Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991 Helga Sigurðar- dóttir - Kveðjuorð Annan september síðastliðinn andaðist á Landspítalanum Helga Sigurðardóttir póstvarðstjóri á Seyðisfirði eftir ellefu vikna návígi við dauðann. Nokkrum dögum áður en Helga lagðist undir hnífinn til skurðað- gerðar sem hún vonaðist til að létta mundi af henni til frambúðar meini sem hafði bagað hana um nokkurt skeið kom hún til okkar hjónanna glöð og reif eins og jafnan áður á vinafundum. Fáum dögum síðar barst okkur hin válega frétt. Helga hafði ekki komist til meðvitundar eftir aðgerðina. Meðvitundarleysi hennar stóð í röskar ellefu vikur uns hún hvarf á vit hins óþekkta sem við tekur að jarðnesku lífi loknu. Helga Sigurðardóttir var fædd á Seyðisfirði 22. október árið 1921, og skorti því 80 daga uppá 70 ára aldur þegar kallið kom. Þar átti hún sín æskuspor milli hinna háu fjalla við fjörðinn djúpa sem oft gat verið svo lygn og spegilfagur, á bökkum silfurtærrar silungsár með dýrlegu fossunum sínum og djúpu hyljum, sem veitti byggðinni ljós í myrkri löngu fyrr en aðrar byggðir þessa lands voru lausar úr stybbu olíulam- panna. Þar vann hún langa starfs- ævi. Að loknu unglinganámi hóf hún störf á pósthúsi Seyðisfjarðar og það varð hennar starfsvettvang- ur uns yfir lauk. Helga var af traustum austfirsk- um stofnum í báðar ættir. Hún var einkabarn foreldra sinna, Sigurðar Sigurðssonar kennara og bókavarð- ar, Sigurðssonar, Jónssonar bónda og fræðimanns í Njarðvík og Soffíu Þorkelsdóttur frá Klúku í Hjalta- staðaþinghá, sem ættuð var frá Gilsárvöllum í Borgarfirði eystra. Eftir lát móður sinnar, 1951, annaðist Helga af stakri alúð og ástríki aldraðan föður sinn til hárr- ar elli, en hann lést á heimili þeirra á nítugasta aldursári 1961. Eftir það bjó Helga ein í litla vinalega húsinu þeirra við Austurveg sem alla tíð geislaði hlýju gamalla hús- muna sem báru ljósan vott smekk- vísi litlu fjölskyldunnar sem þar bjó. Eins og Helga hafði verið foreldr- um sínum ástrík og umhyggjusöm dóttir, svo var hún tryggur og sann- ur vinur þeim mörgu sem áttu því láni að fagna að eignast hana að vini. Barngóð var hún með afbrigð- um, enda löðuðust börn að henni og áttu í henni traustan vin og oft velgjörðarmann. Minnast þau henn- ar nú með söknuði og trega, sum hver komin til fullorðinsára, önnur enn á barnsaldri. Helga var einstaklega góð heim að sækja, gestrisin og glaðvær, og eigum við hjónin ljúfar minningar um gagnkvæmar heimsóknir. I síð- ustu heimsókn sinni til okkar um miðjan júní í sumar sagði hún okk- ur frá nýju íbúðinni sinni. Hún var fyrir ári flutt úr gamla húsinu sínu og hafði keypt sér íbúð í nýreistu húsi ætluðu öldruðum borgurum, og hugði gott til að eyða þar ellidög- unum að loknum löngum og fijóum Kveðjuorð: Christian Zimsen Kveðja frá Lyfjafræðinga- ' félagi íslands Knud Due Christian Zimsen, eða Zimsen eins og hann var oftast kallaður af kollegum og vinnufélög- um, lést 7. september síðastliðinn. Zimsen lauk kandídatsprófi í lyfja- fræði í Danmörku 1937. Hann starfaði sem lyfjafræðingur í Ing- ólfsapóteki frá því hann lauk námi ásamt stundakennslu við Lyfja- fræðingaskóla íslands, þar til að hann fékk lyfsöluleyfi í Stykkis- hólmi 1948. Þar starfaði hann síðan þar til hann stofnaði Laugarnesapó- tek við Kirkjuteig 1964. Starf- sævinni sem apótekari lauk hann þar í árslok 1985, en lögum sam- kvæmt varð hann að hætta við 75 ára aldur. Félagsstörf Zimsens voru mikil. Hann sat um tíma í stjórn Félags íslenskra lyfjafræðinga og í stjóm- um Apótekarafélags Reykjavíkur og Apótekarafélags íslands átti hann lengi sæti. í stjóm Pharmaco hf. sat hann nær óslitið frá 1965 til dauðadags. Starfsemi Zimsens var þó langt því frá að vera bundin við hefðbundin lyfjafræðingsstörf eingöngu. Áhugi hans á öllu sem viðkemur náttúrunni var alkunnur. Á Stykkishólmsámnum stundaði hann m.a. bæði sauðfjárrrækt og kynbætur á sauðfé. Það var þó skógræktin sem lengst af átti hug hans allan, enda munu fáir eða engir geta státað af fjölskrúðugari tijárækt en er við sumarbústað hans við Elliðavatn. Zimsen var kvæntur Grethe Zimsen Iyfjafræðingi og skólasystur frá Danmörku. Hún var manni sín- um stoð og stytta við rekstur apóte- kanna í Stykkishólmi og Laug- arnesinu, þar til hún féll frá 1973. Börn þeirra og tengdabörn tóku einnig virkan þátt í