Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 16
16 Guðríður St. Sigurðardóttir, pianóleikari. Píanótónleik- ar í Hvera- gerðiskirkju GUÐRÍÐUR St. Sigairðardóttir heldur píanótónleika í Hvera- gerðiskirkju sunnudaginn 6. október nk. Guðríður starfar sem píanó- kennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Hún lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1978, meistara- prófi í píanóleik frá The University of Michigan 1980 og hefur auk þess sótt einkatíma í píanóleik og mörg námskeið erlendis. Hún hef- ur víða komið fram hér heima og erlendis. Á tónleikunum leikur hún verk eftir C.P.E. Bach, J. Haydn, Svein- björn Sveinbjömsson, Pál ísólfs- son, A. Skijabin og C. Debussy. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og eru allir velkomnir. Aðgangs- eyrir er kr. 500 en frítt fyrir grunnskólanema. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991 Michael K. Hooker rektor háskólans í Maryland: Samvinna háskóla og iðnfyrir- tækja nauðsynleg í framtíðinni íslendingar eiga mikla möguleika á öld þekkingar og upplýsinga sökum öflugs menntakerfis MICHAEL K. Hooker, rektor háskólans í Maryland, Baltimore, telur að samvinna háskóla og iðnfyrirtækja, einkum á sviði líftækni, sé nauðsynleg í framtíðinni. Heimurinn muni á næstunni sigla inn í öld þekkingar og upplýsinga og efnahagskerfi heimsins muni mótast mjög af þessu. Þau lönd sem eigi mikinn auð af gáfum og menntun muni verða í fararbroddi þessarar nýu aldar. Hann segir íslendinga eiga þar mikla möguleika sökum öflugs menntakerfis sem geri það m.a. kleift að hérlendis séu nær allir læsir. I þeim efnum komist Bandarikjamenn ekki með tærnar þar sem íslending- ar hafa hælana svo dæmi sé tekið. Michael K. Hooker er rektor Maryland-háskólans og kom hing- að til lands vegna málþings um háskóla og háskólamenntun í Bandaríkjunum og flutti þar fyrir- lestur á fimmtudaginn. Hann er frumkvöðull að samstarfí háskóla og iðnfyrirtækja í Bandaríkjunum og það hefur skilað svo góðum árangri að hann reiknar með að eftir 10-15 árþurfi Maryland-skól- inn ekki að krelja nemendur sína um skólagjöld sökum þess hve skólinn hafí hagnast á samvinnu þessari. „Það sem við stöndum núna frammi fyrir er að efnahagskerfi heimsins er að breytast mjög mik- ið,“ segir Michael K. Hooker. „í fortíðinni hefur þetta kerfi að mestu byggt á orkunotkun, það er orka í ýmsum myndum hefur verið drifkraftur þess. í framtíð- inni mun þetta snúast við þannig að drifkrafturinn verður þekking og upplýsingar, uppgötvanir á nýrri þekkingu og endurúrvinnsla á gamalli þekkingu." I máli hans kemur fram að hvað fískvinnslu og veiðar á íslandi varða verða miklar breytingar á næstu áratugum. „í stað veiðanna, sem eru orkufrekár, kemur fískeldi í ríkari mæli og hvað fiskvinnsluna varðar koma vélmenni í stað fólks- ins,“ segir Hooker. „Fiskiðnaður- inn í heild mun taka miklum breyt- ingum í þá átt að fískeldi verður stundað í mun meira mæli en áð- ur. Þar verður stuðst við líftækni með gerð vaxtarhormóna sem fá fiskinn til að vaxa hraðar og skila betri afurð. Ég var nýlega í Tæ- landi þar sem rækjueldisstöðvar eru byijaðar að nota þessa horm- óna með góðum árangri. En lengra inni í framtíðinni má sjá fyrir sér að aðeins sé ræktað fiskhold í þar til gerðum kerum þegar líftækn- inni fleygir ennþá lengra frarn." Hvað fískvinnsluna varðar segir Hooker að í framtíðinni muni vél- menni og leisi-stýrð tölvutækni leysa fólk af hólmi og þessar breyt- ingar séu þegar hafnar. Því kemur upp mikilvægi þess að háskóli og iðnfyrirtæki eigi með sér nána samvinnu um uppgötvanir og þró- un þeirra fyrir markaðinn. Fyrsta verkefnið við John Hopkins-háskólann Sem fyrr segir er Hooker frum- kvöðull þess í Bandaríkjunum að koma á samvinnu háskóla og iðn- fyrirtækja í Bandaríkjunum en fyrsta verkefni hans á því sviði var er hann starfaði við John Hopkins- Morgunblaðið/ Sverrir Vilhelmsson “Þeir sem vinna næsta efnahag- skapphlaup eru þeir sem finna stystu leiðina frá uppgötvun til þess að not verði fyrir hana á markaðinum," segir Michael K. Hooker. háskólann. Var þar um að ræða sameiginlegt rannsóknarverkefni í líftækni milli skólans og iðnfyrir- tækis. Nú er Hooker framkvæmda- stjóri tveggja hátæknifyrirtækja samhliða rektorsstörfum sínum í Maryland. „Markmiðið með samvinnu há- skóla og iðnfyrirtækja er einkum að nýta sem best þá þekkingu sem til er í skólanum og þróa uppgötv- anir sem fljótast fyrir marka.