Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991
Kvikmyndahátíð Listahátíðar;
Af tannhirði góðum
og eldspýtnastúlku
Alls verða sýndar hátt í 30 bíómyndir frá I Unni Straume frá Noregi, Margarethe von
13 löndum á Kvikmyndahátíð Listahátíðar Trotta frá Þýskalandi og Vestur-íslending-
sem hefst í Regnboganum í dag og stendur urinn Sturla Gunnarsson frá Kanada. Eft-
til 15. okt. Gestir hátíðarinnar eru þrír, | irfarandi myndir verða á hátíðinni:
Bandaríkin
Freisting vampírunnar („Def
by Temptation", 1990) er eftir leik-
stjóra að nafni James Bond III.
Hér er á ferðinni hryllingskómedía
eftir svertingja og með svertingjum
í öllum hlutverkum. Titilhlutverkið
leikur Cynthia Bond, háskalegt
glæsikvendi og vampíra sem karl-
menn dragast mjög að. Þetta er
frumraun Bond III í bíómyndagerð
og má gera ráð fyrir að hér sé á
ferð væntanleg „cultmynd“ há-
tíðarinnar. Enskt tal, textalaus.
Góði tannhirðirinn („Ever-
smile, New Jersey", 1990) er með
breska óskarsverðlaunaleikaran-
um Daniel Day-Lewis í hlutverki
tannlæknis sem gerður er að sér-
stökum sendimanni bandarísku
upplýsinga- og fræðslustofnunar-
innar í Patagóníu þar sem hann
útdeilir ókeypis tannburstum og
gerir við tennur, jafnvel á þjóðveg-
um úti ef þörf krefur. Leikstjóri
þessarar sérstöku gamanmyndar
er Carlos Sorin. Með íslenskum
texta.
Henry: Nærmynd af fjölda-
morðingja („Henry: Portrait of a
Serial Killer“, 1986/1990) þykir
umdeild og áhrifarík og næstum
vísindaleg lýsing á lifnaðarháttum
samviskulauss fjöldamorðingja.
Með aðalhlutverkið fer Michael
Rooker og mun hann sérstaklega
hrollvekjandi sem Henry en mynd-
in er byggð að einhveiju leyti á
ævi raunverulegs fjöldamorðingja
frá Texas, Henry Lee Lucas.
Myndin var fjögur ár í smíðum en
dreifingaraðilar og kvikmyndaeft-
irlit vildu flokka hana með klám-
myndum. „Hún er sannarlega ekki
við allra hæfi,“ sagði leikarinn
Rooker,„en hún á ekki skilið að
flokkast með klámi.“ Víst er að
hún er ekki fyrir viðkvæmt fólk.
„Besta mynd ársins,“ sagði tíma-
ritið „Village Voice“. Með íslensk-
um texta.
Bretland
Hetjudáð Daníels („Daniel of
the Champion", 1990) byggir á
sögu norska rithöfundai'ins Roald
Dahls og er með Jeremy Irons og
syni hans, Samúel, í aðalhlutverk-
um. Leikstjóri er Gashwin Miilar
en myndin segir frá baráttu verk-
stæðiseiganda og níu ára sonar
hans við gírugan landeiganda sem
leggja vill undir sig eignir þeirra.
Með aukahlutverk fara margir
kunnir breskir leikarar eins og
Robbie Coltraine, Ronald Pickup,
Michael Horden og Cyril Cusack.
Með íslenskum texta.
Launráð („Hidden Agenda“,
1990) er gerð af Ken Loach og
fara bandarísku leikararnir Franc-
es McDormand, Brian Cox og Brad
Dourif með aðalhlutverkin. Myndin
er byggð á sönnum atburðum er
gerðust á N-írlandi árið 1982, svo-
nefndu Stalker-máli. Bandarískur
lögfræðingur sem vinnur við rann-
sókn á mannréttindabrotum
bresku öryggislögreglunnar hverf-
ur en eiginkona hans og breskur
Erkiengillinn.
Stingur dauðans.
Taxablús.
Freisting vampírunnar.
lögreglumaður sem rannsakar
hvarfið komast að því að það teng-
ist samsæri á æðstu stöðum. Með
íslenskum texta.
Finnland
Stúlkan með eldspýturnar
(„Tulitikkutehtaan tyttö, 1989) er
eftir Aki Kaurismaki, fremsta
kvikmyndaleikstjóra Finna, en
myndir hans Ég réð leigumorð-
ingja og Ariel, voru áberandi á
finnskri kvikmyndaviku í
Reykjavík sl. vetur. „Stúlkan" seg-
ir frá Irísi, aumkunarverðri stúlku
sem býr með móður sinni og vond-
um stjúpa en dreymir um ævin-
týraprinsinn á milli þess sem hún
þrælar í eldspýtnaverksmiðju.
Sænskur texti.
Frakkland
Gluggagægirinn („Monsieur
Hire“, 1989) er mynd eftir Patrice
Leconte sem segir frá hinum vina-
lausa Hire. Fólki geðjast ekki að
honum og hann lætur það í friði
nema Lísu sem hann fylgist með
út um gluggann heima hjá sér en
hún býr í íbúð beint á móti honum,
hinum megin við húsagarðinn.
