Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 10
r j
10
'í'if :|3ftÓTWO .3 HLIí),AOHApi)AJ fl}fJAJgVíyö}|Of/i
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991
Pétur Halldórsson
Myndlist
EiríkurÞorláksson
Nýr sýningarstaður hóf starf-
semi í Reykjavík í sumar, og nú
er þar að ljúka þriðju sýning-
unni. Þetta er Gallerí Kot, sem
staðsett er innan um verslanirn-
ar í nýju Borgarkringlunni. Þetta
er þægilegur sýningarstaður,
sem eflaust á eftir að vinna á
og skapa sér fastan sess í sýn-
ingarflóru höfuðstaðarins, en
það mun væntanlega taka nokk-
urn tíma, þar sem þarna er
margt annað 'sem glepur augað,
og verslunarferðir og skoðunar-
ferðir fara ekki alltaf vel saman.
En með góðum sýningum, sem
standa í nokkurn tíma hver, á
þetta eftir að breytast þannig
að Gallerí Kot verði fastur við-
komustaður listunnenda í borg-
inni.
í dag lýkur þarna sýningu á
rúmlega fjörutíu verkum Péturs
Halldórssonar, sem listamaður-
inn nefnir „Teikningar". Mynd-
irnar eru þó í raun ekki venjuleg-
ar teikningar í einföldustu merk-
ingu þess orðs, heldur eru þær
flestar unnar með blandaðri
tæki, samklippum, málun ljós-
mynda og fijálsri teikningu með
bleki á myndflötinn.
Vinnustíll listamannsins er
leikandi og líflegur, og hann
hefur gott auga fyrir myndbygg-
ingu. I nokkrum stórum myndum
eins og „Kornkóngur" (nr. 7) eru
það hinir stóru og einföldu
drættir sem ráða ríkjum, og
bygging myndarinnar verður
sterk og markviss í einfaldleik
sínum. I tveimur öðrum verkum,
nr. 5 og nr. 16, er unnið út frá
sömu ljósmynd, en verkin verða
sjálfstæð og gjörólík í meðferð
listamannsins. Samsetning
klippimyndanna er einnig lipur
og vel upp sett.
Besti hluti sýningarinnar er
þó eflaust að finna í hinum
smærri teikningum, en þar njóta
hæfileikar Péturs sín best. Hann
hefur gott auga fyrir myndefn-
inu, og nær að setja það fram
þannig að hvert smáatriði nýtur
sín vel, án þess að nokkurt of-
hlæði komi til. Teikningin er oft
fijálsleg og fljótandi, en myndar
engu að síður þau form, sem
bera Uppi verkin. Myndirnar era
því skýrar og auðlesnar, og í
sumum tilvikum hefur eins konar
prenttækni verið notuð, sem gef-
ur heildinni skemmtilegan svip.
Af teikningunum má nefna
nokkrar sérstaklega. Nr. 19
(„Ónefnd") er skemmtilega upp-
byggð, og nr. 27 (,,París“) er
létt og leikandi í einfaldleik sín-
um. Myndin „Reykjavíkurfifl“
(nr. 36) er stórgóð fyrir sinn
hatt, og ágæt áminning um þá
kostulegu þröngsýni, sem höfuð-
borgarbúar sýna oft í garð ann-
arra. Myndin „Grænfriður“ (nr.
42) ætti einnig að vera lands-
mönnum þekkileg. Loks má
nefna myndina „Sunnudagur"
(nr. 40), sem ber með sér nokk-
uð annan og alvarlegri tón.
Þessi sýning er frískleg og vel
unnin, og augljóst að hér er á
ferð listamaður, sem kann sitt-
hvað fyrir sér og hefur ýmislegt
fram að færa, bæði hvað varðar
tæknilegu hliðina og hina efnis-
legu. Þó að listunnendur þekki
Pétur að nokkru af ferli hans,
hefði verið vel þegið að meiri
upplýsingar um hann hefðu legið
frammi til að auðvelda öðrum
að setja sig inn í þann listheim,
sem þarna er boðið upp á.
Sýningu Péturs Halldórssonar
í Galleri Kot lýkur á verslun-
artíma i dag, laugardaginn 5.
október.
Vinnu við Dýra-
fjarðarbrú lokið
Þmgeyri.
VINNU við Dýrafjarðarbrú lauk
síðastliðinn laugardag og er það
mun fyrr en áætlað var.
Verkið hefur gengið mun betur
en bjartsýnustu menn þorðu að
vona. Eru verklok um það bil tveim-
ur mánuðum á undan áætlun verk-
taka, en umsamin verklok voru 1.
ágúst 1992.
í sumar hefur verið unnið að
breikkun vegar og grjótvörn. Hefur
umferð verið leyfð yfir brúna í sum-
ar, þótt verið væri að vinna við
hana og hafa Dýrfirðingar því þeg-
ar fengið að njóta þessarar miklu
samgöngubótar.
Verktakar voru Klæðning hf. og
Suðurverk hf. og er þætti þeirra í
þessu verki nú lokið. Vegagerðin á
eftir að setja bundið slitlag á veg-
inn, en það verður gert næsta sum-
ar.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni á ísafirði fóru um 390
þúsund rúmmetrar af jarðefni í veg-
inn, sem þýðir að 12 tonna vörubíl-
ar hafi farið með 70 þúsund bílhlöss.
