Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991 Húsfyllir á sýningum Light Nights í Boston: Höfum sannað að við erum góð landkynning Leikhópur Light Nights um borð í Víkingaskipinu Gaiu í höfninni í Boston. Á myndinni eru Kristín G. Magnús, Arni Blandon, Ólafur Haukur Olafsson, Hjálmur Sigurðsson og Magnús Snorri Halldórsson tæknimaður. - segir Kristín G. Magnús leikkona „Sýningunum var tekið mjög vel,“ sagði Kristín G. Magnús, aðalleikkona, leikstjóri, höf- undur og sviðshönnuður Light Nights, eftir að hafa sett upp fjórar sýningar í Boston 14. og 15. september. Húsfyllir var á öllum sýningunum og komust færri að en vildu. Sýningar Light Nights voru hluti af há- tíð, sem haldin var í Boston í tilefni af komu vikingaskipanna Gaia, Oseberg og Saga Siglar hingað til borgarinnar. Þar komu fram bæði norskir og ís- lenskir lista- og íþróttamenn. Auk Light Nights var sýnd glíma og flutt tónlist, svo eitt- hvað sé nefnt. Fréttaritari Morgunblaðsins tók Kristínu G. Magnús tali í tilefni af sýn- ingum Light Nights í Banda- ríkjunum. „Sýningin, sem við erum með hér í Boston, var gerð sérstaklega fyrir þessa ferð,“ sagði Kristín. „Hún er aðallega um víkinga og landnámið. í upphafi er aðeins fjallað um ís- land nútímans til þess að sýna and- stæðumar. Þá var atriði, sem ætlað er að sýna fram á að ísland hefur tvær hliðar. Það atriði er um §kaft- árelda fyrir tvö hundruð árum til þess að sýna að ísland stendur undir nafpgiftinni land íss og elda. Einnig er heilt atriði um Leif heppna, sem ekki er í sýningunni annars. Ámi Blandon, meðleikari minn, tók það atriði saman og seg- ir frá því. Þar er fjallað um fund Vínlands. Þá fer ég alla leið aftur til fyrsta mannsins, sem talið er að hafi komið nærri ströndum íslands. Það var Grikkinn Pýþías og hann nefndi landið Thule, en steig aldrei á land. Einnig minnist ég á írsku munkana, sem _því miður er ekki vitað nóg um. Eg fjalla um Ingólf Amarson og þá sem komu á undan honum, eins og Hrafna-Flóka. Síð- an er fjallað um byggingarlist á landnámsöld og næst koma þjóð- sögumar, þar er ég með Sæmund fróða og einnig söguna Móðir mín í kví, kví, sem er sennilega elsta þjóðsagan, sem við eigum. Ætli hún gerist ekki fyrir kristnitökuna árið þúsund því að þar er borið út bam. Svo tökum við brot úr Egils sögu þar sem Egill er í Jórvík hjá Aðal- steini konungi. Við vorum með glímuatriði þar sem menn úr Glímu- sambandi íslands sýndu. Þeir glímdu auðvitað að hætti víkinga. Þá reyndum við að skyggnast inn í hugsunarhátt víkinganna og fjöll- uðum um íslendingasögurnar. Son- ur minn, Magnús Snorri Halldórs- son, tók þann þátt saman. Hann hefur góða þekkingu á íslendinga- sögunum og hefði ég aldrei getað gert þetta jafnvel og hann. Síðan endum við á fimmundarsöng. í sýn- ingunni héma í Boston sýndum við um 200 skyggnur. Þar sést íslenskt landslag þannig að fólk getur áttað sig á því í hvernig umhverfi víking- arnir vom á íslandi.