Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 2
ipt ít:.tfinT'>in ít’mAtiíiArtnA.i flin/,,ianHrtftoM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991 Rekstur Blöndu- virkjunar hefst REKSTUR Blönduvirkjunar hefst með formlegum hætti klukkan fimm í dag þegar Jóhannes Nordal stjórnarformaður Landsvirkjunar ræsir fyrsta hverfii af þremur í rafaflsstöðinni. Framkvæmdir við virkjunina hóf- lag á miðju þessu ári er 13,2 milljarð- ust 1984, með jarðgangagerð og var þá stefnt að því að rekstur gæti hafist haustið 1988. Vegna breyttra markaðsaðstæðna var stíflugerð og niðursetningu véla frestað og gang- setning ákveðin í byrjun október 1991. Homsteinn var lagður að virkjun- inni fyrir rúmu ári. Hún 150 mega- vött að afli þegar allir hverflarnir hafa verið teknir í notkun, í mars á næsta ári. Áætlaður heildarkostnað- ur við Blöndttvirkjun miðað við verð- ar króna. Um næstu áramót verður önnur vél tilbú«n til notkunar og hin þriðja í mars á næsta ári. Stjórn og for- stjóri Landsvirkjunar, Halldór Jónat- ansson, verður viðstödd er hverfillinn verður ræstur, en stjórnina skipa Alfreð Þorsteinsson, Árni Grétar Finnsson, Finnbogi Jónsson, Guð- mundur Árni Stefánsson, Gunnar Agnars, Páll Gíslason, Páll Pétursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Sjávarútvegsráðherra: Leyfir ekki veiðar á fjórum háhyrningum ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra hefur ákveðið að veita Fána, styrktaraðilum Sædý- rasafnsins í Hafnarfirði, ekki leyfi til þess að veiða fjóra háhyrn- inga, sem Fána vildi fá að veiða og selja í dýragarða erlendis í íjáröflunarskyni. Holtavörðuheiði: Hálka veld- ur öngþveiti FLJÚGANDI hálka var á Holta- vörðuheiði í gærkvöldi, og olli nokkru umferðaröngþveiti. Margir bílar á norðurleið, sem ekki voru búnir nagladekkjum, urðu að snúa við sunnan við sælu- húsið á háheiðinni. Einn bill ók út af veginum, en ekki urðu meiðsli á fólki. Að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, bílstjóra á Hreyfli, sem leið átti norður yftr Holtavörðuheiði í gær- kvöldi, var ekki mikill snjór á heið- inni, en mikil hálka. Allmikið hvass- viðri var, og fylgdi því nokkur skaf- renningur. Hann sagði mikla um- ferð hafa verið um heiðina í gær- kvöldi og margir bílar hefðu þurft að snúa við þar sem þeir hefðu verið vanbúnir til aksturs við þessar aðstæður. Sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þessi ákvörðun hefði verið tekin vegna þess að litið væri á þetta til- tekna mál sem dýraverndarmál og það heyrði þar af leiðandi undir umhverfisráðuneytið. „Við teljum að þetta tiltekna mál lúti ekki hvalveiðimálum sem slíkum, heldur dýravemdarmálum og send- um því þetta erindi til umhverfis- ráðuneytisins til umsagnar. Umsögn þess ráðuneytis var neikvæð og því var ákveðið að hafna þessari beiðni. Það væri alveg óhætt að taka þessa hvali úr stofninum, en málið snýst bara ekki um það í þessu tilviki." Morgunblaðið/Sverrir Húseignin Hafnarstræti 5 sem Búnaðarbanki íslands hefur fest kaup á. Hugmyndir eru uppi um að brú tengi húsnæði bankans beggja vegna Hafnarstrætis í framtíðinni. Á innfelldu myndinni er eign Búnaðarbankans við Austurstræti 3, sem gekk upp í kaup- Búnaðarbankinn kaupir Hafnar- stræti 5 á 155 milljónir króna BÚNAÐARBANKI íslands hefur keypt húseignina Hafnarstræti 5, af Kaupvangi hf. Kaupverðið er 155 