Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991 21 Light Nights og sú þriðja, sem við sýnum erlendis. Sýningin breytist þó nokkuð frá ári til árs,“ sagði Kristín. „Árið 1978 fórum við á listahá- tíðina í Edinborg. Þá vorum við ekki með Light Nights. Þar sýndum við þrjá nútímalega einþáttunga eftir Odd Björnsson, sem hétu Odd- ities. Út frá því var okkur boðið að taka þátt í mikilli hátíð í Glasg- ow, en því miður voru ekki til nein- ir peningar til fararinnar á íslandi. Helstu erfiðleikarnir við að fara í slík ferðalög eru styrkveitingar. 1980 var mér boðið að skrifa barna- leikrit fyrir stærsta barnaleikhúsið í London, The Unicorn Theatre for Children. Ég skrifaði íslenskt stykki og þýddi það á ensku undir heitinu Storyland. Það voru sjö sýningar í The Arts Theatre í West End í London og það var uppselt á þær allar. Okkar sýning var ein af mörg- um gestasýningum, sem sýndar voru á einum og hálfum mánuði. Hver hópur fékk viku. Það var tómt hús á undan okkur og á eftir, en hjá okkur var alltaf troðfullt. Því miður var ekki hægt að framlengja. Sýningunni var geysilega vel tekið og þetta var mjög gaman. Næst var okkur boðið til Hollands með leikritið, en það var eins og vant er, ekki til króna til að komast á milli, þannig að við urðum að pakka niður og leikritið var aldrei sýnt aftur. Light Nights sýningarnar hafa tvisvar áður verið sýndar í Bandaríkjunum á vegum American Scandinavian Foundation, Cultural Awareness, Útflutningsráðs ís- lands, Flugleiða og fleiri aðila. Ann- ars hefur okkur verið boðið að fara vítt og breitt um veröldina, en það virðast ekki vera til neinir peningar fýrir þannig lagað. Það má líkja þessu við heimboð, maður verður að koma sér á staðinn sjálfur." Tveir draumar Sýningar Light Nights fara fram í Tjarnarbíói, þar sem það stendur í skugga ráðhússins við tjömina. „Það er alveg dásamlegt hús og ég vil endilega fá að vera þar áfram. Ég hef skipulagt sýninguna í kring- um það hús. Lofthæðin er mikil og ég get haft tjaldið, sem skyggnurn- ar em sýndar á, fyrir ofan sviðið. Ég vil fá að reka húsið og hafa þar leikhús. Staðsetningin er frábær. Ég veit ekki hvað mörg leikhús geta borið sig á íslandi, en ég vil reyna. Ég er að tala um alveg geysi- lega spennandi leikhús. Ég er með visst verkefni í huga og hef haft það lengi. Það hefur enginn fært upp svoleiðis sýningu að ég viti neins staðar í heiminum. Light Nights er dáh'tið sérstök sýning og ég hef ekki fundið neitt sambæri- legt henni. En þetta gæti ég ferð- ast með um allan heim og sýningin myndi alls staðar skiljast. Hún yrði íslandi til mikils sóma, ef hægt væri að undirbúa hana heima. Eg vildi að þessi draumur minn rætt- ist, að geta rekið þarna leikhús all- an ársins hring,“ sagði Kristín, en vildi ekkert láta hafa eftir sér um það hvers kyns sýningu hún hafði í huga að svo komnu máli. Kristín hefur nú verið með Light Nights í rúm tuttugu ár og hyggst halda því áfram. En það eru einnig aðrir draumar, sem hún bíður að rætist. „Það er tvennt, sem mig myndi langa til. Mig langar til að stjóma þessu hugarfóstri mínu án þess að leika í því og svo vildi ég leika í mynd, annaðhvort kvikmynd eða í sjónvarpi. Ég gerði dálítið mikið af því um tíma þegar ég var úti í London. Ef ég fengi að ráða vildi ég alltaf fara í eitthvað öfugt við það, sem ég gerði síðast. Mér finnst ég hafa verið frekar lengi í hlutverki sögumannsins í Light Nights og vildi