Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER ,1991
40
Margrét Runólfs-
dóttir — Minning
Fædd 28. janúar 1907
Dáin 15. september 1991
Það kemur alltaf að því að kveðja
í þessum heimi.
Nu kveð ég sérstaklega og' með
miklum trega ömmu Margréti, eins
og ég og fleiri kölluðum hana. Hafí
ein manneskja verið heil, þá var það
amma Margrét. Svo góð kona sem
mest má vera og sómakona í alla
staði, alveg sama hvernig á það var
litið.
Eg var svo heppin og gæfusöm
að alast upp að stórum hluta hjá
ömmu, sem þá átti heima í Rauða-
gerði 23 hér í borg. Fluttist ég til
hennar þegar foreldrar mínir skildu
er ég var um það bil sjö ára, bjó
hjá henni í 4 ár eða 5. Síðan þegar
ég varð fullorðinn maður fluttist
ég aftur til ömmu, sem þá leigði
mér herbergi.
Það er erfítt í fáum orðum að
útlista hvernig amma mín var, fór
þar saman svo margt af því sem
best er mannkosta. Það verða kafla-
skipti í lífinu, amma sem alltaf sýndi
mér svo mikið traust, trúnað, hlýju
og skilning er horfin. Hún trúði á
Guð og kenndi mér á sínum tíma
ýmislegt um hann og lífið.
Heimili hennar var einstakt, þar
ríkti reglusemi í hvívetna. Amma
var snillingur í hollu mataræði og
efast ég um að mörg heimili hafi
haldið uppi eins mikilli rausn og
gestrisni og amma hélt uppi á sínu
heimili.
Amma var ættuð frá Skaftafelli
í Öræfum. Dóttir Runólfs Bjama-
sonar bónda þar. Hún kynntist
mörgu misjöfnu á sinni ævi, m.a.
kröppum kjörum í verkalýðsbarátt-
unni. Nú kveð ég ömmu mína. Það
er sár söknuður og nístandi sem
kvatt hefur dyra. Einlægt syrgi ég
hana, bestu manneskjuna sem ég
hef kynnst og segi það að mikill
gæfumaður var ég að hafa verið í
fyigd með henni í straumi lífsins
og tímans og eru margar minningar
tengdar henni. Veri hún blessuð,
besta vinkona mín. Guð veri með
henni á nýjum dvalarstað.
Það er sárt að missa en minning-
in lifir.
+
Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi,
ÓSKARJÓNSSON,
Vogatungu 47,
Kópavogi,
lést í Landspítalanum þann 24. september.
Kristín Kristmundsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
HARRY V. BERGSTRÖM,
lést 24. september 1991 í Orlando, Fórída.
Adda Eirfksdóttir Bergström,
Kristin Ellen Casteliano,
Arlene E. Hain
og barnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
BIRNA TORFADÓTTIR,
lést í Landspítalanum þriðjudaginn 24. september.
Ásgeir Nikulásson,
Hrund Ásgeirsdóttir,
Ásgeir N. Ásgeirsson.
+
Jarðarför
HERDÍSAR ZAKARÍASDÓTTUR
frá Djúpadal,
ferframfrá Garpsdalskirkju laugardaginn 28. septemberkl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á dvalarheimilið
Barmahlíð, Reykhólum.
Fyrir hönd vandamanna,
Samúel Zakaríasson,
Gisli Gíslason.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
KARL ANDRÉSSON,
Hagalandi 4, \
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju laugardáginn 28. septem-
ber kl. 14.00.
Hulda Sigurjónsdóttir,
Gestur Karlsson, Jóhanna Jóhannesdóttir,
Sigurjón Karlsson, Valgerður Jónsdóttir,
Ragnar Karlsson, Elien Jónasdóttir,
Gróa Karlsdóttir, Lárus Eiríksson,
Andrés Karlsson, Mínerva Jónsdóttir,
Sólveig Karlsdóttir, Allan Frandsen,
Ævar Karlsson
og barnabörn.
Þú, Guð sem stýrir stjama her
og stjómar veröldinni
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
(Valdimar Briem)
Hjörtur Geirsson
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo bijóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dapr og sumamótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Sunnudaginn þann 15. septem-
ber andaðist á Droplaugarstöðum
tengadmóðir mín, Margrét Runólfs-
dóttir, hún hafði átt við vanheilsu
að stríða síðustu mánuði og æðru-
laus kvaddi hún þetta líf, sátt við
allt og alla.
Margrét var fædd að Sandfelli í
Öræfum, þann 28. janúar 1907,
dóttir Runólfs Bjarnasonar og Þu-
ríðar Guðmundsdóttur. Hún ólst
upp í Selinu í Skaftafelli með móð-
ur sinni á heimili móðurbróður síns,
Þorsteins, sem þar var búsettur
með fjórum börnum sínum. Seinna
þegar Þorsteinn flutti frá Selinu og
föðurfólk Margrétar tók þar við
búskap, var hún þar í heimili.
