Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 10
n iö H>M\ mm ¦¦¦•}'.:¦ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 HAGÆÐA GALDRA LEIKHÚS Leíklist Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið: Búkolla. Höfundur: Sveinn Einarsson. Tónlist: Jón Ásgeirsson. Leikmynd og búning- ar: Una Collins. Lýsing: Björn B. Guðmundsson. Leikstjórn: Þór- unn Sigurðardóttir. Þjóðleikhúsið hefur leikár sitt að þessu sinni með barnaleikriti — æv- intýrinu _um hana Búkollu. Eða þannig. Ég hafði reyndar velt því fyrir mér hvernig hægt væri að búa til heila sýningu úr þessu litla ævin- týri og fannst eins og það gæti ekki verið mjög löng sýning. En Búkolla er í fullri lengd og Búkolla er ekki bara Búkolla. Leik- ritið er samsett úr ýmsum ævintýr- um úr þjóðsögunum. í kotinu eru karl og kerling og þau eiga sér þrjár dætur, Ásu, Signýju og Helgu. Ása og Signý eru latar og ódælar og komast upp með það, vegna þess að foreldrarnir halda mikið upp á þær. Helga er aftur á móti glaðlynd og viljug, en hún sefur í öskustónni og foreldrarnir líta nánast á hana eins og húsdýr. Á heimilinu er líka kýrin Búkolla sem enginn getur verið án, en eins og í ævintýrinu góða, hverfur hún einn daginn. Fyrst fer Ása að leita að henni, þá Signý, en þegar hvorug þeirra kemur aftur, biður Helga um að fá að leita að henni. Foreldrarnir hafa litla trú á að hún geti fundið Búkollu, en leyfa henni þó að fara. Hún gengur daga og nætur uns hún kemur aðhelli skessu sem kallar sig Fjalladrottningu. Þar er Búkolia. En það er ekki auðveldur leikur að koma kúnni undan. Áður en Helga fær að fara, leggur skessan fyrir hana þrjár þrautir sem hún verður að leysa. Helga er að vonum óhress og kann engin ráð til að leysa þær. En þá kemur Dordingull, ógeðslegur — hálfgert skrímsli — henni til hjálpar, gegn því að hún kyssi hann. Helga lofar því, en getur ekki staðið við það fyrsta daginn. Næsta dag krefur Dordingull hana ekki um kossinn, en þriðja daginn, er Helga honum svo þakklát fyrir öll hans góðu ráð, að hún kyssir hann og þá fara góð- ir hlutir að gerast. Til að fleyta sögunni áfram, er sögumaður, Stráksi. Hann spjallar við áhorfendur, virkjar þá í söng og Heildverslun Höfum trausta kaupendur að góðri heildverslun með mikla veltu. Heildverslunin má vera með sérhæfðar vörur. Hafið strax samband. Algjör trúnaður. UUHIM^ETiraia SUÐURVERI SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Fiskbúð Til sölu er gamalgróin fiskbúð sem staðsett er í íbúða- hverfi miðsvæðis í Reyjavík. Hentugt tækifæri t.d. fyrir sjómann sem vill hefja sjálfstæðan atvinnurekstur í landi. Gott verð og greiðslukjör í boði. Frekari upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni. S1MSPMUSIMI «/f I Nóatúni 17 105 Reykjavík Sími: 621315 Atvinnumiöiun # Firmasala * Rekstrarródgjöf 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURIÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: Stór og góð - frábært útsýni 2ja herb. íbúð á 1. haeö 65,3 fm nettó við Arahóla í 3ja hæða blokk. Nýlegt parket. Sérþvhús í íbúðinni. Geymslu- og föndurherb. í kj. Ágæt sameign. Frábært útsýni. Laus fljótlega. Norðanmegin á Seitjarnarnesi Við sjóinn nýlegt steinhús, hæð og ris með 5 herb. íbúð um 135 fm. Góður bílsk. Skipti á góðri íbúð mögul. Með öllu sér í tvíbýlishúsi Efri hæð 138 fm við Hlíðarveg, Kóp. 4 svefnherb. Þvhús á hæð. Rúm- góður bílskúr. Ræktuð lóð með háum trjám. Húsnæðislán kr. 2,4 millj. Skipti mögul. á 4ra herb. blokkaríb. með bílskúr. Skammt frá „Fjölbraut" í Breiðholti Góð 4ra herb. íbúð á 1. hæð 95,6 fm við Vesturberg. Nýmáluð. Sér- lóð. Standsetning fylgir utanhúss. Góð lán kr. 3,7 millj. Nokkrar eignir með góðum lánum Einbhýlishús, hæðir og íbúðir í borginni og nágrenni. Vinsamlegast leitiö nánari upplýsinga. Einbýlishús - hagkvæm skipti Leitum að einbýlishúsi um 110-130 fm, helst miðsvæðis í borginni. Raðhús á einni hæð kemur til greina. Skipti mögul. á 4ra herb. sérhæð i Vesturborginni. Nánari uppl. á skrifst. • • • ALMENNA """T."