Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 Leikur eða... Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Alþýðuleikhúsið frumsýndi í Hlaðvarpanum. Undirleikur við morð eftir David Pownall. Þýð- andi: Guðrún Backman. Leik- mynd: Elín Edda Árnadóttir. Búningar og saumar: Alda Sig- urðardóttir. Tónlistarstjóri: Árni Harðarson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Leik- stjóri: Hávar Sigurjónsson. Bandarískur tónlistarfræðingur, Helen, stúlka í haustlitunum, kem- ur til ítalíu, heimabæjar tónskálds- ins Gesualdo sem fæddist á síðari hluta 16. aldar. Hún hefur hrifist af tónverkum hans og vill kynnast nánar því umhverfi sem tónskáldið hrærðist í. Sest niður á kaffistofu og Philip nokkur Heseltine — sem gæti verið á ferð þarna líka — sest hjá henni og gefur sig á tal við hana. Hún vill fá að vera í friði en Heseltine er ágengur og vill sýna henni galdra; hann segist geta vakið fólk upp frá dáinna heimi. Og er ekki að orðlengja það að innan skamms spretta fram tón- skáldið Gesualdo og Maria kona hans og Federigo þjónn á kaffístof- unni er líklega uppvakningur líka. Þau hverfa með hana aldir aftur í tímann og sýna henni dramatíska atburðarás á dögum tónskáldsins. Kannski þeir atburðir skýri tónverk hans, þeir skýra að minnsta kosti manninn sjálfan og þar með vænt- anlega það sem hann skapaði. Heseltine var tuttugustu aldar tón- skáld sem varð altekinn af verkum Gesualdos, hann tók sér lista- mannsnafnið Peter Warloek sem hefur í sér tvíræðni. Hann fíktaði við kukl hvort sem það var í gegn- um það sem hann komst í slagtog með Gesualdo, konu hans og ást- manni hennar. Lengi framan af telur Helen að þetta sé snjallt ítalskt sjónarspil, atvinnulausir leikarar að sýna listir sínar. Það er í sjálfu sér vel við hæfi á þessum stað. Henni verður um og ó þegar grimmdin og mann- illskan fer að magnast, morð Gesu- aldos á ungu barni sínu og síðar á Mariu og ástmanninum Federigo eru flutt fyrir augum hennar. Samt gasti þetta verið leikur, eða hvað? Hún reynir að minnsta kosti að halda í það dauðahaldi. En eru þau Gesualdo og félagar hans að flytja atburðina hér að gamni sínu, fylgir ekki leiknum dauðans alvara sem nær sínum hápunkti þegar Helen á orðið engra kosta völ? Við þessu er ekkert algilt sva hvorki já né nei. Kannski verður hún fórnar- lamb. Eða ekki. Einhvers staðar las ég að þetta verk kynni að flokkast sem gaman- leikur þrátt fyrir of safenginn undir- tón. Ekki get ég verið sammála því þó tilsvör séu einatt „fyndin" í nöturleika sínum. Er ekki einfald- lega verið að segja sögu, varpa fram spurningum um listamanninn og stöðu hans; hversu langt má hann ganga í nafni listarinnar, er það allsherjar réttlæting á voða- verkum — í eiginlegum og óeigin- legum skilningi — að hann er snill- ingur? Og hvar endar snilligáfan og geðveikin tekur við? Ég leyfi mér að líta þannig á þessa sýningu og finnst hún ekki síðri við það. Hjálmar Hjálmarsson, Hesel- tine/Warlock, hef ég ekki áður séð í svo veigamiklu hlutverki og leysir það af hendi með prýði og lúnknum húmor. Svo til fyrírmyndar er í flestu. Jórunn Sigurðardóttir er Helen, nokkurs taugaóstyrks Þorsteinn Backman, Bryndís Petra, Viðar Eggertsson, Hjálmar Hjálmarsson og Jórunn Sigurðardóttir í hlutverkum sínum. Mynd- in var tekin á æfingu. fannst mér gæta í fyrstu, en hún óx eftir því sem á leið. Var trúverð- ug í hrifningu sinni á þessari „kost- ulegu" .uppákomu og náði að koma því eðlilega frá sér þegar Helen er farin að efast og hræðast um það sem gerist fyrir augum hennar. Framsögn Jórunnar þyrfti að slíp- ast. Viðar Eggertsson var Gesu- aldo, dró upp sannfærandi mynd, tókst að vekja ákveðna samúð með tónskáldinu sem er í sjálfu sér ekki áhlaupaverk. Skelfíng og vanmátt- ur andspænis eigin veikleikum var áhrifarík án þess að ofleikið væri. Bryndís Petra Bragadóttir „illúder- aði" sem María, er aukin heldur með mjög sterka nærveru á svið- inu. Þorsteinn Backman var í fá- málugu en