Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991 Japan: Valdabarátta fyrirséð vegna afsagnar Kaifu Tókýó. Reuter. TOSHIKI Kaifu, forsætisráðherra Japans, hyggst láta af embætti í lok mánaðarins og í uppsiglingu er hörð valdabarátta milli fjögurra fylkinga innan stjórnarflokksins, Frjálslynda demókrataflokksins. Fyrirhugað er formannskjör inn- an flokksins 27. október og að sögn náinna samstárfsmanna Kaifus hyggst hann ekki gefa kost á sér aftur. Búist er við að hann tilkynni þetta opinberlega í dag. Áður höfðu leiðtogar þriggja fylkinga innan flokksins sagt að þeir myndu gefa kost á sér gegn Kaifu. Þeir eru Kiichi Miyazawa og Michio Watanabe, fyrrverandi fjár- málaráðherrar, og Hiroshi Mitsuzuka, fyrrum viðskiptaráð- herra. Þar sem Kaifu hyggst láta af embætti er talið víst að stærsta fylkingin innan stjórnarflokksins, undir forystu Noboru Takeshita, fyrrverandi forsætisráðherra, ákveði einnig að bjóða fram mann, Efnahagskreppan í Sovétríkjunum: EB-leiðtogar sam- þykkja neyðaraðstoð Lundúnum, Tókýó, Moskvu, Washington. LEIÐTOGAR Evrópubandalags- ins (EB) hafa komist að samkom- ulagi um að senda matvæli til Sovétríkjanna til að koma í veg fyrir hungursneyð þar í vetur. Búist er við að sovésk stjórnvöld fallist í dag á sérstaka aukaaðild að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að auðvelda efnahagslegar um- bætur í landinu. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sem fer nú fyrir sjö helstu iðnríkjum heims, Ruud Lubb- ers, forsætisráðherra Hollands og formaður ráðherraráðs EB, og Jac- ques Delors, forseti framkvæmda- stjórnar EB, komust á fimmtudag að samkomulagi um neyðaraðstoð við Sovétmenn. Major sagði að að- stoðin myndi nema „milljörðum dala“. Samkomulagið verður borið undir fjármálaráðherra EB-ríkj- anna til lokasamþykktar er þeir koma saman í Lúxemborg á mánu- dag. Verði það samþykkt verða stjórnvöld í Bandaríkjunum, Kanada og Japan beðin að leggja svipað af mörkum. Áður en matvæl- in verða send þurfa sovésku lýðveld- in og stjómvöld í Moskvu að veita upplýsingar um hvar þörfín er mest fyrir matvæli og hvers konar aðstoð kæmi sér best. Búist er við að Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétforseti og Michel Camd- essus, framkvæmdastjóri Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, undirriti í dag samning um sérstaka aukaaðild Sovétmanna að sjóðnum. Slík aðild myndi ekki gera Sovétmönnum kleift að fá lán úr sjóðnum heldur gætu þeir fengið tæknilega ráðgjöf til að blása nýju lífi í efnahaginn og koma á markaðsbúskap. Hiroshi Yasuda, aðstoðarfjár- málaráðherra Japans, sagði í gær ólíklegt að sjö helstu iðnríki heims Reuter, The Daily Telegraph. myndu samþykkja á næstunni að veita Sovétmönnum efnahagsað- stoð og létta skuldabyrði þeirra. Fyrst þyrftu Japanir og önnur ríki upplýsingar um heildarskuldir Sov- étmanna, greiðslugetu þeirra og viðskipti við útlönd. Áður hafði tals- maður bandaríska fjármálaráðu- neytisins sagt að iðnríkin sjö væru reiðubúin að aðstoða Sovétmenn ef þeir gætu ekki greitt skuldir sínar. en ekki er vitað hver hann verður. Kaifu komst til valda fyrir tveim- ur árum eftir að tveir fýrrum leið- togar