Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 38
 38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991 Þakstál með stíl Plannja stallað efni svart og tígulsteinsrautt. ISVÖR BYGGINGAREFNI Smi 641255 ..JÁ NÚ SKIL ÉG ERT ÞÚ 40 FARA I FERDALAG EDA / TUNGUMÁLANÁM ? (SLENSKA. DANSKA. ENSKA, FRANSKA ÞÝSKA, SPÆNSKA ALLT í SÓMU TÖLVUNNI. YFIR 3000 ORD OG ORDA- SAMBÖND Á HVERJU HINNA SEX TUNGUMÁLA SEM TÖLVAN BÝR YFIR FÆST UM LAND ALLT T$LVAN ^ Dalc . Larneeie námskeiðið Kynningarfundur fimmtudagskvöld * Meira hugrekki. * Stærrri vinahópur. * Meiri Irfskraftur. -§r STJóRNUNARSKóLINN Sími 812411 Ný námskeið eru að hefjast Um flug’málastj óra og flugkennsluna eftir Helga Jónsson Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað talsvert um mótmæli tveggja flugskóla gegn grófri valdníðslu flugmálastjóra þegar hann reyndi að hygla vinum sínum hjá Flugtaki hf. með því að færa þeim ríkis- styrkta einokun á flugkennslu hér á landi. Einnig hefur komið fram að ég hefi falið lögfræðingi mínum að stefna flugmálastjóra fyrir at- vinnuróg vegna ummæla hans í blaðagrein. Flugmálastjóri hefur reynt að klóra yfir athafnir sínar og ummæli með orðagjálfri og ósannindum og því vil ég með þessari greinargerð skýra málið og upplýsa almenning betur. Tilhögun flugkennslu Flugkennslu er í meginatriðum skipt í tvö þrep, annars vegar einka- flugpróf og hins vegar atvinnuflug- próf. Flugskólarnir hafa alfarið ann- ast kennslu fyrir einkaflugpróf og verklega kennslu fyrir atvinnuflug- próf. Fyrir 1978 annaðist Flugskóli Helga Jónssonar einnig bóklega kennslu fyrir atvinnuflugpróf, en það ár var fyrirkomulagi breytt af t-flugmálastjórn þannig að Fjöl- brautaskóla Suðumesja var falin sú kennsla. Utboð flugkennslu 21. ágúst sli bárust mér fregnir af því að skólastjóri Flugtaks hf. hefði nokkmm dögum áður státað af því að senn yrði skóla hans falið að annast flugkennslu fyrir hönd ríkisins. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að fiugmálastjóri hafði unnið að því í kyrrþey að undirbúa kerfisbreytingu á fyrirkomulagi flugnáms þannig að Flugtaki hf. yrði veittur einkaréttur bæði á bók- legri og verklegri kennslu til at- vinnuflugprófs og þar með í raun einokun á allri flugkennslu á land- inu. Mánudaginn 2. september bárust síðan boðsend bréf til Flugskóla Helga Jónssonar og Vesturflugs hf. með útboðsgögnum þar sem nýju fyrirkomuiagi er lýst og gefnar for- sendur fyrir flugskólana til að skila inn tilboðum fyrir 9. september. Eftir 13 ára hlé á bóklegri kennslu fyrir atvinnuflugpróf átti ég sem sagt að fá fárra daga frest til að skila tilboði í rekstur skóla fyrir bóklegt og verklegt atvinnuflugnám og kennsla átti að hefjast 3 vikum síðar. Gustavsberg Veljið aðeins það besta — veljið heildarlausn ' frá Gustavsberg I baðherbergið ® Gustavsberg Fæstíhelstu byggíngarvöruverslunum umlandallt. Atvinnurógur flugmálastjóra í viðtali við Morgunblaðið 11. september sagði flugmálastjóri að aðeins tveir flugskólar komi til greina til að annast kennslu fyrir atvinnuflugpróf, Vesturflug og