Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 4
4 ' MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991 Skipaútgerð ríkisins: Starfsfólk styður stórkaupmenn Lýsir ánægju með áhuga þeirra á að kaupa útgerðina NÆR allir starfsraenn Skipaútgerðar ríkisins hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að fagnað er áhuga Félags íslenskra stórkaupmanna á kaupum á Skipaútgerðinni. Undirskriftalistinn hefur verið afhentur forsvarsmönnum stórkaupmanna sem telja hann óvæntan en mjög ánægjulegan þátt i málinu. Alls skráðu 93 starfsmenn Skipa- útgerðar ríkisins nöfn sín á þennan undirskriftalista en í heildina eru starfsmennirnir tæplega 100 að tölu. Textinn á listanum hljóðar svo: „Við undirritaðir starfsmenn Skipaútgerðar ríkisins fögnum þeim áhuga sem hópur innan Félags ís- lenskra stórkaupmanna hefur sýnt um áframhaldandi rekstur útgerð- arinnar og samstarfsvilja þeirra við starfsfólk um yfírtöku á rekstri fyr- irtækisins í einni eða annarri mynd.“ Það voru þeir Jón Ingólfsson skipstjóri á Heklu og Magnús Viðar Helgason yfirvélstjóri á Esju sem afhentu Stefán Guðjónssyni fram- kvæmdastjóra og Kristjáni Einars- syni varaformanni Félags stórkaup- manna undirskriftalistann. Við það tækifæri sögðu þeir Jón og Magnús að þeim væri annt um starf það sem Skipaútgerðin hefði innt af höndum og sárt væri ef það starf myndi leggjast alfarið niður. Því hefði starfs- fólkið ákveðið að sýna stórkaup- mönnum stuðning sinn með svo áþreifanlegum hætti. „Starfs- fólkið er uggandi um sinn hag og telur að nú sé lag á að koma rekstri Skipaútgerðarinnar úr höndum hins opinbera og til einkaaðila þannig að reksturinn batni,“ segja þeir Jón og Magnús. Stefán Guðjónsson segir að undirskriftalistinn sé mikill stuðningur við fyrirætlanir stór- kaupmanna og ánægjulegt sé að fá svo afgerandi yfírlýsingu í hendur sem undirrituð er af svo mörgum starfsmönnum sem raun ber vitni. Stórkaupmenn hafí þar að auki fengið upplýs- ingar frá mjög mörgum umboðs- manna Skipaútgerðarinnar um allt land um að þeir hafí áhuga á að vera með í stofnun nýs fé- lags um reksturinn. Kaupmannasamtök íslands hafa lýst yfír stuðningi sínum við fyrirætlanir stórkaupmanna. í ályktun sem stjórn Kaupmanna- samtakanna hefur sent frá sér segir: „Vegna umræðu í fjölmiðl- um að undanfömu og yfírlýstrar ‘stefnu Félags ísl. stórkaupmanna um að stuðla að aukinni sam- keppni í vöruflutningum á sjó og þar með lækkun farmflutninga til og frá landinu, lýsir stjóm Kaupmannasamtaka íslands. full- um stuðningi við málefni Félags ísl. stórkaupmanna í þeim efnum. Stjóm Kaupmannasamtaka ís- lands er tilbúin til samstarfs við Félag ísl. stórkaupmanna um of- angreint málefni." VEÐUR ÍDAGkl. 12.00 Heimild: Veöurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.151 gær) VEÐURHORFUR í DAG, 5. OKTÓBER YFIRLIT: Milli íslands og Færeyja er 975 mb. lægð sem grynnist og hreyfist lítið í bili en mun síðar þokast austur. 1023ja mb. hæð yfir N-Grænlandi en mjög vaxandi lægð við Nýfundnaland hreyfist norðaustur og verður suðaustur af Hvarfi síðdegis á morgun. SPÁ Um austanvert landið verður enn norðvestlægur strekkingur sem smá saman dregur úr, en vestanlands verður fremur hæg vestlæg átt. Snjókoma eða slydda verður norðaustanlands. Kóln- andi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG:Suðaustlæg átt og hlýnandi verður, dálit- il rigning um landið sunnanvert en þurrt og víða léttskýjað norðan- lands og á Vestfjörðum. HORFUR Á MÁNUDAG:Nokkuð hvöss austanátt og rigning víða um land, einkum suðaustan- og austanlands. Hiti 3 til 8 stig. