Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991
47
VELVAKAMDI
SVARAR í SÍMA
S91282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
muiP-
Virðing fyrir forfeðrum
Ég er afkomandi Snorra Sturlu-
sonar í 21. lið. Hann á 750 ára
dánarafmæli mánudaginn 23. sept-
ember. Ég votta virðingu mína fyr-
ir dánardægri hans og framlagi
hans til kynslóðanna, til Islendinga,
Noregs og norrænna þjóða. Frá
honum rennur hinn sterki arfur
bókmennta og upplýsingamenntar
söguþjóðarinnar.
Ég er afkomandi Ingólfs Arnar-
sonar í 29. lið. Ég votta virðingu
mína fyrir landnámi hans, og allri
Islandsbyggð sem runnið hefur af
hans rótum. Við íslendingar erum
einstök þjóð. Við erum Söguþjóðin
í norðri. Við erum geysilega vel
upplýst, vel menntuð og leitum fyr-
ir okkur um þekkingu. Engin þjóð
í heiminum hefur jafnmikið af bók-
um á almennum heimilum. Hvergi
var læsi orðið meðal heillar þjóðar
eins snemma og hér. Jafnvel venju-
legir bændur upp til sveita hafa
verið að skrifa margar liðnar aldir.
Yfirleitt tíðkast það meðal aðals-
stétta erlendis. Hver vejt sinn ætt-
aruppruna betur en við íslendingar,
nánast hver meðaleinstaklingur á
að geta rakið sig marga ættliði aft-
ur í tímann, með tiltölulega einföld-
um leiðum.
Við erum einstök, og höfum sér-
stöku hlutverki að gegna í veraldar-
sögunni, og það er að viðhalda og
styrkja ljós hins upplýsta manns;
að vera upplýstur, uppljómaður,
hugljómaður. Með þá birtu í sálarlíf-
inu stefnum við á rétta braut og
réttum það til annarra þjóða með
ráðum og dáð. Með því verður ís-
land talin þjóð meðal þjóða, sem
leggur fram mikilvægan skerf til
heimsmenningarinnar.
Rafn Geirdal
ÞAKKLAT UMRÆÐA
Unglingar
og kristin-
dómurinn
Ég tók á móti Jésu Kristi ekki
alls fyrir löngu og fann þá vel að
hann er raunverulega til.
Ég er sautján ára og er búinn
að vera í kristilegum skólasamtök-
um í eitt ár. í>að er mjög mikið af
ungu fólki á Islandi sem hefur alist
upp við það að Guð sé til, þau hafa
skírst og verið fermd en gera sér
ekki grein fyrir því að fermingin
er stærsta játning sem nokkur
maður getur gert. Smám saman
hætta krakkarnir að trúa á Guð og
halda áfram að lifa lífinu eins og
þeim hentar. Þetta kemur fyrir
mjög marga. Er ekki nauðsynlegt
að halda kristinfræðinni áfram al-
veg upp_ í tíunda bekk og jafnvel
lengur? ísland á nú að teljast krist-
ið land.
Svo eru það aðrir sem kynnast
öðrum trúarbrögðum. Svokölluð
Nýaldarhreyfing hefur breiðst út
um allan heim og alla leið til ís-
lands. Nýaldarsinnar halda því fram
að þeir geti læknað sjúka með stein-
um og allavega segulgræjum en
hinn einni sanni lækningamáttur
kemur frá Guði.
Ég vil hvetja þá sem eru óörugg-
ir í sínu trúarlífi til að lesa í Bibl-
íunni því í henni eru svör við mörg-
um spurningum sem við skiljum
ekki.
Ég vil benda nýaldarsinnum á
það sem stendur í öðrum kafla
Kólossubréfsins, áttunda versi:
„Gætið þess að enginn verði til að
hertaka yður með heimspeki og
hégómavillu, sem byggist á manna-
setningum, er runnið frá heims-
vættunum, en ekki frá Kristi.“
Lárus Páll Birgisson.
Undanfarnar vikur hef ég fylgst
með skrifum nokkurra góðra og
kvenna um kristindóm og nýöld.
Öll eigum við okkar heilögu sann-
færingu um okkar hjartans mál,
hvert sem það er. Ég vil gjarnan
grípa tækifærið í þessari umfjöllun
og þakka öllu því góða fólki sem
hefur miðlað mér af þekkingu sinni
um þessi mál og hjálpað mér að
skilja að Kristur er grundvöllurinn.
Þessir vinir mínir eru í öllum
stéttum þjóðfélagsins, í þjóðkirkj-
unni, kaþólska söfnuðinum og
ýmsum öðrum kristnum söfnuðum.
Meðal þessara vina minna eru ný-
aldarsinnar sem ég vil þakka sér-
staklega fyrir að hjálpa mér á spor-
ið í upphafi.
Kærar þakkir.
Sveinbjörg Guðmarsdóttir
=VAPLEX=
TREFJAGIPSPLÖTUR
ÁVEGGI, LOFTOGGÓLF
KANTSKURÐUR SEM EGG
ÖRUGGTNAGLHALD
A BRUNAFLOKKUR
VIÐURKENNT AF ELDVARNA-
EFTIRLITI RÍKISINS
HOLLENSK GÆÐAVARA
Þ.ÞOBEHlMSSOW &C0
ÁRMÚLA29, SfMI 38640
hvaðan kemur þú?
hver er tilgangur þinn
þessu Iffi?
Stiöm uspekistöói n gunnlaugur guðmundsson
*vs'- miðbæjarmarkaðnum
sendum í póstkröfu aðalstræti 9, sími 10 3 77
kæliskápar * frystiskápar * frystUdstur
GÓÐIR SKILMÁLAR
TRAUST ÞJÓNUSTA
/?anix
HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI (91) 24420
G0RE-TEX
SUPERPR00F
HHimiÍFffflS
Glæsibæ, sfmi 812922
PHILIPS
JÆ935,-
H^BKR.STOR.
PHILIPS
20 tommu
litasjónvarp
• Hágæða litaskjár
• Fullkomin fjarstýr-
ing semstýriröllum
aðgerðum
• Sjálfleitari
• 40 stöðva minni
• Sjálfslökkvandi
stillir
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20
ósamtút^uttc