Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991 Sá barnið hvergi, en glerbrotin voru um allt segir Sigríður Ingvarsdóttir ÞAU hrósa happi yfir því hversu vel fór, Sigríður Ingvarsdóttir og Hermann Einarsson, þegar — þrefalt gler í glugga á barnaher- bergi í húsi þeirra splundraðist yfir allt herbergið óveðursnótt- ina, en Hermann hafði þá skömmu áður sótt dóttur þeirra, Mörtu, og flutt hana í hjónaher- bergið. Hermann gat ómögulega sofnað allt kvöidið og hafði á sér andvara, enda mikil læti í veðrinu. Herbergis- gluggi Mörtu snýr í hánorður, en þau Sigríður og Hermann hafa til öryggis látið setja þrefalt gler í alla glugga hússins sem þannig snúa. Um tvöleytið um nóttina fór Her- mann og náði í barnið og flutti það í hjónaherbergið, en Marta er ný- lega orðin þriggja ára. „Eg vaknaði rétt fyrir fjögur um nóttina við gífurlega sprengingu í húsinu, rauk framúr og inn til Mörtu og sá þá ekki annað en gler- brot út um allt herbergið. Ég hróp- aði upp yfir mig: Hvar er barnið? en ég hafði í fátinu ekki tekið eftir því að hún var í herberginu hjá okkur,“ segir Sigríður. Aðkoman í herbergi Mörtu var ófögur, stærsta rúðan. hafði le,nt á koddanum hennar, en út um allt herbergið voru glerbrot. Flísarnar stóðu út úr skáp, sem stóð á móts við gluggann, þannig að krafturinn hefur verið mikill. „Við vorum nýbú- in að kaupa ný húsgögn í herbergið hennar, en hún varð þriggja ára í september. Henni gremst mest að nú eru húsgögnin heldur óhrjáleg," segir Sigríður, en gólfdúkur í her- berginu er líka ónýtur. Þau Sigríður og Hermann gengu frá öllu lauslegu umhverfis húsið og límdu rúður í eldhúsinu niður þar sem búið var að spá illviðrinu. „Ég hélt þó að við værum örugg með þrefalda glerið, en það er mik- il guðsmildi að ekki fór verr,“ sagði Sigríður. Morgunblaðið/Rúnar Þór Marta litla getur hrósað happi yfir að faðir hennar, Hermann, sótti hana í barnaherbergið óveðursnóttina og flutti í hjónaherbergið, en nokkru síðar splundraðist rúðan í glugganum og þeyttust glerbrotin um allt. A myndinni eru þau Hermann Einarsson, Sigríður Ingvars- dóttir og Marta. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hjónin Stella. og Páll urðu fyrir miklu tjóni er þakplötur rifnuðu af húsi þeirra við Hvanneyrarbraut og tjörupappi á eftir. Allt fór á flot í húsinu og höfðu þau ekki undan að ausa því út. Tíkin Snotra, sem er í eigu dótturdóttur þeirra hefur sjálfsagt ekki upplifað ann- að eins og á óveðursdaginn. Horfðum á þakplöturnar rifna af húsinu og gátum ekkert gert - segir Páll Gunnlaugsson við Hvanneyrarbraut á Siglufirði HJÓNIN Stella Einarsdóttir og Páll Gunnlaugsson urðu fyrir miklu tjóni í óveðrinu á Siglufirði, en snemma á fimmtudagsmorgun byrj- uðu þakplötur að rifna af þaki húss þeirra við Hvanneyrarbraut 61. I kjölfarið varð tjörupappinn laus og þar sem úrhellisrigning var leið ekki að löngu þar til allt var á floti inni í íbúðinni. „Lætin byijuðu um kl. 8 um morguninn, þá byijuðu plöturnar að rifna af þakinu og við gátum ekkert gert, stóðum bara við næ'sta hús