Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 10
r 10
MORGt'NBLADH) PIMMTUDAGUR■ 26. SBPTEMSBR lSÖl
Dagsetningar
og dægurmál
VITASTÍG 13
26020-26065
Vífílsgata. Falleg 3ja herb. ib. 55 fm á 2. hæð.
Hrísateigur. 2ja-3ja herb. íb. ca 62 fm. Sérinng. Fallegur garður.
Stangarholt. 3ja herb. fal- leg íb. 71 fm á 1. hæð auk bilsk. Nýjar innr. Parket. Sérgarður.
Orrahólar. 3ja herb. íb. 65 fm á 8. hæð. Parket. Suðursv. Fráb. útsýni.Þvherb. á hæðinni. Verð 5,9 millj.
Stelkshólar. 3ja herb. íb. á 1. hæö 77 fm. Fallegar innr. Vestursv. Verð 5,9 millj. Laus.
Orrahólar. 3ja herb. falleg íb. 88 fm á 3. hæð. Suðursv. Sérþvherb. á hæðinni. Góð lán áhv. Verð 6,8 millj.
Eskihlfd. 4ra herb. íb. 108 fm á 3. hæð. Gott útsýni. Góð sameign. Suð-vestursv. Verð 6,9-7 millj.
Bergstaðastræti. 4ra herb. falleg íb. á 2. hæð 103 fm í nýl. húsi auk bílsk. Vestursv.
Melabraut. Glæsii. 4ra herb. sérhæð, 105 fm. 38 fm bílskúr. Fallegt útsýni. Suður- í svalir. Verð 9,5 millj.
Háaleitisbraut. 4ra herb. íb. á 2. hæð, 103 fm auk 25 fm bílskúrs. Suöursv.
Engjasel. Raðhús 207 fm auk 30 fm bflskýlis. Makaskipti mögul. á 4ra herb. ib. í sama hverfi.
Aftanhæð — Gbæ. Raðh. á einni hæð 174 fm með innb. bílsk. Húsið selst fullb. að utan, tilb. u. trév. að innan. Teikn. á skrifst.
Garðhús. Parh. á tveim hæðum 195 fm. Húsiö selst fullb. að utan og tilb. u. trév. að innan. Teikn. á skrifst. Mögul. að taka 3ja-4ra herb. íb. uppí kaupverö.
Vitastígur. Til sölu lítið ein- bhús á tveimur haaðum, 60 fm. Nýtt gler, nýir gluggar, nýtt járn.
Lækjarhjalii — Kóp. Til sölu tvíbhús. Húsið selst fullb. utan, fokh. innan. Jarðhæöin er 122 fm. 2. hæð 125 fm auk 32 fm bilsk. Suðursv. Teikn. á skrifst.
Grettisgata. Falleg5herb. íb. í steinh. ásamt 2 herb. í risi, alls um 150 fm. Sérþvottah. í íb.
Rauðalækur. Falleg 6 herb. íb. á 3. hæð 132 fm. Suð- ursv. Fallegt útsýni.
Gunnar Gunnarsson,
lögg. fasteignasali, hs. 77410.
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
ÍSLENSKUR ANNÁLL 1985.
Vilhjálmur Eyþórsson tók sam-
an. Bókaútgáfan ísleiiskur ann-
áil. 1991.
íslendingar eru þrasgjarnir og
leiðinlegir. Sú hlýtur að verða niður-
f © 622030
1FASTEIQNA
| MIÐSTOÐIN
Skipholti 50B
BLÁTÚN — ÁLFTAN. 7288
Glæsil. 228 fm einbhús á tveimur hæð-
um. Massífar eikarinnr. í eldhúsi. 4
svefnherb. Arinn á báðum hæðum.
Teikn. á skrifst. Áhv. hagst. lán. Verð
13,5 millj.
HJALLABRAUT -
KÓP. 7255
Vorum að fá í sölu glæsil. einb. á tveim-
ur hæðum 186 fm + 36 fm bílsk. 4 svefn-
herb. Fráb. staðsetn. Garður í rækt.
Útsýni.
ÁSBÚÐ-GBÆ 6182
Nýkomið í einkasölu fallegt, nýl. 170 fm
raðhús á tveimur hæðum ásamt innb.
bílsk. 4 rúmg. svefnherb. Garöur í rækt
m/verönd. Stórar svalir. Fráb. útsýni.
