Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991 35 Landbúnaðarstefna Sambands ungra sjálfstæðismanna eftir Þórð Pálsson Ríkissjóður Davíðs Oddssonar sýnir að henni er alvara í því að snúa við þeirri óheillaþróun, sem sívaxandi ríkisafskipti eru. Sú at- vinnugi-ein, sem ríkið hefur einna verst leikið með afskiptum sínum, er landbúnaðurinn. Það kemur ekki einvörðungu fram í háu vöruverði og þungri skattbyrði landsmanna allra, heldur líka og ekki síður því að bændur sjálfir hafa verið sviptir öllu sjálfstæði og athafnafrelsi við framleiðslu sína. Á þingi Sambands ungra sjálf- stæðismanna 16.-18. ágúst síðastl- iðinn var víðtæk samstaða um rót- tækar breytingar á núverandi haftakerfi í landbúnaði. Ályktunin sem samþykkt var hefst svo: „Land- búnaður á íslandi hefur verið heftur í fjötra ríkisafskipta um langan tíma. Því telja ungir sjálfstæðis- menn að nú gefist einstakt tæki- færi til að snúa af þeirri óheilla- braut með tilkomu viðreisnarstjóm- ar. Á sama máta og á sjöunda ára- tugnuirij þegar viðreisnarstjórnin opnaði Island fyrir viðskiptum nú- tímans, er það m.a. hlutverk við- reisnarstjórnar tíunda áratugarins að skipta um gír í íslenskum land- búnaði.“ Síðan er lögð áhersla á að búvömsamningstímabilið sé að- lögunartími sem nota þurfi til breyt- inga. Tímann á að nota til að gefa þeim bændum, sem það vilja, kost á að hætta búskap áður en leikregl- ur markaðsbúskapar verða ríkjandi. Þetta má meðal annars gera með því að kaupa fullvirðisrétt af þeim. Krafist er að afurðastöðvarnar verði ábyrgar fyrir framleiðslu sinni. Allt framleiðsluferlið frá bónda til neyt- anda verður að endurskoða með til- liti til þess að afnema hvers konar einokun og auka fijálsræði. T.d. þarf að afnema einokun Osta- og smjörsölunnar og mjólkursamlaga og gefa verður útflutning á lamba- kjöti fijálsan. Þegar núverandi búvörusamn- ingur rennur út eiga að hafa mynd- ast heilbrigð starfsskilyrði í íslensk- um landbúnaði sem gera honum kleift að starfa á sömu forsendum og aðrar atvinnugreinar. Þá vilja ungir sjálfstæðismenn að kvóta- kerfi verði lagt niður í landbúnaði. Til að landbúnaðurinn geti orðið eðlileg atvinnugrein verður að hætta skattalegri mismunun bú- greina sem og því að nota landbún- að til að halda uppi byggðastefnu. Ungir sjálfstæðismenn telja einn- ig að selja eigi ríkisjarðir. Það er ágætis tekjuöflun fyrir ríkissjóð og nauðsynlegt skref í nýrri sókn gegn gróðureyðingu. í umhverfísmála- ályktun þingsins segir jafnframt að banna beri lausagöngu búfjár. Ungir sjálfstæðismenn vilja taka hlunnindagjald af landbúnaði á sama hátt og þeir vilja taka það af sjávarútvegi. Hlunnindagjald er þjónustugjald, sem atvinnugrein ber að greiða til að standa stram af þeirri þjónustu sem hún nýtur, en er ekki auðlindaskattur. í lok ályktunarinnar segir: „Hér er ekki um tæmandi upptalningu. á verkefnum að ræða, en með því að tryggja ofangreind atriði væri ekki einungis verið að skipta um land- búnaðarstefnu heldur ekki síður verið að tryggja viðreisn og viðgang íslensks landbúnaðar sem sjálf- stæðs atvinnuvegar, sem væri í stakk búinn til að takast á við þau verkefni sem bíða á tímum fijálsra viðskipta hins vestræna heims." Nú á dögum er sú skoðun almenn að landbúnaður sé fremur efnahags- legt vandamál en atvinnugrein. Landbúnaður hefur því miður gjör- samlega glatað virðingu sinni. En ríkisvaldið hefur alltaf neitað að horfast í augu við vandann. Sér- hveiju skipbroti ríkisafskiptanna í landbúnaði hefur verið mætt með auknum ríkisafskiptum. Af þeirri óheillabraut vilja ungir sjálfstæðis- menn snúa, jafnt neytendum sem framleiðendum til bóta. Nú, þegar friðvænlega horfír í heiminum, er raunverulegur skriður að komast á viðræður um fríversl- unarsamninga. Hinar nýfijálsu þjóður Austur- og Mið-Evrópu vilja að sjálfsögðu fá markaðsaðgang hjá öðrum þjóðum fyrir afurðir sín- ar og hafa sjálfar upp á stóran markað að bjóða. Þjóðum þriðja heimsins er einnig að verða ljóst að þær komast aldrei í bjargálnir fyrir ölmusufé sem Vesturlönd láta ríkisstjómum þeirra í té. Þar eru menn í æ ríkara mæli að gera sér „Þegar núverandi bú- vörusamningur rennur út eiga að hafa myndast heilbrigð starfsskilyrði í íslenskum landbúnaði sem gera honum kleift að starfa á sömu for- sendum og aðrar at- vinnugreinar.“ grein fyrir því að fijáls markaðsbú- skapur og markaðsaðgangur á Vesturlöndum er eina leiðin út úr fátækt og niðurlægingu. Hvergi í ályktuninni er minnst berum orðum á innflutning landbúnaðarvöm, en það skín þó víða í gegn að framtíð- in hljóti að bera fijálsan innflutning í skauti sér. Aftur á móti telja sum- ir æskilegt að gefa landbúnaðinum, eða einhveijum greinum hans, að- lögunartímabil áður en það geríst. Ef svo á að vera, er ekki eftir neinu að bíða. Sá tími hlýtur að vera kom- inn. Höfundur er í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Þórður Pálsson . ' * ; V é> £ * 3 VATRYGGING SEM BRÚAR BILIB Þar sem velferðarkerfinu sleppir taka Sjóvá-Almennar við og tryggja fjárhagstöðu þína ef starfsorkan skerðist af völdum slyss eða veikinda. Kynntu þér málið. W SJOVAljÍIlTALMENNAR KRINGLUNNI 5 • SÍMI 692500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.