Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 12
&
rest íiaaoTHo .s auöAaaAOUAJ aiaAjaM'joaoM
- MOKGUNBLABffi -LAUGAiiDAGUR 5: -OKTOBER JAOl -
Uttekt á BLUP og hæfni dr. Þorvaldar Arnasonar:
Kemiiiigiii byggð á traust-
um vísindalegum grunni
- segir í niðurstöðum úttektar-
nefndar skipaðri af Háskóla íslands
Hestar
Valdimar Kristinsson
Gerð hefur verið opinber
niðurstaða nefndar sem Há-
skóli Islands skipaði að beiðni
Búnaðarfélags Islands og séra
Halldórs Gunnarssonar í Holti
um notagildi svokallaðrar
BLUP-aðferðar til notkunar í
hrossarækt og hæfni dr. Þor-
valdar Árnasonar sem
vísindamanns. í nefndinni
sátu dr. Jón Viðar Jónmunds-
son búfjárkynbótafræðingur,
dr. Kjartan G. Magnússon
stærðfræðingur og dr. Magn-
ús B. Jónsson búfjárkynbóta-
fræðingur.
í greinargerð til Jónasar Jóns-
sonar búnaðarmálastjóra segir
að nefndarmenn telji BLUP-
aðferðina henta vel við þær rækt-
unaraðstæður sem ríkja í hrossa-
rækt hér á jandi og að kenningar
Þorvaldar Árnasonar séu byggð-
ar á traustum vísindalegum
grunni. Telja nefndarmenn dr.
Þorvald Árnason mjög vel hæfan
sem faglegan ráðunaut Búnaðar-
félags Islands á sviði hrossakyn-
bóta. Þá er þess getið að Þorvald-
ur kunni hinsvegar að hafa orðið
fyrir gagnrýni að ósekju, vegna
þess hvernig staðið hefur. verið
að ákvörðunartöku um notkun á
BLUP-mati í hrossaræktinni hér
á landi og ólíkra skoðana varð-
andi ræktunarstefnu í hrossa-
rækt.
Tildrög þess að úttektin var
gerð má rekja til ummæla sem
séra Halldór Gunnarsson í Holti
viðhafði á fundi hrossaræktar-
nefndar BÍ í apríl á síðasta ári,
en þar gagnrýndi hann harðlega
notkun á BLUP-aðferðinni og
taldi hana ónothæfa við ræktun
íslenskra hrossa. Ennfremur dró
hann í efa hæfileika Þoivaldar
sem vísindamanns. í framhaldi
af þessu sagði Þorvaldur upp
samstarfi við BÍ og fór fram á
að félagið léti gera hlutlausa út-
tekt hæfra manna á BLUP-
aðferðinni og hæfni sinni sem
visindamanns.
Greinargerð nefndarinnar er
skipt í tvo hluta. í fyrri hluta er
ijallað um BLUP-aðferðina en
þar kemur fram að þeir telji hana
fullkomnustu aðferðina sem völ
sé á til notkunar á þeim gögnum
sem fyrir hendi eru um íslenska
hrossarækt. Þá segir orðrétt:
„Ritsmíðar Þ.Á. um þetta efni
(BLUP-aðferðina, innsk. blm.),
sem eru miklar að vöxtum, sýna
að hann hefur traustan skilning
á eiginleikum BLUP-aðferðar-
innar og gott vald á beitingu
hennar. Er hér um vandaða vinnu
að ræða. í skrifum hans kemur
fram að hann hefur gott vald á
reikniaðferðum og reiknitækni
sem henta til að leysa verkefnið,
en þar er oft um allflókinn fylkja-
reikning að ræða.“ Þá segir á
öðrum stað: „Bent hefur verið á
að notkun á BLUP sé ekki viðeig-
andi í hrossarækt því að mark-
mið séu ekki vel skilgreind. Því
er til að svara að það er vanda-
mál sem kemur sjálfu BLUP ekki
við. BLUP skilar bestu spá um
arfgerð fyrir þá eiginleika sem
áhugi er á. Markmið með ræktun
er svo annað mál.“
í greinargerðinni er bent á
ýmsa galla eða annmarka
BLUP-aðferðarinnar en jafn-
framt tekið fram að í ritsmíðum
Þorvaldar megi glöggt sjá að
hann geri sér grein fyrir hvar
skórinn kreppi. Þá er og bent á
ýmis atriði sem beri að hafa í
huga við notkun BLUP-aðferðar-
innar og látið í veðri vaka að hún
eigi eftir að þróast enn frekar í
framtíðinni.
í seinni hluta greinargerðar-
innar er fjallað um vísindastörf
dr. Þorvaldar Árnasonar, en þar
segir orðrétt: „Þ.Á. hefur með
margvíslegum hætti sannað sig
sem vísindamaður á sviði búflár-
kynbóta og verið frumkvöðull um
beitingu sérstakrar tölfræði við
úrlausn flókinna líffræðilegra
vandamála eins og bent er á hér
að framan. Hann hefur með hug-
myndaauðgi og vísindalegum
frjóleik auðgað búfjárkynbætur
sem fræðigrein. Fyrir verk sín
hefur hann og hlotið margvíslega
viðurkenningu og skipað sér á
bekk meðal hæfustu vísinda-
manna samtímans innan síns
sviðs. Af þeim greinum sem Þ.Á.
hefur birt ásamt öðrum viður-
kenningum og áðurnefndri um-
sögn má öllum hlutlausum aðil-
um vera ljóst að þarna fer mikil-
hæfur vísindamaður. Að draga í
efa vísindalega færni Þ.Á. getur
ekki að mati nefndarinnar stuðst
við hlutlaust mat á þekkingu
hans í búfjárkynbótum og töl-
fræði samanborið við vitneskju
samtímans í þessum fræðigrein-
um.“ í lokaorðum segir að þegar
greinargerðin sé borin saman við
gögn þau er Þorvaldur sendi
nefndarmönnum máli sínu til
stuðnings megi eftir á að hyggja
með gildum rökum staðhæfa að
úttekt nefndarinnar hafi verið
óþörf.
