Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTOBER 1991 Morgunblaðið/KGA Sýning á skipatækjum í Laugardalshöll Samtök seljenda skipatækja standa fyrir sýningunni Betri brú ’92, sem haldin er í andyri Laugardalshallar 3. tii 6. þessa mánaðar. Átta fyrirtæki, sem selja siglinga- og fiskileitartæki, taka þátt í þessari sýningu, sem verður opin kiukkan 13-19 í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag. Þetta er þriðja sýningin, sem samtökin standa fyrir, en sú fyrsta var haldin árið 1988. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 3. október. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verd verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 90,00 88,00 88,64 1,369 121.355 Ýsa 130,00 121,00 123,13 0,553 68.092 Undirmálsfiskur 82,00 82,00 82,00 0,039 3.198 Ufsi 66,00 35,00 65,66 1,263 82.924 Skötuselur 300,00 300,00 300,00 0,029 8.700 Skarkoli 100,00 100,00 100,00 0,205 20.500 Lúða 88,00 79,00 85,66 0,219 18.759 Blandað 80,00 80,00 80,00 0,067 5.360 Blálanga 94,00 60,00 91,95 0,616 56.644 Koli 30,00 30,00 30,00 ' 0.056 1.680 Hlýri/steinbitur 105,00 90,00 91,14 0,381 34.725 Lúða 395,00 200,00 333,03 0,635 211.475 Karfi 58,00 45,00 48,91 1,244 60.839 Keila 59,00 40,00 58,47 0,791 46.251 Blálanga 90,00 56,00 84,87 1,053 89.366 Samtals 97,40 8,520 829.868 FISKMARKAÐURINN ÍSAFIRÐI Þorskur 82,00 82,00 82,00 0,963 79.007 Hlýri 78,00 78,00 78,00 0,043 3.354 Grálúða 98,00 96,00 96,38 1,067 102.842 Samtals 89,32 2,073 185.203 ALMAIMIMATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1. október 1991. Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.123 ’/e hjónalífeyrir 10.911 Full tekjutrygging 22.305 Heimilisuppbót , 7.582 Sérstök heimilisuppbót 5.215 Barnalífeyrir v/1 barns 7.425 Meðlag v/ 1 barns 7.425 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns 4.653 Mæðralaun/feðralaun v/2ja barna 12.191 Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri 21.623 Ekkjubætur/ekkilsbætur6 mánaða 15.190 Ekkjubætur / ekkilsbætur 12 mánaða 11.389 Fullur ekkjulífeyrir 12.123 DánarbSetUrí8ár(v/slysa) 15.190 Fæðinqarstyrkur 24.671 Vasapeningar vistmanna 10.000 Vasapeningar v/sjúkratrygginga 10.000 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar 1.034,00 Sjúkradagpeningar einstaklings 517,40 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri .. 140,40 Slysadagpeningareinstaklings 654,60 Slysadagpeningarfyrir hvert barn á framfæri ... 140,40 ■ SÝNINGU Péturs Halldórs- sonar í Galleríi Koti í Borgar- kringlunni lýkur laugardaginn 12. október. Síðasti sýningardagur átti að vera í dag, laugardaginn 5. októ- ber, en ákveðið hefur verið að sýn- ingin standi í eina viku til viðbótar. ■ KYNNING á vetrarstarfi ' í Seltjarnarneskirkju hefst mánu- daginn 7. október og stendur fram til sunnudagsins 13. október. Mánu- daginn 7. október, verður ungl- ingastarf og starf barna 10 til 12 ára kynnt á Eiðistorgi milli kl. 16 til 18 og um kvöldið verður sam- koma í Seltjarnarneskirkju kl. 20:30. Þriðjudaginn 8. október, verður barnastarf og mömmu- morgnar kynntir milli kl. 16 og 18 og um kvöldið verður samkoma í