Flugtak, og er ekki hægt’að skilja orð hans öðruvísi en að Flugskóli Helga Jónssonar sé óhæfur til þess- arar kennslu. í Ijósi þess að Flugskóli Helga Jónssonar er elsti starfandi flug- skóli landsins og hefur á 27 ára ferli útskrifað fleiri íslenska at- vinnuflugmenn en nokkur annar flugskóli, fannst mér ummæli flug- málastjóra furðuleg og þar eð ég taldi flugskólann vera á allan hátt í stakk búinn til að annast vandaða flugkennslu á öllum stigum, fannst mér eðlilegt að stefna flugmála- stjóra fyrir atvinnuróg og láta hann þannig svara til ábyrgðar fyrir þessa yfirlýsingu sína. Sumum kann að virðast það furð- ulegt að flugmálastjóri skuli senda mér útboðsgögnin og bjóða mér þannig að senda tilboð í kennslu sem hann telur að skóli minn sé ekki hæfur til að sinna, en ég býst við að allir átti sig á að útboðið var auðvitað til málamynda og löngu búið að ákveða að Flugtak yrði hinn útvaldi flugskóli. Flugtak og flugmálastjóri Pétur Einarsson var einn af stofn- endum Flugtaks hf. og stjómandi þar til hann var skipaður flugmála- stjóri. Þó að Flugtak hafí oft skipt um eigendur síðan mætti næstum ætla að flugmálastjóri væri enn einn af aðaleigendum, slíkt kapp hefur hann lagt á að hygla því fyrirtæki með ýmsum hætti. Þekktustu dæm- in eru sennilega fyrirvaralaus leiga á bróðurpartinum af flugskýli nr. 1, sem annar flugrekstraraðili var flæmdur úr með vafasömum hætti eftir 15 ára leigu, sala á skulda- bréfí Sverris Þóroddssonar, sam- keppnisaðila Flugtaks hf., til Flug- taks og með afföllum, en nýrra dæmi má nefna björgunaraðgerðir flugmálastjóra varðandi flughermi, sem Flugtak keypti og reyndist illa, en flugmálastjóri er enn að reyna að !áta embættið kaupa. Segja má að þeir sem kunnugir eru flugmálum hér á Reykjavíkur- flugvelli hafi varla orðið undrandi á þessum nýjasta vinargreiða flug- málastjóra í garð Flugtaksmanna, að ætla með einu pennastriki að veita þeim einokun á flugkennslu á íslandi, en þá held ég að þeim hafi blöskrað þegar þeir heyrðu flug- málastjóra halda því fram í útvarps- viðtali 11. september sl. að hann vissi ekki hverjir eigendur Flugtaks væru um þessar mundir. Ósannindi flugmálastjóra Þessi afneitun flugmálastjóra á vinum sínum hjá Flugtaki er svo sem í takt við annan málflutning hans í fjölmiðlum síðan mál þetta komst í hámæli. Hann hefur reynt að breiða yfir sannleikann með orðagjálfri og útúrsnúningum, leikið píslarvott, sem er alveg gáttaður á hvað elsku gömlu vinir hans eru harðorðir í þetta skiptið, talað í föðurlegum rómi um að þetta sé eingöngu venju- leg gagnrýni, sem allir flugmála- stjórar í heiminum þurfa að þola dags daglega. Staðreyndin er sú að blekkinga- vefur flugmálastjóra hefur ekki haldið í þetta skiptið. Hann hefur orðið margsaga um meginatriði og hægt er að benda á hrein ósannindi í hverju einasta viðtali sem haft hefur verið við hann um málið í útvarpi, sjónvarpi og dagblöðum. Ég vil ekki þreyta lesendur á langri upptalningu, en læt nægja að segja frá tveimur dæmum um slík ósannindi flugmálastjóra. í út- varpsviðtali við Hallgrím Thor- steinsson á Bylgjunni 11. september sl. sagði flugmálastjóri að í bréfi til flugskólanna hafi einungis verið óskað eftir hugmyndum og viðræð- um, en alls ekki tilboði. I útboðs- gögnum flugmálastjóra sagði orð- rétt: „Stefnt er að því að kennsla hefjist eigi síðar en í byrjun október 1991 og þarf því tilboð flugskóla um að taka að sér þessa kennslu að skilast til Flugmálastjónjar eigi síðar en 9. september nk.