Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991
21
þeirra, eins og reynslan er á Vest-
fjörðum.
Svo vitnað sé til ummæla Páls
Kr. Pálssonar, forstjóra Iðntækni-
stofnunar, stendur ekkert nær
byggðastofnunum í kjördæmun-
um, en leiðsögn í atvinnumálum
viðkomandi kjördæma.
Þáð hlýtur að vera verkefni
Byggðastofnunar, auk þess að efla
atvinnuþróunarfélögin til þrótt-
mikillar starfsemi á sínum vett-
vangi, að sjá til þess að í byggða-
stofnunum kjördæmanna verði til
staðar fagleg hlutlæg atvinnuráð-
gjöf, til könnunar vænlegra at-
vinnukosta, sem njóti fyllstu fyrir-
greiðslu Byggðasjóðs.
Bregðist stjórn Byggðastofnun-
ar ekki rétt við þessu hlutverki er
ekki einsýnt um stöðu þessarar
ágætu stofnunar. Það er vandséð
um hagnýt verkefni byggðastofn-
ana kjördæmanna, ef þaðan kemur
ekki forysta um faglega atvinnu-
ráðgjöf, sem er hafin yfír hags-
munapot einstakra aðila og deilur
á milli byggðalaga.
Byggðastofnun stendur frammi
fyrir tvíþættu verkefni; að efla
atvinnuþróunarfélögin annars veg-
ar og að reka sjálf faglega atvinnu-
ráðgjöf á eigin vegum hins vegar.
Atvinnuráðgjöfin á landsbyggðinni
er frumþáttur allar byggða-
aðgerða, sem ekki má vera háð
duttlungum breytilegra fjái’veit-
inga.
Kjaminn er sá að hér þarf til
meira raunsæi en kemur fram i
„bútastefnunni", sem einkennir
vinnubrögð stjórnar Byggðastofn-
unar. Staðreyndin er sú að at-
vinnuráðgjöfin er þýðingarmesta
forvarnarstarfið í byggðamálum.
Það er hlutverk byggðaaðgerða að
laða menn til ijárfestinga á lands-
byggðinni að öllu jöfnu. í því efni
er atvinnuráðgjöfin leiðandi starf.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Fjórðungssambands Norðurlands.
TÚLÍPANAR
Tul. urumiensis.
Tul. saxatilis.
Blóm vikunnar
Ágústa Björnsdóttir
224. þáttur
Túlípanar eru þær laukjurtir
sem Hollendingar eru frægastir
fyrir, þeir hafa ræktað þá lengi
og dreift um heimsbyggðina í
meira en 100 ár. Hér verður
minnst á öffáar tegundir — nöfn
sem sést hafa hér í blómaverslun-
um, sum árum saman en önnur
minna reynd og koma e.t.v.
ókunnuglega fyrir sjónir. Byijað
verður þá á garðatúlípönum,
einföldum, snemmblómstrandi:
Christmas Marvel skærrósrauð-
ur, leggir sterkir. Hentar vel til
inniræktunar.
Colour Cardinal dumbrauður,
purpuralitur að utan. Veðurþol-
inn.
Princess Irene skær-appelsínug-
ulur, dökkur í botni. Sjaldgæf eft-
irsótt litasamsetning. Mjög sterk-
legur. Þessir 3 eru 30-35 sm.
Fylltir snemmblómstrandi:
Schoonoord hvítur — heppilegur
úti og inni.
Peach Blossom — rósbleikur,
blómstór. Þessum tveim er mjög
fallegt að planta með perlulilju.
Carlton skarlatsrauður, stendur
lengi.
Fylltu túlipanarnir eru yfirleitt
um 30 sm á hæð.
Darwin-túlipanar eru þróttmikl-
ir og stæltir, hæð um 60 sm.:
Apeldoorn rauður með lítinn gul-
an blett { botni.
Golden Apeldoorn gullgulur með
svartan botn.
Gudoshnik daufgulur með rauðu.
Liljublómstrandi eða liljutúlip-
anar eru afar fínlegir og þokka-
fullir. Þeir eru allháir um 55 sm
og eru meðal þeirra sem seinast
blómstra. Njóta sín vel í beði með
fjölærum plöntum:
Aladdin rauður, gulbryddur.
West Point þykir bestur af gulum
liljutúlipönum.
White Triupmphator hrein-
hvítur á háum leggjum.
Greigi-túlipanar þykja með
harðgerðustu túlipönum og í hópi
þeirra sem líklegastir eru að tre-
ysta megi sem fjölærum. Blómin
oft tvílit og blöðin brúnflekkótt.
Einna kunnastur og eftirsóttastur
þeirra er Red Riding Hood —
Rauðhetta — sem lengi hefur
verið ræktuð hér með góðum ár-
angri. Hæðin um 20 sm.
Villitúlipanar eru til í þó nokkru
úrvali t.d.:
Tulipa saxatilis, notið vinsælda
hér á síðustu árum. Ber 1-3 blóm
á stilki. Litur lilla, botninn gulur.
Tulipa Tarda og Tul. urumiens-
ins eru íjölærar og hafa verið
ræktaðar hér í áraraðir með ágæt-
um árangri. Tul. pulcella humil-
is er smágerðastur þessara
síðasttöldu. Þeir eru allir lágvaxn-
ir um það bil 15 sm á hæð. Þá
má nefna enn einn Tul. Iinifolia
sem er með þeim allra lágvöxn-
ustu og ber stór rauð blóm. Þá
vildi ég geta tveggja „ijölblóma"
túlipana Tul. praestans Fusilier,
ber 3-5 rauð blóm á stilki og
blómstrar um mitt sumar. Sama
er að segja um Tul. Toronto sem
ber bleik blóm.
Að lokum langar mig að geta
um Darwin-túlipanann Queen of
Night — næturdrottningin — sem
löngum hefur verið eftirspurð og
þótt spennandi fyrir sinn dimm-
fjólubláa lit sem á slær svartri
slikju.
Góða skemmtun.
SPEHNANW!
Aðeins dregið úr seldum miðum!
Milljónir dregnar út í beinni úfsendingu á Stöð
annan hvern þriðjudag. í fyrsta sinn 15. október.
50% vinningshlutfall!
- efþú átt miða!