Seltjarnarneskirkju kl. 20:30. Mið- vikudaginn 9. október, verða kvöld- samkomur kynntar á Eiðistorgi milli kl. 16 og 18 og um kvöldið er kvöldsamkoma_ í Seltjarnarnes- kirkju. Hópurinn Án skilyrða, flyt- ur tónlist á Eiðistorgi við kynning- arnar undir stjórn Þorvaldar Hall- dórssonar. Fimmtudaginn 10. október, verður farið í heimsókn í íbúðir aldraða og föstudaginn 11. október verður hápunktur kynning- arinnar, en þá verður messað á Eiðistorgi kl. 17 með þátttöku fjögurra presta, sr. Solveigar Láru Guðmundsdóttir, sr. Gylfa Jóns- sonar í Grensáskirkju, sr. Jakobs Hjálmarssonar í Dómkirkjunni og sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar, prófasts í Laugarneskirkju. Aðrir þátttakendur eru kirkjukór Sel- tjarnarneskirkju ásamt organista og sönghópurinn Án skilyrða. Aði-ir gestir verða Bobby Árrington, söngvari frá Bandaríkjunum og Inge Osterby hreyfilistamaður frá Danmörku. Kynningunni lýkur með almennri messu í Seltjarnarnes- kirkju sunnudaginn 13. október kl. 11 og að henni lokinni verða ýmsar uppákomur í kirkjunni og fóiki gef- inn kostur á að snæða léttan hádeg- isverð. ■ FÉLAG íslenskra mynd- menntakennara heldur ráðstefnu í dag, laugardaginn 5. október, kl. 13.00 að Grettisgötu 89, 4. hæð, fundarsal. Þema ráðstefnunnar er: Hver er staða myndmennta- kennslu í dag, hvar er vaxtar- broddurinn, hvert eigum við að stefna? Ráðstefnan er opin mynd- menntakennurum og áhugafólk um myndmennt og er ráðstefnugjaldið 300 kr. GENGISSKRÁNING Nr. 187 3. oktober 1991 Kr. Kr. To4l- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollan 59.02000 59.18000 59,28000 Steflp. 103.48900 103.76900 103.90000 Kan. dollari 52.20500 52,34600 52,36100 Dönsk kr. 9.21 110 9.23610 9.24590 Norsk kr 9.08140 9.10600 9.11720 Sænsk kr. 9.74890 9.77540 9,77490 Fi mark 14.59270 14.63220 14.66780 Fr. franki 10.42700 10.45530 10.46750 Belg. franki 1.72420 1.72890 1.73120 Sv. franki 40.63200 40.74210 40.93920 Holl. gyllmi 31.52360 31.60900 31.65060 Þýskt mark 35.52960 35.62590 35,67320 it. lira 0.04750 0.04763 0.04767 Austurr. sch. 5.04980 5.06350 5.06860 Port. escudo 0,41330 0.41440 0.41210 Sp. peseti 0.56090 0.56240 0.56330 Jap. jen 0,45100 0,45222 0.44682 írskt pund 95.00700 95.26500 95,31900 SDR (Sérst) 80.94120 81.16060 81.08730 ECU.evr.rn. 72.75690 72.95410 72.9/660 Tollgengi fynr október er solugengi 30. september. Sjálfvirkur simsvari gengisskráningar er 62 32 70. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá lokaæfingu Brúar til betri tíða. Selfoss: Leikfélagið frumsýnir leikritið Brú til betri tíða Samið í tilefni vígsluafmælis Ölfusárbrúar Selfossi. LEIKFÉLAG Selfoss frumsýnir í kvöld, laugardag, nýtt leikrit, Brú til betri tíða, eftir Jón Hjartarson leikara sem einnig er leikstjóri. Jón samdi leikritið í tilefni þess að á þessu ári eru liðin 100 ár frá vígslu Ölfusárbrúar hinnar eldri. Kaflar úr þessu verki voru sýndir 8. september á hátiðarhöldunum í tilefni afmælis brúarinnar. Leikritið fjallar um aðdragand- ann að byggingu brúarinnar og allt þar til hún féll árið 1944 og gefur góða mynd af lífi fólks á þessum tíma. Það varpar einnig ljósi á þær aðstæður