Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBIiAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991
23
Menntamálaráðuneytið:
750. ártíðar Snorra Sturlu-
sonar minnst á hátíðardagskrá
Menntamálaráðuneytið mun gangast fyrir hátíðardagskrá í
minningu 750. ártíðar Snorra Sturlusonar sunnudaginn 29. sept-
ember. A hátíðinni fjallar Gunnar Karlsson, sagnfræðingur, um
sagnfræðinginn Snorra en Vésteinn Ólason, bókmenntafræðingur,
flytur fyrirlestur sem hann nefnir „Af sjónarhóli Snorra“. Lesið
verður úr verkum Snorra og skáld munu flytja ljóð er tengjast
honum. Hátíðin hefst kl. 15 og verður í sal 2 í Háskólabíói. Dag-
skráin er öllum frjáls. Aðgangur er ókeypis.
Dagskráin hefst með ávarpi Ól-
afs G. Einarssonar, menntamála-
ráðherra, en að því loknu munu
Silja Aðalsteinsdóttir og Þorleifur
Hauksson lesa upp úr Snorra Eddu.
Þá flytur Vilborg Dagbjartsdóttir,
skáld, ljóð en þar á eftir fer fýrir-
lestur Gunnars Karlssonar. Matt-
hías Jóhannessen, skáld, flytur ljóð
og lesið verður uppúr Heimskringlu.
Næst flytur Ingibjörg Haraldsdótt-
ir, skáld, ljóð og Vésteinn Ólason
flytur fyrirlestur sinn. Dagskránni
lýkur með því að Þorsteinn frá
Hamri flytur ljóð. Inn á milli dag-
skráratriða verður fléttað sönglög-
um í flutningi Átta fóstbræðara
undir stjórn Árna Harðarssonar.
Dagskrárflutningur er undir stjórn
Ingunnar Ásdísardóttir.
Á blaðamannafundi þar sem ráð-
stefnan var kynnt sagði Úlfar Brag-
ason, forstöðumaður Stofnunar
Sigurðar Nordal, að farið hefði ver-
ið að huga að minningarafmælinu
í menntamálaráðuneytinu snemma
á þessu ári. Hefði þá verið ákveðið
að setja á stofn nefnd er gerði tillög-
ur að því hvernig best væri að minn-
ast þess. Veitti Jónas Kristjánsson,
forstöðumaður Stofnunar Áma
Magnússonar, nefndinni forstöðu
en auk hans sætu í henni Sigmund-
ur Guðbjarnason, fynverandi há-
skólarektor, Einar Kárason, rithöf-
undur, og hann sjálfur, Úlfar Brag-
Tónlistarmót ungs fólks
Tónlistarmót ungs fólks frá höfuðborgum Norðurlandanna verð-
ur haldið í Reykjavík, dagana 26. til 29. september. Höfuðborgir
Norðurlandanna standa að þessari starfsemi og eru tónlistarnem-
endurnir nú í boði Reykjavíkurborgar.
Ein af andlitsmyndum Sigur-
jóns, Móðir mín, 1938.
Síðasta sýn-
ing-arhelgi á
andlitsmynd-
um Sigurjóns
YFIRLITSSÝNINGU á and-
litsmyndum Siguijóns 01-
afssonar sem staðið hefur í
Listasafni Siguijóns á Lau-
garnestanga lýkur helgina
28.-29. september.
Þetta er í fyrsta sinn sem
andlitsmyndum eftir Sigurjón
hafa verið gerð sérstök skil á
sýningu. Tæplega 200 andlits-
myndir liggja eftir hann og
er listi yfir þær birtur í sýn-
ingarskrá. Sýningin sem
spannar tímabilið 1927-1980
gefur gott yfirlit um þennan
veigamikla þátt í listsköpun
Siguijóns.
Sýningin verður opin kl.
14-17 laugardaginn 28. og
sunnudaginn 29. september
og er kaffistofa safnsins opin
á sama tíma. Safnið verður
síðan lokað til 21. október.
(Úr fréttatilkynningu)
Mótið er nú haldið í ellefta sinn,
en Reykjavíkurborg kom ekki inn
í starfsemina fyrr en á fjórða
starfsárinu og er þetta í áttunda
sinn sem Reykjavík er með.
Reykjavík heldur mótið nú öðru
sinni og hafa 23 ungir hljóðfæra-
leikarar frá höfuðborgum hinna
Norðurlandanna sameinast með-
limum úr Sinfóníuhljómsveit æsk-
unnar, undir stjórn Bernharðs
Wilkinsonar.