Laust fljótl. Verð 12,9 millj.
NORÐURBRAUT - HF.
- LAUS 5152
Skemmtil. 120 fm efri sérhæð á falleg-
um stað. Endurn. eign t.d. gluggar.
Góður garður. Sjávarútsýni. Bílskréttur.
Ákv. sala. Verð 9,5 millj.
REYNIMELUR -
SÉRHÆÐ 5166
Stórglæsil., nýl. 150 fm efri sérhæð auk
bílsk. Glæsil. innr. Suðursv. Arinn. Allt
sér. Áhv. 1,7 millj. veðdeild. Ákv. sala.
GERÐHAMRAR -
BÍLSKÚR 2327
Glæsil. 3ja herb. neðri sérhæð í nýl.
tvíbhúsi. Parket og flísar. Vönduð eign.
Áhv. 5,2 millj. veðdeild. Verð 8,0 millj.
ÁLFTAHÓLAR 2133
Glæsil. ca 80 fm íb. í lyftuh. Hús ný-
standsett. Suðursv. Góður ca 30 fm
bílskúr. Fráb. útsýni. Verð 6,8 millj.
ÖLDUGRANDI 1244
Stórglæsil. ca 65 fm íb. á 2. hæð í fal-
legu 5-býli. Parket og flísar. Vandaöar
innrr-ÖII þjón. í næsta nágr. Áhv. 2,2
millj. veðdeild. Verð 6,3 millj.
GRAFARVOGUR -
LAUS 1190
Glæsil. 2ja herb. íb. í litlu fjölb. á mjög
góðum stað í Grafarvogi. Sér garður.
Útsýni. Áhv. 2,5 millj. veðdeild. Verð
6,1 millj.
LYNGMÓAR — GBÆ 1202
Gullfalleg ca 70 fm íb. í 6-býli auk innb.
bílsk. Stórar suðursv. Parket. Fráb. út-
sýni. Hús nýstandsett. Verð 6,3 millj.
VEGHÚS — NÝTT 1081
Eigum eftir eina 5-6 herb. íb. á tveimur
hæðum. Mögul. að taka 2ja-4ra herb.
íb. uppí. Nánari uppl. á skrifst.
staðan ef dæmt er eftir fjölmiðlum.
Þrætumál ýmiss konar setja hér
svip á daglega umræðu öðru frem-
ur. Æsifréttir, sem fjölmiðlar flytja
dag hvern allan ársins hring, eru
ekki alltaf uppbyggilegar. Þær
verða fremur að teljast til afþrey-
ingarefnis. Hver er sá sem langar
ekki heyra eitthvað neyðarlegt um
náungann? Eða af hasar milli
manna? íslenskur annáll 1985 er
unninn upp úr fjömiðlunum það
árið, langmest upp úr blöðum að
upplýst er í eftirmála. Þarna eru
raktar helstu fréttir sem í blöðum
birtust og athygli vöktu. Mikið er
sagt frá áhrifamönnum og annars
konar frægðarpersónum. Fréttirnar
af þeim eru þó ekki allar stórvægi-
legar. Til að mynda er sagt frá því
er maður nokkur gaf öðrum á kjaft-
inn og sá, sem fyrir kjaftshögginu
varð, svaraði að sínu leyti með því
að kæra.
Fyrirsagnirnar eru sumar eins
og fyrir blaðasala að hrópa á götum
úti, t.d. »Albert þvingaður til eitur-
sölu?« Að sjálfsögðu er átt við Al-
bert Guðmundsson, þáverandi ráð-
herra. Af orðunum mætti ætla að
manninum hafi verið þröngvað til
að fremja eitthvað skuggalegt. Því
fer þó fjarri. Textinn fjallar einfald-
lega um skaðsemi reykinga. Og
fyrirsögnin skírskotar til þess að
Albert var fjármálaráðherra og þar
með ábyrgðarmaður tóbakseinka-
sölunnar. Víðar er sagt frá Albert,
enda stóð hann hvað mest í sviðs-
ljósinu um þessar mundir. Og
Vilhjálmur Eyþórsson
myndir eru þarna af kappanum,
einum eða með öðrum, tólf talsins;
skopteikningar þá ekki með taldar.
