Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991 WHI StlC Glue Stick 3aton de cola Pegamento en barra HELDUR BETUR! IÞROTTIR UNGLINGA Góður árangur -inga í Svíþjód ÍR-ingar í 5. flokki í handknatt- leik gerðu góða ferð til Svíþjóð- ar í júlí, þar sem þeir komust í úrslit í Partille Cup, sem er stærsta handknattsleiksmót unglinga sem haldið er í heim- inum. Þetta var 22. árið í röð sem þetta mót var haldið og voru þátttakendur að þessu sinniyfir 10.000 og frá öllum heimsálfum. Iflokki ÍR tóku 39 lið þátt í keppninni og voru móthetjarnir m.a. frá Norðurlöndunum, Þýska- landi, Austurríki, Frakklandi, Sov- étríkjunum og Taiwan. ÍR-ingar unnu sína forriðla frekar stórt og nægir að nefna að markatalan var 64:10 hjá A-liðnu og 55:31 hjá B-liðinu. Þar með voru bæði liðin búin og tryggja sér sæti í milliriðl- um. Svo heppilega vildi til að A- og B-liðið lentu ekki í sama riðli, en það hafði verið mikið áhyggju- efni hjá strákunum og þar með var kominn möguleiki á að bæði liðin kæmust í 8 liða úrslit. Og það stóð heima. Eftir hörku keppni í milliriðl- um komust bæði liðin áfram. Bræður munu berjast! í 8-liða úrslitum sem spiluð voru með útsláttarfyrirkomulagi lentu A- og B-liðin í því að spila á móti hvort öðru um sæti í undanúrslitum. A-liðið bar sigur úr býtum eftir jafn- an og skemmtilegan leik. Þar með var keppni B-liðsins lokið eftir frá- bæran árangur sem kom skemmti- lega á óvart. í undanúrslitum dróst A-liðið á móti austurríska liðinu Westwien og var sá leikur háður kl. 8.00 síðasta keppnisdaginn. Sá leikur vannst 12:8 eftir hörku viður- eign, þar sem jafnt var á öllum Keppnisflokkur ÍR. Aftasta roð frá vinstri: Ragnheiður Hjálmarsdóttir, fararstjóri, Erlendur ísfeld, þjálfari, Pétur Sigurðsson, Guðbrandur Lúðvíksson, Auðunn Auðunsson, Ingimundur Ingimundarson, Bjartur Sigurðsson, Heiðar A. Heiðarsson, Jakob Friðriksson, Ragnar Þ. Óskars- son, Sigurður Sigurðsson, fararstjóri, Sign'ður A. Sigurðursdóttir, fararstjóri. Miðröð: Rúnar Guðnason, Kristinn Harðarson, Þórir Kristmunds- son, Elmar Svavarsson, Guðlaugur Sigurgeirsson, Brynjar V. Steinarsson, Atli Finnbogason. Fremsta röð: Bjarki Þ. Sveinsson, Styrmir Sigmunds- son, Óttar E. Sigurðsson, Patrekur Kristinsson, Kristinn Björgúlfsson, Friðrik Ambjörnsson, Hrólfur Valdimarsson. tölum, en ÍR-ingar sigu fram úr í lokin. Draumurinn um að komast í úrslitaleik var því orðin að veru- leika. Hingað til hafa verið spilað utanhúss bæði á möl og malbiki. Keppnin hafði nú staðið yflr í 5 daga, fyrstu tvo dagana spiluðum við í hávaðaroki og rigningu en síðan fengum við yfír 30 stiga hita og glampandi sól, og kraumaði þá hið íslenska víkingablóð. Úrslita- leikurinn fór fram í stórri og glæsi- legri íþróttahöll fyrir troðfullu húsi áhorfenda og var stemmningin ólýs- anleg. Mótheijamir voru geysisterkt lið frá Taiwan sem unnið hafði þetta mót í þessum aldursflokki undan- farin ár og hafði sigurganga þeirra í mótinu til þessa verið hreint ótrú- leg, þar sem þeir rúlluðu upp hveij- um andstæðingnum á fætur öðrum. Leikurinn hafði allt til að bera sem skemmtilegur úrslitaleikur hefur upp á að bjóða spennu, hraða, jafn- an og skemmtilegan leik. ÍR-ingar furðu að játa sig sigraða eftir hetju- lega baráttu þar sem lokatölur urðu 13-9. Maður leiksins var valinn Ragnar Þór Óskarsson sem átti stórleik. FRJALSAR / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA Stúlkurnar sem tóku þátt í Evrópukeppni félagsliða í París. Júdó og karategallar n X UTILIF Glæsibæ, sími 812922 Island í 7. sæti Þorbjörg setti unglingamet í 3.000 m hlaupi i slenska stúlknalandsliðið hafnaði í 7. sæti af 14 í Evrópukeppni félagsliða sem fram fórí París 14. september. Eitt unglingamet var sett á mótinu, í 3.000 metra hlaupi. Það var Þorbjörg Jensdóttir úr IR sem það gerði er hún hljóp á 10:07.8 mínútum og bætti metið um 19 sekúndur. Arangur stúlknanna var sem hér segir: 100 m hlaup: Snjólaug Vilhelmsdóttir í 8. sæti á 12,56 sek. 200 m hlaup: Sunna Gestsdóttir í 7. sæti á 25,4 sek. 400 m hlaup: Sólveig Bjömsdóttir í 10. sæti á 59,57 sek. 800 m hlaup: Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir í 10. sæti á 2:22.52 mín. 1.500 m hlaup: Laufey Stefánsdóttir í 7. sæti á 6:00.89 mín. 3.000 m hlaup: Þorbjörg Jensdóttir í 3. sæti á 10:07.8 mín. 100 m grindahlaup: Þuríður Ingvarsdóttir í 7. sæti á 15,61 sek. 400 m grindahlaupi: Þuríður Ingvarsdóttir í 6. sæti á 64,99 sek. Langstökk: Snjólaug Vilhelmsdóttir í 9. sæti með 5,36 metra. Hástökk: Maríanna Hansen í 7. sæti með I, 62 metra. Kúluvarp: Sigrún Jóhansdóttir í 8. sæti með II, 25 metra. Kringlukast: Halla Heimisdóttir í 5. sæti með 38,26 metra. Spjótkast: Vigdís Guðjónsdóttir í 5. sæti með 41,46 metra. 4x100 m boðhlaup: ísland í 8. sæti á 49,95 sek. 4x400 m boðhlaup: ísland í 10. sæti á 4:07.24 mín. <; j a f a v 0 n m LAUGAVEGI 13 S. 624525

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.