Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991 flutt til landsins með erlendu skipi þar sem var „ódýr“ áhöfn um borð? Hrein „forneskja" Einars hvað varðar Sjómannafélagið er í sjálfu sér ekki svaraverð frekar en „óbil- girnin“. Bæði þessi orð rúmast inn- an þeirra eigin raða, því ekki er langt liðið síðan kaupmenn lýstu því yfir að ef semdist við íslensku kaupskipaútgerðirnar um svo kall- aðar „safnsendingar" væri hægt að lækka vöruverð í verslunum um 20%. Kaupmenn náðu sínu máli ekki fram og var m.a. sú skýring gefin af hálfu skipafélaganna að kerfið í landi leyfði ekki slíkar send- ingar, þ.e. vöruafgreiðslan og skrif- stofan yrði að fá sitt. Ekki er langt síðan Sjómannafé- lagið var samstíga kaupskipaút- gerðum, þá bandarískt skip var í reglubundnum siglingum að og frá landinu með vörur fyrir varnarliðið, að slíka flutninga ættu íslenskar útgerðir að sjá um. T-lína, danskt útgerðarfélag í samstarfi við nokkra íslendingar ætlaði að taka upp reglubundnar siglingar að og frá landinu, þá mátti heyra frá ein- stökum íslenskum kaupskipaút- gerðum: hvað ætlar Sjómannafé- lagið að gera? Að lokum Verulegar breytingar hafa átt sér stað á íslenska kaupskipaflotanum á undanförnum árum hvað varðar fjölda í áhöfn ekki bara í röðum yfirmanna, heldur einnig hvað há- seta og starfsmenn í vél varðar. Samsetning íslenska kaupskipa- stólsins hefur breyst þannig að skip- um hefur fækkkað en þau hafa stækkað. Vinnuálag háseta eins og annarra áhafnarmanna hefur auk- ist og álag á hásetum e_r ekki bara við komu og brottför. í síauknum mæli sjá hásetar alfarið um losun og lestun í höfnum, það hafa þeir gert við strendur íslands um langan tíma en í síauknum mæli erlendis. Við öll störf í landi er leitast við að létta vinnuálagið og skiptir þá ekki máli hverju er til kostað. Til sjós er Iausnin ein að fækka fólki og auka vinnualagið. Sú ætlan að slíkt gerist sem sjálfsagður hlutur er óbilgirni og sá sem veit ekki betur en að álag á vinnu háseta sé mest við komu og brottför þess er „fomeskjulegur" maður í hálfs- dagsstarfi hjá SÍK, hann ætti að fara til sjós og þá „kannski" gæti hann eftir á talað af þekkingu og reynslu. Ef það er allt sem þarf til bjarg- ar íslenskri kaupskipaútgerð í „beinni og óheftri" samkeppni við erlendar kaupskipaútgerðir að há- setinn fari til starfa í vél milli þess sem hann lítur upp úr verkum sínum á þilfari, þá er peningaleg hlið þessa máls ekki mikið vandamál. Enda býður mér svo í grun að það sé aðeins yfirskin. Mergur málsins er sá að það á að fá Sjómannafélagið með stéttarfélögum yfirmanna sem vilja fara „dönsku leiðina", þ.e. að öll opinber gjöld útgerðar að við- bættum sköttum og útsvari áhafnar verði endurgreidd til útgerðar kaup- skipa án tillits til stöðu hennar hvað viðkemur „beinni og óheftri" sam- keppni við erlendar útgerðir. Það er ekki Einar Hermannsson eða hans umbjóðendur sem biðja um þessa leið til að komast frá óbilgirni Sjómannafélagsins. Nei Einar bendir á yfirmannafélögin, það eru þeir, ekki hann og hans samtök, en vill þó leita allra leiða og gera um leið kröfu á hendur rík- isvaldinu. Höfundur er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og alþingismaður. werzalitr íglugga SÓLBEKKIR Þola fyrirliggjandi. vatn. kK SENDUM i PÓSTKRÖFU ftSÞ.