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / r / / / / Rigning / / / * / * Alskýjað / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður Vfl / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 5 rigning Reykjavík 3 skýjað Bergen 10 haglél Helsinki 12 skýjað Kaupmannahöfn 15 léttskýjað Narssarssuaq +3 léttskýjað Nuuk •fO slydda Osló 11 léttskýjað Stokkhólmur 13 léttskýjað Þórshöfn 8 skúr Algarve 23 heiðskfrt Amsterdam 16 léttskýjað Barcelona 22 skýjað Beriín 18 skýjað Chicago 13 þokumóða Feneyjar 2f léttskýjað Frankfurt 18 léttskýjað Glasgow 13 úrkoma Hamborg 16 hálfskýjað London 16 skýjað LosAngeles 18 þokumóða Lúxemborg 17 hálfskýjað Madríd 22 léttskýjað Malaga 24 léttskýjað Mallorca 25 skýjað Montreal 13 súld NewYork vantar Orlando 22 skýjað Parfs 17 léttskýjað Madeira 22 rykmistur Róm 24 heiðskfrt Vín 16 heiðskfrt Washington 18 místur Winnipeg 1 skýjað Þeir Jón Ingólfsson og Magnús Viðar Helgason starfsmenn Skipa- útgerðarinnar afhenda Stefáni Guðjónssyni og Kristjáni Einarssyni undirskriftalistana. \ i ) Fríverslunarsamningar EFTA og A-Evrópu: Forseti ASI óttast opnun inn á íslenska f vinnumarkaðinn Samningurinn snýst eingöngu um toil- frelsi, segir utanríkisráðuneytið I NYRRI þjóðhagsáætlun er vikið að samningum um Evrópska efna- hagssvæðið, og í því samhengi segir að undirbúningur sé langt kom- inn við gerð fríverslunarsamninga við Ungverjaland, Tékkóslóvakíu, Pólland Tyrkland og ísrael. Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusam- bands íslands segir að þetta veki þá spurningu hvort verið sé að gera samninga í tengslum við viðræður um EES, sem veiti frjálsan aðgang fólks frá þessum löndum inn á íslenskan vinnumarkað. Finn- bogi Rútur Arnarson, sendiráðsritari á viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, segir að samningarnir nái á engan hátt til fólksflutn- inga á milli ianda heldur snúist eingöngu um tollfrelsi. í þjóðhagsáætluninni segir að þessir samningar séu byggðir á fyrirmynd fríverslunarsamninga EFTA ríkjanna og Efnahagsbanda- lagsins frá 1972 og öll EFTA ríki standi sameiginlega að gerð þeirra. Ennfremur segir að samningar Evr- ópubandalagsins við Austur Evróp- uríki haldi áfram um nánari tengsl eða aukaaðild og því sé líklegt að öll Austur- og Mið-Evrópa muni innan tíðar færast inn á sama við- skiptasvæði og hlíta sömu reglum og jgilda í Vestur Evrópu. Asmundur segir það vera stórmál ef verið sé að gera fríverslunar- samninga við lönd á borð við Pól- land og Tyrkland í tengslum við Evrópska efnhagssvæðið ef það þýði fíjálsan aðgang fólks frá þess- um löndum að íslenskum vinnu- markaði. „Það er ekki ljóst af þess- um texta hvort svo er en þessi fram- setning kemur mér á óvart og því verða stjómvöld að skýra hvað er verið að gera,“ sagði Asmundur. „Það er á hreinu að þessir samn- ingar koma fólksflutningum ekkert við. Þetta eru fríverslunarsamning- ar um niðurfellingu á tollum á iðn- aðarvöm á milli landa,“ sagði Finn- bogi Rútur. Brynjólfur E. Ingólfsson fv. ráðuneytisstjóri látinn BRYNJÓLFUR Eiríkur Ingólfs- son, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, lézt á Landakotsspitala í fyrradag, 71 árs að aldri. Brynjólfur var fæddur 10. maí 1920 á Vakursstöðum í Vopnafírði, sonur hjónanna Ingólfs Hrólfssonar bónda þar og konu hans Guðrúnar Eiríksdóttur. Hann lauk stúdents- prófí frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1941 og lögfræðiprófi frá Há- skóla íslands 1947. Hann var skip- aður fulltrúi í samgönguráðuneyt- inu 1947 og starfaði einnig í við- skiptaráðuneytinu 1947 til 1948. Deildarstjóri í samgöngu- og iðnað- arráðuneyti varð hann 1958 og ráðuneytisstjóri 1962. Hann lét af því starfí vegna veikinda 1983. Hann var vörumerkjaskrárritari 1962-1973. Brynjólfur sat í fjölda nefnda á vegum samgönguráðuneytisins, Al- þingis, Norðurlandaráðs og Evrópu- ráðsins og var formaður í mörgum. Meðal annars var hann í samninga- nefnd um byggingu og rekstur ál- versins í Straumsvík og stjómaði sameiningarviðræðum Flugfélags íslands og Loftleiða, sem lyktaði með stofnun Flugleiða. Brynjólfur var formaður Frjáls- íþróttasambands íslands 1954- 1960 og vann • ýmisleg t rúnaðar- störf fyrir fijálsíþróttahreyfinguna. Meðal annars var hann ritstjóri íþróttablaðsins 1956-1957. Brynj- ólfur var mikill söngmaður og söng bæði í Tígulkvartettinum og Karla- kór Reykjavíkur. Eftirlifandi kona Brynjólfs er Helga Sigurðardóttir. Böm þeirra eru Sigurður Örn, grafískur hönn- uður í Hafnarfírði, Eiríkur, rithöf- undur í Reykjavík, ívar, ljósmynd- ari á Þjóðminjasafninu, og Guðrún, ' írámkvæmdastjón T Reykjávík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.