Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991 35 in sem notaður er til þess að end- rspegla þjóðarvitund Japana á runum eftir seinni heimsstyijöld- ia.“ Myndin hreppti gullverðlaun- i á Cannes 1990 en hún er byggð skáldsögu eins virtasta nútíma- ithöfundar Japans, Toshio íhimao. Þetta er þriðja mynd leik- tjórans. Enskur texti. Mexíkó Lóla („Lola“, 1990) segir frá x)lu og vinum hennar sem selja örur á söluborðum á götunni. iögusviðið er Mexíkóborg, sem nn er í rústum að hluta eftir jarð- kjálftana miklu 1985. Barnsfaðir vólu er á endalausum ferðalögum 'g hún annast fimm ára dóttur ína ein. Þegar hún skilur loks við nanninn verður móðurhlutverkið lenni byrði og sífelld uppspretta ektarkenndar. Lóla er fyrsta nynd mexíkanska leikstjórans Jaríu Novaro. Enskur texti. Noregur Til hins óþekkta („Til en ikjent“, 1990) er opnunarmyndin i hátíðinni. Þetta er fyrsta bió- nynd leikstjórans Unni Straume í úllri lengd en hún segir frá konu •em tekur að uppgötva bernsku >ína á nýjan leik og ákveður að ’erðast á puttanum heim til æsku- lóðanna í Vestur-Noregi. Hún fær 'ar með norskum manni og á ferða- agi þeirra fléttast atburðir í nú- íðinni saman við reynslu fortíðar- nnar. Eins og söguhetja myndar- nnar fæddist Straume í V-Noregi irið 1955, stundaði nám í kvik- nyndagerð frá 1976 til 1978 en il þessa hefur hún einungis unnið dð stuttmyndir. Enskur texti. Rússland 1-2-3-4-5 Dimmalimm „Zambri oumi voskresni", 1990) rerist árið 1947 í námuþorpi í Síberíu sem breytt hefur verið í 'angabúðir. Þar eru japanskir itríðsfangar og „óvinir alþýðunn- ir“ ásamt þorpsbúum. Myndin seg- r frá tveimur 12 ára börnum sem ilast upp í þorpinu þar sem tilvera búanna er bitur og gleðisnauð en )au ögra þessu ómennska um- iverfi. Leikstjórinn, Vitalí ianevskí, hreppti Felixinn fyrir )estu fyrstu mynd á síðasta ári m myndin var einnig sýnd í Cann- ís 1990. Enskur texti. Satan („Satan“, 1990) hreppti Mlfurbjörninn á kvikmyndahá- Jðinni í Berlín i ár og var likt við Btutta mynd um dráp eftir Pólveij- inn Krzysztof Kieslowski. Segir if skepnunni Vítalí sem rænir sjö íra stúlku og myrðir en krefur nóðurina samt um hátt lausnar- rjald. Um síðir kemur f ljós að norðinginn er að hefna sín fyrir íendurgoldna ást. Leikstjórinn, Victor Aristow, hefur sagt mynd- ina fjalla um brenglaða sjálfs- imynd, um ávana og siðvenjur sem við lifum í sátt og samlyndi við ^egnum brenglaða ímynd okkar. Enskur texti. Taxablús („Taxi Blues“, 1990) er gerð í samvinnu Rússa og Erakka og fjallar að nokkru um undirheimalýð Moskvuborgar. Leikstjóri og handritshöfundur er Pavel Longuine og hreppti hann leikstjóraverðlaunin í Cannes í fyrra fyrir þessa mynd sína. Hún segir frá leigubílstjóra sem er á kafi í svartamarkaðsbraski og sambandi hans við drykkfelldan gyðing og tónlistarmann sem öllum að óvörum slær í gegn. Leigubíl- stjórinn ærist yfir velgengni manns sem hann álítur aðeins auman drykkjurút. Um aðalpersónur sínar segir leikstjórinn: Milli þeirra þró- ast einkennilegt samband andans manna og alþýðumanna sem geta ekki búið saman né verið hveijir án annars. Enskur texti. Spánn Ó, Carmela („Ay, Carmela“, 1990) er eftir einn fremsta leik- stjóra Spánveija, Carlos Saura, sem oft hefur átt myndir hér á hátíðum. Með aðalhlutverkið fer Almodóvarleikkonan Carmen Maura en myndin gerist í spænsku