Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 22
MÖRGUNBLADIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTOBER 1991 ísland vann riðil sinn á Heimsmeistaramótinu í brids: Islendingar hafa tryggt sér stað meðal bestu bridsþjóða heims - segir Helgi Jóhannsson forseti Bridssambands íslands Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen hafa spilað mjög vel á HM til þessa. Hér taka þeir við sigurverðlaununum í bikarkeppni BSÍ sem lauk fyrir skömmu. Það var Einar Sveinsson, sljórnar- formaður Islandsbanka sem afhenti verðlaunin. Yokohama, Japan. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðs- ins. ÍSLAND vann riðil sinn með öryggi í undankeppni Heims- meistaramótsins í brids, og fékk raunar hæstu skor þeirra þjóða sem keppa um Bermuda- skálina. Islenska landsliðið keppir við B-sveit Banda- ríkjanna í átta liða úrslitum, í 96 spila leik, þar sem sigurveg- arinn fer í undanúrslit mótsins. „Þetta er merkilegur áfangi og með því að vinna í riðlinum hafa íslendingar tryggt sér stöðu með- al bestu bridsþjóða heims, hvemig sem útsláttarleikurinn við Banda- ríkin fer,“ sagði Helgi Jóhannsson forseti Bridssambands íslands, að vonum ánægður með sína menn. „íslenska liðið hefur sýnt það með frammistöðu sinni, að það kann að meta þann stuðning sem marg- ir aðilar heima á íslandi hafa sýnt því undanfarið," sagði hann. Helgi bætti við, að í upphafi mótsins hefðu margir búist við að ísland myndi missa flugið, eft- ir að hafa tekið forustuna, en nú hefðu þeir sömu sannfærst um að frammistaða íslenska liðsins væri engin tilviljun. „Það er þægi- leg tilfinning, þegar menn eru nú að koma til mín og spyija um við hvern eigi að tala til að bjóða íslenskum spilurum á mót. Eg hef trú á að þetta sé upphafið að ■ ZIA Mahmood er mikill ís- landsvinur og þótt liði hans frá Pakistan hafi gengið hörmu- lega á mótinu huggar hann sig við frammistöðu íslendinganna. Hann hýr í Bandaríkjunum og hélt sér- stakan fund með íslenska liðinu til að fræða það um spilarana sem það mætir í fjórðungsúrslitunum. ■ VEGNA þess að staðan í riðl- inum réð því hverjir mættust í ljórðungsúrslitunum, var boðið upp á það að lið reyndi að tapa í síðustu umferð til að mæta létt- ari andstæðingi. Pólveijar spiluðu mikilli sókn bridsíþróttarinnar á íslandi,“ sagði Helgi. Lokastaðan í riðlakeppninni varð þessi: W-riðill: ísland 254,25, Bretland 241, Argentína 217,5, Bandaríkin A 213,25, Ástralía 194,25, Venezuela 189, Egypta- land 174,75, Japan 171. E-riðill: Brasilía 254, Svíþjóð 252, Pólland 241,35, Bandaríkin B 223, Hong Kong 210, Kanada 195, Pakistan 160,65, Surinam 122. I átta liða úrslitum spila því ísland og Bandaríkin B, Bretland og Pól- land, Argentína og Svíþjóð og Bandaríkin A og Brasilía. íslenska landsliðið spilaði tvo síðustu leiki riðlakeppninnar í gær, þann fyrri gegn Japan. Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörg- ensen, og Guðlaugur R. Jóhanns- son og Óm Amþórsson spiluðu og unnu hann 21-9. Það gekk mikið á við borð Jóns og Aðal- steins, þar á meðal vom sjö af 20 spilum dobluð. Björn Eysteins- son fyrirliði liðsins líkti spila- mennskunni við flugeldasýningu, þegar þeir komu út úr spilasaln- um, ogsagði að liðið gæti verið 30 keppnisstigum undir, eða 50 stigum yfír, allt eftir því hvernig gengi við hitt borðið. Þar áttu Guðlaugur og Öm góðan leik og munurinn var 27 stig. í síðasta leiknum spiluðu ís- lendingar við Bandaríkjamenn, sem þeir höfðu unnið stórt í fyrsta við Bandaríkjamenn B í síðustu umferð, og vom þá í 3. sæti og öruggir með að komast áfram. En héldu þeir því sæti myndu þeir að öllum líkindum mæta Evr- ópumeistumm Breta í úrslitunum en ef þeir lentu í 4. sæti myndu þeir spila við íslendinga. Það fór svo ekki á milli mála, að einn Pólveijinn, Marek Szymanowski, reyndi hvað hann gat að tapa leiknum, þótt hann hefði ekki er- indi sem prfíði. Til dæmis passaði hann