flokksins og forsætisráðherr- ar, Takeshita og Sosuke Uno, höfðu sagt af sér vegna hneykslismála. Valdamestu fylkingarnar innan flokksins neyddust til að snúa sér til Kaifus, sem var þá lítt þekktur og fyrrum menntamálaráðherra. Er Kaifu komst til valda lofaði hann umbótum á kosningalöggjöf- inni, sem þykir bjóða upp á mikla spillingu. Hann lagði loks fram breytingartillögur á þinginu í ágúst sl. en ráðamenn 'innan flokksins ákváðu á mánudag að draga þær til baka án þess að ráðfæra sig við forsætisráðherrann. Kaifu brást ókvæða við og hótaði að ijúfa þing og boða til kosninga. Hátt settir flokksmenn settu honum þá stólinn fyrir dyrnar. Þótt Kaifu hafi ekki notið mikill- ar virðingar á meðal japanskra stjórnmálamanna og fréttaskýr- enda hefur hann komið vel út úr skoðanakönnunum. Samkvæmt könnun, sem birt var í vikunni, nýtur hann 56,7% fylgis og Fijáls- Iyndi demókrataflokkurinn 64,8%. Enginn annar frammámaður flokksins en forsætisráðherrann nýtur verulegra vinsælda, sam- kvæmt könnuninni. Reuter Námavinnsla og olíuleit á Suðurskautslandi bönnuð Ríki sem aðild eiga að Suðurskautssáttmálanum undirrituðu í gær samkomulag sem bannar námagröft og olíuleit þar syðra næstu 50 ári-n. Suðurskautslandið nemur 10% af yfírborði jarðar en 98% þess er þakið jökli. Meðfylgjandi mynd var tekin af Grænfriðungi að skoða ruslahaug við McMurdo-rannsóknastöð Bandaríkjamanna á heim- skautslandinu í síðsta mánuði. Áróðursherferð hafin í Kína vegna hruns kommúnismans Pekjng. Req(er. STJORNVOLD í Kína hafa hafið viðamikia áróðursherferð til varn- ar stefnu sinni vegna ótta við að almenningur krefjist lýðræðisum- bóta eftir hrun kommúnismans í Sovétríkjunum. Kim Il-sung, for- seti Norður-Kóreu, kom í opinbera heimsókn til Peking í gær og búist er við að kínverskir ráðamenn knýji á hann um að koma á efnhagslegum umbótum til að laða að fjárfestingar frá Vesturlöndum. Áróðursherferðin í Kína nær allt frá háskólum til vegfarenda á göt- um borganna. Helstu skilaboðin eru að Kína sé ónæm fyrir þeim breyt- ingum sem hafa átt sér stað í Sov- étríkjunum að undanförnu og hruni kommúnismans í Austur-Evrópu. Námsmenn "í Peking-háskóla hafa þurft að lesa leiðbeiningar í sextán liðum um valdaránstilraun- ina í Sovétríkjunum, sem Deng Xia- oping, leiðtogi landsins, gaf út. Þar segir að það hafi verið harmleikur fyrir heimskomrnúnismann að valdaránið skyldi hafa mistekist en það sé aðeins tímabundið áfall. „Stjórnvöld segja að sovéskur al- menningur hafi stutt valdaránið í verki,“ sagði sagnfræðinemi í skól- anum. „En þeir leggja ekki fram neinar sannanir fyrir því,“ bætti hann við. Fréttamenn sáu skólatöflu á götu í Peking með yfirlýsingu, þar sem útskýrt var í hveiju munurinn á Sovétríkjunum og Kína fælist. „Breytingarnar á stjórnmálunum í Sovétríkjunum geta ekki átt sér stað í Kína,“ segir í fyrirsögninni. Sagt er að efnahagsástandið í Kína sé gott, stöðugleiki ríki í stjómmál- unum og minnihlutahópar séu ekki í uppreisnarhug. Jiang Zemin, leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, Li Peng for- sætisráðherra og Yang Shangkun forseti tóku á móti Kim Il-sung á járnbrautarstöðinni í miðborg Pek- ing