- Gunnar Eiríkur
Húseign íHafnarfirði
Nýkomið í einkasölu mjög vandað timburhús við
Skúiaskeið (ofan við Heliisgerði) í ágætu ástandi.
Byggt 1936, stækkað 1964. Hæð, kjallari og ris
alls 244 fm. Á aðalhaeð, með steyptri gólfplötu,
er 98,6 fm 4ra-5 herb. íbúð. í risi er 2ja herb.
íbúð. Kjallari undir öllu húsinu með góðri lofthæð
og möguleika á lítilli íbúð með sérinng. Bílskúr.
Opið í dag Árni Gunnlaugsson, hrl.,
frá kl. 12—17 Austurgötu 10, sími 50764.
011 KA 01Q7A LÁRUS Þ- VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri
L I Ijv’lIw/w KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasau
Til sölu er að koma meðal annarra eigna:
Nýendurbyggð - frábært verð
Rétt við Dalbraut 4ra herb. íb. á 2. hæð, tæpir 90 fm. Vel skipulögð.
Rúmgott risherb. fylgir. Laus strax.
Glæsileg sérhæð við Stigahlíð
Neðri hæð um 140 fm. Tvöföld stofa, 3 svefnherb., 1 forstofuherb.
m. snyrt. Góður bílsk. 28 fm. Stórt föndur- og geymsluherb. í kj. Hæð-
in er öll nýl. endurbyggð. Eignaskipti möguleg.
Gott einbýlishús - 5 svefnherb.
Steinhús ein hæð 165 fm á kyrrlátum stað í Vogunum. Gott stofu-
rými. Sólverönd. Bílskúr. Húsið er vel byggt og vel meðfarið með glæsi-
legri lóð. 1
Við Furugrund - laus strax
2ja herb. íb. á 1. hæð um 60 fm. Geymsla og sameign i kj. Gott verð
gegn góðri útb.
Stór og góð - frábært útsýni
2ja herb. íb. á 1. hæð við Arahóla, 65,3 fm. Sérþvottah. Nýl. parket.
Ágæt sameign. Geymslu- og föndurherb. í kj.
Skammt frá „Fjölbraut" í Breiðholti
5 herb. mjög góð íb. á 3. hæð í 3ja hæða blokk. 4 svefnherb. Sér-
þvottaaðstaða. Góð sameign. Mikið útsýni. Skipti æskileg á raðhúsi í
nágr. eða í Mosbæ.
í gamla góða vesturbænum
Nýlega endurbyggð 2ja herb. íb. á 2. hæð, 56,6 fm í steinhúsi við
Ránargötu. 40 ár húsnæðislán kr. 2,7 millj. Gott verð.
Góð eign í Hafnarfirði
Nýstækkað og endurbyggt einbhús á útsýnisstað við Háabarð með
glæsilegri 5 herb. íbúð um 130 fm. Góður bilskúr 36 fm. Ræktuð lóð
630 fm. Skipti möguleg á eign í Kópavogi eða borginni.
Leitum að góðum eignum:
Einbýlishús eða raðhús helst í Vesturborginni fyrir fjársterkan kaup-
anda sem flytur til borgarinnar.
4ra-5 herb. íb. í borginni eða Kóp. m. bílsk.
Sérhæðum, íbúðum með bilsk., raðhúsum og einbhúsum. Sérstaklega
miðsvæðis í borginni, Nesinu og í Kóp.
Opið í dag frá kl. 10-16. AIMENNA
Fjöldi fyrirspurna um eignir
íVesturb. og á Nesinu. _________________________
Margskonar eignaskipti. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
FASTEIGNASALAN
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 609. þáttur
Hér í þættinum (ekki „þáttin-
um“, eins og Þóroddur læknir
heyrði hvað eftir annað á einni
útvarpsrásinni) hefur samráð
verið haft og samvinna við Is-
lenska málstöð og ekki síst
Flugorðanefnd í því sambandi.
Nú hefur borist bréf frá Guð-
rúnu Rögnvaldardóttur fyrir
hönd Staðlaráðs íslands, og
birtist hér meginefni þess, svo
að menn geti glímt við nýyrða-
smíð á þessu sviði. Hún er í full-
um gangi býsna víða sem betur
fer. Enda þótt ekki sé rúm til
að birta staðalinn, þykir ekki
efni til að fella niður öll orð
bréfsins, þar sem til hans er vitn-
að:
„Á vegum Staðlaráðs íslands
starfar nefnd sem hefur það
vandasama verkefni með hönd-
um að þýða yfir á íslensku ýmis
orð varðandi stöðlun og skylda
starfsemi. Skjalið sem liggur til
grundvallar þessum þýðingum
er evrópskur staðall, EN 45020,
sem heitir á ensku „General
terms and their definitions conc-
erning standardization and rel-
ated activities" og fylgir hér með
ásamt drögum að íslenskri þýð-
ingu.