í fyrstu hendi með góða opnun, og 4-lit í spaða, og pass- aði einnig spaðaopnun félaga síns! Við hitt borðið fóm 4 spaðar nið- ur. í annað skipti hækkaði hann spaðaopnun félaga síns í 4 spaða með: ♦D4 VKG96 ♦108652 +D10. Félagi hans stökk í 6 spaða og leiknum. Guðmundur Páll Amars- son og Þorlákur Jónsson skiptu við Guðlaug og Öm. Fyrir leikinn hafði ísland 16 stiga forskot á Breta, og mátti því tapa fyrir Bandaríkjunum, 21-9, án þess að efsta sætið væri í hættu. leikurinn var sýndur á sýningartöflu og í fyrsta spili tók ísland fomstuna þegar Aðalsteinn vann 2 spaða doblaða. Leikurinn var síðan sér- staklega vel spilaður af hálfu beggja liða þar sem baráttan var í algleymingi ogþað var ekki laust fór fjóra niður. Við hitt borðið spiluðu Pólveijamir 3 lauf á hinar hendurnar og unnu þau. Hann opnaði á sterku grandi með 9 hápunkta sem varð til þess að andstæðingarnir fóru í geim sem ekki stóð. Hann opnaði á 8 há- punkta og doblaði síðan geim sem andstæðingarnir fóm í, sem reyndist svo vera óvinnandi. Pól- veijamir ýmist græddu því, eða töpuðu mjög lítið, á þessari vit- leysu, og Pólveijarnir unnu leikinn 21-9! _ ■ ÞÁ viku, sem mótið hefur staðið, hafa öðru hvom fundist litlir jarðskjálftar. Einn þeirra kom, þegar ísland var að spila við Venezuela. Alberto Calvo var fljótur að átta sig, bankáði í borð- ið og tilkynnti: þetta er kall í spaða! við að íslensku áhorfendumir væm stoltir af löndum sínum. Bandaríkjamennirnir náðu samt hægt og hægt að jafna muninn og síga yfír. En í næstsíðasta spili sögðu Guðmundur og Þorlák- ur slemmu, sem Jeff Meckstroth og Eric Rodwell misstu, og léku þar með sama leikinn og í fyrra skiptið sem liðin áttust við. Þetta munu sjálfsagt fáir leika eftir Guðmundi og Þorláki því Meckst- roth og Rodwell eru eitt slemmu- sæknasta par sem fyrirfínnst í þessum styrkleikaflokki. Lokast- aðan varð jafntefli, 15-15 en Is- land fékk samt einu keppnisstigi meira. í bandaríska liðinu, sem íslend- ingar spila við í dag, og á sunnu- dag eru eftirtaldir spilarar: Bart Bramley, Mark Feltman, Fred Stewart, Steve Weinstein, Alex- ander Ornstein og Jeffrey Ferro. Fjórir fyrstu spilararnir em allir þekkt nöfn í Bandaríkjunum, en Ornstein og Ferro eru kornungir menn. Ferro var í sigurliði Banda- ríkjanna á heimsmeistaramóti yngri spilara fyrr í sumar. Að lokum er hér spil, sem kom fyrir í fyrri leik Islendinga og Bandaríkjamanna. Það var fyrsti leikur mótsins, og strax í 2. spili náði Þorlákur einu sjaldgæfasta úrspilsbragði sem til er, kæfíngar- bragðinu. Vestur ♦ 543 ♦ Á10 ♦ KG7 ♦ ÁG1065 Norður ♦ G109 ♦ 62 ♦ 652 ♦ D8742 Suður ♦ ÁK2 ♦ DG943 ♦ ÁD109 ♦ 9 Austur ♦ D876 ♦ K875 ♦ 843 ♦ K3 Þorlákur og Guðmundur sátu NS gegn Sontag og Miller. Vestur opnaði á eðlilegu laufí, austur sagði hjarta, og vestur grand. Það var passað til Þorláks sem do- blaði, vestur sagði 2 lauf, sem komu til Þorláks, og enn sagði hann 2 tígla, sem vom passaðir út. Sontag spilaði út spaða á gosa, drottningu og ás, og Þorlákur reyndi hjartadrottinguna sem Sontag tók með ás. Aftur spilaði Sontag spaða, og Þorlákur tók heima á kóng, spilaði spaða á tíuna í borði og þaðan hjarta. Miller hoppaði upp með kóng, tók laufkónginn og spilaði íjórða spaðanum sem Þorlákur trompaði með níunni og Sontag henti laufi. Þorlákur spilaði núna hjarta- gosa sem Sontag trompaði með sjöunni og reyndi laufás en Þor- lákur trompaði með tíu. Hann tók tígulás og spilaði hjartaníu og Sontag trompaði með kóng. Hann átti síðan út f þessari stöðu: Vestur Norður ♦ - ♦ - ♦ 65 ♦ - Austur ♦ - ♦ - ♦ - ♦ - ♦ - ♦ 84 ♦ G10 ♦ - Suður ♦ - ♦ 3 ♦ D ♦ - Sontag varð að spila laufi og þegar Þorlákur trompaði í borði hvarf trompslagur austurs. Ef hann yfirtrompaði með áttu gat suður yfirtrompað með drottn- ingu; ef austur lét ijarkann gat Þorlákur hent hjarta. Það var erf- itt að sjá í upphafi, að tromphund- amir í blindum væru nægilega öflugir til