ÞORGRÍMSSON&CO Ármúla29 • Reykjavik • simi 38640 Stjórn SR hefur verið sér mjög vel meðvitandi um þróun mála erlendis hvað kaupskip og flutninga varðar. Ekki er langt síðan allir stjórnar- menn Sjómannafélagsins ásamt Borgþóri Kjærnested sóttu fund í samgönguráðuneytinu til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi „þróun“ íslenska kaup- skipastólsins. Allra neytenda vegna Já, „óbilgirni" Sjómannafélags- ins sem felst í því að hásetar vilji ekki fara niður í vél til starfa kem- ur víða við, og Einar ber hag neyt- enda fyrir brjósti og er það vel. Nú er málið ekki svo alvont að ekki hafi komið hér erlend skip með erlendar áhafnir sem íslensku kaup- skipaútgerðimar hafa verið með á leigu til lengri eða skemmri tíma ogjafnvel í reglubundnum áætlun- arsiglingum að og frá landinu. Ekki er þar um samkeppni að ræða því íslensku kaupskipaútgerðirnar hafa falast eftir ódýrum skipum með ódýmm starfskrafti um borð og notað í hinar „ströngu“ áætlana- siglingar. Kannast einhver íslendingur við að ein vara hafí verið annarri ódýr- ari í verslun vegna þess að hún var g* hvergi heima? LEIKFELAG REYKJAVÍKUR eftir Alexander Galín Borgarieikhús Guðmundur Hallvarðsson „Yið öll störf í landi er leitast við að létta vinnuálagið og skiptir þá ekki máli hverju er til kostað. Til sjós er lausnin ein að fækka fólki og auka vinnuá- lagið.“ Þýðandi: Árni Bergmann Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Búningar: Sigríður Guðjónsdóttir Leikstjóri: María Kristjánsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Leikarar: Bessi Bjarnason, Guðrún Ásmundsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Eggert Þorleifsson, Sigríður Hagalín og Þóra Friðriksdóttir. Sýningar: Föstudaginn 27. september Laugardaginn 5. október Sunnudaginn 29. september Föstudaginn 11. október Ath. takmarkaður sýningaíjöldi. Miðasalan er opin daglega frá kl. 14-20 nema niánuduga frá kl. 13-17. Auk þéss er tekið á móti miðapöntunum í síma frá kl. 10-12 alla virka daga. Sími 680680. Atvinnuöryggi - óbilgirni „Forneskju“skrifum hálfsdagsstarfsmanns Sambands íslenskra kaupskipaútgerða svarað eftir Guðmund Hallvarðsson Einar Hermannsson, fyrir hönd Sambands íslenskra kaupskipaút- gerða (SÍK), fékk birta greinargerð í Morgunblaðinu sunnudaginn 15. september sl., hvar hann ámælir stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur m.a. með þeim hætti að stjórn fé- lagsins sitji í lokuðu og vernduðu umhverfí, sé óbilgjörn og forneskju- leg. Þá leggur hann sig mjög svo lágt að ráðast sérstaklega af óbilgirni á einn stjórnarmann SR sem nú ný- lega, eftir rúmlega 30 ára sjó- mannsferill kemur í land og tekur að sér störf á skrifstofu Sjómanna- félagsins. í 25 ár hefur hann starf- að sem háseti og bátsmaður hjá Eimskipafélagi íslands, hjá vernd- aðri útgerð sem eitthvað hefur ruglað hálfsdagsstarfsmann SÍK, Einar Hermannsson, í ríminu. Forneskja Sjómannafélagsins Það er með ólíkindum hvemig leiðandi maður íslenskrar kaup- skipaútgerðar, Einar Hermannsson, ræðst fram á ritvöllinn með tvöfald- an penna. Einar byijar grein sína á mót- mælum við aðgerðum félaga Sjó- mannafélagsins vegna komu norska flutningaskipsins m.s. „Vals“, sem vissulega er í eigu íslensku kaup- skipaútgerðarinnar Ness hf. Þegar skipið skipti um skráningarfána á sl. vetri var fækkað um einn í áhöfn skv. heildarmönnum, sem heimilað var af norsku siglingamálastofn- unni, þ.e. um einn háséta og var enginn ráðinn í hans stað. Einar telur það athyglisvert að skoða forsendur þess að norsk sigl- ingayfirvöld heimila einum færri í áhöfn en gilti þegar skipið var und- ir íslenskri skráningu. I rökum for- senda þess sem Einar telur athyglis- vert er m.a. „Sjómannafélagið hefur um árabil hafnað umleitunum kaup- skipaútgerðanna að hásetar á ís- lenskum kaupskipum sinni aðstoð- arstörfum neðanþilja, s.s. í vél- arrúmi, þegar þörf er á og ekki eru aðstæður til að nýta starfskrafta háseta ofanþilja. Má með sanni segja að óbilgirni Sjómannafélags- ins í þessu máli sé hrein „forn- eskja“.