I nefndinni eiga sæti: Ársæll
Þorsteinsson, Löggildingarstof-
unni; Bergur Jónsson, Raf-
magnseftirliti ríkisins, Jóhannes
Þorsteinsson, Staðlaráði íslands;
Þorbjörn Karlsson, Háskóla ís-
lands; og Guðrún Rögnvaldar-
dóttir, Staðlaráði íslands, ritari
nefndarinnar.
Nefndin hefur komið sér sam-
an um íslenskar þýðingar meiri-
hluta orðanna í staðlinum, en
enn hefur ekki náðst samstaða
um þýðingar nokkurra orða.
w Helsti ásteytingarsteinninn er
orðið „accreditation“ en skil-
greiningu hugtaksins má lesa í
grein 16.1 í staðlinum.
Orðið viðurkenning hefur ver-
ið notað sem þýðing á „accredit-
ation“ en þykir ekki nógu gott,
m.a. vegna þess að ekki má
rugla „accreditation“ saman við
„recognition" (sem einnig kemur
fyrir í staðlinum og nefndin er
sammála um að best sé þýtt sem
viðurkenning). Önnur tillaga er
orðið fuligilding, en það hefur
einnig verið notað sem þýðing á
„ratifieation“ (t.d. hjá EB-þýð-
ingum). Þriðja tillagan, og sú
sem notuð er í meðfylgjandi
drögum að íslenskri þýðingu
staðalsins, er orðið gilding. Um
það eru skiptar skoðanir og hafa
menn það helst á móti því að
tilsvarandi sagnorð hljómi an-
kannalega (að gilda prófunar-
stofu, gilt prófunarstofa ...)
Nefndin er sammála um að
best væri ef tækist að finna (eða
búa til) nýtt orð yfir þetta hug-
tak. Því var ákveðið að leita til
þín og óska eftir aðstoð þinni
þar sem þú hefur oft auglýst
eftir orðum fyrir tiltekin (ný)
hugtök í pistlum þínum í Morg-
unblaðinu. Nýyrðasmiðir og aðr-
ir orðhagir menn gætu ef til vil
spreytt sig á að leysa þetta
vandamál.
Nefndinni þætti einnig fengur
í að fá álit þitt á þýðingum ann-
arra hugtaka í staðlinum.
Með fýrirfram þökkum og
bestu kveðjum.“
Nú er að reyna sig við þetta.
★
Unglingur utan kvað:
Þeim fórst ekki fimlega að rata,
þessum fósum í hástöðum 1ATA;
þeir fóru upp á grín
til fundar í Wien,
en flygildið lent’ í Alm’ Ata.
★
Halldóri frá Kirkjubóli fatast
hvorki málsmekkur né tryggð
við þáttinn:
„Heill og sæll Gísli!
Eg hlustaði á útvarpsleikrit.
Ólafur og Ingunn heitir það. í
fyrsta þætti eru Ingunni lögð
þau orð í munn að hún skuli
aflúsa unnusta sinn.
Þetta held ég að sé tíma-
skekkja. Á 13. og 14. öld var
ekki talað um að aflúsa. Það
gerðu menn í heimsstyrjöldinni
fyrri í sóttvarnarskyni og þarf
ekki að lýsa þeirri aðgerð.
Mér sýnist að stúlkan hefði
átt að segja: „Ég skal leita þér
lúsa.“ Það mun hafa verið við
hæfi á fyrri öldum.
í öðrum þætti þessa leikrits.
er Ólafur látinn tala um „gjaforð
okkar lngunnar“. Það er nýtt
fyrir mér að heyra rætt um gjaf-
orð karla. Ég held að hér hafi
verið átt við festar.
Svo vík ég að allt annarri
þýðingu þar sem er Seiður slétt-
unnar. Þar segir frá atlotum
elskenda og kemur þar sögu að
sagt er að konan „elski að finna
snertingu“ mannsins. Þetta
finnst mér engin íslenska vera.
Ég held að átt sé við að henni
hafi þótt snertingin góð. Ég
held að hefði mátt segja þetta
svo að konan nyti snertingar
mannsins.
Ég minnist þess að fyrir
nokkrum árum las ég í dönsku
vikuriti pistil konu um misnotk-
un orðsins að elska þar í landi.
Það væri gjarnan notað um
kynmök þó að ástlaus væru. Það
mætti e.t.v. hugleiða hér líka.
Þegar ég var að læra að tala
töluðum við oft um ógerð verk.
Þá sögðum við: Þetta er eftir
og ég á þetta eftir. T.d. „Það
er eftir að láta inn kýrnar.“ „Já,
ég á það eftir.“ Það sem ákveðn-
um persónum bar að gera og
var ógert áttu þau eftir. En þeg-
ar rætt var um óunnin verk, sem
ekki var tilgreint hver ætti að
vinna, var sagt: Það er eftir.
Nú virðist mér að orðið sé
ríkjandi mál að segja: „Eftir á
að gera þetta og hitt.“ Aldrei
kann ég við það.
Bestu kveðjur."
★
P.s. í síðasta þætti færðist
kafli úr stað. Ég þykist vita að
glöggir lesendur hafi séð rétta
tengingu.