Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991 27 . M.QRGUNBLAÐIÐ.FJMMXUDAGUB 26..SEPTEMBER.1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Kvótinn, Eyjar og Þorlákshöfn Eg er mjög óhress með það, að á átta ára afmæli kvót- ans og fiskveiðistefnunnar er haldinn einhver mesti vanda- málafundur sem haldinn hefur verið um sjávarútvegsmál í Eyjum. Það var Hilmar Rósmunds- son, framkvæmdastjóri Útvegs- bændafélags Vestmannaeyja, sem þannig komst að orði á fjölmennum fundi Skipstjóra- og stýrimannafélags Eyja, að því er segir í sérblaði Morgun- blaðsins um sjávarútveg, „Úr verinu.“ Framkvæmdastjóri Útvegs- bændafélagsins var ekki einn um þessa skoðun. „Þeir Eyja- menn, sem tjáðu sig á fundin- um, lýstu allir yfir andstöðu við núverandi kvótakerfi og vildu taka upp sóknarmark að nýju,“ segir í frásögn blaðsins af fund- inum. Á sarpa tíma greina fjölmiðl- ar frá viðræðum um hugsanleg kaup Útgerðarfélags Dalvík- inga á meirihluta í Meitlinum í Þorlákshöfn og flutningi á kvóta fyrirtækisins norður. Meitillinn hefur gegnt stóru hlutverki í atvinnulífi Þorláks- hafnar. Þar vinna á annað hundrað mannns, auk áhafna tveggja togara, að ógleymdum fjölda hliðarstarfa í margs kon- ar þjónustu við veiðar og vinnslu. Þórður Ólafsson, formaður Verkalýðsfélagsins Boðans, segir í viðtali við Morgunblaðið um þetta efni: „Svona lagað á ekki að geta átt sér stað í þessu þjóðfélagi, því með sölu kvótans væri verið að leggja allt í rúst hér í pláss- inu ... Og það sem verst er, í augnablikinu er ekki sjáanlegt hvað ætti að koma í staðinn. Það er ekkert sem getur komið í staðinn fyrir kvótann." Hlutafjársjóður á rúmlega 48% hlutafjár í Meitlinum. Að sögn Guðmundar Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, er það „grundvallarstefna Hluta- fjársjóðs, að hjálpa mönnum við að halda fyrirtækjum sínum gangandi í heimabyggð. Vá- tryggingafélag íslands á 3,5% hlutabréfa í Meitlinum og hefur því eins konar oddastöðu ef ágreiningur kemur upp milli Hlutafjársjóðs og annarra eignaraðila. Ölfushreppur hefur þegar óskað eftir kaupum á hlutabréfum VÍS í Meitlinum til að halda kvótanum í heima- byggð. Fólkið í Þorlákshöfn, sem á allt sitt, eða fast að því, undir veiðum og vinnslu, fylgizt kvíðið með því, hvern veg kvót- inn kann að leika heimabyggð þess, atvinnu og afkomu. Það kom glöggt fram í viðtölum Morgunblaðsins við íbúa á staðnum. Þórarinn Grímsson, vöruflutningabílstjóri, sagði t.d.: „Þetta lýsir Sambandinu vel. Það byggði upp þennan stað og nú ætlar það að drepa hann niður, bara vegna þess að frammámenn SIS búa fyrir norðan. Maður veltir þessu auð- vitað fyrir sér, enda stendur maður uppi með verðlausar eignir hérna ef af þessu verð- ur...“ Jóna Egilbertsdóttir, vigtarmaður, sagði: „Það er al- veg ógurlegt til þess að hugsa að hægt sé að leggja heilt þorp í rúst með því að selja kvóta...