Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR -26,- SEPTEMBER T9&1
*
Ast er...
c
5-Z9
... að hughreysta hvort
annað við slæmar fréttir.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all nghts reserved
® 1991 Los Angeles Times Syndicate
Þú verður að hætta að borða
majonesið, það er alveg
klárt...
Mér þykir hugmyndin að
við búum sjálf til okkar
rauðvín, orka tvímælis ...
HÖGNI HREKKVÍSI
„ HANN AP <3'a A€> þESSCMt LÆÐUAt
sew Þúsa«se>iR Apaivnpu líta vie>. "
Þú ert bara
einu sinni busi
Busar í kaffi
og kökum
Vegna blaðaskrifa undanfarna
daga og sérstaklega greinar Morg-
unblaðsins 22. september „Busar í
kaffi og kökum“ langar mig til að
koma minni skoðun á framfæri.
Eg er busi og var vígð inn í MH
(Menntaskólinn við Hamrahlíð) 18.
september síðastliðinn á hressilegan
hátt. Ég mætti um morguninn kl.
8 og á mig var stimplað „busi“ og
„varúð“. Eg sá eldri nemendur
klædda sem lækna í hvítum lækna-
búningum með grímur, hanska og
meðfylgjandi. Við vorum meðhöndl-
uð sem eitraður úrgangur og feng-
um þannig merki á okkur.
Búið var að skreyta skólann og
leggja mikla vinnu í þetta til að
gera þennan dag okkar nýnema
sem eftirminnilegastan. Búið var
að gera göng sem við áttum að
skríða í gegnum og á enda þeirra
var sturtuklefi sem fylltur hafði
verið með leikhúsreyk sem við
gengum örstutta stund í gegnum.
Allt þetta var bara til gamans gert
og ég sem busi minnist þessa ein-
göngu sem ánægjulegrar uppá-
komu í skólastarfinu.
Vorum við síðan tekin fyrir og
látin gera ýmsa hluti svo sem pússa
skó og þvo bíla eldri nema og fleiri
saklausa hluti sem varla geta talist
skaðlegir.
Endaði þessi fjörlega uþpákoma
með því að eldri nemar tóku okkur
upp í Öskjuhlíð, héldu stutta ræðu
yfir okkur, helltu svo passlega
ógeðslegu sulli yfir okkur og buðu
okkur svo innilega velkomin í skól-
ann með handabandi á eftir. Flestir
voru sammála um að ég hefði lent
einna verst í gusunni.
Allt þetta er svo blásið upp í fjöl-
miðlum og þessu lýst sem einhveij-
um hræðilegum hlut. í greininni
„Busar í kaffi og kökum" er notað
orðið „ofbeldi“.
Þó að ég hafi verið tekin vel fyr-
ir um daginn var hvorki ég, vinir
mínir né nokkur annar sem ég hef
heyrt um, beittur líkamlegu of-
beldi. Ég hef allavega ekki orðið
fyrir neinu tjóni hvorki andlegu né
líkamlegu við að vera einu sinni á
ævi minni dregin smáspotta í bandi
og látin jarma. Mér finnst það bara
skondið. Eða látin skrifa hagfræði-
glósur fyrir eldri nema (sem ég
lærði reyndar heilmikið af).
Það hljóta að vera gersamlega
húmorslausar manneskjur sem ekki
geta tekið þátt í uppákomum sem
þessari, þú ert jú bara einu sinni
busi!
Mín skoðun er sú að ef þú ert
heilbrigður unglingur með smá
kímnigáfu eins og allflestir eru, þá
er ekkert stórmál og bara þrælgam-
an að upplifa busunina í MH.
Ef þú hinsvegar ert það ekki
getur þú einfaldlega farið í Versló
og þegið þitt kaffi og þínar kökur!
Busi úr Menntaskólanum
við Hamrahlið.
ferðir Guðbrands eða hefur ein-
hveija hugmynd um hvar hann
væri niðurkominn, er sá hinn sami
beðinn um að hafa samband í síma
20099.
Eru hitalagnirnar sam-
þykktar af borginni?
Þegar ég heyrði við tal á Bylgj-
unni morguninn 19. september við
fulltrúa Framsóknarflokksins í
borgastjórn, um erfiða fjárhags-
stöðu og breyttar framkvæmda-
áætlanir Hitaveitu Reykjavíkur,
kom upp í huga mínum spurriing,
sem mig langar að fá svar eða svör
við: Er það á vegum og/eða með
samþykki hitaveitustjóra, borgar-
verkfræðings eða gatnamálastjóra
— þeirra sem sjá um verklegar
framkvæmdir í borginni — að
„verktakar" sem eru að endurnýja
steinhellur á gangbrautum í eldri
borgarhverfum, geti og megi bjóða
húseigendum, ódýra hitalögn undir
nýju hellurnar og mæla með slíkri
fjárfestingu, hvort sem hitakerfi í
þessum gömlu húsum geti veitt
það, sem ætlast er til, eða ekki?