Morgunblaðið/RAX
Fulltrúar Kvenfélags Seljakirkju, sóknarinnar og flytjenda við flygil-
inn seni vígður verður á mánudaginn.
Fjölbreyttír tónlistar-
dagar í Seljakirkju
Kvenfélag Seljasóknar efnir til tónlistardaga í kirkjunni 6.-10. októ-
ber. Fjölbreytt tónlist verður flutt á tónlistardögunum. Má þar nefna
óperusöng, píanótónleik, gítarspil og söng.
Tónlistardagarnir hefjast sunnu-
daginn 6. október kl. 17 með tón-
leikum Bubba Mortens. Mánudag-
inn 7. október kl. 20.30 leikur Jón-
as Ingimundarsson á_píanó. Þriðju-
daginn 8. október kl. 20.30 syngur
Karlakór Reykjavíkur. Miðvikudag-
inn 9. nóvember kl. 20.30 eru tón-
leikar Sigfúsar Halldórssonar, Elín-
ar Sigurvinsdóttur og Friðbjörns
Jónssonar og fimmtudaginn 10.
október kl. 20.30 verður óperukvöld
Óperusmiðjunnar.
Valgeir Ástráðsson, sóknarprest-
ur í Seljakirkju, sagði að tónleikarn-
ir væru öðrum þræði til fjáröflunar
flygils sem Kvenfélag Seljasóknar
hefði fest kaup á fyrir kirkjuna.
Flygillinn verður vígður á tónleikum
Jónasar Ingimundarsonar á mánu-
daginn. Einnig er með tónleikahald-
inu verið að vekja athygli á kirkj-
unni sem tónleikahúsi.
Miðasala á tónleikana verður við
innganginn.
Valgerður leikur á
píanótónleikum EPTA
PÍANÓTÓNLEIKAR EPTA
(Evrópusambands píanókenn-
ara) hefjast nú fjórða árið í
röð, mánudaginn 7. október, kl.
20.30 í Islensku óperunni með
tónleikum Valgerðar Andrés-
dóttur. Tónleikar hennar verða
að venju endurteknir í Kirkju-
hvoli í Garðabæ laugardaginn
12. október kl. 17.00.
Valgerður Andrésdóttir, sem
fæddist 1964 í Reykjavík, byijaði
►
►
►
►
►
►
►
►
►
HEWCASTLE
Má ekki bjóða þér með til Newcastle, þarsem þú getur valið þér að borða
ítalskt, tœlenskt, enskt, kínverskt, amerískt eða indverskt.
Nú seljum við síðustu sœtin tilþessa frábœra ákvörðunarstaðar.
Örfá sœti laus
24. okt. uppselt
28. okt. örfá sæti laus
31. okt. uppselt, biðlisti
04. nóv. laus sæti
07. nóv. uppselt
11. nóv. sérstök Karaoke-ferð
14. nóv. uppselt, biðlisti
18. nóv. örfá sæti
21. nóv. uppselt
25. nóv. laus sæti
28. nóv. uppselt, biðlisti
» <■!■*> Éi íi 22.900
FERÐASKRIFSTOFA
BÆJARHRAUNI 10 • SÍMI 65 22 66 • FAX: 651160
* V e r J miJosl viJ stuJgreiJslu. Flugvulluslcaltur og lorlullalrygging er ekkl Innilalin.
Valgerður Andrésdóttir.
í píanótímum sex ára gömul, lærði
hjá Önnu Þorgrímsdóttur og síðan
hjá Margréti Eiríksdóttur í Tónlist-
arskólanum í Reykjavík þaðan sem
hún tók einleikarapróf árið 1985.
Frá haustinu 1985 hefur hún ver-
ið búsett í Berlín, þar sem hún
hefur stundað framhaldsnám hjá
Georg Svava við tónlistarháskól-
ann þar í borg. Hún hélt fyrstu
einleikstónleikana á íslandi árið
1990.
Aðra píanótónleika EPTA held-
ur Edda Erlendsdóttir í lok októ-
ber, en þeir tónleikar verða í
tengslum við geisladisk sem þá
kemur út með túlkun Eddu á
píanóverkum C.P.E. Bach. Auk
þess leikur Edda verk eftir Schu-
bert. Á þriðju tónleikum EPTA í
byrjun desember kemur fram Nína
Margrét Grímsdóttir, sem mun
leika verk eftir J.S. Bach, Beetho-
ven og Debussy.
1 byrjun janúar kemur hingað
píanóleikarinn Erika Hasse, pró-
fessor við Tónlistarskólann í
Hannover, og leikur hér öll píanó-
verk Györgys Ligetis, en geisla-
diskur með flutningi hennar á
þessum verkum kom út nýlega í
Þýskalandi. í byijun febrúar mun
Krystyna Cortes halda fimmtu
EPTA-tónleika vetrarins, Stein-
unn Birna Ragnarsdóttir þá sjöttu
í byrjun mars og Jónas Ingimund-
arson þá sjöundu í byrjun apríl.