“ Á átta ára afmæli kvótans o g fiskveiðistefnunnar efnir Skipstjóra- og stýrimannafé- lagið Verðandi til „einhvers mesta vandamálafundar sem haldinn hefur verið um sjávar- útvegsmál í Eyjum“. Á sama tíma standa íbúar Þorlákshafn- ar frammi fyrir þeim möguleika að réttur þeirra til sækja lífsbjörgina á fiskimið í grennd- inni verði seldur í annan lands- fjórðung. Þau er ófá sjávar- plássin í landinu, sem gætu hugsanlega staðið í svipuðum sporum og Þorlákshöfn. Eðlilegt er að spyija, hvort fískveiðistefnan og kvótinn hafi náð því meginmarkmiði að byggja nytjastofna upp í há- marksstærð, miðað við aðstæð- ur í lífríki sjávar á hverri tíð, það er að laga veiðisókn að veiðiþoli? Höfum við nálgast það mark, sem við settum okk- ur, að ná þeim sjávarafla, sem rannsóknir standa til að veiða megi, með sem minnstum til- kostnaði, og unnið hann með þeim hætti, sem gefur hæst verð á erlendum mörkuðum? Eða hefur okkur miðað lítt til réttrar áttar, jafnvel aftur á bak? „Þeir Eyjamenn, sem tjáðu sig á fundinum lýstu allir yfir andstöðu við núverandi kvóta- kerfi,“ segir í frétt af „vanda- málafundi" um sjávarútvegs- mál í því gamalgróna sjávar- plássi. Raunar taldi fram- kvæmdastjóri Útvegsbændafé- lagsins „að öll meginmarkmið kvótakerfisins hefðu brugðizt". Þannig svöruðu Eyjamenn framangreindum spurningum. Trúlega eru þeir í Þorlákshöfn ekki ólíkrar skoðunar. Er ekki mál að stokka upp spilin? Fundur Davíðs Oddssonar og George Bush; Afvopnun á höfunum ekki forgangsverkefni NATO New York. Frá Karli Blöndal fréttaritara Morgunblaðsins. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og George Bush Bandaríkjafor- seti voru sammála um það á fundi sínum í New York í fyrradag að afvopnun á höfunum væri ekki forgangsverkefni Atlantshafs- bandalagsins (NATO). Davíð kvaðst í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins hafa greint frá stefnu sinni og Sjálf- stæðisflokksins varðandi afvopnun í höfunum, sem ýmsir hafa sagt að nú sé lag að knýja fram. „Eg lét í ljós að svokölluð afvopnun í höfunum væri ekki forgangsverk- efni NATO og forsetinn var hjart- anlega sammála um það. Hann taldi að flestir leiðtogar NATO- ríkja væru þessarar skoðunar, NÁTO hefði byggst (upp sem bandalag sjóvelda á smum tíma og það væri mikilvægt að halda þeirri stöðu klárri. Jafnframt var vakin athygli á því að bandalagið Víkingaskipim Gaia, Saga Siglar og Oseberg í New York höfn í gær. hefði sjálft einhliða fækkað í sínum herafla á hafi án nokkurra samninga,“ sagði Davíð. „Það er árangur, sem vert er að horfa til.“ Davíð kvaðst þeirrar hyggju að tryggja þyrfti flotastöðu Atlants- hafsbandalagsins og bætti við að þótt þau ríki, sem áður hétu Sov- étrikin, drægju úr flota sínum hefðu þau t.d. enn járnbrautir til að flytja herafla sinn á meðan NATO þyrfti að flytja heri yfir Atlantshafið. „Allir þessir þættir þurfa að kveðast á og ég tel mikil- vægt að það sé samstaða í Atlants- hafsbandalaginu um það,“ sagði Davíð. 25. september gerður dagur Leifs heppna í New York: Davíð og Gro Harleni taka á mótí víkingaskipum í borginni öllum sviðum efnahagslífsins. „Ég hygg að góðir viðskiptamenn og þeir, sem trúa á fijálsa samkeppni, viti að verði mjólkurkýrin drepin verður enga mjólk að hafa,“ sagði Davíð. „Við, sem trúum á fijálst framtak og lýðræði, ætlum ekki að drepa mjólkurkúna okkar.