að ná þessari sjaldgæfu stöðu. / Nýr organisti og skólastjóri tónlistarskóla Reykhóla Miðhúsum. f HAUST var stofnaður tónlistar- skóli á Reykhólum og byijaði hann 1. október. í skólanum verður kennt á orgel, píanó, gítar, munnhörpu, tromniur, flautur og harmónikku. Stefnt er að því að þjálfa samkór sem mun syngja í hinum fjórum kirkjum prestakallsins og við önnur tækifæri. Hinn nýi organisti, Ragnar Jóns- son er Reykvíkingur að uppruna en kemur hingað frá Bíldudal. Nem- endur í skólanum verða 35 á öllum aldri og sá elsti er nýlega orðinn sjötugur. Á sunnudaginn verður guðsþjón- usta í Reykhólakirkju þar sem hinn nýi organisti tekur við og fráfar- andi organista þakkað, en Ólína Kr. Jónsdóttir er búin að vera org- anisti hér í um 40 ár. . - Sveinn. ■ SIGURÐUR Guðmundsson opnar sýningu í listasalnum Ný- höfn, Hafnar- stræti 18, sunnu- daginn 6. október kl. 14. Á sýning- unni verða skúlp- túrar, málverk, teikningar og grafíkverk. Sýn- ingin er opin virka daga frá kl. 10-18 Sigurður Guð- Og frá kl. 14-18 mundsson um helgar. Lokað á mánudögum. Sýningunni lýkur 23. október. ■ SUNNUDAGASKÓLI Garða- sóknar hefst með fjölskyldusam- veru í Kirkjuhvoli við Kirkjulund sunnudaginn 6. október kl. 13.00. Sunnudagaskólinn mun starfa á þessum tíma í allan vetur. Leiðbein- endur verða þau Þórunn Sigurðar- dóttir og Ásgeir Páll Ágústsson, gítaristi. Það sem einkennir sunnu- dagaskólann er m.a. mikill söngur og gleði. Þá fá börnin fallegar möppur og annað efni. Sóknarprestur. Oveðrið á Húsavík: Þakplötur losnuðu og gróður skemmdist ALLMIKLAR skemmdir urðu á Húsavík vegna hvassviðris sem gekk þar yfír í gærmorgun. Þakplötur losnuðu af húsum og dæmi um að þau færu af í heilu lagi. Þá urðu görðum í bænum. Þröstur Brynjólfsson, yfírlög- regluþjónn á Húsavík, sagði að menn úr lögreglunni og björgunar- sveitinni Garðari hefðu verið kallað- ir út um kl. rúmlega 8 í gærmorgun og var þá mjög hvass vindstrengur ofan í bæinn. „Mestu lætin byijuðu upp úr 8, en þá komu nokkrar til- kynningar í röð um að þakplötur væru að fjúka af húsum víða um bæinn og annað slíkt," sagði Þröst- ur. ■ HLJÓMS VEITIN íslandsvinir skemmta á Hótel Borg laugardag- inn 5. október. Hljómsveitina skipa: Pálmi J. Sigurhjartarson, Kári Waage, Björn Vilhjálmsson, Sig- urður Jónsson, Jón Borgar Lofts- son og Eðvarð Lárusson. umtalsverðar gróðurskemmdir í Þak fauk af Billjardstofunni, en unnt reyndist að hemja þak á Véla- verkstæðinu Múla með stórvirkum vinnuvélum. Veggur rifnaði af gömlu bókabúðinni, en það reyndist líka hægt að hemja hann, þannig að hann fauk ekki frá húsinu. Plöt- ur losnuðu víða um bæinn og rúður brotnuðu. Þá urðu umtalsverðar gróður- skemmdir í bænum, m.a. fauk upp með rótum um 70 ára gamalt reyni- tré við gamla sýslumannsbústaðinn. Þykir Húsvíkingum mikil eftirsjá að trénu. Þröstur sagði að víða um bæinn hefðu orðið gróðurskemmdir, tré ýmist fokið eða lagst á hliðina. Veðrið var verst í gærmorgun, -en-um hádegi -fór því að slota. - - ■ TAFLFÉLAG Reykjavíkur hefur ráðið Helgu Arngrímsdótt- ur sem framkvæmdastjóra félags- ins. Helga, sem er 38 ára, hefur unnið ýmis störf, síðast hjá Pósti og síma. Hún lauk námi í rekstrar- fræðum frá Sam- vinnuháskólanum á Bifröst í maí sl. Skrifstofa félags- ins í Faxafeni 12 verður nú opin alla virka daga frá kl. 9-12 og einnig frá kl. 13-7 á mánudögum. Vetrarstarf Taflfé- lagsins er nú hafið. Unglingaæf- ingar eru ávallt á laugardögum frá kl. 14-17. Á æfíngum annast Lár- us Jóhannesson skákkennslu. Haustmót Taflfélagsins í ungl- ingaflokki verður haldið laugar- daginn 26. október og 2. og 9. nóvember. Næsti stórviðburður í starfseminni er meistaramót fé- lagsins. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst sunnudaginn 13. október og stendur til 6. nóv- ember. Þátttakendum verður rað- að.1 riðla eftir .Elo-skáksligunv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.