Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991 9 Innilegar þakkir sendi ég öllum, vinum og vandamönnum, sem glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum og skeytum á 90 ára afmœli mínu þann 27. september sl. Þorsteinn Kristjánsson, Laugarnesvegi 42. <pol BÝÐURYÐUR AÐ VERAVIÐ OPNUN SÝNINGAR ÁVERKUM DÖNSKU ARKITEKTANNA RUDTHYGESEN JOHNNY S0RENSEN ÞANN 5. OKTÓBER KL. 15.00 í VERSLUNARHÚSNÆÐI OKKAR í FAXAFENI 7, REYKJAVÍK. íTILEFNI SÝNINGARINNAR HÖFUM VIÐ EINNIG OPIÐ SUNNUDAGINN 6. OKT. FRÁKL. 14.00-17.00. Öryggi og varnir á af- vopnunartímum Frumkvæði Bandaríkjamanna á vettvangi afvopnunarmála, sem George Bush for- seti kynnti í síðustu viku, markar að margra mati þáttaskil á sviði öryggis- og varnarmála. Forsetinn boðaði í sjón- varpsræðu mikinn einhliða niðurskurð á tilteknum sviðum kjarnorkuheraflans og upprætingu ákveðinna vopnakerfa. Breska ríkisstjórnin hefur einnig lýst yfir því að skammdrægar kjarnorkueldflaug- ar og vígvallarvopn með kjarnahleðslum verði eyðilögð. í forystugrein breska dag- blaðsins The Independent segir að ákvarðanir þessar muni hafa takmörkuð áhrif á fælingarmátt kjarnorkuherafla Breta. Á hinn bóginn sé Ijóst að þau sögulegu umskipti sem átt hafa sér stað í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum hafi kallað fram grundvallarbreytingar bæði á inntaki öryggismálaumræðunnar og eðli samningaviðræðna um afvopnun og tak- mörkun vígbúnaðar. í forystugrein The In- dependent 30. september sl. segir að íegið hafi fyr- ir um nokkurt skeið að vígvallarvopn með kjam- orkuhleðslum heyrðu í raun sögmmi til í Evr- ópu. Baeði hafi þessi vopnakerfi lækkað kjamorkuþröskuldinn auk þess sem nú sé ein- göngu unnt að beita þeim gegn vinveittum ríkjum í álfunni. Endumýjun Igamorku- vopna Síðan segir í greininni: „Ekki verður hróflað við þeim tveimur meginstoð- um sem fælingarmáttur kjamorkuherafla Breta hvílir á: Langdrægum kafbátaeldflaugum og kjamorkueldflaugum sem flugvélar bera. Verði íhaldsmenn áfram við völd verða bæði þcssi vopnakerfi endumýjuð. Ekki er hins vegar Ijóst hver verða örlög þeirra komist Verkamamia- flokkuriim til valda. A hiim bóginn er það öld- ungis tilgangslaust að ráða yfir kjamorkuher- afla sem ekki hefur full- nægjandi fælingarmátt þamiig að endurnýjmi hans er í raun óumflýjan- leg.“ Öryggiogor- sakir ófriðar Breska dagblaðið telur að nú um stundir séu að eiga sér stað grundvall- arbreytingar á inntaki öryggismálaumræðunn- ar. Hún snúist ekki leng- ur um hugsanlegar ráða- gerðn sovéskra herfræð- inga og leiðir til að bregðast við mögulegum ógnmium af þeirra hálfu. Miklu fremur verði ör- yggi tryggt með auknum skilningi á orsökuin ófriðar, óstöðugleika og óskynsamlegi-a við- bragða. „Útflutningur lýðræðis kaim að reynast gagnlegri en vopnasala, vera kann að efnahags- aðstoð sé heppilegri en frekari viðbót við kjam- orkuvopnabúrið." Einhliða fækk- un vígtóla Höfundur forystu- greinar The Independent segir i lokin að vænta megi breytinga á því fyr- irkomulagi sem einkennt hefur viðræður um af- vopnun og takmörkmi vígbúnaðar. Á tímum kalda stríðsins hafi flókn- ir og nákvæmir samning- ar nánast verið eina færa leiðin til að ná þessu marki. „Nú er svo komið að einhliða aðgerðir em mögulegar. Megin- áhersla er ekki lengur lögð á fjölda vopna held- ur huga menn í vaxandi mæli að slagkrafti og eyðileggingarmætti her- afla og þó einkum að þvi vandasama verki að hafa eftirlit með útflutningi vígtóla. Viðleitni Sadd- ams Husseins til að færa íraka i hóp kjamorku- velda og sú aðstoð sem hann fékk frá Vestur- löndum er til marks um þau verkefni sem við blasa á þessu sviði í framtíðinni. Hin sögu- lega yfirlýsing Banda- ríkjaforseta markar þvi adeins upphaf enn rót- tækari umbreytinga sem taka munu til allra aðild- arríkja Atlantshafs- bandalagsins." Framlag Þjóð- verja Þýska sunnudagsblað- ið Welt am Sonntag fjall- ar einnig um yfirlýsingu Bandarikjaforseta í for- ystugrein 29. september sl. Minnt er á að Bush forseti hafi sérstaklega tekið fram í ræðu simii að hættan á fyrirvara- lausri innrás Rauða hers- ins í Evrópu heyrði sög- unni til. Varsjárbanda- lagið hefði verið leyst upp og lýðræðisöfliii mmið sigur í valdabarátt- unni í Sovéti-íkjunum. Blaðið telur að þetta hljóti að hafa umtalsverð álirif á öryggismálaum- ræðuna í Þýskalandi. Þjóðveijai- hafi ákveðið að skera liðsafla sinn nið- ur í 370.000 menn árið 1995 en sú fækkun geti tæpast verið lokaorð Þýskalands á þessum vettvangi. Herskylda í Þýskalandi hljóti einnig að verða mönnum um- hugsmiarefni. „Ungir Þjóðveijai- munu krefjast svars við þeini spum- ingu hvers vegna nauð- synlegt er að viðhalda herafla, sem telur hundr- uð þúsunda manna, þeg- ar óvinurinn, sem þeim var ætlað að veijast, er horfinn af sjónarsvið- inu.“ Mjgjmgl/iSi 't' ... í: ',rym ■ ''".'•etiVsKBt Líftrygging og dijúgur sjóður Kynntu þérLífsvernd íKringlunni milli kl. 10 og 16 í dcg. Lífsvernd er leið til að spara og vera jafnframt líftryggður. Kolbrún Kolbeinsdóttir ráðgjafi veitir upplýsingar um hvernig leggja má fé reglulega til hliðar og verið líftryggður um leið. Ef þú ert 25 ára kona og leggur fyrir 5.000 kr. á mánuði, getur þú átt 3 milljónir þegar þú ert 50 ára og verið jafnframt líftryggð meðan á sparnaðinum stendur. Verið velkomin! VERÐBREFAMARKAÐU R FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. KRINGLUNN1103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 rá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.