Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ IPtiUI IIK FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991 % IÞROTTIR UNGLINGA Fyrsti bikarinn til Eyja frá 1980 Stúlkurnar í 2. flokki Týs frá Vestmannaeyjum urðu ís- landsmeistarar fyrir skömmu og er það jafnframt fyrsti titill sem Vest- manneyjar eignast í yngri flokkum í knattspyrnu frá því árið 1980. Þá er titillinn sá fyrsti sem Týr vinnur í knattspyrnu utanhúss. Týr tapaði ekki leik á íslandsmót- inu. Þær sigruðu í níu leikjum og gerðu tvö jafntefli. Fjögur lið tóku þátt í úrslitakeppninni sem fram fór í Eyjum. Týr vann KR og KA og gerði jafntefli við Breiðablik og tryggði sér þar með íslandsmeistar- atitlinn. Breiðablik varð í öðru sæti, KR í þriðja og KA varð í fjórða sæti. íslandsmeistarar Týs í 2. flokki kvenna. Efri röð frá vinstri: Þorsteinn Gunnarsson þjálfari, Sigþóra Guðmundsdóttir, Ása Ingibergsdóttir, Eva Sveinsdótt- ir, Þórunn Ragnarsdóttir, Ragna Fr'iðriksdóttir, Dögg Sigurgeirsdóttir, Anna Tómasdóttir, Jóhanna Fannarsdóttir og Jón Ólafur Daníelsson þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Thelma Róbertsdóttir, Laufey Jörgensdóttir, Matthildur Halldórsdóttir, Sara Ólafsdóttir, Elísabet Stefánsdóttir, íris Sæmundsdóttir fyrirliði, Petra Bragadóttir, Elísa Sigurðardóttir, Guðbjörg Þórðardóttir og Ragna Ragnarsdóttir. A-sveit GR sem sigraði á íslandsmóti fjórtán ára og yngri. Til vinstri Guð- mundur Bjömsson formaður GR, Jón H. Karlsson þjálfari, Ólafur Sigurjóns- son, Þorkell Snorri Sigurðsson, Jens Sigurðsson, Amar Aspar, Sigurður Ágúst Jensson liðsstjóri. Sveitarkeppni unglinga í golfi: Sveitir GR og Leynis sigruðu KR-ingar sigursælir KR varði íslandsmeistaratitil- inn í þriðja flokki karla með því að leggja Val að velli í úrslita- leiku á Valbjarnarvelli. Tvo leiki þurfti á milli liðanna, jafnt varð ífyrri leiknum 1:1 eftirfram- lengdan leik en í þeim síðari voru KR-ingar sterkari og unnu 2:0. Vesturbæjarfélagið hefur verið mjög sigursælt í þessum flokki qg með sigri á íslandsmótinu náði KR þrennunni. Liðið sigraði einnig í Reykjavíkurmótinu Frosti ogí bikarkeppninni. Eiðsson Á íslandsmótinu skrífar þurftu þeir að hafa mikið fyrir sigrinum gegn Val. Valsmenn sóttu mun meira í fyrri leiknum en markvörð- ur KR, Atli Knúdsson reyndist Vals- mönnum erfiður. Geir Brynjólfsson náði þó að skora hjá Atla en Andri Sveinsson jafnaði metin stuttu síðar fyrir KR og lokatölur leiksins voru 1:1 eftir framlengdan leik. í síðari hálfleiknum voru KR-ing- ar sterkari aðilinn og uppskáru sig- ur með mörkum Asmundar Har- aldssonar og Nökkva Gunnarsson- ar. „Ég held að við höfum ekki gert okkur grein fyrir því hve erfitt er að leika úrslitaleiki í fyrri leikn- um. í dag náðum við hins vegar að sýna okkar rétta andlit,“ sagði hetja KR, markvörðurinn Atli Knúdsson eftir síðari leikinn. Fyrirliði Vals, Guðmundur Brynj- ólfsson var niðurlútur í leikslok. „Við áttum að gera út um þetta í fyrri leiknum, við vorum betra liðið í þeim leik. Við náðum ekki að sýna sama leik í dag og sigur KR var sanngjarn.