Margrét unni sveitinni sinni, og
talaði mikið um fólkið og lífið þar
hér áður fyrr, á hennar uppvaxtar-
árum. Varð ég þeirrar gæfu aðnjót-
andi að ferðast með Margréti um
sveitina hennar og hafði hún þá frá
ótal mörgu fróðlegu að segja.
18 ára yfirgaf Margrét Öræfin
og hélt til Reykjavíkur. Starfaði hún
þá við Kvennaskólann í Reykjavík
og víðar. Seinna fór hún til starfa
að Hanneyri í Borgarfirði. Réðst
hún til skólastjórahjónanna frú
Svövu Þórhallsdóttur og Halldórs
Vilhjálmssonar, sem hún minntist
alltaf með virðingu og þakklæti.
Tryggðarbönd héldust milli Mar-
grétar og þeirrar fjölskyldu alla tíð.
A Hvanneyri steig hún mikið gæfu-
spor. Kynntist hún þar manni sínum
Hirti Jónssyni frá Helgadal í Mos-
fellssveit, þá nemanda en seinna
ráðsmanni og kennara, miklum
glæsi- og sómamanni. Hjónaband
þeirra var farsælt og varð þeim
fjögurra bama auðið. Þau eru
Kjartan, Geir, Ingólfur og Kristín.
Þau hjónin fluttu seinna til Reykja-
víkur þar sem þau hófu búskap að
Melavöllum í Reykjavík. Mann sinn
missti Margrét langt um aldur
fram, aðeins 48 ára gamlan. Varð
það mikið áfall fyrir alla fjölskyld-
una en tókst henni með seiglu að
komast yfir það.
Ekki löngu eftir lát tengdaföður
míns kynntist ég Margréti. Tók hún
mér með móðurhlýju strax í upp-
hafí. Alla tíð var gott samband
milli mín og hennar. Við ferðuð-
Guðríður Guðmunds-
dóttír tónlistar-
kennari - Minning
Fædd 30. september 1917
Dáin 16. september 1991
Lífstíð okkra allra er á fleygi-
ferð, segir í gamalli speki. Þegar
hlekkur í þeirri keðju brestur og
góðvinir hverfa erum við ávallt jafn
óviðbúin, og okkur setur hljóð.
í einrúmi lít ég til baka og huga
að glæðum gamalla minninga. Guð-
ríður var dóttir Guðmundar Gunn-
laugssonar prentara og konu hans,
Ingibjargar Einarsdóttur. Hún var
einkabarn þeirra hjóna og auga-
steinn. Þau ólu einnig upp tvö
mannvænleg fósturbörn og með
þeim eignaðist Guðríður tvö ástkær
systkini. Fljótlega kom í ljós sterk
tónlistargáfa hjá Guðríði, og voru
foreldrar hennar svo framsýn að
hvetja hana til náms á þeirri braut.
Um þetta leyti tók Tónlistarskól-
inn í Reykjavík til starfa og var hún
ein af fyrstu nemendum er þar
hófu nám. Þar komu líka fljótt í
ljós næmi hennar og hæfileikar að
tileinka sér alla tónlist og hliðar-
greinar. Minni hennar og snerpa
var fágæt. Tvímælalaust má telja
hana eina af yfirburðanemendum
skólans frá þessum tíma. Við nutum
þá tilsagnar dr. Franz Mixa, og
Minning
Semjum minningargreinar,
afmælisgreinar,
tækifærisgreinar.
Önnumst milligöngu
við útfararstofnanir.
Sími 91-677585.
Fax 91-677586.
I J
sóttum m.a. tíma til hans í fjórhent-
um píanóleik.
Um þetta leyti var ég ókunnug
Guðríði, og var þar engin vinátta
við fyrstu kynni. En eftir því sem
leið á samspil okkar í Beethoven
sinfóníunni hurfu allar hömlur og
þar hófst sú vinátta, sem aldrei bar
skugga á. Eftir þetta var Didda,
eins og vinir kölluðu hana, ekki
bara vinur heldur kennari og leið-
beinandi. Hún var hamhleypa til
vinnu - við hljóðfærið. Vandvirkni
og meðfædd verklægni var henni
eðlislæg. Það var oft ævintýri að
vinna með henni. Minnist ég kamm-
ermúsiktíma undir leiðsögn ágætra
kennara, samspils og undirleiks af
öllu tagi. Ávallt bar Guðríður af,
með myndugleik og sjálfstæði.
Árið 1944 giftist Guðríður Kára
Sigurðssyni bankafulltrúa og eign-
uðust þau einn son, Einar. Það var
ávallt gott að koma á heimili þeirra.
