Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 52
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Heimsbikarmótið:
Jafntefli í
7 skákum
JAFNTEFLI varð í öllum skák-
um sem lokið var á Heimsbikar-
- móti Flugleiða í skák í gær-
kvöldi, eða 7 skákum. Ein skák-
anna fór í bið, viðureign Karpovs
og Salovs og er Karpov talinn
hafa aðeins skárra tafl með hvítu
mönnunum.
Af einstökum skákum vakti við-
ureign Jóhanns Hjartarsonar við
Beljavskíj mesta athygli en hún var
hörkuspennandi og lauk ekki fyrr
en í 54. leik með jafntefli. Beljavskíj
beitti nýjung í skák sinni sem kom
Jóhanni nokkuð á óvart. Aðrar
skákir náðu ekki 40 leikjum.
Sjá nánar á bls. 4
Óveðrið í
febrúar og
þurrt vor
valdajarð-
vegseyðingu
UNDANFARNA daga hefur ver-
ið mikill uppblástur á hálendinu,
sem um leið hefur valdið tölu-
verðri jarðvegseyðingu, Að sögn
Andrésar Arnalds hjá Land-
græðslunni eru hér á ferðinni
afleiðingar óveðursins i febrúar
og þurrviðrisins í vor, þegar víða
komu fram ný jarðvegsrof.
Andrés sagði, að þrátt fyrir upp-
blástur væri gróðurþekjan á há-
lendinu í góðu standi eftir sumarið.
Það sem er að gerast er áframhald
jarðvegseyðingar, sem hófst fyrr á
öldum. „Fyrr á tímum náði gróður
langt inn á hálendið og það má sjá
þess merki að á Kili náði gróður
samfellt milli Húnavatns- og Arnes-
sýslu,“ sagði Andrés. „Friðun lands
er eina leiðin til að sporna við jarð-
vegseyðingunni og er það vissulega
ánægjulegt þegar bændur og þeir
sem nýta landið m.eira en aðrir taka
í taumanna eins og fjárbóndinn í
Biskupstungum. Hann lagði á sig
að flytja með vörubíl og dráttarvél-
um um þúsund bagga af ónothæfu
heyi inn á hálendið og dreifa úr því
í rofabörð."
Fyrsti sigurinn gegn Spánveijum
Morgunbl aðið/S verri r
Islendingar unnu glæsilegan sigur á Spánveijum í Evrópukeppni lands-
liða á Laugardalsvelli í gær, 2:0. Þetta er fyrsti sigur okkar á Spán-
veijum. Mörkin skoruðu Þorvaldur Örlygsson, sjá að ofan, og Eyjólfur
Sverrisson. Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari stjómaði íslenzka landslið-
inu í fyrsta sinn í gærkvöldi.
Sjá nánar á íþróttasíðum, bls. 50-51
Landsbanki og íslandsbanki
hækka aftur vexti bankavíxla
Ástæðan sú að ríkisvíxlar lækkuðu ekki til jafns við lækkun vaxta á bankavíxlum
LANDSBANKI Islands og íslandsbanki hækkuðu forvexti bankavíxla
sinna í gær eftir að fjármálaráðuneytið tók ákvörðun um að lækka
forvexti rikisvíxla aðeins um 1,5 prósentustig eða tæplega helming
þess sem bankarnir höfðu áður lækkað vexti víxla sinna. Vextir Lands-
bankans eru nú 15,75-17,25%, 0,25-0,5% hærri en vextir ríkisvíxla, en
voru fyrir 13-14,5%. Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri hjá ís-
landsbanka, sagði að ekki þýddi að vera með lægri vexti en ríkissjóð-
ur sem væri traustasti skuldarinn, því víxlarnir seldust ekki. Brynjólf-
ur Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbanka íslands, tók í sama
streng.
Friðrik Sophusson fjármálaráð- I að vaxtahækkun bankanna var
herra sagði við Morgunblaðið, eftir | ákveðin í gær, að ekki yrði frekari
breyting á vöxtum ríkisvíxla að
sinni. Hins vegar yrðu þeir endur-
skoðaðir um næstu mánaðamót ef
útlánsvextir innlánsstofnana breytt-
ust.