milljónir króna og er fast- eignin Austurstræti 3, sem metin er á 30 milljónir hluti af kaup- verðinu. Húseignin Hafnarstræti 5, er 2.970 fermetrar að stærð á þrem- ur hæðum ásamt kjallara og risi. Að sögn Sólons Sigurðssonar bankástjóra, er verið að huga að framtíðinni með þessum kaupum en ekki hefur endanlega verið ákveðið hvernig húsið verður nýtt. „Við þurfum að færa þá starfsemi sem var í Austurstræti 3,“ sagði hann. „Þar höfum við haft eina hæð ásamt risi undir bankastarf- semi. Við leigjum í Austurstræti 9 efri hæðina og þegar sá leig- utími rennur út þarf hugsanlega að rýma þar. Það er langt síðan að við höfum haft lausa skrifstofu í öllu húsnæði Búnaðarbankans í miðbænum og var orðið þröngt um. Þetta er nánast eini möguleik- inn sem við höfum til stækkunar í miðbænum og er hugmyndin að byggja brú yftr Hafnarstræti og tengja byggingarnar saman. Það hefur verið kannað og hugmyndin fengið góðar undirtektir." Náttúruverndarráð: Stöðva ber töku á kísil- gúr úr Mývatni hið fyrsta NATTURUVERNDARRAÐ hefur ályktað að stöðva beri kísil- gúrtöku úr Mývatni hið fyrsta, og að gengið verði frá námunni á skipulegan hátt. Þetta kemur fram í umsögn Náttúruverndar- ráðs um skýrslu sérfræðinga- nefndar um áhrif Kísiliðjunnar hf. á lífríki Mývatns, sem út kom í júlí síðastliðnum, en umsögn ráðs- Nú hleður fólk jafnvel bókum í innkaupakerrur - segir Lárus Blöndal bóksali sem hefur selt verzlun sína eftir 55 ára rekstur LÁRUS Blöndal bóksali, sem verzlað hefur með bækur í fimmtíu og fimm ár, stóð við búðarborðið í verzlun sinni við Skólavörðustíg- inn í síðasta sinn í gær, en þá tók Jón Hjálmarsson, sem keypt hefur verzlunina af Lárusi, við rekstrinum. Lárus hefur haft búð á Skólavörðustígnum síðan 1943, eða í 48 ár. „Ég bytjaði hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar 1936. Þá var Pétur Halldórsson, síðar borg- arstjóri, bóksali,“ sagði Lárus í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég var svo heppinn að fá starfið, þótt ég hefði ekkert starfað við bóksölu áður. Þarna var ég í fjögur ár. Gunnar Einarsson, forstjóri Isa- foldarprentsmiðju, sem prentaði þá Morgunblaðið, fékk mig til að setja í gang Bókaverzlun ísafoldar. Þar var ég í þtjú ár. Árið 1943 stofn- aði ég eigin bókaverzlun hér á Skólavörðustíg og hef verið hér í 48 ár. Þegar Morgunblaðshúsið var byggt voru þar tólf verzlanir á neðri hæðunum og ég opnaði þar útibú, þar sem ég var í tuttugu ár. Ég hef verið heppinn, haft gott fólk. Það hefur gert gæfumuninn. 011 þessi ár hef ég haft marga fasta viðskiptavini og haft samskipti við fjöldann allan af fólki." — Finnstþérmargthafabreytzt í bóksölunni á þessum árum? „Já, mesta breytingin var þegar bækur fóru í stórverzlanirnar. Við bóksalarnir leggjum alla búðina undir bækur, allan ársins hring. Stórverzlanirnar meðhöndla bæk- urnar hins vegar eins og harm- óníku, draga hana út í desember en hina ellefu mánuðina leggja þeir hana saman. Þessi samkeppni kom auðvitað niður á bókaverzlun- um, manni er sagt að fólk gangi jafnvel um og hlaði bókum í inn- kaupakerrur, sem við höfum aldrei þekkt.