Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER- 1891 Mestu mót- mæli í Hels- inki í 35 ár Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. STÆRSTU stéttarfélögin í Finnlandi efndu á fimmtudag til fjölmennasta mótmælafund- ar í Helsinki í 35 ár. Hátt í 40.000 félagsmenn laun- þegasamtaka víðs vegar af land- inu komu síðdegis saman á Senat- storginu fyrir framan stjórnar- ráðshúsið til þess að láta í ljós óánægju með efnahagsstefnu rík- isstjórnarinnar og kröfu vinnu- veitenda um 10 prósenta launa- lækkun. Formlega átti fundurinn ekki að vera pólitískur en í raun beindust mótmælin gegn Esko Aho forsætisráðherra (Miðfl.) og Iiro Viinanen fjármálaráðherra (Hægrifl.). Þetta er í fyrsta sinn sem launþegasamtök verka- manna, opinberra starfsmanna og háskólamenntaðra manna hafa sameinast um mótmælaaðgerðir. Ekki hafa sést íjölmennari mót- mælafundir á Senatstorginu síðan. í allsheijarverkfalli Alþýðusam- bandsins í marsmánuði 1956. Mótmælafundurinn olli mikilli röskun í atvinnulífinu á fimmtu- dag þar sem þúsundir launþega gengu út af vinnustöðum sínum til þess að koma tímanlega til höfuðborgarinnar. Alls fjórar járnbrautalestir og um 200 lang- ferðabílar feijuðu fólk utan af landi tii Helsinki. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Efnahagslíf Serbíu hefur til dæm- is byggst að mestu á þungaiðnaði og hernum en minni iðnaðar- og þjónustufyrirtæki hafa verið rek- in í Slóveníu. Þau þurfa umbóta við en viðmælendúr Morgun- blaðsins töldu verkefnið viðráðan- legt á meðan þeir sögðu Serbíu vera „sorgartilfelli". Almenningur bíður með óþreyju eftir að 8. október renni upp. „Það er stór spurning hvað gerist þá,“ sagði Andrej Franetic, forstjóri Lipizza-hestagarðsins, sem er einn af vinsælustu við- komustöðum ferðamanna í Slóve- níu. Yfir 300.000 manns heim- sóttu garðinn í fyrra og fyrirtæk- ið lifði á aðgangseyri að dagleg- um hestasýningum. Engar sýn- ingar hafa verið haldnar síðan í stríðinu við sambandsríkjaherinn í sumar og sárafátt er um gesti. „Fólk ruglar Slóveníu saman við Slavóníu í austurhluta Króatíu þar sem barist er. Ferðamenn þora ekki að koma hingað þótt hér sé allt í kyrrð og ró.“ Dugmiklu fólki verði umbunað Rekstur og stjórn Lipizza var í höndum starfsmannanna eins og rekstur annarra júgóslav- neskra fyrirtækja. Nú þurfa nýir eigendur að taka við en ekki er vitað hvernig standa skal að skiptingu ríkiseigna. Trévinnslu- vélaframleiðandinn Pavel Ledin- ek, sem var fyrstur til að stofna hlutafélag í Slóveníu fyrir háifu ári og var kjörinn á þing sem óflokksbundinn fulltrúi verslun- arráðs, telur að hagfræðikenn- ingar og flókin ráð dugi skammt. „Aðalatriðið er að heiðarlegt, duglegt fólk taki við þessum fyr- irtækjum," sagði hann. „Það þýð- ir ekkert að gefa hveijum sem er hlut í þeim í jafnréttisskyni. Það á að gefa þeim sem hafa sýnt dugnað undir kommúnis- manum og komið sér upp húsi og bíl tækifæri til að leggja þess- ar eignir að veði ef þeir hafa kjark til að taka áhættu og vilja vera með í uppbyggingu efnahagslífs- ins. Slóvenar eru vinnusamt fólk. Við munum lifa þetta af. En það mýndi auðvitað létta róðurinn mikið ef erlend ríki viðurkenndu Slóveníu. Án þess getur uppbygg- ingin ekki hafist fyrir alvöru.“ Króatísk bændahjón flýja bardagasvæði skammt frá borginni Pokupsko á dráttarvél sinni í gær. Slóvenía: Ný vegabréf og nýir seðlar án viðurkenningar erlendra ríkja Zrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SLOVENSKA þingið samþykkti með miklum meirihluta í vik- unni að sjálfstæðisyfirlýsing þjóðarinnar frá 26. júní skuli taka gildi á þriðjudag, 8. október. Þriggja mánaða frestur á sjálfstæð- isaðgerðum, sem leiðtogar Slóveníu og Króatíu féllust á fyrir tilstilli Evrópubandalagsins, rennur út á mánudag. Frestinn átti að nýta til viðræðna um friðsamlega lausn á deilum hinna gömlu sambandslýðvelda Júgóslavíu en úr því hefur ekki orðið. Oyfir- lýst styijöld ríkir á milli Króata og Serba í austur- og suður- hluta Króatíu og leiðtogar í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, segja að þeir hafi enga viðmælendur til að ræða við um upplausn Júgóslavíu. Slóvenska þingið samþykkti að Slóvenía skyldi taka upp eigin gjaidmiðil, gefa út vegabréf, fela eigin sveitum landamæravörslu, móta utanríkisstefnu og stunda utanríkisviðskipti. Stjórnvöld í Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu, hafa hingað til séð um þessa hluti. Bráðabirgða gjaldmiðill er þegar tilbúinn. Seðlarnir eru stórir og litríkir og merktir „Republika Slovenija". Andrej Ocvirk, efna- hagsráðunautur ríkisstjórnarinn- ar, sagði að það gerði lítið til þótt gjaldmiðillinn verði ekki við- urkenndur erlendis. „Dinar (júgó- slavneski gjaldmiðillinn) er heldur ekki gjaldgengur erlendis," benti hann á í samtali við Morgunblað- ið. Slóvenar hyggjast setja fram- tíðargjaldmiðil sinn í umferð eftir sex mánuði en honum hefur enn ekki verið gefið nafn. Bið verður á að vegabréfin verði tekin í notk- un. Samband við seðlabankann í Bejgrad slitnaði í sumar og síðan hafa engir nýir dinar-seðlar bo- rist til Ljubijana. Ocvirk sagði að bráðabirgða gjaldmiðillinn myndi forða þjóðinni frá seðlaskorti. Verð í Slóveníu er nú að mestu leyti miðað við þýsk mörk. Verð- bólgan eykst dag frá degi. Verð á bensíni er gott dæmi um það. Fullur tankur kostaði um 300 dinara fyrir hálfu ári en nú fæst rétt rúmur botnfyllir fyrir þá upp- hæð. Efnahagserfiðleikar bíða Sió- vena en þeir eru þó betur settir en aðrir fyrrverandi Júgóslavar. SILKIPRENTUN BÍLAMERKIHGAR SKILTAGERÐ ÚTIFÁTIAR VAGNHÖFÐA 14 112 REYKJAVÍK RALLY CROSS sunnudag 6. okt. v/Krýsuvíkurveg Undankeppni kl. 12.30 Úrslitakeppni kl. 14.00 YFIR 50 BILAR SKRAÐIR m.a. ÓLI í OLÍS „MIKIÐ FJÖR \f_RRALLY MIKIÐ GAMAN“ H'l JirCjROSJ WDEH.DBJ.KR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.