“ Einar heldur áfram og vitnar enn til Norðmanna en nú fær málið undarlegan farveg. „í ákvörðunum norsku siglingamálastofnunarinnar um heimildarmönnun ms. Vals er skilyrt að matsveinn skipsins og aðstoðarmaður í vél sinni einnig störfum á dekki þegar þess er þörf. Þar sem helstu álagstímar háseta eru við komu og brottför skipa. M.s. Valur er nú rekinn á jafn „hag- kvæman og öruggan" hátt og þegar skipið var mannað einum fleiri í áhöfn (undir ísl. fána), með því að matsveinn og aðstoðarmaður í vél hjálpa til á dekki á álagstímum." Einar getur þess ekki hvort norska siglingamálastofnunin hafi skikkað matsveininn til vinnu í vél- arrúmi á milli þess sem hrært væri í súpupottinum. Hann minnist held- ur ekki á það hvort fyrrnefnd yfir- völd hafi skikkað íslenska háseta til starfa í vélarrúmi m.s. Vals, en það atriði er mergur þess máls sem hefur gefið Einari Hermannssyni tilefni til ófrægingarskrifa um stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur í heilsíðu Morgunblaðsins 15. sept. sl. og sama blað tekur upp í heil- síðu fylgiblaðs Mbl. 19. sept. sl. en þar hefði verið eðlilegt að okkar sjónarmið hefðu fengið að koma fram. En þetta eru kannski nýir starfshættir Moggans, þ.e. eitt sjón- arhom fram í senn, það er þeirra mál, en engu að síður sérkennileg kúvending blaðsins hvað fijálsan fréttaflutning varðar. Ríkið greiði til kaupskipaútgerðar Og Einar heldur áfram á milli þess sem þrástagast er á óbilgirni SR: „Þar að auki geta íslensku kaupskipaútgerðírnar ekki lengur unað því að búa við rekstrarskilyrði í formi launakostnaðar, opinberra álaga og gjalda o.s.frv., sem eru langt umfram það sem tíðkast hjá kaupskipaútgerðum næstu ná- grannalandanna og víðar og sem eru iðulega í beinni samkeppni við íslensku útgerðirnar um flutninga." I stuttu máli er leiðandi maður ís- lenskra kaupskipaútgerða að segja: Við viljum fá eftirgjöf allra opin- berra gjalda frá íslenska ríkinu, ennfremur skatta og útsvör sjó- manna. — Fjármálaráðherra á að fara mánaðarlega t.d. til hf. Eim- skipafélags íslands (sem var með hagnað upp á nærri 300 milljónir fyrstu 6—8 mánuði þessa árs) með peninga þeirra álagðra gjalda sem að framan getur og segja, gjörið þið svo vel það er svo erfitt hjá ykkur vegna erlendrar samkeppni og óbilgirni SR-manna. Einari Hermannssyni verður á mótsögn í greinargerð frá 15. sept. og viðtali 19. sept. (birtingar í Mbl.) því hann segir: „Það eru ekki við útgerðarmenn sem viljum fara þessa leið, það eru yfirmannafélög- in, þau vilja „dönsku“ leiðina", “ þ.e. með þeim hætti sem að framan getur . Einar vill líka sérstaklega umbuna yfirmönnum og sér enga ástæðu til að „hegna“ þeim fyrir óbilgimi Sjómannafélagsmanna. Lágkúruhátturinn sem er í gegn- um þykkt og þunnt í heilsíðugrein 15.9. og aftur í viðtali í Mbl. 19.9. sl. sem starfsmaður SÍK á „höfund- arrétt“ á er með þeim hætti að ætla má að sönnunar þarfnist nú við, á tilverurétti starfsins. Sjómannafélag Reykjavíkur hef- ur verið aðili að Skandinavíska flutningaverkamannasambandinu síðan 1983 en þar eru aðilar í sam- tökunum sem að hvers konar flutn- ingum starfa í lofti, á sjó og landi. Framkvæmdastjóri þessara sam- taka, með búsetu í Stokkhólmi, er íslendingur, Borgþór Kjæmested.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.