Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 47
MðftSJNBUAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER' 19« i* Guðrún Auðuns- dóttír - Minning Fædd 30. júlí 1905 Dáin 9. september 1991 Það kom eins og reiðarslag þegar mér var sagt að hún Gunna væri dáin. Það er nú svo, að þó hún væri komin á efri ár og væri ekki heil heilsu, alltaf er eins og dauðinn komi á óvart. Guðrún Auðunsdóttir var fædd í Efri-HÓT undir Eyjafjöll- um 30. júlí 1905, dóttir hjónanna Þorbjargar Einarsdóttur og Auðuns Auðunssonar sem bjuggu þar lengi. Hún var 3. í röðinni 10 barna þeirra sem upp komust og er nú það síðasta sem kveður. Sumarið sem Gunna (eins og við kölluðum hana alltaf) -varð eins árs var henni komið fyrir hjá ömmu sinni, Guð- rúnu Eyjólfsdóttur á Fornusöndum, svo móðir hennar gæti gengið að heyskap. Um haustið þegar Þor- björg ætlaði að taka hana aftur, gat amma mín ekki hugsað sér að sjá af henni aftur. Hún var þá búin að missa mann sinn og 5 af 11 börnum sínum og hefur fundist að Gunna fyllti upp í tómið. Það varð úr, að hún varð áfram hjá henni og svo hjá foreldrum mínum eftir að þau tóku við búi 1914. Hún varð eins og kær eldri systir okkar systk- inanna. Síðan vann hún hjá foreldr- um mínum að öllum venjulegum sveitastörfum. Svo kom að því að hún fór í vist til Vestmannaeyja á vertíðum. Um aðra vinnu var varla að tala á þeim tíma. En hún var lengi heima um sláttinn. Seinna eignaðist hún son, Guð- mund Björn Sveinsson, sem hefur verið .sólargeislinn hennar. Hún var með hann fyrst heima hjá okkur, og síðan lengi í Hallgeirsey í Land- eyjum. Svo fór hún ráðskona við mötneyti hjá Kaupfélagi Rangæ- inga á Hvolsvelli og kynntist þar sambýlismanni sínum, Jóni Eyjóífs- syni. Þau fluttu til Reykjavíkur og buggu þar eftir það. Jon lést úr krabbameini fyrir nokkuð mörgum árum. Hann var alltaf haldinn sjúk- leika en vann við bílaviðgerðir á meðan hann gat stundað vinnu. Það kom því að mestu í hennar hlut að vinna fyrir heimilinu og kom sér þá vel hvað hún var framúrskar- andi dugleg og að sama skapi vel verki farin að hverju sem hún gekk. Svo fékk hún blóðsjúkdóm og var bannað að vinna erfiðisvinnu fram- ar. Þó var ekki setið með hendur í skauti. Hún fór að prjóna lopapeys- ur. Einu sinni sýndi hún mér lista yfir hvað hún hafði prjónað margar peysur það árið. Það voru 145. Ætli það leiki margir það eftir? En svo varð hún fyrir því fyrir nokkrum árum að detta tvisvar og og brotna illa, og gat ekki gengið eftir það nema í göngugrind, og hefur verið svo í hjólastól. Þá var hún svo heppin að kom- ast á Dalbraut 27 og fékk frábæra umönnun. Og eiga þær konur sem hugsuðu um hana miklar þakkir skildar. Gunna var vel gefin, glaðsinna, og mjög gaman að tala við hana í góðu tómi. Hún hélt fullu minni til síðasta dags svo þeir sem yngri voru máttu gæta sín. Heyrnin var farin að gefa sig, en hún hafði góða sjón og las mikið. Það var siður 1 baðstofum hérna áður fyrr að það sváfu alltaf tveir í rúmi. Var ég látin sofa hjá Gunnu og ég gleymi því ekki hvað var gott að. halla sér upp að henni og sjálfsagt hefur hún hlúð að mér eftir mætti. Það var nú svo, að alltaf var mjög náið samband milli okkar, og man ég ekki eftir neinu kuldalegu orði okkar í milli. Núna í seinni tíð kvöddumst við yfirleitt klökkar og höfum sjálfsagt hugsað það sama báðar. Björn sonur hennar hefur erft kosti móður sinnar í ríkum mæli. Hann hefur alltaf sttnídað verslun- arstörf, fyrst í Reykjavík. En gerð- is svo kaupfélagsstjóri á Tálkna- firði. En er fyrir stuttu fluttur í Kópavog og rekur þar eigin versl- un. Hann er kvæntur ágætri konu Ólöfu Ólafsdóttur og eiga þáu 2 uppkomin börn og 3 barnabörn. Þau létu sér mjög annt um Gunnu og gladdist hún mjög þegar vel gekk hjá þeim. Ég votta þeim öllum mína inni- legustu samúð. Það er svo margs að minnast eftir langa ævi og það verður tóm- legt að geta ekki heimsótt Gunnu. Maður fór einhvern veginn alltaf ríkari af hennar fundi. Hún var svo mikill persónuleiki og var alltaf að miðla öðrum. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Pálína Guðjónsdóttir Hún er horfin okkur hún Gunna mín og við eigum ekki eftir að koma við á Dalbrautinni í heimsókn til hennar. Hun veiktist á föstudag, á mánudag lést hún. Þetta gerðist snögglega, en þó held ég að við vildum öll helst fara svona. Guðrún fæddist á Efri-Hól í Vest- ur-Eyjafjöllum, ein af mörgum börnum hjónanna Þorbjargar Ein- arsdóttur og Auðuns A'uðunssonar. Hún fer á fyrsta ári í fóstur til ömmu minnar, Guðrúnar Eyjólfs- dóttur á Fornusöndum, sem var ekkja og bjó þar með börnum sín- um. Þar ólst hún upp. Foreldrar mínir taka við búi 1914 og var Gunna hjá þeim til 18 ára aldurs, en þá fer hún til Vestmannaeyja í vinnu eins og þá tíðkaðist. Það var hún til 1936 en þá eignaðist hún einkasoninn Björn Sveinsson. Hún fór með hann að Hallgeirsey í Land- eyjum þar sem hún starfaði sem vinnukona. Hingað til Reykjavíkur flytur hún 1949 með Jóni Eyjólfs- syni, sem hafði starfað á Hvols- velli. Hér hefur hún búið álla tíð síðan. Jón lést árið 1977. Guðrún var fríð'kona með mikið og hrokkið hár. Hún var hörkudugleg og vel verki farin, sama hvað hún tók sér fyrir hendur. Ég hef ekki séð fal- legri eða betur prjónaðar lopapeys- ur en hjá henni enda voru þær eftir- sóttar og hún afkastamikil prjóna- kona. Hún var skapkona en ekki langrækin. Undanfarin ár varð hún að nota hjólastól eftir slæmt bein- brot. Guðrún var mjög vel gefin og fylgdist vel með því sem hún heyrði og sá. Hún var stolt af syni sínum, tengdadóttur og börnum þeirra, enda mátti hún það, þetta er bráð- duglegt ágætisfólk. Síðustu árin bjó hún í þjónustu- íbúð aldraðra að Dalbraut 27. Þar eignaðist hún góða vini, bæði með- al vistmanna og starfsfólks. Ég vil þakka Gunnu alla hennar tryggð og vináttu við mig og mína fjölskyldu. Bjössa, ÓJu, Guðlaugu og Guðjóni svo og langömmubörn- unum votta ég innilega samúð. Þið hafið misst mikið en eigið minningu um góða móður, tengdamóður, ömmu og langömmu. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Guðjónsdóttir Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjáldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvára. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn Játrii ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. i BARNATANNKREM AHRIFARIKT GEGN TANNSKEMMDUM — ÞRÓAÐ AF FÆRUSTU TANNHIRÐUSÉRFRÆÐINGUM Bangsa barnatannkremið frá Sensodyne er gæðatannkrem, sérstaklega ætlað börnum. Það inniheldur fluor til varnar tannskemmdum. Bangsa barnatannkremið f reyðir minna en venjulegt tannkrem. Of mikil froða gerir það gjarnan að verkum að barnið spýtir fyrr en ella og flúorinn nær ekki að leika nógu lengi um tennurnar. Bangsa barnatannkremið er með mildu og góðu myntubragði sem börnunum Kkarvel oggerirtannburstuninaskemmtilegalSér- staklega ef þau nota mjúkan tannbursta frá Sensodyne. Tennurnar eiga að endast alla ævi — gættu þeirra vel — gerðu tannburstunina skemmtilega fyrir börnin. KEVLIMUA HÖRGATÚNI 2, GARDABÆ SÍMI40719 Glue Stick 3aton de cola Pegamento en barra UIJ HELDUR BETUR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.