“ Brundtland kvaðst vera á öðru máli en Davíð. „Ég vil bæta því við orð forsætisráðherra, að handan járntjaldsins sáum við hörmungar kerfis, sem ekki virkaði, þannig að ég er sammála orðum Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra um það at- riði. Hins vegar held ég að ekki megi horfa framhjá þeirri staðreynd að lýðræði mun ekki aðeins bera árangur í þjóðfélagi fijálsræðis þar sem fólk ákveður hvernig það eigi að nota rétt sinn, heldur þarf einn- ig ramma þar sem lýðræði setur leikreglurnar,“ sagði Brundtland. „Fijálst framtak er engin lausn eitt og sér.“ Útgerðarmaðurinn Knut Kloster, sem átti hugmyndina að siglingu víkingaskipanna og hefur lagt mik- ið fé af mörkum til að hrinda henni í framkvæmd, sagði að þótt tilefni fararinnar væri að minnast Ameríkusiglingar Leifs heppna væri ekki ástæða til að beija sér á bijóst og veifa fánum. „Fremur ættum við að nota tækifærið til að sýna hve mikilvægt það er á okkar dögum að andi landafunda miðist að því að móta sameiginlega framtíð okkar; viðvarandi og rétt- láta framtíð til handa öllu mann- kyni,“ sagði Kloster. Áætlað er að víkingaskipin þijú komi til Washington 9. október og mun hinn norskættaði Walter Mondale, varaforseti.Jimmys Cart- ers og forsetaframbjóðandi demó- krata árið 1984, taka á móti þeim. Frá Washington verður siglt áfram suður á bóginn til ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um umhvprfis- og þróunarmál, sem haldin verður í Rio de Janeiro í Brasilíu í júní und- ir heitinu Jarðarfundur ’92. Mörg lönd verða heimsótt á leiðinni. Sú nefnd, sem gengur undir nafninu Brundtland-nefndin, gaf árið 1985 út skýrsluna „Sameigin- leg framtíð okkar“ þar sem leitað er lausna á fátækt í heiminum með hliðsjón af því að varast beri meng- unargildrur iðnþróunar. Brundtland sagði á blaðamannafundinum í gær að þróunarríkin yrðu að sneiða hjá þeim stigum iðnvæðingar, sem mest mengun fylgdi. Það . yrði aðeins gert með víðtækum alþjóðasamn- ingum og aðstoð, bæði hvað varðar fé, tækni og vísindi. Öðru vísi væri ekki hægt að sannfæra þriðja heim- inn um að hann ætti að fara aðrar leiðir en þau ríki, sem sök eiga á vandanum. Brundtland sagði að ferð vík- ingaskipanna sýndi að Atlantshafið skildi íslendinga og Norðmenn ekki að; „þvert á móti erum við samein- Morgunblaðið/Reuter Forsætisráðherrarnir Gro Harlem Brundtland og Davíð Oddsson við höfnina í New York í gær með eitt víkingaskipanna í baksýn. New York. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. VÍKINGASKIPIN Gaia, Oseberg og Saga Siglar sigldu í gær til hafn- ar í New York og tóku Davíð Oddsson forsætisráðherra og Gro Harl- em Brundtland, forsætisráðherra Noregs, á móti þeim. Haldin var athöfn og þar var lesin yfirlýsing Davids Dinkins, borgarstjóra New York, um að hér eftir yrði 25. september dagur Leifs Eirikssonar í borginni. Eftir að hafa ávarpað um eitt þúsund manns á bryggju 16 í Southside Seaport á Manhattan-eyju héldu Davíð og Brundtland sameiginlegan blaðamannafund í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem rætt var um fund Vínlands og umhverfisverndar- mál undir borðum og spurningum úr hópi um 60 blaðamanna var svarað. Davíð Oddsson sagði að tilgangur siglingarinnar væri ekki að þreyta kapphlaup aftur í mannkynssöguna um það