Undir einni myndinni — hundur
liggur þar við fætur Alberts —
stendur þessi texti: »Frægasta tík
á íslandi, ef ekki í heiminum, ásamt
húsbónda sínum.«
Raunar er það árátta fjölmiðla
að vera einlægt að segja frá sömu
mönnunum, fylgjast með fei'ðum
þeirra, henda á lofti orð þeirra;
draga þá í viðtöl, stundum til að
tala um einhver málefni en oftar
til að rabba um allt og ekkert, helst
að toga upp úr þeim einhverja snið-
uga vitleysu. Fjölmiðladrauga
mætti kalla þess háttar fólk. Sá er
og annar kækur fréttaþjónustunnar
að taka fyrir eitt og eitt málefni í
senn, klifa á því seint og snemma
meðan það gengur en gleyma því
svo jafnskjótt sem nýtt fréttaefni
kemur til sögunnar.
íslenskur annáll ber merki alls
þessa. Hann er ekki sagnfræðirit;
fremur mætti kalla þetta dægur-
Snyrtivöruverslun
Vorum að fá í sölu glæsilega snyrtivöruverslun vel stað-
setta í góðu húsnæði.
Allar nánari uppl. veittar á skrifstofunni, ekki í síma.
-0 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A,
i? VIÐAR FRIÐRIKSSON,
|/ LÖGG. FASTEIGNASALI,
Ti HEIMASÍMI 27072.
29077
Höfum kaupendur að:
Trésmíðaverkstæði, bifreiðaverkstæði, fram-
leiðslufyrirtækjum, gjafavöruverslun, dag-
sjoppu, heildverslun með snyrtivörur, litlum
og stórum heildverslunum o.m.fl.
Hafið strax samband, fullur trúnaður.
F.YRIRTÆKIASAIJIIM
SUÐURVE R I
SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Háskólafólk
Höfum fengið í sölu mjög góða 3ja herb. 82 fm
íbúð á 1. hæð við Birkimel. Auk íbúðar eru herb.
í risi og herb. í kjallara, sem nýta má sem vinnu-
herb. Nýtt gler og gluggar. Suðursvalir. Ekkert
áhv. Eign sem er kjörin fyrir háskólafólk.
Laus mjög fjótlega.
Nauöungaruppboö
á verslunarhúsnæði
í Faxaf eni 12
I dag, fimmtudaginn 26. september 1991 kl. 16.30,
veróur eignarhluti þrotabús Steintaks hf. í fasteigninni
Faxafeni 1 2, Reykjavík, seldur á nauðungaruppboði ,sem
fram fer á staðnum.
Fasteignahlutinn er á 1. hæð, suóvesturhluti.
Skiptastjórar þrotabús Steintaks, hf.
Elvar Örn Unnsteinsson, hdl., Magnús H. Magnússon, hdl.
Raðhús á einni hæð
Höfum í eínkasölu mjög fallegt og einstaklega
vandað 125 fm endaraðhús við Unufell ásamt
bílskúr (rafm.opnari). Húsið skiptist í 3 rúmgóð
herb., stórar stofur, rúmg. eldhús, bað og þvotta-
herb. Fallegur suðurgarður, hiti í gangstéttum.
Eign í sérflokki. Getur losnað mjög fljótlega.
Borgartúni 29 ©621600
(% HÚSAKAUP
málarit. Útgefendur taka líka fram
að þeir hafi aldrei ætlað að skrifa
neina menningarsögu. Þarna er,
segja þeir, »lögð höfuðáhersla á það
sem helst brann á fólki ...«
Eins og geta má nærri fá blöðin
lofsamlega einkunn hjá annálaritar-
anum, en um þau segir meðal ann-
ars: »Gömul dagblöð gefa réttasta
mynd af þeim hræringum sem voru
í þjóðfélaginu á hveijum tíma, auk
þess að þau standa næst atburðum
í tíma og rúmi.«
Nokkuð er til í þessu. Dagbiöðin
eiga þátt í að móta þjóðlífið, ekki
aðeins stjórnmálin og almennings-
álitið heldur einnig réttarfarið, svo
og flesta aðra þætti samfélagsins.
