Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991 25 Leiðtogar stríðandi fylkinga í Júgóslavíu hittast á laim: Vilja leita friðsamlegra lausna á vandamálunum Zagreb. Reuter. FORSETAR Króatíu og Serbíu, Franjo Tudjman og Slobodan Mi- losevic, áttu í gær leynilegan fund með Veljko Kadijevic, varnarmála- ráðherra Júgóslavíu og æðsta yfirmanni hersins, til að reyna að festa vopnahléið í sessi, en ásakanir um brot á því hafa gengið á víxl síðan það tók gildi á sunnudag. Þeir komust að samkomulagi um að leysa ágreiningsmái sín eftir friðsamlegum leiðum og lögðu áherslu á að vopnahléið verði virt. I yfirlýsingu sem þeir gáfu út eftir fundinn sagði m.a.: „Það er ■ BRAZZA VILLE - HUNDRUÐ útlendinga, einkum Evrópumanna, sem búið hafa í Afr- íkuríkinu Zaire, er eitt sinn var Belgíska Kongó, flúðu í gær til nágrannaríkisins Kongó vegna óeirðanna sem ollu dauða um 30 manna í höfuðborg Zaire, Kins- hasa, í fyrradag. Franskir og belgískir hermenn, er sendir voru á vettvang, sáu um brottfiutning fólksins og stilltu til friðar í Kins- hasa þar sem yfirvöld fyrirskipuðu útgöngubann. Ástæðan fyrir átök- unum var fyrst og fremst að her- menn fengu ekki umsamda launa- hækkun. Ríkið er að sökkva í skuld- ir en einræðisherrann, Mobuto Sese Seko, á sem svarar tugmilij- örðum ÍSK á leynireikningum í Sviss. allri júgóslavnesku þjóðinni og lýð- veldunum í hag að einungis verði notaðar pólitískar leiðir til að greiða úr ástandinu og að komið verði í veg fyrir að blóðbaðið og átökin haldi áfram.“ Einnig sagði í yfirlýsingunni að algert vopnahlé væri frumskilyrði fyrir því að hægt væri að leita pólitískra lausna og að virða bæri jafnt hagmuni allra þjóða í landinu. í tilkynningunni var hins vegar ekkert sem benti til þess að mikilvægar ákvarðanir hefðu verið teknar. Ekki er vitað hvar fundurinn var haidinn en Mario Nobilo, ráðgjafi Tudjmans í utanríkismálum, sagð- ist halda að hann hefði farið fram í bænum Mostar í Bosníu-Herzegó- vínu. Þetta er í fyrsta skipti sem Tudjman og Kadijevic hittast eftir að samið var um vopnahlé. Rólegt var í Króatíu í gær þrátt Slæmur berklafar- aldur í Grænlandi Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Berklafaraldur geisar nú í Suður-Grænlandi. I Grænlandi hafa verið skráð 77 berklatilfelli en hætt var að bólusetja menn fyrir berklum árið 1989. ■ N’DJAMENA- Hermenn í Afríkuríkinu Tsjad hafa gert upp- reisn vegna óánægju með laun og hafa 49 manns fallið, að sögn út- varpsins í höfuðborginni, N’Djam- ena. Hermennirnir hafa aðsetur í Tíbesti-fjöllum í norðurhluta lands- ins og rændu sem svarar tæpum þrem milljónum ÍSK úr bílalest stjórnarinnar. Þeir hafa tekið fjölda gísla úr röðum óbreyttra borgara. Stjórnvöld segja uppreisn- armenn vera úr röðum stuðnings- manna Hissene Habre, fyrrverandi forseta, er herinn rak frá völdum í desember sl. Frakkar, sem áður réðu löndum á þessum slóðum, lýstu í gær stuðningi við Idriss Deby forseta. í Nanortalik, sem er bær í Suður- Grænlandi, og héraðinu Narssarm- iut hafa greinst 36 berklatilfelli eða nær helmingur af skráðum tilfellum á landsvísu. Eftir að bólusetningu gegn berkl- fyrir að skærur brytust út sums staðar. Útvarpið í Króatíu skýrði frá því að bardagar hefðu legið niðri aðfaranótt gærdagsins í bæn- um Vinkovci, þar sem fimm manns hafa fallið og fjórtán særst í sprengju- og skotárásum á mánu- dag og þriðjudag. Hins vegar greindi útvarpið frá því að sprengjuárásir hefðu verið gerðar á bæinn Pakrac í gærmorgun og einn maður látist. Stipe Mesic, forseti Júgóslavíu, tilkynnti á þriðjudag að yfir 1.000 manns hefðu fallið í átökunum í Króatíu frá því í júní. Varnarmála- ráðuneyti lýðveldisins sagði að þar af væru 516 Króatar. Friðarráðstefna um Júgóslavíu verður haldin að nýju í Haag í dag fyrir tilstuðlan Evrópubandalags- ins, og verður þar reynt að leysa ágreining málsaðila. Hans-Dietrich Genscher, ut- anríkisráðherra Þýskalands, fór í gær fram á það á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna að bann yrði sett á vopnainnflutning til Júgó- slavíu til að binda enda á bardag- ana þar. um var hætt árið 1989 hefur berkla- tilfellum fjölgað til muna. Jens Mis- feldt landlæknir segir þó bólusetn- ingu ekki leysa allan vanda, áhrif- aríkara væri ef aðbúnaður fólks á heimilum yrði heilsusamlegri. Reuter Hermaður sambandshersins hjólar með brauð undir hendinni til fé- laga sinna nálægt bænum Vukovar í austurhiuta Króatíu í gær. Austurríki: Fundu 4.000 ára vel varðveitt mannslík Vín. Reuter. FJALLGÖNGUMENN sem voru á ferð um jökul í Aust- urríki fundu vel varðveitt lík manns sem austurrískir vísind- amenn sögðu í gær að hefði verið uppi á bronsöld, eða fyr- ir 4.000 árum. Maðurinn var með öxi með bronshaus í hendi og hafði borið hönd fýrir höfuð sér, líklega í varnarskyni. Húðin á líkinu, sem fannst fyrir nokkrum dögum, var brúnleit og líkust leðri, útlimir voru heillegir og enn voru hár á höfðinu. „Maðurinn var án alls efa uppi fyrir 4.000 árum,“ sagði Konrad Spindler, prófessor við háskólann í Innsbruck. „Öxin er frá fyrri hluta bronsaldar. Hann hafði færi og eldfæri - þ.e.a.s. tinnu- stein í litlum poka.“ Spindler sagði að líkaminn hefði varðveist frábærlega vel. Ekki er enn ljóst hvors kyns mannveran var, en hún var 160 sm há, klædd í skinnföt og hafði stoppað upp í skó sína með heyi. „Skórnir hafa varðveist best af fatnaðinum," sagði Spindler. Heyið sýnir að maðurinn klæddi sig eftir aðstæðum. Líkaminn fannst í 3.200 metra hæð á Oetztal-jöklinum, sem er á milli Norður- og Suður-Tírol. Spindler sagði að rannsóknir á honum færu nú fram, og ætluðu vísinda- mennirnir m.a. að kanna innihald magans til að komast að því hvernig mataræði mannsins var. Spindler og fleiri vísindamenn flugu í gær til jökulsins þar sem líkið fannst til að freista þess að finna frekari merki um manninn, föt eða verkfæri. Spindler sagði að fundurinn hefði „ómetanlegt gildi fyrir vísindin".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.