hver hefði átt stærstan hlut; „við erum ekki að kreijast Verð- launa fyrir að hafa verið fyrstir," sagði hann. Davíð sagði að tilgang- ur ferðarinnar væri að minnast Leifs heppna, „sonar íslands og sonarsonar Noregs", og leggja áherslu á náttúruna og umhverfið. Brundtland kvað tilgang ferðar- innar tvíþættan: „í fyrsta lagi er ætlunin að leggja áherslu á fyrstu kaflana í sameiginlegri sögu Norður-Ameríku, Noregs og Is- lands. í öðru lagi viljum við vera kveikjan að sameiginlegum hugsun- arhætti... Rétt eins og víkingar héldu á haf út í leit að nýjum auð- lindum þarf mannkyn nú að nema ný lönd ef við eigum að tryggja næga orku, mat og vatn fyrir íbúa heimsins, þegar þeir verða orðnir helmingi fleiri en nú, einhvern tímann á 21. öldinni," sagði Brundt- land, sem hefur frá árinu 1983 verið formaður alþjóðanefndar Sameinuðu þjóðanna um umhverf- is- og þróunarmál (WECD). uð af Atlantshafinu og þannig mun- um við vera áfram.“ Davíð sagði á blaðamannafund- inum að íslendingar legðu áherslu á að nýta auðlindir náttúrunnar af skynsamlegu viti. Afkoma íslend- inga byggist á náttúrulegum auð- lindum og hyrfu þær væru góð ráð dýr. Hann sagði einnig að náttúran yrði fremur vemduð með fijálsri samkeppni í iðnaði og viðskiptum en afskiptum ríkisins. Það hefði komið fram þegar stjórnir Ráð- stjórnarríkjanna féllu, að umhverf- ismál þar vom í molum og mengun allsráðandi þrátt fyrir ríkisforsjá á Málflutningi í Ávöxtunarmálinu lokið: Verjendur gagnrýna rann- sókn lögreglu og skiptastjóra Sakborningar sagðir yfirheyrðir á röngum f orsendum ÁVÖXTUNARMÁLIÐ var dómtekið í gær að loknum málflutn- ingi. í ræðu sinni mótmælti Sigurður G. Guðjónsson öllum ákærum á hendur skjólstæðingi sínum og gagnrýndi rannsókn málsins og þátt skiptastjóra og ákæruvalds í því. Jón Magnús- son hélt einnig fram sakleysi skjólstæðings síns, Hrafns Back- hmann, og vefengdi framburð vitna sem borið hafa gegn hon- um og sagði að rannsóknarlögregla hefði árangurslaust reynt að veiða játningu upp úr honum með röngum staðhæfingum um framburð annarra. Sigurður G. Guðjónsson hrl. mótmælti því að byggt yrði í málinu á skýrslu þeirri sem Reyn- ir Ragnarsson gaf fyrir skipta- rétti eftir gjaldþrot Ávöxtunar. Hann sagði að samkvæmt gjald- þrotalögum bæri skiptastjóra að tilkynna ríkissaksóknara ef grun- ur léki á að lögbrot hefðu verið framin. Samkvæmt því hefði skiptaráðandi átt að gera Reyni grein fyrir því við skýrslutökuna að hann hefði réttarstöðu grunaðs manns áður en farið hefði verið að leggja fyrir hann leiðandi og villandi spurningar. Hann sagði að skiptaréttur hefði sent ríkis- saksóknara skýrslu endurskoð- anda sem fenginn var til að yfirf- ara reikningsskilin með þeim orð- um að þegar skýrslan væri lesin í heild þætti sýnt að við gerð ásrsreikningsins hefði verið brotið gegn lögum. Þar með hefði ten- ingunum verið kastað og eftir það hefði öll rannsókn málsins miðað að því að sanna sekt en ekki að því að kanna jafnt það sem benti til sýknu og sektar. Sigurður sagði að í skýrslu endurskoðand- ans um reikningsskil Ávöxtunar væri talað eins og merking hug- taksins góð reikningsskilavenja væri fast í hendi þegar góð