKVÆMT upplýsingum lækna á Borgarspítalanum og Landspíta- lanum er fjarri lagi að þessi sjúkrahús geti tekið því viðbótarálagi, sem fylgir breytingu á rekstri St. Jósefspítala í Hafharfirði og því að hætta rekstri skurðdeilda við nokkur sjúkrahús á landsbyggð- inni. Enn síður séu þessi sjúkrahús fær um slíkt ef framlög til þeirra verði skert eins og lagt hafi verið til. Þetta kemur fram í ályktun „Hingað Læknafélags Reykjavíkur, sem kynnt var á blaðamannafundi i gær. Undir ályktun þessa taka for- svarsmenn læknaráðs Landspítala, Borgarspítala, Landakotsspítala og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, auk héraðslæknis Reykjanessumdæmis. Þar segir, að aðrar fyrirskipanir um stórfelldan niðurskurð heilbrigðis- þjónustu muni liggja fyrir, en án þess að hafa verið kynntar á opin- berum vettvangi enn sem komið er. Þessum fyrirskipunum hafi ekki fylgt nein læknisfræðileg rök, engin þjónustuleg rök, engin hagfræðileg rök, né nokkur stjórnunarleg rök, sem hægt sé að byggja á. Einungis hafi fylgt sú fullyrðing, að með þessu eigi að hagræða. A blaðamannafundinum sagði Högni Óskarsson, formaður stjórnar Læknafélags Reykjavíkur, að fréttir um stórfelldan niðurskurð fjárfram- laga til sjúkrahúsa sýndu að skera ætti niður þjónustu við veikt fólk og svipta bæi og sveitarfélög því lágmarksöryggi, sem fylgi því að hafa sæmilega útbúið sjúkrahús. Þá sé atvinnuöryggi starfsfólks heil- brigðisstofnana stefnt í voða. „Læknar mæla ekki á móti sparnaði og hagræðingu, en við mótmælum vinnubrögðum, sem eru jafn illa grunduð og fyrirskipanir heilbrigð- isráðuneytisins bera með sér," sagði hann. Jóhannes Gunnarsson, formaður læknaráðs Borgarspítalans, sagði að njðurskucðurinn hefði hingað til bitnað á biðlistasjúklingum, en nú hlytu bráðatilfelli að bætast þar við. til hefur verið unnt að skipta sjúklingum í þrennt. Þá sem verður að sinna strax, þá sem fá þjónustu mjög fljótlega og svo þá sem lenda á biðlistum. Nú sjáum við fram á að fjórði hópurinn bætist við, þeir sjúklingar, sem verður að vísa frá, vegna þess að sjúkrahúsin geta alls ekki sinnt þeim. Ég vil ekki skilgreina þann flokk." Haukur Þórðarson, formaður Læknafélags íslands, sagði að þegar rætt væri um að breyta St. Jósefssp^, ítala í Hafnarfirði í hjúkrunarheim- ili fyrir aldraða yrði að hafa í huga, að góð öldrunarþjónusta væri dýr, rétt eins og þjónusta sjúkrahúsanna. „Læknar hafa alls ekki lokað augun- um fyrir þeim fjárhagsvanda, sem við er að glíma í rekstri sjúkrahú- sanna," sagði hann. „Þeir hafa þvert á móti reynt að veita sem besta þjónustu á sem hagkvæmastan hátt." Landakotsspítali og Borgarspítali: Sameining tímafrefe og kostnaðarsöm - segir f^ormaður læknaráðs Borgarspítalans JÓHANNES Gunnarsson, formaður læknaráðs Borgarspítalans, kveðst hafa heyrt þær hugmyndir að rekstrarfé Landakots og Borg- arspítala verði skorið niður um 500 miUjónir samkvæmt fjárlagafrum- varpi fyrir næsta ár. Þá sé ætlast til að sjúkrahúsin komi sér saman um hvernig sá niðurskurður skiptist og sé þá miðað við sameiningu sjúkrahúsanna. Jóhannes sagði að miðað við þær hugmyndir sem nú væri verið að ræða ætti að veita 190 milljónum í ýmsar framkvæmdir, svo samein- ing sjúkrahúsanna verði að veru- leika. „Slík sameining er tímafrek og kostnaðarsöm, en engu að síður er rætt um að skera hálfan milljarð af rekstrarfé sjúkrahúsanna strax. ingum. Landspítalinn og Borg- arspítalinn eru méð 18 bráðavaktir á mánuði. Ef Landakotsspítali og Borgarspítali verða sameinaðir þá geta þeir ekki tekið á sig meiri bráðaþjónustu en Landspítalinn. Hvað sem öðru líður þá verður þetta ekki gert í skyndingu og ég vona að við fáum frekari upplýsingar ufrr Það.þýðir óhjákvæmilega að þjón- það sem stendur til með einhverjum usta þessara sjúkrahúsa minnkar fyrirvara," sagði Jóhannes Gunn- og það bitnar fyrst á biðlistasjúkl- arsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.