Ragnar Önundarson sagði að þau
rök Friðrik Sophussonar fjármála-
ráðherra fyrir minni vaxtalækkun,
að vextir ríkisvíxla tækju mið af
útlánsvöxtum bankanna, hefðu ekki
heyrst áður. Það væri furðulegt ef
ríkið sem væri traustasti lántakand-
Spá Seðlabanka íslands um hækkun lánskjaravísitölu:
Verðbólgan á hraðri niðurleið
Lánsk j aravísitalau kann að lækka verði kjarasamningar ekki gerðir næstu mánuði
REGLULEGUR'fundur Seðlabanka íslands með Sambandi viðskipta-
banka og Sambandi sparisjóða var haldinn í gær og þar var meðal
annars lögð fram spá Seðlabankans um verðbólguhraðann næstu
mánuði eða fram til áramóta. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins kom þar fram að hækkun lánskjaravísitölu í næsta mánuði verð-
ur svipuð og milli ágúst og september, þegar vísitalan hækkaði um
0,28% sem jafngildir um 3,4% verðbólgu á heilu ári. Ekki er gert
ráð fyrir kjarasamningum í forsendum spárinnar og því getur kom-
ið til þess að lánskjaravísitala lækki vegna lækkunar Iaunavísitölu.
Þriggja mánaða hraði verðbólgunnar fer úr 12,4% í september í
9,7% í október og fellur síðan mjög hratt í 5,8% i nóvember og í 1,4%
í desember.
Valur Valsson, bankastjóri ís-
landsbanka og formaður Sambands
viðskiptabankanna, sagði að til
þessa fundar hefði verið boðað til
að ræða sérstaklega svonefndan
verðtryggingarhalla og hvaða leiðir
væru til að jafna hann. Sérfræðing-
ar hefðu að undanfömu gert athug-
anir í þessum efnum og ýmsar
hugmyndir hefðu verið ræddar í
þessu sambandi. Seðlabankinn
myndi í kjölfarið gera viðskiptaráð-
herra grein fyrir stöðu málsins.
Þá hefði einnig verið lögð fram
reglubundin spá Seðlabankans um
verðlagshorfur til áramóta, en
vegna þess að kjarasamningar
væru nú lausir væri óvenju mikil
óvissa hvað þær snerti. Eins og
venja væri tækju bankar og spari-
sjóðir þessar spár tij athugunar og
leggðu mat á þær.
Aðspurður um skilyrði til vaxta-
lækkunar í ljósi þess að lánskjara-
vísitala hækkaði mjög lítið síðast
og spár benda til lítillar hækkunar
næstu mánuði, sagði Valur að það
væri ekki tímabært að tjá sig um
það. „Menn voru að sjá þessar spár
í dag og þurfa að skoða þær og
hafa tíma til að fara ítarlega yfir
forsendurnar, þannig að ég vil
geyma að ræða hvað þetta kynni
að þýða. Hins vegar em horfur á
að verðbólga fari nú lækkandi og
það er fagnaðarefni," sagði Valur.
inn þyrfti að taka mið af útlánsvöxt-
um bankanna. Þetta væri alveg nýtt
en ef til vill fylgdu nýir siðir nýjum
herrum.
Ragnar sagði að það hefði verið
mat bankans að vextir þessara víxla
hefðu verið orðnir óþarflega háir.
Þetta háa vaxtastig hefði ekki verið
óhagstætt bankanum því hann ætti
meira í ríkisvíxlum en hann skuldaði
í eigin bankavíxlum. Hins vegar
hefðu þessi mál verið komin í
ákveðna sjálfheldu og þeir því ákveð-
ið að taka af skarið, úr því ríkið
treysti sér ekki til þess þó svo það
ætti að öllu eðlilegu að hafa frum-
kvæði í þessum efnum. Það væri
greinilega einhver meinloka á ferð-
inni hvað þetta snerti. Ríkið hlyti
augljóslega að vera leiðandi aðili á
íjármagnsmarkaði. Það gæti enginn
leitt markaðinn eins og stærsti og
traustasti skuldarinn.
Landsbankinn varð fyrstur til að
lækka vexti á bankavíxlum fyrir um
hálfum mánuði. Brynjólfur Helgason
aðstoðarbankastjóri sagði að bank-
inn ætti ekki annars kost en hækka
vextina aftur til samræmis við vexti
á ríkisvíxlum. Bankinn stæði frammi
fyrir því að fjármagna sig með þess-
um hætti eða með því að greiða
dráttarvexti í Seðlabankanum. Það
væri óhjákvæmilegt að vera í sam-
keppni við ríkið um þessa peninga.
Þeir hefðu talið að aðstæður hefðu
skapast fyrir vaxtalækkun og því
lækkað vextina en hefðu orðið að
endurskoða þá ákvörðun í ljósi þejrra
vaxta sem ríkið byði á sínum víxlum.