reikn- ingskilavenja væri best skilgreind með þeim orðum Ragnars Kjart- ansson stjórnarformanns Haf- skips að góð reikningsskilavenja væri í raun orð síðasta ræðu- manns. Ársreiningur í samræmi við bókhaldslög Reynir Ragnarsson er ákærður í tveimur köflum ákærunnar fyrir að hafa ásamt Pétri Björnssyni og Ármanni Reynissyni, af asetn- ingi, rangfært ársreikning Ávöxt- unar sf. fýrir árið 1987 með því að ofmeta tekjur og eignir, leyna skuldastöðu Péturs og Ármanns og tengdra aðila við félagið. Hon- um er einnig gefíð að sök að hafa sjálfur rangfært tií tekna og eigna um 20 milljónir króna og að hafa að aflokinni endur- •skoðun áritað ársreikninginn fyr- irvaralausri og fullri endurskoð- unaráritun að því er varðar tekju- og gjaldauppgjör og kröfueign félagsins án þess að hafa tekið óháða afstöðu eða aflað sér sjálf- stætt upplýsinga til að meta hana. Sigurður Guðjónsson sagði að í málflutningi sækjanda fyrir rétti hefði ekki verið heil brú hvað þetta varðaði, hvorki hvað varð- aði hina hlutlægu þætti málsins né hvað varðaði huglæga afstöðu Reynis Ragnarssonar og annarra sakborninga. Sigurður sagði að ársreikningurinn væri í einu og öllu í samræmi við bókhaldslög sem giltu ein um reikningsskil sameignarfélaga. Ekki þyrfti að velkjast í vafa um að þrotabú Ávöxtunar hefði ekki skilað af sér nægum fjármunum til að greiða allar skuldir en það þýddi ekki að sjálfgefið væri að sömu eignir hefðu verið ofmetnar þar sem með gjaldþrotaskiptum væri kippt grundvellinum undan því að eignirnar gæfu af sér tekjur í framtíðinni. Með áframhaldandi viðskiptum hefði verið unnt að ná inn meira fé en bústjórn virt- ist hafa gengið út frá því að við gjaldþrot væri allt ónýtt. Lögmað- urinn rakti nokkrar kröfur sem taldar væru tapaðar og rökstuddi að þær hefði í raun verið auðinn- heimtanlegar. Hann sagði að ákæruvaldið gæti með engu móti sýnt fram á blekkingar og rang- færslur af ásetningi gagnvart sakborningunum. Hann sagði að fyrir lægi að mistök hefðu verið gerð við vaxtafærslu og sagði að mikið mál hefði verið gert úr því að í einu tilviki hefðu áætlunartöl- ur verið notaðar í ársreikningi. Hann sagði að áætlanir væri að finna í fjölmörgun ársreikningum og rakti dæmi þar um. Sigurður sagði að endurskoðun væri ekki nákvæmnisvísindi og það þyrfti sterk og góð sönnunargögn til að halda fram að hlutir hefðu verið falsaðir í blekkingarskyni. Það eitt og sér að röng tala væri til- greind væri ekki nóg. Sanna þyrfti að tilgangurinn hefði verið sá að blekkja. Áritun Reynis Ragnarssonar á ársreikninginn hefði hvorki verið fyrirvaralaus né væri því þar haldið fram að ársreikningurinn gæfi glögga mynd af rekstri og efnahag Ávöxtunar. Í árituninni væri vísað til bréfs Reynis með ýmsum at- hugasemdum og það bréf væri ófrávíkjanlegur hluti áritunarinn- ar. Gerðir væru fýrirvarar um að eigendur Ávöxtunar skulduðu 11,2 milljónir af 70 milljóna skuldabréfaeign félagsins og um mikil vanskil á kröfum, gerður væri fyrirvari um verðmæti eign- arhluta í fyrirtækjum og varðandi aðra kröfueign. í áritun hefði Reynir Ragnars- son sagt að hann teldi að árs- reikningurinn sýndi ákveðna mynd af stöðu félagsins þannig