í gær. Móttökurnar bentu til þess að kínversk stjórnvöld leggi mikla áherslu á að viðhalda góðu sambandi við Norður-Kóreu, síðasta ríki heims þar sem harðlínustalínist- ar eru við völd. Efnahagur Norður-Kóreu er í lamasessi þar sem Sovétmenn hafa hætt efnahagsaðstoð við landið. Kínversk stjórnvöld eni treg og illa í stakk búin til að koma Norður- Kóreumönnum til hjálpar 6g búist er við að þau leggi því að Kim að koma á efnahagsumbótum til að laða að fjárfestingar frá Vestur- löndum. Ennfremur er búist við að kín- versku ráðamennirnir reyni að fá Kim til að breyta stefnu sinni hvað varðar framleiðslu kjarnorkuvopna en hún hefur valdið miklum áhyggj- um á Vesturlöndum. Norður-Kóreu- menn hafa neitað að heimila erlend- um eftirlitsmönnum að kanna kjarnorkustöðvar sínar nema Bandaríkjamenn leyfí fyrst slíkt eftiriit með herstöðvum sínum í Suður-Kóreu. Talið er að Kínveijar einir geti fengið þá til að breyta þeirri afstöðu. Ný ríkisstjórn tekin við völdum í Svíþjóð Friðarráðstefna fyrir Miðausturlönd: Bush segir engar dag- setningar fyrirliggjandi Washington. Ruter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að óljóst væri hvenær friðarráðstefna fyrir Miðausturlönd gæti farið fram, það stæði og félli með pólitískum tilraunum á næstu vikum til að koma henni í kring. Bandaríkjamenn hafa hjaft for- ystu um að reyna að koma friðar- ráðstefnu í kring og höfðu einsett sér að hún færi fram undir lok októbermánaðar. Bush sagði hins vegar í gær að engar dagsetningar hefðu verið ákveðnar og fréttir, sem hafðar hefðu verið eftir Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakk- lands í París í gær, þess efnis að ráðstefnan hæfist íTok mánaðarins væru villandi. Utanríkisráðherra Egyptalands, Amre Moussa, sagðist í gær eiga von á því að friðarráðstefna fyrir Miðausturlönd yrðu kölluð saman eftir tvær til þijár vikur. Skoraði hann jafnframt á ísraela að stöðva framkvæmdir á hernumdu svæðun- um, það myndi tryggja góðan ár- angur af ráðstefnunni. George Bush HÉR fer á eftir ráðherralisti rík- isstjórnar Carls Bildts sem kynntur var sænska þinginu í gær. Fjórir fiokkar eiga aðild að rikisstjórninni: Hægriflokkurinn (M), Þjóðarflokkurinn (Fp), Mið- flokkurinn (C) og Kristilegi dem- ókrataflokkurinn (KDS). Forsætisráðherra: Carl Bildt (M). Utanríkisráðherra: Margaretha af Uggla (M). Aðstoðarráðherrar í utanríkis- ráðuneytinu eru þeir Alf Svensson (KDS) og Ulf Dunkelspiel (M). Fjármálaráðherra: Anne Wibble (Fp). Félagsmálaráðherra: Bengt Westerberg (Fp). Umhverfísráðherra: Olof Johans- son (C). Dómsmálaráðherra: Gun Hell- svik (M). Menntamálaráðherra: Per Unc- kel (M). Varnarmálaráðherra: Anders Björck (M). - -.......... ------ Stjórnsýsluráðherra: Inger Davidsson (KDS). Samgönguráðherra: Mats Odell (KDS). Landbúnaðarráðherra: Karl Erik Olsson (C). Iðnaðarráðherra: Per Westerberg (M). Vinnumálaráðherra: Böije Horn- lund (C). Húsnæðismálaráðherra: Birgit Friggebo (Fp). Til stendur að breyta uppbygg- ingu stjórnkerfisins þannig að hús- næðismálaráðuneytið verður lagt niður og iðnaðarráðuneytið verður kallað efnahagslífsráðuneytið. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.