“ — Hefur þér fundizt áhuginn á bókunum dvína? „Ég er nú ekki frá því. En þó er ævinlega sami andinn 4 desem- Morgunblaðið/KGA Lárus Blöndal í verzlun sinni. ber. Foreldrar og ættingjar hugsa alltaf um börnin og leita til bóka- búðanna að gjöfum handa þeim. Sem betur fer eru bækur ennþá mikið notaðar til jólagjafa." — Að hveiju snýrðu þér núna þegar þú hættir verzlunarrekstri? „Ég er nú orðinn sjötíu og sjö ára, en ég bíð eftir vorinu. Tijá- rækt og gróður eru mitt hugðar- efni, svo ég vona að skammdegið líði fljótt:"—--------------------- ins var send umhverfisráðherra á fimmtudaginn. Róbert B. Agnars- son, framkvæmdastjóri Kisiliðj- unnar hf., segir umsögn Náttúru- verndarráðs óskiljanlega í ljósi niðurstaðna sérfræðingaskýrsl- unnar, þar sem því væri slegið fram að sveiflur í lífríki Mývatns verði ekki tengdar starfsemi Kísiliðjunnar. I umsögn Náttúi-uvemdarráðs segir að það sé mat ráðsins að endur- skoða beri skilmála gildandi námu- leyfis Kísiliðjunnar hf. Nauðsynlegt sé að í endurskoðuninni verði tekið fullt tillit til þess að Mývatnssvæðið sé einstök náttúrugersemi, sem verndað sé samkvæmt landslögum og með alþjóðasamþykkt. Náttúru- vemdarráð vill að endanleg mörk svæðis og tímamörk kísilgúrvinnsl- unnar verði ákvörðuð frá vísindaleg- um forsendum, og gerð verði sérstök áætlun um lok starfseminnar. Náttúruverndarráð vill að tíma- mörk námuleyfis Kísiliðjunnar verði þrengd, þannig að þau verði miðuð við það efnismagn, sem nýtanlegt er innan ramma laga um verndun Mývatns og Laxár, og í samræmi við það markmið núgildandi námu- leyfis að eigi verði verulegar og var- anlegar breytingar til hins verra á gróðri í og við Mývatn. Þá verði námuvinnsla að öðru jöfnu takmörk- uð við þau svæði í Ytriflóa, sem eru innan marka núgildandi námuleyfis frá 10. desember 1986, og engin námuvinnsla verði heimiluð innan netlaga. Ráðið telur nauðsynlegt að lok kísilgúrtöku fari fram á skipuleg- an hátt og innan þeirra marka, sem þegar hafa verið dregin í Ytriflóa samkvæmt námuleyfi. Meðal annars þurfi að ganga þannig frá endan- legri afmörkun námusvæðisins að breytingar á jöðrum þess hafi sem minnst áhrif á lífríkið, og undirbúa þurfi áætlun um vöktun breytinga og framfylgja henni. Þá þurfi að kanna nánar aðgerðir til þess að draga úr skaða sem þegar sé orðinn af völdum kísilgúrtöku úr Mývatni, og Náttúruverndarráð vill að engin námuvinnsla verði heimiluð sunnan Teigasunds, en það telur að nú þeg- ar liggi fyrir nægar upplýsingar til þess að hafna algerlega hugmyndum um kísilgúrvinnslu í Mývatni sunnan Teigasunds. Slík vinnsla, jafnvel þó hún færi aðeins fram í tilrauna- skyni, hefði í för með sér verulega röskun á setburði í vatninu og þar með átuskilyrðum, til viðbótar þeirri miklu röskun sem þegar sé orðin. Róbert B. Agnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf., sagð- ist í samtali við Morgunblaðið í gær ekkert skilja'í þessari niðurstöðu Náttúruverndarráðs. „Þeir eru þarna að ijalla um náttúruþátt málsins, en síðan koma inn í þetta hinir félags- legu og hagrænu þættir. Þetta á eft- ir að fara sína leið og ég á von á því að í þessu máli verði skynsemin látin ráða,“ sagði hann' Eiður Guðnason umhverfisráð- herra sagðist ekki vilja tjá sig um untsögn Náttúruverndarráðs að svo stöddu. „Iðnaðarráðuneytið gefur formlega út námuleyfi Kísiliðjunnar, en þetta er umsögn um sérfræðinga- skýrsluna sem unnin var á vegum umhverfisráðuneytisins. Þessi mál eru órædd milli ráðuneytanna eftir þessar untsagnir, og menn munu taka sér góðan tíma til-ákvarðana í málinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.