Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 24
2, Ififcl fiHHY.M'HSr. .VI 'A . \:A\ :\\(-., I! . . w.A MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 „Steiktar snjókúlur" eftir Siglaug Brynleifsson „Hugmyndin um lýðræðissinn- aðan kommúnisma (eða umbóta- sinnaðan kommúnisma) virðist mörgum okkar mega líkja ¦ við stéiktar snjókúlur." Þetta er tilvitn- un í umsögn Leszeks Kolakowski frá 1976. Hann er kunnur sem höfundur þriggja binda verks um uppkomu marxismans og hrun. John Marks nefnir rit sitt „Fried Snowballs" Communism in Theory and Practice — gefin út af Claridge Press 1990. Flestir munu nú, 1991, telja að lýsing Kolakowski á marx- ismanum í framkvæmd, sé stað- reynd, söguleg staðreynd og að allar tilraunir til 'umbótasinnaða kommúnisma séu hliðstæða við til- raun til að steikja eða grilla snjók- úlur. Lengi vel tóku margir undir dýrðaróð Webbs-hjónanna um sov- étkommúnismannj að hann væri „ný menning". íslendingar geta minnst ýmissa rita um þau efni, t.d. „Undir ráðstjórn" eftir dóm- prófastinn í Kantaraborg og dýrða- róð íslenskra rithöfunda og ferða- manna í Sovétríkjunum, sem róm- uðu hástöfum dýrðarríkið, og allt niður í sovéskan búsmala (sbr. umsögn eins ferðamannsins um sovéskar kýr væru öllum öðrum kúm heimsbyggðarinnar gáfaðri). Rit Webbs-hjónanna hafði gífurleg áhrif. Þau lofuðu Sovétríkin í fyrstu útgáfu „Soviet Communism — A new Civilisation?" 1935. Önnur út- gáfa kom út og þar var spurningar- merkinu sleppt. Eftir réttarmorðin 1936-37 og fylgjandi hreinsanir töldu þau góðu hjón og allir spor- göngumenn þeirra á Englandi og á íslandi það óþarfa að efast um ágæti þeirrar nýju siðmenningar. Eftir 70 ára sögur um ágæti dýrðarríkisins kemur í ljós, að öll sú saga er hrikaleg lygi, en þrátt fyrir staðreyndir þá fetar fjöldi manna slóð Webbs-hjónanna og að minnsta kosti telja þeir að kom- múnisminn sé framtíðarríkið, sem öllu beri að fórna fyrir. Milljónatug- ir myrtra manna hafa enga þýð- ingu, svik, lygar og fals ekki heldur. Marks skrifar: „Það er hægt að ljúga á tvennan hátt — að bera fram staðhæfingar sem eru ekki sannar og veigra sér við að minn- ast á það sem er sannleikur. Það að hylma yfir með þögninni er erf- iðara viðfangs en hrein og bein lygi. Hvortveggja tegund lyga eru innbyggðar í marxismann". Dæmi um slíkar lygar eru auð- fundnar sé blaðað í uppsláttarritum sem gefin hafa verið út í Sovétríkj- unum, og þau borin saman við eldri eða yngri rit, einkum er þetta áber- andi í Sovésku-alfræðiorðabókinni. Sögulegum staðreyndum er hag- rætt samkvæmt pólitískum þörfum valdhafanna á hverjum tíma. í raunvísindum gekk þetta svo langt, að rannsóknir f erfðafræði, gena- rannsóknir, voru bannaðar frá 1948. Þessi grein var tekin út sem vísindagrein, var ekki lengur til, og öllu sem ritað hafði verið fram til þess tíma um greinina var eytt. Ekki þarf að minnast á sögu Rúss- lands og Sovétríkjanna, öll sagn- fræði er fölsuð, skekkt og útbúin þannig að hentar hverju sinni sögu- legri nauðsyn. Slíka sögufalsanir voru strax teknar upp í leppríkjum Sovétríkjanna og þar sem áhang- endur sovétkerfisins og marxískrar hugmyndafræði höfðu náð að móta fræðslukerfi og réðu stefnunni í sagnfræðiritun. Það er nærtækt að benda á islenskt fræðslukerfi í þessu sambandi. Kennslubækur í Islandssögu sem notaðar eru hér í grunnskóla- og framhaldsskóla- kerfinu eru ritaðar undir áhrífum marxískrar söguskoðunar. Um mannkynssögu í grunnskólakerfinu gegnir sama máli. Samfélagsfræð- in er augljós marxískur áróður, eins og öllum má vera kunnugt sem hafa blaðað í gegn um útgáfubæk- ur Námsgagnastofnunar frá síð- ustu árum. Marks skiptir ritinu í þrjá höfuð- kafla. Fyrst er brugðið upp svip- myndum af opnum samfélögum og marxískum samfélögum. í ððrum kafla er fjallað um samfélagskerfi marxískra samfélaga og í þriðja kafla