borgarastyijöldinni og segir frá skemmtikröftum sem ferðast um og halda sýningar í sprengjutætt- um borgum. Myndin er byggð á samnefndum söngleik sem lengi gekk í Madridborg og leikkonan Maura var valin besta leikkona Evrópu fyrir leikinn í þessari mynd Saura. íslenskur texti. Lögmál lostans („La ley del deseo“, 1987) er eftir fremsta leik- stjóra Spánar í dag, Petró Almodó- var. Þetta er ein af eldri myndum hans, gerð á eftir Matador, sem hér var á kvikmyndahátíð 1987. Fyrir aðdáendur leikstjórans er myndin ómissandi en hún fjallar um skrautleg ástarmál samkyn- hneigðra á gamansaman hátt eins og Almodóvar er lagið. í Lögmáli lostans eru strákar með strákum, stelpur með stelpum, stelpur sem áður voru strákar... Enskur texti. Sviss Vegur vonar („Reise der Hoffnung", 1991) var sýnd hér á svissneskri kvikmyndaviku sl. vet- ur um það bil sem hún hreppti óskarinn sem besta erlenda mynd- in þetta árið. Leikstjóri er Xavier Koller en myndina byggir hann á blaðafregn. Hún segir frá bláfá- tækri tyrkneskri fjölskyldu sem heldur _ til fyrirheitna landsins, Sviss. Á leiðinni eru þau svikin og þau lenda í hörmungum í Ölpunum sem enda með ósköpum. Þetta er einkar minnisstæð mynd og þeir sem misstu af henni á svissnesku vikunni ættu að grípa hana nú. Þýskaland Heimkoman („Die Rúckkehr", 1990) er eftir einn fremsta leik- stjóra Þjóðveija, Margarethe von Trotta, sem fjallar iðulega um ver- öld kvenna og tilvistarvanda. Með aðalhlutverkið fer Barbara Sukowa en myndin fjallar um til- finningalega ringulreið, stöðuga baráttu milli þess sem er og þess sem virðist, ástríðu og afbrýði, ást og hatur. Þegar læknirinn Martha flýtur aftur heim til Þýskalands frá Afríku ýfast gömul sár. Margar- ethe er gestur hátíðarinnar. Ensk- ur texti. Homo Faber („Homo Faber“, 1990) er ný mynd eftir Volker Schlöndorff en með aðalhlutverkin í henni fer bandaríski leikarinn og leikritaskáldið Sam Shepard og Barbara Sukowa. Myndin er byggð á skáldsögu Max Frisch með sama nafni. Faber er kominn á miðjan aldur, fær vægt hjartaáfall og lendir skömmu síðar í flugslysi. Þessir atburðir verða til þess að hann tekur að endurmeta lifsvið- horf sín. Stelpukvikindið („Das schreck- liche Mádchen, 1990) er eftir Mich- ael Verhoeven, sem áður gerði Hvítu rósina, sanna sögu um and- spyrnu gegn nasistum í Þýska- landi. Stelpukvikindið byggir einn- ig á sönnum atburðum. Skóla- stúlka hyggst skrifa ritgerð sem heitir „Heimabær minn á dögum þriðja ríkisins" en samfélagið snýst öndvert gegn því. Þegar hún hefur fullorðnast hefst hún handa að nýju við að grafa upp óþægilegar heimildir um skuggalega fortið málsmetandi bæjarbúa. Sænskur texti. Samantekt: -ai. Komdu til okkar á DAGANA UM HELGINA Ljúfmeti af léttara taginu úr tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar verður á boðstólum, þar á meðal nokkrar nýjungar. Kynntu þér íslenska gæðamatið Nú hefur þú tækifæri til að kynna þér niðurstöður íslenska gæðamatsins á ostunum sem voru teknir til mats nú í vikunni. Ostameistaramir verða á staðnum og sitja fyrir svörum um allt sem lýtur að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sínum. Kynningarverð á ýmsum ostategundum. Nýir uppskriftabæklingar* OPIÐ HÚS kl. 1-6 laugardag og sunnudag að Bitruhálsi 2» Verið velkomin OSTA- OG SMJÖRSALAN SF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.