^?^:""1™' EASHIMASALAN Íbúð óskast ílyftuhúsi. Eignaskipti möguleg. LAU6AVEG118 SÍMAR 21150-21370 lætur reyna á hjartagæsku systr- anna. Launin sem systurnar upp- skera eru í samræmi við framkomu þeirra við hann. Búkolla er listilega vel skrifað verk. Sveinn hefur næmt auga fyrir spennandi atvikum í þjóðsögunum, málfarið er einfalt en vandað og þrátt fyrir spennu — sem á köflum jafnast á við góðan „trylli", — eru tilsvör hnyttin og skemmtileg. Bú- kolla er verk sem gefur bestu barna- leikritum, eins og Dýrunum í Hálsa- skógi og Kardimommubænum, ekk- ert eftir — nema síður sé. Hér er ekki á ferðinni þunglamalegt þjóð- sagnadrama, ef einhver skyldi halda það, heldur einstaklega lifandi, björt og falleg sýning. Alvöru leikhús, með mörgum af bestu leikurum Þjóðleikhússins. Leikrit fyrir allan aldur — og ef það er einhver viðmið- un, þá tók ég þriggja ára dóttur mína með mér. Hún sat sem berg- numin alla sýninguna og um kvöldið varð ég að lofa að fara með hana aftur. Það tók hana að vísu ekki langan tíma að kreista það loforð út. I hlutverki sögumannsins Stráksa er Sigurður Sigurjónsson. Hann grípur salinn í fyrstu setningu, hríf- ur áhorfendur með sér inn í ævin- týraheim, þar sem baráttan er milli góðs og ills, milli Ijóss og myrkurs. Sigurður segir söguna með öllum þeim svipbrigðum og blæbrigðum raddarinnar sem gera það að verkum að hún verður raunverulegri en lífið sjálft. Inn á milli frásagnaratriða tekur hann þátt í leit systranna og flótta. Hann stjórnar viðbrögðum salarins; óttanum, reiðinni, gleðinni og kætinni. Sigurður er frábær í hlutverki sögumannsins. Ekki spillir fyrir að hann er heimilisvinur á flest- um bæjum og það var eins og börn- in litu til hans, þegar öryggisleysið og óttinn gripu um sig. Sigrún Waage leikur Helgu, litlu stúlkuna með stóra hjartað, sem enginn tekur eftir og enginn hefur trú á. Nema áhorfendur. Það er sama hvað foreldrar Helgu segja, hún er svo björt og góð að enginn í salnum efast um að hún geti yfir- unnið alla illa vætti sem á vegi henn- ar verða. Það er vandasamt að leika einhliða góða manneskju, en Sigrún er trúverðug og eðlileg, flaskar aldr- ei á væmni eða tilgerð og áhorfand- inn á auðvelt með að samsama sig Helgu; hetjulund hennar á leið um fjöllin, óttanum .þegar hún dvelur hjá Fjalladrottningu og sigurgleðinni þegar hún kemst í burtu. Guðrún Þ. Stephensen fer með hlutverk Fjalladrottningar, skess- unnar sem er bæði hlægileg og skelf- ileg í senn. Guðrún fer á kostum í hlutverkinu, er ógnandi án þess að hræða litla áhorfendur — hún er bara fyrir — er hlægilega hégómleg og hefur sinn djöful að draga, sem er systir hennar Daladrottningin. Það hlutverk leikur Þóra Friðriks- dóttir, fyrirferðarminna hlutverk — en skilar grimmd Daladrottningar- innar, gagnvart öllu og öllum, eink- um systur sinni. Hjálparhelluna, Dordingul, leikur Blatasar Kormákur. Hann leikur afstyrmið af ótrúlegri smekkvísi, hvergi of eða van. Dordingull er ógeðslegur en Baltasar gerir hann aumkvunarverðan um leið. Vel unnið hlutverk. Önnur hlutverk í sýningunni eru minni. Herdís Þorvaidsdóttir og Ró- bert Arnfínnsson leika Karl og Kerl- ingu, snyrtilega ósamtaka hjón, hvort með sína uppáhaldsdóttur. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, leikur frekjuna Ásu og Tinna Gunnlaugs- dóttir fýlupokann Signý. Öll hlut- verkin eru skemmtilega og ýkjulaust unnin. Þetta eru neikvæðar persón- ur, en um leið dálítið brjóstumkenn- anlegar — eiga bara sitthvað ólært í tilverunni. Búkolla sjálf er leikin af Rúnu M. Guðmundsdóttur og Karen Maríu Jónsdóttur. Og Búkolla er lifandi, mjúk til augnanna eins og kýr eiga að vera, stór og þung en mjakast um sviðið af miklu öryggi. Það er ekkert nema gott um sýn- inguna að segja. Leikmynd Unu Collins nálgast galdur. Landslagið er litríkt og hefur mikla dýpt og tæknibrellur eru vel unnar. Búning- arnir eru ósköp íslenskir á fjölskyld- unni í kotinu, mest í sauðalitunum, en ógnvaldarnir eru litríkari — af öðrum heimi en þeim íslenska. Lýs- ing Björns B. Guðmundssonar er eins og skemmtilegur undirleikur við mjúkan tón Helgu og Búkollu og hrjúfan tón allra hinna. Tónlist Jóns Ásgeirssonar, er mjúk og falleg. Hún nær vel að undirstrika andrúmsloft verksins hverju sinni án þess að vera uppáþrengjandi, heldur míkil- vægur hluti af sýningunni. Leikstjórnin er hnökralaus; hvergi hik, engar ódýrar lausnir. Samspil leikara og áhorfenda er nákvæmlega tímasett. Hreyfingin í sýningunni er mikií, án þess að eitt atriði dragi athyglina frá öðru. Það er full ástæða til að óska Þjóðleikhúsinu til hamingju með að byrja árið á því að bjóða yngstu áhorfendunum upp á sýningu sem er unnin af vandvirku og góðu leikhúsfólki auk þess sem verkið sjálft er „leikhús" sem upp- fyllir allar þær kröfur sem áhorfandi getur gert. Selfosskirkja: Stórverk meistaranna á tónleikum Selfossi. ALLA þriðjudaga í september verður boðið upp á ókeypis orgel- tónleika í Selfosskirkju. Tónleik- arnir eru haldnir í kjölfar yfir- gripsmikillar endurnýjunar á org- elinu. Orgelið var stækkað úr tveimur hljómborðum í þrjú svo sem það var Hlíf mótmælir um- mælum Karls Steinars EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á stjórnarfundi í Verka- mannafélaginu Hlíf, fimmtudag- inn síðastliðinn: „Stjórn Verkamannafélagsins Hlífar mótmælir harðlega ummælum Karls Steinars Guðnasonar, vara- formanns Verkamannasambands ís- lands, er hann viðhafði í Ríkisútvarp- inu 9. september sl., þegar hann var inntur eftir tillöguflutningi Björns Grétars Sveinssonar á fundi fram- kvæmdastjórnar VMSÍ í Borgarnesi daginn áður. í sjálfhælnu svari sínu ræðst Karl Steinar, að ósekju, á fyrr- verandi forystumenn Verkamanna- sambandsins er hann segir: „Við Guðmundur J. höfum verið í forystu Verkamannasambandsins í áraraðir og haft samráð og samvinnu um öll svona mál, reynt að halda Verka- mannasambandinu ofar svona rottu- gangi og tekist að skapa Verka- mannasambandinu virðingu með því. Þessar aðferðir eru að fara margar áratugi aftur í tímann." Þessi ummæli Karls Steinars verða ekki túlkuð öðruvísi en ásakanir um lákúruleg vinnubrögð forustumanna verkafólks hér á árum áður. Stjórn Hlífar ítrekar mótmæli sín á fyrr- greindum ummælum Karls Steinars Guðnasonar og krefst þess að hann geri nánari grein fyrir þeim, þannig að mannorð og minning ýmissa okk- ar mætustu forustumanna verði ekki atað óhreinindum." upphaflega hugsað fyrir þrjátíu árum. Raddir þess eru nú 38 talsins, tíu fleiri en áður, og getur það talist stórt pípuorgel. Glúmur Gylfason, hélt nýlega tón- leika þar sem hann kynnti raddir orgelsins í stórum verkum og smáum. Verk Mozarts voru kynnt á tónleikum De Pastels og O. Prunners. -Vegna stærðar orgelsins var hug- ur í mönnum að fá tónleika þar sem leikin yrðu eingöngu „stórverk meist- aranna". Björn Sólbergsson var fenginn til þess tónleikáhalds og verða fyrstu tónleikarnir af þessu tagi í kvöld klukkan 20,30. Þá verð- ur spiluð Toccata og fúga í d moll (doriska) og þrír þekktir sálmforleik- ir (Scubler) eftir J.S. Bach, Piece Heroiqe eftir C. Frank, Suite Gotque eftir Boelmann, tveir þættir úr Upp- stigningunni eftir O. Messiaen og Andantino og Carillion de Westm- inster úr Pieces de Fantasie eftir L Vierne. Tónleikarnir eru kostaðir af M- hátíð á Suðurlandi og Flugleiðum. Aðgangur er ókeypis en eftir tónleik- ana er selt molakaffi í safnaðarheim- ilinu. Sig. Jons.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.