Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 30
30 M9?GUN3LAÐIÐ FIMMIUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991 22. þing Alþýðusambands Norðurlands: Nýr formaður tek- ur við og skrifstofu- hald verður lagt af ÞÓRA Hjaltadóttir, sem verið hefurformaður Alþýðusambands Norður- lands, AN, síðustu 10 ár mun láta af embætti á 22. þingi sambandsins sem hefst á morgun, föstudag. Horft er til þess að Kári Arnór Kára- son formaður Verkalýðsfélags Húsavikur taki við formennskunni. Þing- ið er haldið í orlofsbyggðinni á Illugastöðum i Fnjóskadal og stendur það fram á laugardag. Undirbúningsfundur vegna stofn- unar eins lífeyrissjóðs allra launa- manna á Norðurlandi, innan raða Alþýðusambands íslands, verður haldinn áður en þingið verður sett. Á síðasta þingi AN var samþykkt að vinna að stofnun slíks lífeyrissjóðs og hefur verið unnið að framgangi þess síðan, en verkalýðsfélögin á svæðinu hafa gefið jákvæð svör um þátttöku vegna stofnunar eins lífeyr- issjóðs fyrir norðlenskt Iaunafólk. Þing Alþýðusambands Norður- lands verður sett kl. 17 á rnorgun, föstudag. Gestur þingsins, Ásmund- ur Stefánsson, forseti Alþýðusam- bands íslands, flytur þar framsögu, en að henni lokinni verður fyrri umræða um kjara- og atvinnumál, sem og einnig um íjárhags- og skipu- lagsmál. Fyrir þinginu liggur tillaga frá miðstjórn sambandsins, sem sam- þykkt var í stjórn þess í vor, um að leggja niður skrifstofuhald á vegum AN, en skrifstofa þess hefur verið á Akureyri. Þóra Hjaltadóttir sagði að Alþýðusamband Norðurlands yrði eftir sem áður til sem vettvangur launafólks á svæðinu, þó að sam- þykkt verði að leggja skrifstofu þess niður. Til þess gæti alltaf komið að semja þurfi á vegum þess líkt og gert var árið 1988, en hvað t.d. út- gáfustarfsemi varðar væri hægt að semja við aðila um að taka slík verk- efni að sér. Eftir sem áður hvíldi sú skylda á formanni að halda utan um starfsemi sambandsins. Fulltrúar á þinginu eru um eitt hundrað frá 22 verkalýðsfélögum á Norðurlandi, frá Hvammstanga til Þórshafnar. Þeir munu kjósa nýjan formann sambandsins á þinginu, en Þóra Hjaltadóttir lætur af for- mennsku eftir 10 ára starf. Mjög er til þess horft, að sögn Þóru, að næsti formaður AN verði kjörinn Kári Ar- nór Kárason formaður Verkalýðsfé- lag Húsavíkur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gönguferð í góðu veðri Þau Inga Sólnes og Kristinn Vilhjálmsson bregða sér gjarnan í göngu- ferð um götuna sína, Aðalstræti á Akureyri. Auk þess að njóta hreyf- ingar í góðri gönguferð er ekki amalegt að fylgjast með haustlitun- um sem trén í görðum íbúanna eru óðum að taka á sig. KRISTNESSPÍT ALI Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Deildarstjóri óskast á hjúkrunardeild Krist- nesspítala. Hjúkrunardeildin er 24 rúma deild með blandaða sjúklinga. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á endurhæfingadeild spítalans. Endurhæfingadeildin er með vaxandi starfsemi. Húsnæði og barnagæsla á staðnum. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 31100. Kristnesspítali. Ujalteyri við Eyjafjörð, þar sem Fiskeldi Eyjafjarðar er með starfsemi. Morgunbiaðið/Runar Þor Fiskeldi Eyjafjarðar: Fimm þús. lúðuseiði framleidd á þessu árí Fyrstu seiðin til matfiskeldis væntanlega framleidd á næsta ári HJÁ FISKELDI Eyjafjarðar á Hjalteyri voru framleidd um 5.000 lúðuseiði í ár, en þau voru tvö í fyrra. Island er þar með annað stærsta framleiðsluland lúðuseiða í heiminum á eftir Norðmönn- um, en alls eru rannsóknir á lúðueldi stundaðar í fimm löndum. Seiðin verða flutt í tilraunastöð Hafrannsóknastofnunar við Grindavík í næsta mánuði þar sem fram fara vaxtar- og fóðurrann- sóknir, en stefnt er að því að þau seiði sem framleidd verða á næsta ári verði hin fyrstu sem fari í matfiskeldi hér á landi. Klak- fiskastofn Fiskeldis Eyjafjarðar er á bilinu 30 til 50 lúður. Ólafur Halldórsson fram- reynslu