Myndin er byggð á sögunni „Les
fiancailles de Monsieur Hire“ eftir
Georges Simenon. Enskur texti.
Heljarþröm („Hors la vie“,
1991) tók þátt í verðlaunakeppni
á síðustu kvikmyndahátíð í Cannes
en hún byggir á sannsögulegum
atburðum. Fréttaljósmyndaranum
Patrick Perrault er rænt á götu
úti í Beirút af einhverjum „frelsis-
samtökum" og líf hans breytist í
martröð. Mannræningjarnir halda
honum í gíslingu þar til tíminn
rennur saman í eilífa þjáningu og
angist. Myndin lýsir þeim hroll-
kalda raunveruleika sem býr að
baki fréttanna um mannránin í
Beirút og gefur innsýn í þær þraut-
ir sem fórnarlömb ræningjanna
mega þola. Leikstjóri er Maroun
Bagdadi. Enskur texti.
Litli glæpamaðurinn („Le petit
Criminel", 1990) segir frá einmana
unglingspilti. Fjölskylda hans er
sundruð en atvikin haga því svo
að í tilraun til að leita uppi'una
síns tekur hann lögreglumann í
gíslingu vopnaður skammbyssu og
saman ferðast þeir til Montpellier
þar sem systir hans býr. Myndin
er framleidd fyrir tiltölulega lítið
fé og söguþráðurinn snýst um fáar
aðalpersónur eins og títt er um
myndir leikstjórans, Jacques Doill-
on, en þessi var útnefnd af Frakk-
lands hálfu til Felixins, nýju Evr-
ópuverðlaunanna í kvikmyndum.
Enskur texti.
Of falleg fyrir þig („Trop belle
pour toi“, 1989) er eftir Bertrand
Blier - höfund Valsanna m.a. frá
1973 - en í henni snýr hann du-
lítið upp á hið hefðbundna framhjá-
hald Frakka. Gérard Depardieu
leikur mann sem giftur er glæsi-
legri, kynþokkafullri konu en held-
ur framhjá henni með ósköp venju-
legri og lítt spennandi konu.
Sumsé: Eiginkonan lítur út eins
og hjákona„£n hjákonan eins og
eiginkona. „Að gera þessa mynd
var hættulegt, óþægilegt. Það var
sorglegt. Og það var sársauka-
fullt,“ er haft eftir Blier. íslenskur
texti.
Kanada
Erkiengill („Archangel", 1990)
er önnur af tveimur vestur-íslensk-
um bíómyndum hátíðarinnar. Hún
er eftir Guy Maddin, sem vakti
verðskuldaða athygli á síðustu
Kvikmyndahátíð Listahátíðar með
súrrealískri, svart/hvítri kómedíu
frá íslendingabyggðunum í
Kanada. Erkiengillinn gerist í fyrri
heimsstyijöldinni í borginni Ark-
angelsk í Rússlandi og sjálfur seg-
ir Maddin að myndin sé
„stríðsharmleikur, harmleikur um
mannskæða styijöld, angurvær
frásögn af draumakenndri veröld
löngu glataðrar ástar“. Útlit og
efni minna á fyrri mynd Maddins,
svart/hvítt og súrrealískt. Enskt
tal, enginn texti.
Friðhelgi („Diplomatic Immun-
ity“, 1991) er eftir hinn Vestur-
íslendinginn á hátíðinni, Sturlu
Gunnarsson. Þetta er fyrsta mynd
hans í fullri lengd en Sturla er
þekktur heimildamyndagerðar-
maður og hefur unnið ’við sjón-
varpsþætti. Myndin hans segir frá
konu í kanadísku utanríkisþjón-
ustunni sem heldur til E1 Salvador
og fyrr en varir er hún lent í hring-
iðu atburða sem hún hefur enga
stjórn á. Sturla er einn af gestum
hátíðarinnar. Það tók þá Sturlu og
handritshöfundinn, Steve Lucas,
tíu ár að gera myndina. Enskt tal,
enginn texti.
Kína
ivyöii ( „Ou, xiang xue“, 1990)
er eftir Wang Haowei og segir frá
Mjöll litlu sem býr í kyrrlátu sveita-
þorpi í afskekkjunni. Eina nútíma-
tækið er hraðlest sem stoppar á
brautarstöðinni og svo atvikast að
Mjöll verður innlyksa í lestinni og
berst með henni langt frá þorpinu.
Haowei er fædd 1940 og á átta
bíómyndir að baki. Enskur texti.
Svartur snjór („Ben ming nian,
1990) gerist á meðal ungra „at-
hafnamanna“ úr undirheimum Bej-
ingborgar. I upphafí myndarinnar
losnar aðalsöguhetjan úr vinnu-
búðum sem hún lenti í vegna
óspekta. Hún stendur ráðvilltur
frammi fyrir því að finna lífi sínu
farveg í samfélagi þar sem hin
gömlu gildi kommúnismans standa
orðið á brauðfótum og ný og frum-
stæð efnishyggja er að ná yfir-
höndinni. Þetta er þriða mynd leik-
stjórans, Xie Fei. Enskur texti.
Japan
Stingur dauðans („Shi no
togé“, 1990) er eftir Kohei Oguri
en um myndina sína segir hann:
„í myndinni er hjónabandið miðill-
i
4
«
4