Æfð eru þijú hljómsveitarverk.
Ríma, eftir Þorkel Sigurbjörnsson,
Sálmur við klett, eftir Hafliða
Hallgrímsson og Rímnalög, eftir
Jón leifs. Auk þess verða flutt
önnur kammeiverk eftir tónskáld
frá hinum Norðurlöndunum. Tón-
leikamir verða í Langhotskirkju,
sunnudaginn 29. september,
klukkan 17.00 og er aðgangur
ókeypis.
ason. Sagði Úlfar að tvær tillagna
nefndarinnar, hátíðardagskráin og
sjónvarpsþáttur um Snorra, hefðu
náð fram að ganga en óvíst væri
um aðrar tillögur.
Af ýmsu sem bryddað hefði verið
upp á og tengdist Snorra nefndi
Úlfar sýningu í Safnhúsinu í Borg-
arnesi, kynningardagskrá um Snor-
ra í Reykholti, hátíðardagskrá í
Viðey, fimm þætti sem fluttur voru
í útvarpinu fyrr á árinu, útgáfu
Stofnunar Árna Magnússonar á frá-
sögnum úr Snorra Eddu og Stofn-
unar Sigurðar Nordal á fýrirlestrum
Snorrastefnu. Þá minntist hann út-
gáfu Máls og menningar á Heims-
kringlu sem fljótlega kemur út.
NÝ útgáfa af Heimskringlu
kemur út í haust í tilefni af 750
ártíð Snorra Sturlusonar.
Útgáfan sem er unnin á vegum
Máls og menningar undir ritstjórn
Örnólfs Thorssonar er fyrsta út-
gáfa verksins með nútímastafsetn-
ingu.
Textinn sjálfur verður í tveimur
bindum, en þriðja bindið er skýr-
ingabindi. Þar verður ítarlegur
inngangur um Snorra Sturluson
og Heimskringlu, yfir 100 kort af
sögustöðum verksins, ættartöflur
og yfirlitsmyndir, ítarlegar skrár,
orðskýringar og margvíslegt ítar-
efni sem tengist Heimskringlu
með einum eða öðrum hætti. Frá-
gangur verður svipaður og á Sturl-
Verður sú útgáfa með nútíma staf-
setningu. Einnig sagði hann að ver-
ið væri að vinna að framkvæmdum
við Snorrastofu í Reykholti. Þar
yrði í framtíðinni aðstaða til sýn-
inga og fræðimannsíbúð.
Sigurgeir Steingrímsson, sem
unnið hefur að skipulagningu hátíð-
ardagskrárinnar/ sagði að útgáfu
Máls og Menningar á Heimskringlu
yrði komið á tölvutækt form líkt
og Sturlungu og íslendingasag-
naútgáfu Svarts á hvítu. Gerði þetta
mögulega notkun svokallaðs orð-
stöðulykils en með honum væri
hægt að fá upplýsingar um fjölda
einstakra orða í sögum, samhengi
orða o.fl.
ungu-útgáfu Svarts á hvítu frá
árinu 1988, enda að mestu leyti
sama ritstjórn að verki.
Gert er ráð fyrir að verkið komi
út í nóvember. Það er von forlags-
ins að hér verði aðgengileg al-
menningsútgáfa sem geti stuðlað
að útbreiðslu verksins og lestri um
langa framtíð.
(Úr fréttatilkynningu)
------»■■+ ♦
Leiðrétting
í frétt í Morgunblaðinu í gær var
Geir Magnússon ranglega sagður
forstjóri Olíuverslunar Islands en
hann er forstjóri Olíufélagsins hf.
Er beðist velvirðingar á þessum
mistökum.
Heimskringla með
nútímastafsetningu
HAGSTÆÐARI DOLLAR
HAGSTÆDARA VERD
Globus?
Lágmúla 5, slmi 681555
■RRRRRRR
Margar gildar ástæður
eru fyrir því að Ford Explorer
er einn vinsælasti jeppinn í dag.
Stærðin - krafturinn - þægindin
- lítil eyðsla - og ekki síst verðið,
sem nú er enn hagstæðara, gera það
að verkum að Ford Explorer
ber af öðrum jeppum.
Ford Explorer |
til afgreiðslu strax 1
____:_________________________ i