Oft er beitt umtalsverðum þrýst-
ingi til að fá húseigendur — oft
eldra fólk — til að fallast á þessar
framkvæmdir. Iðulega er sagt að
fólk megi ekki skerast úr leik með
öðrum. (Á ensku nefnt „compulsive
dealings".)
Já, og veit skattstjóri af þessum
aukatekjum „verktakans"?
G.S.
Guðbrandur
er týndur
Kötturinn Guðbrandur, kallaður
Gussi, hvarf að heiman laugardags-
kvöldið 21. september. Guðbrandur
er rauður og gulbröndóttur, mjög
gæfur og heimakær, eins árs að
aldri. Hann er með blaá hálsól með
merkispjaldi og einnig eyrnamerkt-
ur RIH094.
Guðbrandur á heima á Fossagötu
15 í Litla Skeijafirði. Fólk þar í
grend er vinsamlegast beðið að
gæta að bílskúrum og geymslum
ef Guðbrandur skyldi hafa lokast
þar inni.
Ef einhver hefur orðið var við
Víkveqi skrifar
Snemma á þessu ári tóku Kredit-
kort hf. upp á þeirri nýbreytni
í starfsemi sinni að korthafar geta
jafnað greiðslum á kortaúttekt sinni
í allt að þijá mánuði tvisvar á ári.
í frétt Morgunblaðsins í byijun apríl
af greiðsludreifingu Kreditkorta
kom fram að svipuð þjónusta væri
á döflnni hjá Visa-íslandi. Einar S.
Einarsson, forstjóri Visa-ísland,
sagði að greiðslujöfnun hefði að
vissu leyti verið fyrir hendi hjá fyrir-
tækinu. Korthafar hafi getað snúið
sér til síns banka eða sparisjóðs og
beðið um greiðsludreifingu sem hafi
yfirleitt verið auðsótt mál. Það hafi
verið í höndum hvers banka eða
sparisjóðs að veita slíka fyrirgre-
iðslu. „Ég reikna með að nú verði
staðið skipulegar að þessu í fram-
haldi af útspili Kreditkoita. Ég
reikna með að við bjóðum upp á eitt-
hvað áþekka skilmála og jafnvel
rýmri,“ sagði Einar.
xxx
óðkunnungi Víkveija, Visakort-
hafi, sá þessa frétt á sínum
tíma. Eins og hjá fleirum fara vöru-
kaup hans út á kottið stundum úr
böndunum og hugsaði hann með sér
að þessi þjónusta sem Visaforstjór-
inn boðaði gæti komið sér vel. Hann
hugsaði ekki meira um þetta fyrr
en nokkrum mánuðum síðar að í
óefni var komið með kortið. Þá fór
hann í bankann sinn og spurði hvort
hann gæti frestað greiðslu á hluta
mánaðarúttektarinnar. Honum var
afskaplega vel tekið og eftir að
kunninginn hafði verið spurður að
því hvernig hann gæti greitt skuld-
ina varð að samkomulagi að það
gerði hann á tveimur næstu mánð-
um. Fékk hann miða frá afgreiðslu-
stúlkunni þar sem greiðsludagar og
upphæðir voru skrifaðar. A ein-
hveiju stigi samtalsins kom það fram
að til greina kæmi að fara til útibús-
stjórans og fá lán fyrir úttektinni.
Kunninginn var skuldlaus við bank-
ann og sagði að það gengi vafalaust
vafningalaust fyrir sig en hann væri
ósköp feginn að geta afgreitt málið
á einfaldari háttinn og varð það nið-
urstaðan.
XXX
egir nú ekki af þessum manni
fyrr en líður á mánuðinn. Hafði
hann notað kortið athugasemdalaust
frá því samkomulagið góða var gert
í bankanum en við helgarinnkaup í
lok mánaðarins var kunninginn gó-
maður við afgreiðslukassa í stór-
markaði, ekki fékkst heimild fyrir
notkun kortsins. Maðurinn taldi að
þetta væru mistök. Elskuleg og þol-
inmóð afgreiðslustúlka hringdi í
kortafyrirtækið til að athuga með
það en var rekin til baka. Kunningj-
anum var einnig boðið að hringja til
að fá mistökin leiðrétt en fékk sömu
svör, úttekt á þetta kort væru ein-
faldlega í vanskilum. Maðurinn var
í þröngri stöðu, í biðröð með yfir-
fulla innkaupakörfu við kassa í stór-
markaði síðdegis á föstudegi, og
brúnin farin að þyngjast á þeim sem
fyrir aftan hann voru, svo hann
ákvað að gefa eftir og leysa málið
öðruvísi í bili og kanna málið í róleg-
heitum eftir helgina. Við þá athugun
kom í ljós að Visa býður enn enga
greiðsludreifingu. Bankinn leit á
samtalið, sem kunningi Víkveija
hélt að væri samkomulag um
greiðsludreifmgu, sem áætlun um
uppgjör á vanskilaskuld. Einnig
hafði gleymst að taka fram að erfitt
gæti reynst að nota kortið.
xxx
Af þessu tilefnþ mætti spyija
hvernig Visa-íslandi gengur
að koma á greiðslujöfnun með
áþekkum eða jafnvel rýmri skilmál-
um en Kreditkort.