“ Á öðrum stað í bréfinu segir orðrétt: „Óskað er tilboða í rekstur skóla fyrir bók- legt og verklegt atvinnuflugnám í samræmi við neðangreindar for- sendur“ og í niðurlagi útboðsgagn- anna segir orðrétt: „Þeir flugskólar sem áhuga kunna að hafa skulu senda tilboð til undirritaðs fyrir 9. september nk.“ í viðtali, sem birtist í Mbl. 11. september sl. sagði flugmálastjóri að ekki hafi verið fyrirhuguð nein Ráðstefna þessi er framhald ráð- stefnu sem haldin var fýrir 3 árum og kallaðist þá „Kirkjan og við“. Á ráðstefnunni sem haldin er nú munu flytja erindi bæði lærðir og leikmenn Helgi Jónsson „Sumum kann að virð- ast það furðulegt að flugmálastjóri skuli senda mér útboðsgögn- in og bjóða mér þannig að senda tilboð í kennslu sem hann telur að skóli minn sé ekki hæfur til að sinna, en ég býst við að allir átti sig á að útboðið var auðvitað til málamynda og löngu búið að ákveða að Fiugtak yrði hinn útvaldi flugskóli.“ einokun og að þó einhver einn aðili annist bóklegu kennsluna megi menn læra verklega hlutann hjá öðrum flugskólum ogjafnvel erlend- is. I útboðsbréfi flugmálastjóra seg- ir hins vegar að meginástæðan fyr- ir fyrirhugaðri breytingu sé sú að samtvinnuð verði bókleg og verkleg flugkennsla fýrir atvinnuflugpróf og einnig orðrétt: Miðað er við að nemendur ljúki að mestu tilskyldum flugtíma á flugvélar flugskólans.,, Höfundur rekur Flugskóla Helga Jónssonar, Reykjavíkurflugvelli. og fjalla um hina ýmsu þætti þessa starfs í kirkjunni. Á ráðstefnunni halda eftirfarandi framsöguerindi: Herra Ólafur Skúla- son biskup fjallar um gildi öflugs safnaðarstarfs. Þóra Kristinsdóttir og séra Örn Bárður Jónsson, Hvern- ig verður öflugt safnaðarstarf til. Erla Kristjánsdóttir og séra Cecil Haraldsson, Kirkju-, bræðra-, kven- og safnaðarfélög. Hólmfríður Pét- ursdóttir og séra Vigfús Þór Áma- son fjalla um Kirkjustarf í nútíma borgarsamfélagi. Eftir þessum framsöguerindum verður síðan svar- að fýrirspurnum. Ráðstefnuna setur Sjöfn Sigur- bjömsdóttir, formaður BKR og fund- arstjórar eru Áslaug Friðriksdóttir og Vigdís Einarsdóttir. Ráðstefnu- gjald er kr. 1500. Til frambúðar SiBA stál þakrennur með lituðu plastisol ISVOR BYGGINGAREFNI 6ími 641255 Helena Rubinstein Kynning ídag kl. 14-18. Kleifarseli 15. Kirkjumálanefnd Bandalags kvenna í Rvk.: Ráðstefna um kirkj- una og safnaðarstarfið KIRKJUMÁLANEFND Bandalags kvenna í Reykjavík gengst fyrir ráðstefnu þriðjudaginn 15. október nk. sem ber yfirskriftina „Kirkjan og safnaðarstarfið". Ráðstefnan verður haldin í Borgartúni 6 og hefst kl. 17.30. I ( < j < i i i í h ! í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.