ðinn,“ segir Michael K. Hooker. „Ég hef unnið að þessu starfí undanfarin 12 ár og það er reynsla okkar sem höfum unnið að þessu að besta leiðin til samvinnu er sú að viðkom- andi háskóli og iðnfyrirtæki stofni með sér nýtt fyrirtæki sem stað- sett er sem næst rannsóknarstofn- un háskólans. Þrír aðilar mynda eigendahóp hins nýja fyrirtækis, það er skólinn með 5-10% eignar- hlut, fjárfestar með 90-95% eign- arhlut og menn frá skólanum og iðnfyrirtækinu sem mynda stjóm hins nýja fyrirtækis. Hagur skól- ans liggur í arði af þeim einkaleyf- um sem hið nýja fyrirtæki aflar sér með uppgötvanir þeim sem gerðar eru á rannsóknarstofum skólans og ég get sagt að hvað Maryland varðar verður sá skóli innan fárra ára mjög auðugur af þátttöku sinni í samvinnuverkefn- um af þessu tagi.“ í máli Hookers kemur einnig fram að verkefni af þessu tagi séu nú hafín víða um heim en einkum í Evrópulöndum og Japan auk Bandaríkjanna. „Efnahagskapp- hlaupið á 21. öldinni mun snúast um þekkingu og upplýsingar og það má segja að nú eigi allir jafna möguleika á að ná langt í því kapp- hlaupi. Þetta kapphlaup mun vinn- ast af þeim sem finna leiðir til að stytta tímann sem líður milli þess að uppgötvun er gerð og að not verði fyrir hana á markaðinum," segir Hooker. „Uppgötvanir eiga sér stað á rannsóknarstofum en síðan er það fyrirtækja að breyta þeim í markaðsvöru. Besta leiðin til.að gera slíkt er náin samvinna þessara aðila. Það sem við erum að gera nú er að leita leiða til að fullkomna kerfið." » > \ i > i Jffltóáur r a ntorgun t v SpN ±■ Guðspjall dagsins: Matt. 9.: Jesús læknar hinn lama. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra: HADEGISVERÐARFUNDUR presta verður í safnaðarheimili Bústaða- kirkju mánudaginn 7. október kl. 12. Dr. Björn Björnsson ræðir um texta næsta sunnudags. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Munið kirkjubílinn. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Fimmtu- dag: Biblíulestur í safnaðarheimil- inu kl. 20.30. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Arna, Gunnar og Pálmi. Guðs- þjónusta kl. 14. Einsöngur Magnea Tómasdóttir. Fermdir verða Stefán Pétur Viðarsson, Háaleitisbraut 44, og Tómas Hall, Hótel Loftleiöum. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Jakob Ág. Hjálmarsson. Messa kl. 14. Skírn, ferming, altarisganga. Fermdur verður Tómas Davíð Þorsteinsson, Seljalandsvegi 73, Isafirði, p.t. Sörlaskjóli 9, Reykjavík. Kirkjukaffi í safnaðarheimilinu eftir messu. Sr. Hjalti Guðmundsson. Samkoma Hjálpræðishersins kl. 16.30. Mikill söngur. Vitnisburður. Hjálpræðis- herinn. Miðvikudag kl. 12.05. Há- degisbænir. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Barnakór Grensáskirkju syngur. Stjórnandi Margrét Pálma- dóttir. Undirleikari Árni Arinbjarnar- son. Organisti Jakob Hallgrímsson. Messunni verður útvarpað. Messa kl. 14. Sr. Halldór S. Gröndal. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. Þriðju- dag: Kyrrðarstund alla þriðjudaga kl. 12.00. Orgelleikur í 10 mínútur. Þá helgistund með fyrirbænum og altarisgöngu. Að henni lokinni er súpa, brauð og kaffi á boöstólum. Öllu þessu getur verið lokið fyrir kl. 13.00. Þriðjudag: Biblíulestur kl. 14.00 fyrir eldri borgara og vini þeirra. Opið hús og kaffiveitingar á eftir. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnasamkoma kl. 11. Altaris- ganga. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa j<l. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer frá Suðurhlíðum um Hlíðarnar fyrir barnaguðsþjónustuna. Hámessa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Jón Stefánsson. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Kór Langholtskirkju flytur stólvers. Molasopi að guðsþjónustu lokinni. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Börn úr 10-12 ára starfi aðstoða. Inga Backman syngurein- söng. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Barnastarf á sama tíma. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustuna. Fimmtudag: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbæn- ir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu að stundinni lokinni. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Athugið breyttan tíma. Miðvikudag: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Þóra Guðmunds- dóttir. Prestursr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Barnastarf á sama tíma. Börnin ganga niður á neðri hæð þegar prédikun hefst og fá þar fræðslu og söng við sitt hæfi. Um- sjón hafa Bára Friðriksdóttir og Eirný Ásgeirsdóttir. Kynningarátak á Eiðistorgi og í Seltjarnarneskirkju dagana 7.-13. október. Kynningar á Eiðistorgi kl. 16-18, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og sam- komur í kirkjunni á kvöldin kl. 20.30. Messa á Eiðistorgi kl. 17, föstudag- inn 11. október. Tónlist leikin frá kl. 16. Sóknarprestur. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11 árdegis. Barna- guðsþjónusta á sama tíma í kirkj- unni. Miðvikudagur: Fyrirbæna- guðsþjónusta í Arbæjarkirkju kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altar- isganga. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Sr. Þorbergur Kristj- ánsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. FELLA- og Hólakirkja: Guðsþjón- usta kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Barna- samkoma kl. 11 í umsjón sr. Guð- mundar Karls Ágústssonar. Fyrir- bænir í Fella- og Hólakirkju mánu- dag kl. 18. Helgistund í Gerðubergi fimmtudag kl. 10. Prestarnir. GRAFARVOGSSÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Skólabíllinn leggur af stað frá Hamrahverfi kl. 10.30 og fer venjulega skólaleið. Nýr sunnu- dagspóstur. Umsjón: Valgerður, Katrín og Hans Þormar. Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Þór Hauksson préd- ikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór- inn syngur undir stjórn Sigríðar Jónsdóttur organista. Starfshópur um safnaðaruppbyggingu hittist í guðsþjónustu kl. 14 og í Árbæjar- kirkju kl. 16. Vigfús Þór Árnason. HJALLASÓKN: Messusalur Hjalla- sóknar Digranesskóla. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Helgistund með þátttöku fermingarbarna kl. 13.30. Allir velkomnir. Kristján Einar Þor- varðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf sunnudag kl. 11 í safnaðar- heimilinu Borgum. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Upphaf Músikdaga í Seljakirkju kl. 17. Sókn- arprestur. ÓHÁÐI söfnuðurinn: Fjölskyldu- messa kl. 14. Barnastarfið hefst. Safnaðarprestur. KFUM/KFUK: Stórsamkoma í Ás- kirkju kl. 16.30 fyrir alla fjölskyld- una. Ræðumaður Sigurður Páls- son. Barnasamvera á sama tíma í kirkjunni. , HJALPRÆÐISHERINN: Hjálpræð- 1 issamkoma í Dómkirkjunni kl. 16.30. Ræðumaður brigadier Ingi- björg Jónsdóttir. Sunnudagaskóli í I Herkjallaranum á sama tíma. NÝJÁ postuiakirkjan: Guðsþjón- usta kl. 11. I MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Organisti Guðm. Ómar Óskarsson. Barna- starfið hefst í safnaðarheimilinu kl. 11. Sr. Jón Þorsteinsson. GARÐASÓKN: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 13 í Kirkjuhvoli. Sr. Bragi Friðriksson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 í umsjá Málfríðar og Ragnars Snæs. Munið skólabílinn. Messa kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarna- son héraðsprestur messar. Organ- isti Einar Örn Einarsson. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta í kirkjunni kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 11 á Hrafnistu. Sr. Bragi Friðriksson messar. Sr. Sig- urður Helgi Guðmundsson. ÖRKIN, fær. sjómannaheimilið: Samkoma kl. 17. ræðumaður Jacob Mortensen. Organisti EiríkurSkála. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 10.30. Organisti Hákon Leifsson. Sr. Svavar Stef- ánsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.