“ Meðleikari Kristínar í sýningunni í Boston var Ámi Blandon, sem hafði safnað miklu alskeggi til að vera trúverðugri í hlutverkinu. Hans fyrsta verk var að raka af sér skeggið eftir að sýningum helg- arinnar lauk-. Einnig komu fram Ólafur Haukur Ólafsson, glímu- kóngur Islands, og Hjálmur Sig- urðsson. Auk þess að koma fram í sýningunni sýndu þeir glímu á vík- ingahátíðinni. Magnús S. Halldórs- §on, sonur Kristínar, stjómaði tækniatriðum í sýningunni og setti upp tæknibúnað. Hann er við nám í Boston. Kristín sagði að ógemingur hefði verið að setja sýninguna upp hér án hans aðstoðar. „Þessi sýning núna væri til dæmis ekki fram- kvæmanleg nema vegna þess að Magnús, sonur minn, sem sér um allar tæknihliðar, býr hér úti. Það þarf sérstakan tæknimann til að sjá um það, sem ég kalla fjölmynda- tækni, að sameina hljóð og mynd. Þekkt fyrirtæki í London'býr til þann hluta sýningarinnar. Þar er maður, sem sér ekki um annað en að gera svona. Hljóðið er tekið upp í hljóðveri heima. í London sér svo John nokkur Pulver um að sameina hljóð og mynd. Hann var aðalmað- urinn í því að taka upp hljóð fyrir hljómsveitina Pink Floyd. Þáttur þessarar tækni, að setja myndir og tal inn í sýninguna hefur stöðugt verið að aukast og þarf ég þá ekki að vera sögumaður allan tímann. Þessi tækni myndar bæði brú milli atriða og er stundum notuð til þess að fylla upp í atriðin, þannig að það er vandað til sýningarinnar á marg- an hátt.“ „Núna fengum við styrk frá ut-' anríkisráðuneytinu. Nefnd ákvað að úthluta okkur styrk til þess að fara út með hluta af sýningunni. Og svo hafa Norðmenn, sem búsett- ir eru hér í Boston, aldeilis verið betri en engir. Hér var sett upp nefnd til að sjá um þessa dagskrá og í henni eru einnig íslendingar, sem hafa staðið sig mjög vel. Ber þar fyrst að telja Karl Proppé lækni og Sigurð Helgason, stærðfræði- prófessor við Massachussetts Instit- ute of Technology. Sigurður átti hugmyndina að því að við kæmum og það var samþykkt af nefndinni hér í Boston og þar með var skrið- unni hrundið af stað.“ Kristín kvað ýmsa á íslandi hafa gagnrýnt þátttöku Light Nights í þessari hátíð á þeirri forsendu að Norðmenn væru að reyna að eigna sér fund Vínlands. „Ég vil bara taka það fram að íslendingum hef- ur verið sýndur fullur sómi hér og ég hef aldrei skilið hvers vegna þessi gagnrýni hefur komið fram,“ sagði Kristín. Eitthvað við allra hæfi Kristín segir að viðbrögð við sýn- ingunni séu mjög fjölbreytileg. „Ég kem svo víða við að það er alltaf eitthvað við allra hæfi. Ég fæ mik- ið af bréfum eftir sýningar. Ein kona skrifaði mér eftir sýningamar heima í sumar að hún hefði haft mest gaman af hádramatískum atr- iðum eins og Móðir mín í kví, kví, Djáknanum í Myrká og Ég bið að heilsa. Annar, breski sendiherrann, sem kom fjórum sinnum, sagðist hafa sótt sýninguna sérstaklega af því að þar væri svo skemmtilegur húmor á milli atriða. Honum fannst hápunkturinn hvernig ég kynnti atriðin. Þarna eru tvær andstæður. Svo eru aðrir, sem hafa meira gam- an af þjóðsögum en íslendingasög- um eða öfugt. Sýningargestir á íslandi koma alls staðar að, jafnvel frá Japan og Kína. Þetta fólk nær því, sem ég er að reyna að segja, hugsunar- hætti manna á landnámsöld, á söguöld. Það er ef til vill erfítt að ná til fólks, sem býr við menningu gerólíka okkar. Afríkubúar með túrban og í síðum fötum eru lengur að átta sig á því hvað við erum að fara því að dans er mikilvægari hluti af þeirra hugsunarhætti. En venjulegir ferðamenn ná þessu al- veg og