og horfðum á þær flettast af þakinu hveija á fætur annarri," segir Páll. Þau reyndu að hlaupa eftir plötunum sem kostur var til að hindra skemmdir, en tvær af bárujárnsplötunum lentu á næstu húsum og brutu upp timburklæðn- ingar. Eftir að þakplöturnar höfðu horf- ið út í veðilr og vind fór tjörupapp- inn að rifna líka og þar sem slagveð- ursrigning var fór vatnið beint inn í íbúðina. Fór allt á flot, einkum í eldhúsi og borðstofu. „Við vorum með 12 til 14 dollur undir þar sem mest var og undum vatnið upp í handklæði, en höfðum ekki undan,“ segir Páll, en 3-4 menn voru að störfum í húsinu að jafnaði allan daginn. Þegar tók að læga um kl. 16 var unnt að koma plasti á þakið og dró þá heldur úr vatnsflaumnum. Páll bjóst við að þau ásamt son- um sínum tveimur yrðu að flytja úr húsinu um tíma, en þau eiga innangengt í íbúð sonar síns á staðnum. Hann sagði enn ekki ljóst hversu mikið tjónið yrði, það yrði þó allmikið, en þar sem hann væri vel tryggður myndi tryggingafélag eflaust taka einhvern þátt í greiðslu þess. „Þetta er auðvitað afar óskemmtileg reynsla, en við skulum vona að aftur komi vor í dalinn." Fárviðrið á Siglufirði: Mikil eftirsjá að gömlu beinamj öls verksmiðj unni - segir Birgir Steindórsson í stjórn Áhugamannafélags um síldarminjasafn. „ÞAÐ er mikil eftirsjá að þessu húsi, mciningin var að varðveita húsið og koma fyrir í því stærri munum sein t.engjast síldarárunum hér á Siglufirði,“ sagði Birgir Steindórsson, sem sæti á í stjórn Ahugamannafélags um síldarininjasafn á Siglufirði, en í fárviðrinu sem gekk yfir Siglufjörð á fimmtudag hrundi gamla beinamjölsverk- smiðjan við Snorrabraut til grunna. Þetta er annað stóra áfallið sem félagið verður fyrir, en þrátt fyrir mótlætið sagði, Birgir að menn væru ekki á því að gefast upp. Búið er að setja upp vísir að sjó- minjasafni og frá því það var'opnað á’ afmælisdegi Siglufjarðarkaup- staðar 20. maí síðastliðinn hafa á þriðja þúsund manns skoðað safnið. Fyrirhugað er að koma safninu fyrir í svokölluðum „Róalds- bragga“, en fyrir nokkru var unnið við að flytja húsið og vildi þá ekki betur til en svo, að þegar verið var að lyfta því á nýjan grunn feykti hvöss vindhviða því um koll og skemmdist það mikið. Birgir sagði að sífellt stærri hóp- ur fólks hefði gengið til liðs við félagið og væri unnið ötullega að því að gera það sem best úr garði. I sumar hefur mikið verið unnið í gömlu beinamjölsverksmiðjunni, en Þór Magnússon þjóminjavörður hvatti þá Siglfirðinga til að varð- veita húsið. „Við höfum ekki lagt mikið fé í endurbætur á húsinu, en margar vinnustundir. Það er því óskemmtilegt að horfa upp á það hrynja til grunna," sagði Birgir. Húsið var byggt í kringum 1930 og þar var um áratugaskeið starf- rækt beinamjölsverksmiðja. Timbr- ið sem notað var í húsið var flutt inn frá Noregi og sagði Birgir að undirstöðurnar hefðu verið farnar að fúna og gefa sig. Beinamjöls- verksmiðjan var þriggja hæða hús með risi og lofthæðin 4-5 metrar á hverri hæð. Morgunblaðið/Rúnar Þór Birglr Steindórsson sem sæti á í stjórn