Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTOBER 1991 • ; # ; I Viðnámsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum: Lánsfjárþörf hins opinbera átta milljörðum hærri en að var stefnt SÉRSTAKAR viðnámsaðgerðir sem rikisstjórnin greip til í maí sl. áttu að draga hreina lánsfjár- þörf hins opinbera á árinu saman um 6 milljarða kr. eða úr 34 milljörðum í um 28 millj. Vegna mun meiri útgáfu húsbréfa en áætlað var er lánsfjárþörf hins opinbera nú talin verða 36 miHj- arðar kr. á árinu. Friðrik Sop- husson fjármálaráðherra segir að beinn árangur af aðgerðum ríkissjórnarinnar í vor sé á bilinu 2-3 milljarðar kr. vegna hreinnar lánsfjárþarfar ríkissjóðs. Hún var áætluð 13,1 milljarður í vor og átti að lækka hana um 2,5 milljarða en er nú áætluð verða 12,1 milljarður. Ef ekki hefði verið gripið til aðgerða hefði hún hins vegar orðið um 15 milljarð- ar. Skv. frumvarpi til fjáraukalaga, sem lagt var fram á Alþingi í s.l. fimmtudag, kemur fram að rekstr- arhalli ríkissjóðs á þessu ári sé 2,4 milljörðum kr. hærri en að var stefnt með aðgerðum ríkisstjórnar- innar í vor eða 8,9 milljarðar. Þar vegur þyngst aukin þörf fyrir út- fiutningsbætur á landbúnaðaraf- urðir og framlag til Atvinnutrygg- ingadeildar Byggðastofnunar vegna tapaðra krafna. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í vor fólust m.a. í að lækka fjárveitingar og lántökur vegna hafnafram- kvæmda í tengslum við loðnubrest, til Lánasjóðs ísl. námsmanna, vega- mála og lántökur Byggðastofnunar. Með þessum aðgerðum átti að lækka lánsfjárþörf ríkisins um 2,5 milljarða kr. og draga heildarlánsfj- árþörf hins opinbera saman um 6 milljarða. í kafla fjárlagafrumvarpsins um lánsíjármál kemur fram að til við- bótar lánsfjárþörf ríkisins er talið að hrein lánsfjárþörf húsnæðislána- kerfisins verði um 22,3 milljarðar á árinu vegna aukinnar útgáfu hús- brefa. Heildarlántökur opinberra aðila og opinberra lánasjóða er því áætluð verða 35,9 milljarðar kr. á þessu ári í stað 28 eins og að var stefnt í vor. Þar sem innlendur lánsljármarkaður er þess ekki megnugur að fjármagna ríkissjóð er nú leitað heimildar til að brúa fjármögnun ríkissjóðs með erlendri lántöku að fjárhæð 13.600 millj. kr. Afhentí trúnaðarbréf Nýskipaður sendiherra Bretlands, hr. Patrick F.M. Wogan CMG, afhenti forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, trúnaðarbréf sitt 17. þ.m. Með þeim á myndinni, fyrir miðju, er Þorsteinn Ingólfsson ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins. ■ STARFSEMI Leikfélags Mos- fellssveitar er í þann mund að heíjast. Af því tilefni verður opið hús í aðstöðu félagsins laugardag- inn 5. október kl. 14 fyrir félaga og þá sem hafa áhuga á að líta inn. Laugardaginn 12. október verður leikfélagið með sölubás í Kolaportinu og er ætlunin að selja ýmsan varning til styrktar félaginu. Sveitungar og aðrir sem hafa áhuga á að styrkja leikfélagið geta gefið eitthvað til að selja í Kolaportinu. Þá er ekki annað en að koma með það í aðstöðu félagsins laugardag- inn 5. október. Verkefni Ieikfélags- ins fyrir áramót verður revía og eru það félagar sem semja hana alfar- ið. Leikstjóri verður Guðný Hall- dórsdóttir. Aðstaða Leikfélags Mos- fellssveitar er í Hlégarði, vestan megin. þjónusta kl. 10.30 STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Aðalsafnaðarfundur eftir mess- una. LAUGARDÆLAKIRKJA: Kvöld- guðsþjónusta kl. 21. Sr. Kristinn Ag. Friðriksson. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Org- anisti Hákon Leifsson. Sr. Svavar Stefánsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Fermingarbörn aðstoða. Organisti Örn Falkner. Sr. Tómas Guðmunds- son. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli yngstu barnanna í dag í safnaðar- heimilinukl. 13. Kirkjutónleikar Frið- riks V. Stefánssonar kl. 17. Barna- guðsþjónusta sunnud. kl. 11 og messa kl. 14. Messa í dvalarheimil- inu Höfða kl. 15.20. Nk. fimmtudag fyrirbænaguðsþjónusta, beðið fyrir sjúkum kl. 18.30. Organisti Jón Ól. Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 13. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson sjúkrahúsprestur. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabilinn. Messa kl. 14. Altarisganga. Organ- isti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kristín Asgeirs- dóttir. Sr. Einar Eyjólfsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermingarbörn taka þátt í helgihaldinu. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhanns- son. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Beata Joo. Sóknarprestur. SÚÐAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14. Organisti Beata Joö. Sóknarprest- ur. KRINGLUNNI 5 • SÍMI 692500 VÁTRYGGIMG SEM BRÚAR BILIB Þar sem velferðarkerfinu sleppir taka Sjóvá-Almennar við og tryggja fjárhagstöðu þína ef starfsorkan skerðist af völdum slyss eða veikinda. Kynntu þér málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.