að unnt væri að gera sér grein fyrir að staða þess væri erfið og viðkvæm. Hann teldi mikilvægt að selja fasteignir og eignarhluta í fyrirtækjum sem fyrst til að koma lausafjárstöðu í viðunandi horf. Forstöðumaður bankaeftir- lits vildi kalla þetta fyrirvaralausa áritun en sú fullyrðing væri óskilj- anleg þar til menn tækju inn í myndina að verið væri að stefna bankaeftirlitinu fyrir að hafa brugðist skyldum sínum við eftir- lit með starfsemi Ávöxtunar. Því héldi forstöðumaður þess fram út í bláinn að hann hefði verið blekktur. Ekki gei*t í blekkingarskyni Sigurður G. Guðjónsson kvaðst telja sannað að Reynir Ragnars- son hefði ekki áritað ársreikning- inn í blekkingarskyni enda væru engin skynsamieg rök fyrir því að löggiltur endurskoðandi, sem ræki fyrirtæki á sínu sérsviði og ynni sem óháður sérfræðingur fyrir fjölmörg fyrirtæki, tæki þá áhættu að rangfæra ársreikning Ávöxtunar, fyrirtækis sem hann væri ijárhagslega óháður. Ekkert styddi það að Reynir Ragnarsson hætti framtíð sinni með þvi. Hagsmunir hans væru að varð- veita starfsréttindi sín og heiður og framtiðaraflahorfur á þeim vettvangi sem hann væri sérfræð- ingur á. Sigurður sagði að enda þótt svo ólíklega færi að Reynir yrði talinn sannur að sök þá væru brot hans fyrnd enda hefðu liðið meira en tvö ár frá því þau voru framin uns ákæra var birt og í millitíð- inni hefði fyrning ekki verið rofin með lögformlegum hætti af lög- reglustjóra eða löglærðum full- trúa. í þriðja kafla ákærunnar er Reyni gefíð að sök að hafa staðið að villandi gerð ársreiknings Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf. ár- ið 1984 með því að ofmeta tekjur og eignir og leyna skuldastöðu Péturs og Ármanns og tengdra aðila við sjóðinn. Ennfremur er Reyni gefi að sök að hafa að lok- inni endurskoðun gefið fyrirvara- lausa áritun á reikninginn. Sig- urður G. Guðjónsson sagði að þessi ákæruliður væri slík fásinna að hann vorkenndi sækjanda að þurfa að bera þennan samsetning á borð fyrir dóminn. Hann minnti á að árið 1987 hefði verið fyrsta- starfsár Verðbréfasjóðs Ávöxtun- ar og á fyrsta starfsári væri eðli- legt að varfærni væri gætt við að afskrifa kröfur enda lítið farið að reyna á það hvað væri tapað. Reynir hefði engu að síður skrifað öllum lögmönnum sem voru með kröfur í innheimtu og fengið þau svör að ekki væri unnt að fullyrða um nokkra kröfu að hún væri töpuð. Meira hefði honum ekki borið að gera. Þá hefðu engin gögn verið lögð fram um hvað af kröfum sjóðsins hefði tapast, dóminum væri ætlað að taka full- yrðingar skilanefndar trúanlegar. Ársreikningurinn væri vandlega unninn qg svaraði í öllu til krafna hlutafélagalaga, og ekki stæði steinn yfir steini í ákærunni. Þá væru þessi fyrirtæki í þannig starfsemi að ástæðulítill fyrirvari endurskoðanda í ársreikningi þeirra væri til þess fallinn að kippa jafnvel fótunum undan þeim, þar sem slíkt gæti valdið mikilli ásókn í innlausn og þessi fyrirtæki væru viðkvæm fyrir slíku enda væru þau að ávaxta peninga fólks með öðrum hætti en þeim að geyma þá á sparisjóðs- bókum. Sigurður G. Guðjónsson sagði að framburður fyrrverandi stjórnarformanns verðbréfasjóðs- ins um að Reynir