Áhugamannafélags um sildar- minjasafn á Siglufirði við rústir gömlu beinamjölsverksmiðjunnar, sem hrundi til grunna í fárviðrinu aðfaranótt fimmtudags. Til stóð að gera húsið upp og koma þar fyrir stærri hlutum er tengjast síldar- árunum á Siglufirði. Athugasemd VEGNA fréttar í Morgunblaðinu 2. október „Ætt.móðir sæmd ridd- arakrossi" óskar starfsmannafé- lagið Sókn að eftirfarandi at- hugasemd komi fram í blaðinu sem fyrst: „Félagið sem Aðalheiður Hólm stofnaði 1934 hét „Starfsstúiknafé- lagið Sókn“ en ekki „Verkakvenna- félagið Sókn“. Nafnabreyting úr „Starfsstúlknafélag“ í ' „Starfs- mannafélagið" átti sér stað 1978. Aðalheiður Hólm er ekki eini heið- ursfélagi Sóknar, þeir hafa verið íleiri, en annar núlifandi heiðursfé- lagi Sóknar er Margrét Auðunsdótt- ir, sem var formaður félagsins árin 1956-1972. Starfsm;in nafélagö Sókn lýsir yfir ánægju og stolti með að Aðal- heiði Hólm, stofnanda og fyrsta formanni félagsins, skuli hafa hlotnast verðskuldaður heiður er hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, og sendir Aðal- heiði og ættingjum hennar nær og fjær, hamingjuóskir í tilefni þess.“ ■ VETRARSTARF Árbæjar- kirkju er nú hafið, og frá síðastliðn- um vetri hefur orðið sú breyting að guðsþjónustur eru kl. 11 ár- degis, og á sama tíma verða barna- messur í safnaðarheimili kirkjunn- ar. Guðsþjónustur verða kl. 14 þriðja sunnudag hvers mánaðar. Hópferðabíll frá Guðmundi Jónas- syni _mun fara strætisvagnaleiðir um Ártúns-, Selás- og Árbæjar- hverfi. Barnastarfið hófst 29. september síðastliðinn. Æskulýðs- starf unglinga 13 ára og eldri verð- ur kl. 20-22 á sunnudagskvöldum í vetur. Kynningarfundur fyrir unglinga er fermast eiga vorið 1992 verður sunnudaginn 6. október kl. 20. Starf með 10-12 ára börnum verður í vetur á miðvikudögum kl. 17-18, og verður fyrsti fundurinn miðvikudaginn 9. október. Mömmumorgnar fyrir mæður og feður með lítil börn verða á þriðju- dögum kl. 10-12. Starf fyrir aldr- aða hófst um miðjan september með opnu húsi í umsjón Vilborgar Eddu. Opna húsið er starfrækt á miðvikudögum frá kl 13.30 til 17, og er þá spilað og föndrað, en einn- ig verður farið í ferðalög og á list- sýningar. I lok samveru eru fyrir- bænastundir í umsjón presta safn- aðarins, en hægt er að koma fyrir- bænarefnum til þeirra eða umsjón- arkonu opna hússins. Kirkjan hefur ennfremur á sínum snærum öldrun- arfulltrúa er sinnir öldruðum ein- staklingum, sem ekki komast úr húsi vegna lasleika eða aldurs. Leikfimi fyrir aldraða er alla þriðjudaga kl. 14 og fótsnyrting alla mánudaga kl. 14. Hvassviðri, ekki þjófur Viðvörunarkerfi fór í gang í gullsmíðaverlun í Reykjavík í fyrrinótt. Engin merki sáust þó um að brotist hefði verið inn í verslunina og er taliö að veðrið liafi þarna gert mönnum grikk. Lögreglan fór að verkstæðinu og kannaði hvort óboðinn gestur hefði reynt að fara þar inn. Þess sáust engin merki. Talið er að rigningin og rokið, sem börðu rúður verslunat- innar, hafi sett næmt kerfið í gang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.