Dagblaðaheimildir verður þó að
nota með varúð þegar sagt er frá
mönnum og málefnum liðinna ára,
allt eins þótt sú saga sé einungis
rakin til skemmtunar. Biaðamenn
njóta takmarkalítils frelsis en bera
í reynd sáralitla ábyrgð. Lausasölu-
blöð verða að auglýsa sig sjálf og
vekja þá stundum á sér athygli með
fyrirsögnum í stíl við þá sem að
ofan greinir. Þrátt fyrir viðtöl og
lesendabréf hefur fjöldinn allur eng-
in áhrif á blöðin og á engan þátt í
að móta stefnu þeirra. Blöðin grein-
ir oft á þótt ágreiningsefnin fari
að vísu þverrandi. Það fer heldur
ekki framhjá neinum, sem ræðir við
menn á förnum vegi, að fólk er oft
ósammála blöðunum. Þess vegna
fer því fjarri að þau gefi alhliða og
sanna mynd af daglegu lífi. Blaða-
skrif eru duttlungum háð og tísku.
Meiningarlaus vaðall flýtur oft með,
bæði heimatilbúinn og aðsendur.
Pólitískur áróður dylst gjarnan á
bak við persónulega áreitni. Sumir
eru lagðir í einelti. Aðrir njóta
óskoraðs meðhalds. Rannsóknar-
blaðamenn, sem svo kalla sig, leit-
ast einatt við að koma upp um eitt-
hvað. Frægasta dæmi þess er Haf-
skipsmálið sem hófst einmitt um-
rætt ár. Um það segir í eftirmála:
»Hér er einungis stuðst við þau blöð
og tímarit sem út komu á árinu
1985. Þannig fæst mynd af því sem
almennt var vitað um málið þann
dag sem hver einstök grein er dag-
sett. Með þessu móti er hægt að
rekja málið frá því fyrsti ávæningur
af vanda Hafskips kom fyrir al-
mennings sjónir upp úr áramótum
og áfram þar til úr varð ijölmiðla-
fárviðrið mikla í árslok.« Svo mörg
eru þau orð. Hafskipsmálið var
reyndar klúður frá upphafi til enda.
Að riija upp hvemig það fór af stað
og fylgja því síðan eftir frá degi til
dags getur varia talist merkilegt
annálsefni nú, eftir að allir þræðir
þess hafa verið raktir til enda.
Málið var dottið niður sem umræðu-
efni löngu áður en dómar voru
kveðnir upp. Því er vandséð hvaða
tilgangi það þjónar að fara ofan í
það nú — nema þá til að skýra og
skilgreina áhrif tiltekinnar blaða-
mennsku á gang mála í þjóðfélag-
inu. Sá mun þó tæpast vera tilgang-
urinn.
Þá eru í annál þessum teknar
upp allmargar frásagnir af skringi-
legum atvikum sem annálsritarinn
hefur safnað saman og haldið til
haga, t.d. frásögn af ketti sem álp-
aðist inn í spennistöð, varð fyrir
ellefu þúsund volta spennu og lést
»sviplega«. Einnig saga af ijóma-
sprautu sem sprakk. Og enn önnur
af mink sem spratt upp úr klósett-
skál.
Samantekt þessi mun því tæpast
ætluð fræðimönnum, miklu fremur
hinum sem lifa og hrærast með líð-
andi stund og hafa áhuga á þjóð-
félaginu eins og það birtist frá degi
til dags í fréttum fjölmiðlanna.
En er ekki of seint að gefa þetta
út nú, sex árum eftir að viðkom-
andi ár leið í aldanna skaut? Keim-
lík rit hafa áður verið tekin saman
og þá jafnan gefin út árið eftir
meðan atburðirnir stóðu lesendum
enn glöggt fyrir hugskotssjónum.
Árið 1985 er ekki lengur samtíð
og vekur ekki framar áhuga sem
slíkt. Ekki er það heldur komið í
slíka fjarlægð að sýnt sé hvað upp
úr muni standa þegar tekið verður
að skyggna það í ljósi sögunnar.
Þetta er því hæpin aldarfarslýsing.
Helst minnir þetta á handahófs-
kennt úrklippusafn þótt eftirmálinn
taki að sönnu þvert fyrir að lýsa
því svo.