töluvert margþættu hlutverki. Leikstjórn Hávars Siguriónsson- ar er athyglisvert verk, hann hefur auga fyrir smáatriðum sem mynda þá samfellu og heild til að sýning skili sér til áhorfenda. Staðsetning- ar eru eðlilegar og óþvingaðar og þó svo Viðar Eggertsson sem Gesu- aldo sé í óumdeilanlegu aðalhlut- verki er hlúð vel og vandlega að öllum persónum og leikendum. Lýsing Björns Bergsteins Guð- mundssonar virkaði í réttu sam- ræmi framan af, dimmuatriðunum hefði mátt sleppa að mínum dómi. Búningar Öldu Sigurðardóttur hið mesta augnayndi. Það er ugglaust með ráðum gert að undirstrika Helen og hennar tíma hvernig hún var klædd. En mér þótti hún vera of óspennandi í klæðaburði, ennis- bandið óþarft með öllu. Þýðing Guðrúnar Backman hljómaði yfir- leitt vel en nokkur þýðingarkeimur á stöku stað sem leikstjóri hefði átt að kippa í liðinn. Aðstöðuna í kjallara Hlaðvarp- ans þekkja þeir sem þangað hafa sótt sýningar. Hér er hætt við að ýmislegt fari framhjá áhorfanda af því hann sér ekki nægilega vel til leikaranna. Það er oft skaði því. hér er á ferð sýning með innihaldi sem gerir kröfur til áhorfenda. Meginkostur sýningarinnar er að áhorfandi fær að velja lausnina; kannski er þetta allt leikur, kannski eru þau uppvakningar og kannski er þetta kolgalið illþýði. Með þeirri Ieikstjórn sem fyigt er og Ieik ger- ir þetta sýninguna verulega spenn- andi. Þrjárkiljur frá íslenska bókaklúbbnum ÍSLENSKI kujuklúbburinn hef- ur sent frá sér þrjár nýjar bæk- ur: Kjölfar kríunnar - á skútu um heimsins höf er ferðasaga Unnar Jökulsdóttur og Þorbjarnar Magn- ússonar, en þau smíðuðu sér segl- skútu og sigldu á henni suður til vesturstrandar Afríku og þaðan yfir Norður-Atlantshafið til Suður- Ameríku. Bókin er 231 bls. auk 16 síðna með ljósmyndum. Ástkær er saga eftir bandarísku skáldkonuna Toni Morrison. Hún gerist upp úr miðri 19. ölóM suð- urríkjum Bandaríkjanna. Ástkær hlaut bandarísku Pulitzer-vevð- launin árið 1987. Úlfar Hjörvar þýddi bókina sem er 251 bls. Eiturbrask er spennusaga eftir Söru Paretsky um kvenspæjarann Warshawski. Eiturbrask hlaut bresku Silfurrýtingsverðlaunin ár- ið 1988. Guðlaugur Bergmunds- son þýddi bókina sem er 288 bls. Bækurnar voru allar prentaðar í Skotlandi. ? ? ? & ODYRIR OG GÓÐIR LEIKFIMI- OG ÍÞRÓTTASKÓR KR. 1.795. Stærðir 33-46 HAGKAUP Reykjavík • Njarðvík • Akureyri Póstverslun sími 91-3 09 80 Wterkurog k-# hagkvæmur auglýsingamiðill! ¦ NYTT fréttabréf, Dansinn, er komið út. Dansinn er upplýsinga- blað fyrir /lemendur í Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar og aðra áhugamenn um dansmennt. í blað- inu eru viðtöl við danskennara og fréttir úr starfi skólans. í leiðara fréttabréfsins sem Heiðar R. Ást- valdsson skólastjóri DHA skrifar er vikið að átaki sem opinberir aðífar ætla að gangast fyrir á komandi skólaári, átaki sem ber yfirskriftina „Dans gegn vímu". „Þetta verður átak til þess að fá nemendur um land allt til að leggja stund á dansinn, en dans er ein- mitt eitt besta vopnið sem við höfum gegn ofnotkun vímuefna," segir orðrétt í leiðara skólastjór- ans. Fréttabréfið Dansinn er gefið út af Skákprent fyrir hönd Dans- skóla Heiðars og af þessu fyrsta tölublaði eru gefin út fimm þúsund eintök. Ábyrgðarmaður frétta- bréfsins er Heiðar R. Ástvaldsson en ritstjóri Þórunn Gestsdóttir. Æfingamiðstöðin Smiðjuvegi 38d Kópavogi Símar 670002 og 670003 Kvennaleikfími fyrir konur á öllum aldri hjá Magneu. Áhersla lögð á vandaða þjálfun og teygjur. Eróbikkleikfimi hjá Sólrúnu fyrir þá, sem vilja komast ígóða þolþjálfun. Fyrir bæði kynin. Body fítness leikfímih]é Öddu Maríu. Vönduð og góð leikfimi fyrir bæði kynin. Tækjasalur. Fjölbreyttir þjálfunarmöguleikar, þol, krafturog vöðvauppbygging. Þjálfarar: Óskar, Magnea og Doddi. Fjögurra vikna megrunarnámskeið fyrir konur. Mæling og vigtun. Látið skrá ykkur strax. Ljósabekkir og gufuböð. Byrjaðu straxþín vegna, það borgar sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.