skipta yfir í eitthvað þveröfugt. Ég held að það sé í eðli manns að vilja ekki alltaf gera það sama. Hins vegar vil ég ekki missa Light Nights yfir sumarið. Enda er sýningin orðin hluti af mínu lífi. Einnig held ég að við séum ágætis útflutningsvara og ég held að það hafi komið fram hér í Boston," sagði Kristín að lokum. Viðtal: Karl Blöndal HÁSKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARNEFND GÆÐASTJÓRNUN í ÞJÓNUSTU FYRIRTÆKJA: Kynning Kynningin er ætluð stjórnendum fyrirtækja og þeim, sem vilja fá innsýn í hvernig auka má gæði þjónustunnar. Markmiðið er að þátttakendur kynnist grunnhugtökum og aðferðafræði við að ná fram varanlegum umbótum og að þeir geti áttað sig á hvaða árangri má ná með gæðastjórnun þjónustu í fyrirtækjum sínum. Leiðbeinandi: Höskuldur Frímannsson, rekstrarhagfræðingur hjá Ráðgarði hf., og lektor við H.í. Tími og verð: 3. október, kl. 13.00-18.00. Þátttökugjald er kr. 4.800,-. Skráning og nánari upplýsingar er í símum 694923 og 694924. OPIÐ HÚS HJÁ VÍB HELGINA 28.-29. SEPTEMBER FRÁ 13-17:00. Skyggrmt inn í framtíð eigin fjármála Nú um helgina er opið hús hjáVIB, Verðbréfamarkaðilslands- banka, í Armúla 13a. Fjármál einstaklinga eru ein órofa heild, frá upphafi vinnualdurs og allt til eftirlaunaáranna. A opna húsinu lítum við á alla ævina í réttu samhengi og leiðum þig um heim eigin íjármála, allt frá kaupum á fyrsta bílnum, fyrstu íbúðinni og áfram ... Ævinni má skipta í þrjú skeið. Aherslurnar á hverju æviskeiði eru ólíkar. Suml af því sem kynnt er á opna húsinu kann að koma flatt upp á þig. Annað kann að koma þér þægilega á óvart. Ráðgjafar VÍB verða aldrei langt undan, reiðubúnir til útskýringa og að svara spurningum. Fyrir þá sem hafa áhuga eru flutt fræðsluerindi báða dagana. Efnið sem er kynnt á opna húsinu er engin draumsýn. Það snertir þig, fjölskyldu þína og afkomendur, öryggi, eignir, skuldir, lífsstíl, tekjur og eftirlaun. En það er sett fram, svart á hvítu, í krónum og aurum. Það sem mestu máli skiptir er áð valið er-þitt. Þú setur þín eigin markmið, hefur stjórn á eigin fjármálum. VÍB-STOFAN Á opna húsinu verður VIB-stofan kynnt í íyrsta sinn. Þar er að finna miklar upplýsingar um innlend og erlend verðbréf og ávöxtun spari- fjár. I VIB-stofunni komast gestir í beint samband við erlendar kauphallir með tengingu við upp- lýsinganet REUTERS og erlenda sjónvarpsþætti um hlutabréfa- viðskipti og fjármál. FYRIRLESTRAR LAUGARDAGINN 28. SEPTEMBER OGFLEIRA... kl. 14:00 Er markaðurinn að hefja sig til flugs á ný? Kynningargögn. Gestir opna hússins fá ný Sigurður B. Stefánsson kynningargögn um ýmsa þætti fjármála, sem kl. 15:00 Æviskeið 2: Allt er fertugum fært. þeir geta tekið með sér heim og skoðað í Vilborg Lofts rólegheitum. kl. 16:00 Æviskeið 3: Láttu þér líða vel. Gunnar Baldvinsson Verdlaunagetraun: 50.000 krónur. Gestir opna hússins geta spreytt sig á einfaldri FYRIRLESTRAR SUNNUDAGINN 29. SEPTEMBER verðlaunagetraun. 50.000 króna verðlaun verða kl. 14:00 Æviskeið 2: Allt er fertugum fært. Vilborg Lofts veitt einltverjum heppnum gesti helgarinnar. kl. 15:00 Æviskeið 1:1 upphafi skyldi endinn skoða. Að sjálfsögbu er einnig boðið upp á kaíft og Margrét Sveinsdóttir kökur. Sérstakt horn er fyrir börnin, og nóg af kl. 16:00 Er markaðurinn að hefja sig til flugs á ný? Sigurður B. Stefánsson bílastæðum. Verið velkomin í VIB! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.