apóteksrekstrin- um þegar frá unga aldri. Zimsen átti sér tryggan förunaut hin síðari ár þar sem er Guðrún Laxal. Ziemsen var einn af þessum mönnum sem safnaði að sér þekk- ingu á öllum sviðum alla tíð og var ávallt reiðubúinn að miðla öðrum. Það var sama hvort um var að ræða tijárækt, kaktusa eða lyfja- fræðileg málefni. Fyrstu kynni mín af honum voru þegar eiginkona mín hóf störf hjá honum í Laugarnesap- óteki að loknu lyfjafræðinámi 1978, en hún hafði einnig unnið hjá hon- um á námstímanum. Hann var ná- kvæmur og ákveðinn vinnuveitandi starfsdegi. Við hjónin hlökkuðum einnig til að hitta hana þar á nýjum stað, glaða og fagnandi að vanda, og eiga þar dagstund með henni við upprifjun endurminninga frá fyrri dögum er við unnum öll saman á póst- og símstöðinni á Seyðis- firði. Sú heimsókn verður nú að bíða annarra endurfunda á öðru til- verustigi. Ég veit að Helgu fylgja hlýjar kveðjur allra þeirra sem áttu því láni að fagna að starfa með henni. Góðvild hennar og alúð í garð sam- starfsfólksins aflaði henni varan- legrar vináttu þess, og það saknar nú vinar í stað. Húsbændum sínum, þessu ópersónulega ríki sem svo margir telja sjálfsagt að krefja um sem mest og láta sem minnst á móti, þjónaði hún af sannri dyggð og trúmennsku. Hver sem embætti hefur, hann gæti þess, segir í helgri bók. Hún gætti síns embættis. Gissur O. Erlingsson og jafnfr'amt góður og tryggur vin- ur. Síðast hitti ég Zimsen í vor við útför starfsbróður okkar, Guð- mundar Steinssonar, þá var hann ennþá kvikur í hreyfingum sem fyrr og bar aldurinn vel þrátt fyrir alvarleg veikindi. Ég og Guðrún Edda sendum Guðrúnu, börnum, tengdabörnum og öðrum aðstandendum Christians Zimsens okkar innilegustu samúð- arkveðjur, sem og fyrir hönd Lyfja- fræðingafélags Islands. Finnborgi Rútur Haraldsson, formaður LFI. ' * . . í * PJV, m. '' *'.r << Windows 3.0 ífarlegt námskeið í notkun á valmyndakerfinu Windows 3.0. Vönduð kennslubók á íslensku fylgir. Næsta námskeið er að hefjast. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. Áth.: VR og fleiri stéttarfélög styrkja sína aðildarfélaga. Tölvuskóli Revkiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590 t X Elskulegur eiginmaður minn, ÖLVIR KARLSSON, Þjórsártúni, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 24. september. Kristbjörg Hrólfsdóttir. t Ástkær faðir, afi og langafi, INGÓLFUR BJARNASON, lést á dvalarheimili aldraðra, Seljahlíð, 24. september. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Ingólfsdóttir. t Útför MARGRÉTAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Kirkjubólsseli, verður gerð frá Stöðvarkirkju laugardaginn 28. september kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jón Kristjánsson, Borghildur Gísladóttir, Ragnar Kristjánsson, Arndís Eyjólfsdóttir, Björgólfur Kristjánsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNS GUÐNASONAR. Ragnhildur Ásta Guðmundsdóttir, Ástríður Jónsdóttir, Snorri Guðmundsson, Bjarghildur Jónsdóttir, Helgi Einarsson, Guðni V. Jónsson, Þórunn B. Björgvinsdóttir, Ómar Jón Árnason. Eiginmaður minn, ANDRÉS HAUKUR FRIÐRIKSSON vélstjóri í Grindavík, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 27. september kl. 13.30. Helga Pétursdóttir. Guðrún Halla Jónsdóttir, Sesselja Andrésdóttir, Jóhanna Sigrún Andrésdóttir, Sesselja Andrésdóttir, Arndís Friðriksdóttir. t Þökkum Innilega auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar hjartkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR AÐALHEIÐAR KÆRNESTED, Háaleitisbraut 23. Starfsfólki deildar 12-A á Landspítalan- um er þökkuð sérstök alúð og umhyggja. Þórður Oddsson, Ámundi Ámundason, Herdfs Jónsdóttir, Óli H. Þórðarson, Þuríður Steingrímsdóttir, Oddur Þórðarson, Guðrún Jónsdóttir, Jón Þórðarson, Guðríður Theódórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HALLVARÐS VALGEIRSSONAR, Hrauntungu 85, Kópavogi. Ásta Baldvinsdóttir, Valgeir Hailvarðsson, Aðalbjörg Kristinsdóttir, Eva Hallvarðsdóttir, Ásgeir Valdimarsson, Herdis Hallvarðsdóttir, Gísli Helgason, Tryggvi Hallvarðsson, Guðný O. Arndal, Rannveig Hallvarðsdóttir. Stefán Thorarensen, Ástríður Pétursdóttir, Baldvin Thorarensen, Ásta Michaelsdóttir og barnabörn. Dagný Valgeirsdóttir, Björg Valgeirsdóttir, Björn Valgeirsson, Stefanía Stefánsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.