“ BLAK/NMU-18 ísland í neðsta sæti Norðurlandamót pilta U-18 í blaki var haldið í N-Noregi dagana 13,—15. sept. sl. ísland sendi í fyrsta skipti landslið til keppni í þessum flokki, en aðrir þátttakendur voru Finnland, Noregur, Svíþjóð og Danmörk. Áður en mótið hófst lék ísland sinn fyrsta opinbera landsleik við Lettland deginum áður. Það má segja að Lettar hafi fagnað frelsinu vel því þeir sigruðu í þremur hrinum gegn engri. Nokkuð óvænt-úrslit urðu í mótinu þar sem Norðmenn komu öllum á óvart og sigruðu og hlutu Norðurlandameist- aratignina að launum í fyrsta skipti. Flestir leikmenn íslenska liðsins voru einum til tveimur árum yngri en kolleg- ar þeirra frá hinum Norðurlöndunum og skýrir það að einhveiju leyti úrslit ieikjanna. Urslit urðu annars sem hér segir: Noregur — ísland 3—0 (15-6, 15-2, 15-5) Danmörk — ísland 3-0 (15-7), 15-2, 15-4) Svíþjóð — ísland 3—0 (15-9, J5-7, 15-9) Finnland — Ísland 3—0 (15-0, 15-1, 15-2) Niðurröðun í sæti: 1. Noregur, 2. Finnland, 3. Svíþjóð, 4. Danmörk, 5. ísland. A-SVEIT GR sigraði í sveitakeppni fjórtán ára og yngri sem haldin var í Grindavík um síðustu helgi. Þá sigraði Leynir f sveitakeppni 15-18 ára sem fram fór á Akranesi. m Isveitakeppninni í yngri flokkn- um tapaði a-sveit GR aðeins einum leik. A-sveit GK varð í öðru sæti, GS í þriðja og síðan komu eftirtaldar sveitir, B-sveit GR, GSS, GA, GV, GSB, GG, GL og b-sveit GK. Þess má geta að Golf- klúbburinn Leynir átti sigursveit- ina í fyrra en lenti nú í næst neðsta sæti. Allt sigurliðið gekk upp í eldri flokk. Leynir varð sigurvegari í flokki 15-18 ára,en sveitin vann A-sveit GR í leiknum um 1. sætið 3,5-1,5. A-sveit GA varð þriðja en sveitin vann Kjöl frá Mosfellsbæ. NK varð í fimmta sæti, GS í sjötta, GV í sjöunda og GK í áttunda sæti. Þessar átta sveitir unnu sér allar sæti í a-riðlinum eftir högg- leik fyrsta daginn. Þijár sveitir voru í b-riðlinum og kepptu því um 9.-11. sætið. B-sveit GR hafn- aði í níunda sæti, B-sveit GA í tíunda og GSS í því ellefta. Sigursveit Leynis var skipuð þeim Þórði E. Ólafssyni, Birgi Hafþórs- syni, Helga Dan Steinssyni og Willy Blumenstein. Liðstjóri var Kristvin 'Bjanrason'......... Morgunblaðið/Frosti 3. flokkur karla hjá KR, íslands- og bikarmeistari 1991. Fremsta röð frá vinstri: Jón Óskar Sæmundsson, Eiríkur Kristófersson, Atli Knútsson, Þorsteinn Bogason fyrirliði og Simon Þorsteinsson. Miðröð frá vinstri: Ragnar Guðjónsson, Brynjar Gunnarsson, Guðmundur Gauti Guðmundsson, Ásmundur Haraldsson, Andri Sveinsson og Óli B. Jónsson. Aftasta röð frá vinstri: Gunnar Þjóðólfsson liðsstjóri, Þorsteinn Jóhannsson, Georg Lúðvíksson, Jón Sigurðs- 'soV.'örvár Óláfssön,' Nök'kvi 'Gunnarsson, Daði Ingólfsson, Anton Pálsson, Jón Már Ólason liðsstjóri og Haraldur Haraldsson þjálfari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.