Kári var maður gleðinnar og mikill
ljóðunnandi. Lagið var oft tekið í
litla húsinu þeirra við Hverfísgötu,
oft fannst mér þegar söngurinn
ómaði og Guðríður sat við hljóðfær-
ið að þessi litlu húsakynni væru sem
konsertsalur. Leiðir þeirra hjóna
skildu, og er Kári látinn fyrir all-
löngu. Guðríður giftist öðru sinni,
Sveini Helgasyni, miklum ágætis-
manni. Þau slitu einnig samvistir
og er hann nú látinn. Þrátt fyrir
mótlæti í lífínu var Guðríður láns-
kona. Einkasonur hennar, elskuleg
tengdadóttir og tvö gjörfuleg
bamaböm voru ljósgeisiar í lífi
hennar. Guðríður var tilfínningarík,
og ævinlega þátttakandi í lífi vina
sinna þegar erfíðleikar steðjuðu að.
Tel ég að tónlistin hafí átt sinn ríka
þátt í að fínna til með öðrum.
Þær svipmyndir sem ég á í fórum
mínum um samvinnu okkar Guðríð-
umst mikið saman, vítt og breitt
um landið með Verkakvennafélag-
inu Framsókn, og tengdu þessi ferð-
alög okkur sterkum böndum. Var
mikið skrafað að kveldi á náttstað.
Tengdamóðir mín var sérlega sann-
gjörn kona. Öllum vildi hún jafnt
gera. Hún var sérstaklega vandvirk
við allt sem hún tók sér fyrir hend-
ur. Trygglynd var hún. Nægjusöm
og gerði miklar kröfur til sjálfrar
sín. Sem dæmi um trygglyndi henn-
ar og hlýju, hafa öll mín systkini,
makar þeirra og vinkonur mínar,
tengst henni böndum. Eitt er víst,
að ég á eftir að sakna kröfulausrar
umhyggju hennar fyrir mér og mínu
fólki, þegar hún er nú öll. Margréti
óska ég góðrar ferðar til eilífa ljóss-
ins, með þakklæti fyrir allt sem hún
var mér. Afkomendum hennar óska
ég blessunar Guðs.
Ingibjörg Kristín
Margrét Runólfsdóttir er látin.
Einu sinni sagði ungur maður
við hana: „Það verður sól á morg-
un.“ Þetta voru kveðjuorð hans til
hennar. Hann dó daginn eftir.
Hún Margrét kom til mín á sorg-
ar- og neyðarstund. Og það birti í
kringum mig þegar hún kom. Hún
lagði gott til allra og talaði í hóg-
værð og með umburðarlyndi um
annað fólk. Þegar hún fór sjálf að
þreytast vildi hún draga sig í hlé
og ekki vera öðrum byrði. Þá fékk
hún pláss á Droplaugarstöðum. Hún
var þakklát fýrir þá aðhlynningu
sem henni var veitt þar. Margrét
bar mjög fyrir bijósti kæran tengd-
ason sinn, sem varð fyrir miklu slysi
fyrir nokkrum árum, og svo alla
sína ættingja. Allir áttu þeir rúm í
hjarta hennar.
Nu roðar fyrir nýjum degi. Það
verður sól á morgun.
• Ég er þakklát fyrir að hafa feng-
ið að kynnast þessari yndislegu
góðu konu.
Ég votta ættingjum og vinum
innilega samúð.
Oddrún Pálsdóttir
ar eru hafsjór þeirrar gleði, sem
fylgir því að spila saman, skiptast
á skoðunum og gera samanburð á
svo mörgu í tónlistinni. Lífíð er oft
óvægið þegar sjúkdómar heija á.
Síðustu árin barðist Guðríður við
ofurefli, sem ekkert fær sigrað. Ég
minnist eins dags, þar sem stundar-
hlé sjúkdómsins leyfði okkur að
hittast á heimili Einars sonar henn-
ar. Hann hafði þá eignast nýjan
flygil, sem prófa skyldi. Eins og í
leiðslu settist Guðríður við hljóðfær-
ið. Tónamir frá Preludiu Schriabins
í Cis-moll hljómuðu. Sársauki og
þjáning sameinaðist dýpt og jafn-
vægi. Við drupum öll höfði og íhug-
uðum. Enn heyri ég síðasta hljóm-
inn og síðan þögnina.
Harpan hennar Guðríðar er
hljóðnuð að fullu, en minningarnar
eigum við. Að leiðarlokum tek ég
í einrúmi þátt í söknuði fjölskyld-
unnar við andlát Guðríðar. Ég læt
að lokum hljóma út lokakórinn úr
Mattheusarpassíu J.S. Bach.
Unnur Arnórsdóttir
Grein þessi birtist í gær á út-
farardegi hinnar látnu. Mistök
urðu við vinnsluna þannig að
röng mynd birtist með greininni.
Eru hlutaðeigandi beðnir vel-
virðingar á því.