sem lögðu grunninn að þéttbýlismyndun á Selfossi og á þær breytingar sem brúin gerði mögu- legar. Þó verkið byggi á sögulegum staðreyndum erfiðra tíma er gam- ansemin ríkjandi og mikið sungið af ljóðum og lögum eftir Flóamenn. Sýningarnar fara fram í húsi leikfélagsins, „Leikhúsinu við Sig- tún“. Frumsýning verður í kvöld, hátíðarsýning 7. október, 3. sýning miðvikudaginn 9. okt., 4. sýning föstudaginn 11. okt. og 5. sýning sunnudaginn 13. október. Sýning- arnar hefjast klukkan 8.30. Miða- pantanir eru í síma 22787. Þau brot úr verkinu sem sýnd voru við hátíðarhöldin vegna af- mælis brúarinnar 8. september síðastliðinn vöktu mikla athygli og víst er að eftirvænting er meðal margra að sjá þetta verk Jóns Hjartarsonar og leikfélagsins. Fjöl- margir leikarar og aðstoðarmenn vinna að þessari uppfærslu og þar á meðal eru margir eldri félagar leikfélagsins auk nýrra félaga. - Sig. Jóns. ■ LANDSBJÖRG, landssam- band björgunarsveita, var formlega stofnað um síðustu helgi. I tilefni þess verður opið hús hjá aðildar- sveitum Landsbjargar á sunnudag, 6. október, milli kl. 14 og 18. Innan Landsbjargar starfa 30 björgunar- sveitir um allt land og voru flestar áður í landssambandi hjálparsveita skáta og landssambandi flugbjörg- unarsveita. Innan aðildarsveita Landsbjargar eru á þriðja þúsund félagar á útkallsskrá og þar af 1200 í virku stafi. Fullgildir félagar eru 18 ára eða eldri og þurfa þeir fyrst að ganga í gegnum nýliða- þjálfun. Landsbjörg er aðili að Landsstjórn björgunarsveita sem rekur neyðarsímanúmer með vakt allan sólahringinn. Þá rekur Lands- björg í samvinnu við fyrirtækið Securitas tilkynningaþjónustu fyrir ferðafólk, þar sem hægt er að gefa upp áætlun um ferðir sínar. Ef við- komandi skilar sér ekki til baka á tilskyldum tíma hefust eftirgrennsl- an. Bein út- sending Leiðrétta þarf skekkju sem var í dagskrárblaði Morgunblaðsins í gær. í umræðu um íþróttaþátt Sjón- varpsins var því haldið fram að þar yrði dagskrá með hefðbundnu sniði. Það er rangt, fyrsta beina útsending ensku knattspyrnunnar er á dag- skrá og hefst þátturinn klukkan 14. Er þetta leiðrétt hér með. Þá kemur fram í dagskrá Sjónvarps á mánu- dagskvöld að stuttmyndin „Hundur, Hundur" hefjist klukkan 22. Það er rangt, hún hefst 21.45. Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 25. júlí - 3. október, dollarar hvert tonn Vitna leitað Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík óskar eftir að ná tali af leigubílstjora og konu sem var farþegi hans er kona varð fyrir bílnum við Staldrið í Breiðholti um klukkan hálffjög- ur aðfaranótt laugardagsins 28. september. Konan og maður hennar yfirgáfu leigubílinn við Staldrið en eftir varð í bílnum kona sem orðið hafði þeim samferða frá Glæsibæ og leigubíl- stjórinn. Skömmu síðar varð konan sem yfirgefið hafði bílinn fyrir þess- um sama leigubíl og handleggs- brotnaði. Að sögn lögreglu hafa tilraunir til að hafa upp á leigubílstjóranum hjá leigubílastöðvum verið árangr- uslausar til þessa en skorað er á bílstjórann, konuna og önnur hugs- anleg vitni að hafa tal af lögregl- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.