Ragnarsson hefði verið sérstaklega virkur í starfi fyrir sjóðinn væri furðuleg- ur og rangur. Lögmaðurinn spurði hvort Reynir Ragnarsson hefði ekki fengið hærri þóknun en 320 þúsund frá Ávöxtun ef hann hefði verið óvenju virkur í starfi fyrir hann. Sigurður sagði að sér þætti lítilmannlegt af fyrr- verandi stjórnarformanni að reyna að firra sig ábyrgð með því að skella skuld á Reyni Ragnars- son. Sigurður G. Guðjónsson mót- mælti kröfum um að Reynir yrði sviptur réttindum löggilts endur- skoðanda og sagði meðal annars fráleitt að gera kröfur um rétt- indasviptingu nema fyrir svo stór- felld brot að jafnframt yrði dæmd óskilorðsbundin fangelsisrefsing en slíks hefði ekki verið krafist. Hrafn heldur fram sakleysi Hrafn Bachmann fyrrum fram- kvæmdastjóri Kjötmiðstöðvarinn- ar er ákærður ásamt Pétri Björns- syni og Ármanni Reynissyni í ein- um kafla ákærunnar fyrir að hafa selt með eigum Veitingamanns- ins, deildar í Kjötmiðstöðinni, tæki sem háð voru kaupleigu- samningum og leynt kaupendur eignarréttarfyrirvaranum. Veij- andi Hrafns, Jón Magnússon hrl., flutti varnarræðu sína síðastur veijendanna og sagði að skjól- stæðingur sinn hefði frá upphafi haldið staðfastlega frarn sakleysi sínu. Jón rakti hvers vegna hann teldi framburð kaupendanna og sölumannsins sem annaðist samn- ingsgerðina tortryggilegan. Hann sagði sölumanninn hafa brugðist skyldum sínuni með því að taka ekki saman rækilegt yfirlit yfir þau atriði sem skiptu máli við söluna, meðal annars veðskuldir, og kvaðst telja það brot á lögum um sölu fasteigna sem hann teldi einnig eiga við um sölu fyrir- tækja. Sölumaðurinn væri ekki fremur en kaupendurnir trúverð- ugt og óvilhallt vitni enda ættu allir þessir aðilar mikilla hags- muna að gæta í málinu. Jón rakti að Hrafn Bachmann hefði stað- fastlega borið að hafa skýrt kaup- endum frá þeim kvöðum sem á eignunum hvíldu. Hrafn hefði verið í persónulegum ábyrgðum vegna kaupleigusamninganna og hefði ekki þekkt kaupendurna nægilega vel til að treysta þeim til að efna þá; því hefði hann vilj- að greiða af þeim sjálfur eins og hann hefði gert í hálft ár eftir söluna, eða þar til Kjötmiðstöðin varð gjaldþrota. Jón vakti athygli dómsins á þvi hvemig rannsóknarlögregla hefði unnið að frumrannsókn málsins. Lögreglumaður hefði kynnt Hrafni það, að allir þeir sem við- staddir hefðu verið samnings- gerðina hefðu borið að spurt hefði verið hvort veðbönd hvíldu á ein- hveiju og Hrafn hefði neitað því. Þarna hefði lögreglumaðurinn reynt að villa um fyrir Hrafni í því skyni að knýja fram játningu enda hefði Ármann Reynisson áður gefið skýrslu um málið og sagt þá að hann minntist þess ekki að um þetta hefði verið spurt. Þá hefði ekki verið reynt í rannsókninni að leiða í ljós hvaða gögn hefðu legið fyrir við samn- ingsgerðina. Þetta væri enn eitt dæmi þess að rannsóknarlög- reglumenn skorti annaðhvort undirstöðumenntun eða gagn- menntun til að vita hvað felist í óvilhallri rannsókn. Þá kvaðst hann telja ljóst að eitt ákvæði samnings væri ekki hægt að skilja öðru visi en svo að kaupendurnir hefðu vitað um eignarréttarfyrir- varann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.