og annarra, en gott sam- kvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarð- ar sagði að menn væru nokkuð ánægðir með árangurinn, en nú er komið í ljós að um 5.000 lúðu- seiði hafi lifað af úr klakinu í vor. Á tímabili leit út fyrir að þau yrðu fleiri, en afföll urðu meiri á síðari stigum en búist var við. Á síðasta ári voru fyrstu lúðuseiðin fram- leidd í kerum hér á landi, en þá lifðu tvö seiði. Norðmenn eru lengst komnir í framleiðslu lúðuseiða í heiminum, en þar í landi voru fyrstu seiðin framleidd í kerum árið 1985. í ár band væri haft við erlenda aðila sem eldi þetta stunda og reynsla þeirra nýtt eins og kostur er hér á landi. „Við vonum að með bættri að- stöðu og meiri reynslu takist okk- ur að framleiða umtalsverðan fjölda seiða á næsta ári, en það yrðu fyrstu lúðuseiðin sem færu í matfiskeldi hér á landi,“ sagði Ólafur. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvar matfiskeldið mun í framtíðinni verða, en að sögn Ólafs er verið að skoða Haustþing BKNE: Hlutverk kennarans í brennideplinum HAUSTÞING Bandalags kennara á Norðurlandi eystra og fræðsluskrif- stofunnar hefst í Stórutjarnaskóla í dag, fimmtudag. Yfirskrift þings- ins að þessu sinni er umsjón, kennsla, uppeldi - hlutverk kennarans. munu Norðmenn þúa til rúmlega 100 þúsund seiði. í Skotlandi hófst lúðueldi árið 1986, en framleiðslan í ár er um 1.000 seiði, þannig að þar hefur gengið nokkuð hægar en hér á landi. Tilraunir á lúðueldi eru einnig stundaðar í Kanada og Færeyjum, en enn sem komið er hefur ekki tekist að búa til lúðu- seiði í kerum í þeim löndum. Þau seiði sem nú lifa verða flutt í tilraunastöð Hafrannsóknastofn- unar á Stað við Grindavík í októ- ber. Þar munu fara fram vaxtar- og fóðurrannsóknir, en auk Fisk- eldis. Eyjafjarðar taka Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins og Ha- frannsóknastofnun þátt í þeim rannsóknum. Ólafur sagði að framundan væru endurbætur á stöðinni á Hjalteyri, með tilliti til eigin Þingið verður sett kl. 10, en skömmu síðar flytur dr. Kristján Kristjánsson erindi um hugmyndir um kennaranám við Háskólann á Akureyri. Þá verða fluttir fyrirlestrar um aðalefni fundarins, Haraldur Finnsson, skólastjóri, talar um um- sjónarhlutverk kennarans og ræðir Gunnar Finnbogason, lektor, um fræðarahlutverk og Ragnhildur hvernig hagkvæmast verði að standa að því. Síðar í haust er að vænta ákvörðunar um hvort af sam- starfsverkefni Fiskeldis Eyfja- fjarðar, Hafrannsóknastofnunar hér á landi, Hafrannsóknastofnun- ar í Bergen og Háskólans í Gauta- borg yrði, en þar er um að ræða rannsóknir á klakfiski, fyrst og fremst lúðu, en einnig hlýra. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði unnið í eldisstöð á Dalvík, þar sem Ölunn hf. var áður til húsa. Ólafur sagði að viðbrögð við verkefninu væru góð og reiknaði hann fast- lega með að af því yrði. Fiskeldi Eyjafjarðar var stofnað árið 1987 og hefur tíminn frá upphafi einkum verið notaður til rannsóknar- og þróunarstarfa. Reksturinn hefur verið fjármagn- aður með hlutafé og rannsóknar- styrkjum. Bjarnadóttir, lektor, um uppeidis- hlutverk hans. Kajaramálaumræða hefst síðdegis sem og aðalfundur BKNE. Á morgun, föstudag, verður sýn- ing frá Minjasafni Akureyrar. Jón Jónasson kynnir áhersluverkefni kennsludeildar fræðsluskrifstofunn- ar og þá fjalla þau Janus Guðlaugs- son, námsstjóri, Jóhanna Karlsdóttir, grunnskólakennari, og Kári Jónsson, íþróttakennari, um tengsl þroska- þátta barnsins. Umflöllun um þroskaþáttinn verð- ur framhaldið eftir hádegi. Guðrún H. Guðmundsdóttir fjallar um tungu- málakennslu, Tryggvi Jakobsson um samfélagsfræði, Olafur Oddsson sér um efnið; að vera unglingur, um umhverfisfræðslu sér Þorvaldur Orn Árnason og Manfreð Lemke um handmennt. m sölu nýtt, ónotað 11 feta billiardborð með öllum fylgihlutum. Upplýsingar í síma 96-27674 eftir kl. 21.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.