það er skemmtilegt að sum- ir koma jafnvel aftur, þótt þeir staldri stutt við á íslandi. Fólkið sem kom á sýningamar núna hafði flest einhver tengsl við landið, vissi hvað var á seyði. Hins vegar var fólk innan um sem ekki vissi neitt áður en það steig í sal- inn,“ sagði Kristín. Kristín sagði að sumir íslending- ar töluðu ekki alltaf um sýningar Light Nights af sanngimi. „En það er alltaf sama viðkvæðið hjá íslend- ingum þegar þeir loks koma að sjá okkur: „Ég vissi ekki að þetta væri svona gott hjá ykkur.“ Það er mun- ur á því að skemmta íslendingum og öðrum þjóðum, þeir eru meira alvömgefnir og vilja ekki láta til- fínningar í ljós,“ sagði Kristín. „En það em engar tvær sýningar eins. Það að koma fram er eins og að stinga sér til sunds. Ég veit ekki hvort vatnið er heitt eða kalt. Ég veit bara að það er vatn.“ Light Nights hófst árið 1970. „Við ætluðum að prófa þetta eitt sumar og sýndum í Glaumbæ, sem þá var. Það hús var innréttað af Breta þannig að inni var einsog í bresku leikhúsi, eins konar Shake- speare-leikhúsi, ákaflega skemmti- leg innrétting," sagði Kristín. Hún hefur reynslu af því að leika á fjölum breskra leikhúsa. „Þar byrjaði ég þótt mín fyrstu skref á leiksviði hafí verið í Þjóðleikhúsinu þegar ég var unglingur,“ sagði Kristín. „Það var í íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness. Ég var nú aðeins með smáhlutverk, mín eina lína var „Eldur, eldur í Kaupmanna- höfn!“ og ég átti að æða yfir sviðið ásamt fleimm. Ég var í ballett og vildi hafa þetta tilþrifamikið svo að ég tók undir mig stökk. Á miðju sviði stóð Haraldur Björnsson og það munaði minnstu að hann færi um koll. Þetta vom mín fyrstu spor á leiksviði." Frá Reykjavík var förinni haldið til London. Þar fór Kristín í Royal Academy of Dramatic Arts, vann til Gerald Lawrence Shakespeare- styrksins og lék því næst á sviði og í sjónvarpi. Árið 1963 kom Kristín heim, kenndi bæði í Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélagi Reykjavikur, lék með leikfélaginu Grímu og í einum átta leikritum í Þjóðleikhúsinu. Langaði til að gera eitthvað sjálf „En alltaf langaði mig til að gera eitthvað sjálf, vera með eigið leik- hús,“ sagði Kristín. „Við byrjuðum með Ferðaleikhúsið árið 1965 og fómm hringinn í kringum landið. Við ferðuðumst í fjömtíu nætur og fjömtíu daga og það er sú alerfið- asta ferð, sem ég hef farið á ævinni. Við töpuðum svo miklum peningum á þessu að við urðum að hætta. Þá kom Sigurbjöm í Glaumbæ og hann bauð okkur að vera í þessu fallega húsi og sýna þar án endurgjalds. Þetta var árið 1968. Við byijuðum á 30 manna barnaleikriti, sem hét Týndi konungssonurinn. Sumarið 1970 hófst síðan Light Nights og hét þá Kvöldvaka, en var á ensku og stóðu nokkuð margir að því að þýða fyrir mig. En sú sýning var gerólík þeirri sýningu, sem við emm með í dag. Þetta er 25. útgáfan af Morgunblaðið/Guðlaugur Sigurgeirsson Kristín S. Magnús í hlutverki sögumanns greinir áheyrendum frá afrekum Sæmundar fróða í baðstofu. Til hægri er Árni Blandon, grímuklæddur í hlutverki Kölska, en á vinstri hönd sitja glímukapparnir Ólafur Ilaukur Ólafsson og Iljálmur Sigurðsson og hlýða bergnumdir á frásögnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.