er rætt um viðhorfin nú á dögum með hliðsjón af atburðum síðustu missera. Með hruni kommúnisks samfé- lags í leppríkjunum og í Sovétríkj- unum og þar jneð hruni marxískrar hugmyndafræði með byltingunum 1989 og síðan, er full þörf á að gerð sé úttekt á þessari 70 ára lygasögu, sem 20. aldar menn hafa verið svo ginnkeyptir fyrir sem raun ber vitni. Marxisminn hafði gífurleg áhrif á alla söguna frá 1917 og áhrif hans á bókmenntir og allt andlegt líf hafa verið djúp- stæð. Menn hrifust af framtíðar- voninni og létu blekkjast af Pot- emkin-tjöldum sovét-kommúnis- mans. „La Trahison des Clercs" eftir Julien Benda kom út 1927. Svik hinna menntuðu hófust að dómi Benda fyrir áhrif Nietzsches, Bergsons og Screls, og voru fólgin í því, að fjöldi menntamanna sveikst um þá skyldu sína að stuðla að lifandi arfleifð mennskunnar og menningarinnar. í stað þess létu þeir glepjast af mýraljósum hug- myndafræði eða nihilisma, síðan tók marxisminn við. Með marxism- anum þrengdist um mennska með- vitund, stokkfreðnar efnahagslegar 19. aldar kennisetningar urðu kveikja að jafn stokkfreðnum stjórnmálahugmyndum og allt þetta var sannað með sögunauð- synjar-kreddum og ákveðinni fram- vindu sögulegrar þróunar til fram- tíðar. Andlegt frumkvæði jafnt efnahagslegu var lamað þar sem marxískt stjórnunarkerfi komst á og lokun meðvitundarinnar varð forsenda andlegrar forpokunar ein- staklingsins, í sjálfsdrýldni og and- legum búrahætti og nesjamennsku. Þessi umbreyting „homo sapiens" hefur þær eðlilegu afleiðingar að tegundin tekur að mæla á tungu sem er afleiðing af hinni andlegu forpokun og þrengslum, „dauðrat- ungu" marxismans, sem hver og einn á aðgang að í barátturæðum og yfirlýsingum „flokksins" og Al- þýðubandalagsins hér á landi. Dæmi um „dauðratungu" er hand- hægt í þeirri kátlegu samantekt sem heitir „Til nýrrar aldar — Drög að framkvæmdaáætlun mennta- málaráðuneytisins í skólamálum til ársins 2000". Þar ægir saman „meginmarkmiðum, markvissum meginmarkmiðum, átakamarkmið- um, forgangsröðun, átaksárum og (ofur) þungum áhersluatriðum". Þetta er ein þeirra samantekta þar sem höfundar skrifa sig út úr efn- inu, sem á að fjalla um með því sem oft er nefnt „élucubration" ofhleðsla og uppbólgnun hugtaka, sem eru merkingarlaus, svo að úr verður moldviðri. Þessi samantekt er ágætt dæmi um marxískt dauðr- amál, merkingarlaust blaður. Enda er von að svo sé, þar sem segir í formála: „Þessi skjöl hafa ekki sprottið fram úr höfði okkar sem vinnum í ráðuneytinu um þessar mundir (þ.e. skólastefnan)... Hún tekur mið af stofnunum... og samtökum starfsmanna sem standa að skólamálum á íslandi." Það er þá „höfuð" samtakanna sem er kveikja þessarar sérstæðu sam- antektar. Munurinn á opnum samfélögum vestrænna ríkja og alræðisríkjum kommúnismans er fólginn í aðskiln- aði löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdavalds réttarríkisins og samhæfingu valdsins í alræðisrík- inu. Marks rekur pólitíska sögu alræðisríkjanna í öðrum kaflanum, einnig fyrirkomulag fræðslukerf- anna og skipulagningu atvinnulífs- ins undir skrifborðsstjórn, viðhorfin til trúarbragða og loks valdasýki hugsjónamanna og fégræðgi. í nið- urstöðu dregur höfundurinn fram helstu ástæðurnar fyrir hruni al- ræðisríkjanna, sem er í stuttu máli lygin, sem er öllum heimi augljós, en þrátt fyrir það er i hverju landi hópur manna, sem réttlætir morð- söguna og vinnur að því leynt og ljóst að koma á dýrðarríki kommún- ismans. Það er í þriðja kaflanum sem Marks lýsir aðferðunum. Eins og flestum mun nú kunnugt er öll saga baráttuaðferða kommúnista- flokka í Evrópu augljós. Þótt þeir teldu sig baráttusveit verkalýðsins í hverju landi, þá var öll sú barátta mótuð af móðurflokknum í Sov- étríkjunum og var háð með hags- muni hans að leiðarljósi. Hér á landi er þessi saga augljós, allri svo- nefndri „verkalýðsbaráttu" og „þjóðfrelsisbaráttu" var stjórnað af flokksforustunni með hagsmuni Soyétríkjanna að leiðarljósi. í síðari hluta þriðja kaflans fjall- ar Marks um „umbótasinnaðan kommúnisma". Hann rekur aðferð- irnar sem notaðar eru til þess að sýna kommúnismann með mennsku yfirbragði og afneitun Siglaugur Brynleifsson kommúnista á baráttuaðfeðum for- tíðarinnar og uppkomu „lýðræðis- sinnaðs kommúnisma". Tilraunir í þessa átt hafa allar brugðist, vegna þess að hugmyndafræðin er sú sama, trúin á framvinduna til só- síalisma, sem kommúnistaflokkar vita einir hver er. Aðferðirnar eru einkum fólgnar á því að villa á sér heimildir undir yfírskini lýðræðis- legra vinnubragða. En það gengur ekki, því að lýðræðissinnuð vinnu- brögð stangast á við hugmynda- fræðina. Opið samfélag og rétt- arríki stangast gjörsamlega á við stefnuna um alræði flokksins. Hrein og opin barátta er lögð til hliðar með því að leitast við að smeygja sér inn í ýmsar lykilstofn- anir samfélagsins og vinna þannig innan frá að framkvæmd stefnunn- ar. Friðarhreyfíngin var fjármögn- uð af KGB og alltaf notuð með hagsmuni Sovétríkjanna fyrir aug- um. Ríkisfjölmiðlar voru mjög freistandi, þar sem svo hagaði til. Með því var gjörlegt að móta frétta- flutning og fréttaskýringar og koma að efni, sem féll að hugmynd- afræðinni. Fræðslukerfin voru þeim lykillinn að stöðugum áróðri undir fölsuðum forsendum og þar hefur þeim best orðið ágengt, bæði í Englandi og að nokkru í Bandaríkj- unum og ekki síst hér á landi. Hér vill svo til að nokkur hópur marxista sem móta fræðslukerfið eru andleg stjúpbörn fyrrverandi valdhafa í'„alþýðulýðveldinum" og vinna leynt og ljóst í þeim anda sem þeim var innprentaður í þeim ríkj- um. Þeim hefur tekist að smeygja Aðalfundur Samtaka fískvinnslustöðva verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri föstudaginn 27. september 1991 kl. 10.00. Dagskrá: Skýrsla stjórnar: Arnar Sigurmundsson, formaður SF. Reikningar SF. Stjórnarkjör. Kjör endurskoðenda. Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ: Staða sjávarútvegsins við gerð nýrra kjarasamninga. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra: Framtíð íslensks sjávarútvegs. Umræður. Hugmyndir um veiðileyfagjald á útgerð og áhrif þess á afkomu fiskvinnslunar: Þorkell Helgason, prófessor. Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður, frkvstj. Verslunarráðs íslands. Umræður. Stjómandi: Sturlaugur Sturlaugsson, varaformaður SF. Önnurmál. Stl'órnin ______ ._i—_l_ Yogi kemur til landsins DADA Ramananda Avadhuta, yogi og hugleiðslukennari hjá Ananda Marga á Islandi, kemur til landsins í vikuheimsókn 18. septemher nk. Dada er einnig aðalumsjónar- maður alþjóðahjálparstofnunnar Ananda Marga (Ananda Marga Universal Relief Team - AMURT). Hann hefur haft yfírumsjón með ýmsu hjálparstarfi víðs vegar um heiminn, hin stærstu eru Bhopal (Gas Tragedy) á Indlandi 1987 og nú síðast í Miðausturlöndum þar sem hann sá um hjálparstarf, sér- staklega beint að konum og börnum í Jórdaníu og írak. Sem yogakennari hefur hann kennt hugleiðslu í 29 ár og hann var sérlegur aðstoðarmaður hins látna andlega leiðtoga Ananda Marga, Shrii Shrii Anandamurti. Tvær ástæður eru fyrir komu Dada til íslands; að skipuleggja för AMURT-starfsins hér með starf- semi dagheimila í Rúmeniu og á Grænlandi í huga; að kenna áhuga- sömum einstaklingum hugleiðslu. Dada Ramananda Avadhuta Kennslan kostar ekkert. Upplýsingar gefur Ananda Marga. (Fréttatílkynning) Tölvuvetrarskóli 10-16 ára Frábært 12 vikna námskeiö fyrir börn og unglinga 10-16 ára! © Sasti laus 13-16 á laugardögum og 10-13 á sunnudögum! Næstu namskeio hefjast 20. og 21. september. . &O Tölvu- og verkfræ&iþjónustan .^® 'Sfo ____Grensásyeg[ 16 - flmm ár í forystu >. i ,^Sl,. i <%>. # _N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.