Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 38
MOBGUNBLADIÐ LAUGARDAGpR 5. OKTOBER A9S1 c -38 Minning: Halldóra Jóhannes- dóttir frá Mosfelli Fædd 2. nóvember 1898 Dáin 27. október 1991 Á syðri bakka Köldukvíslar í Mos- fellsdal stendur lítið hús þar sem búseta hefur verið til skamms tíma. Nú er fótatak þeirrar konu hljóðnað sem bjó hér lengur en nokkur annar. Halldóra Jóhannes- dóttir fluttist í Mosfellsdal árið 1936 ásamt manni sínum Kristni Guð- mundssyni búfræðingi. Þau bjuggu fyrst hjá sóknarprestinum en fengu fljótlega hluta af jörðinni til ábúðar og fluttu í sitt eigið hús. Þegar for- eldrar mínir fluttust að Mosfelli árið 1954 hófst vináttusamband milli íjölskyldnanna sem aldrei bar neinn skugga á. Fyrstu árin var aðeins steinsnar á milli íbúðarhúsanna og því sam- gangur mikill. Halldóra fylgdist með uppvexti okkar systkinanna af stakri alúð og umhyggju og það myndaðist gagnkvæmt traust, skilningur og virðing sem entist þar til yfir lauk. Síðan var áin brúuð og við flutt- um í nýtt hús á gamla bæjarstæð- inu á Mosfelli en ekki fækkaði heim- sóknunum til Halldóru og vináttu- böndin treystust. Kristinn andaðist árið 1976 og Halldóra bjó ein um fimm ára skeið á Mosfelli en seinustu tíu árin bjó hún á dvalarheimili aldraðra á Hlað- hömrum. Daglega ek ég fram hjá litla húsinu hennar á árbakkanum. Nafn árinnar er kaldranalegt og það haustar að en minningamar um Halldóru á Mosfelli streyma fram - hlýjar og bjartar. Hafi hún þökk fyrir allt. Öllum aðstandendum votta ég og fjölskylda mín innilegar samúð- arkveðjur. Bjarki Bjarnason * Sú var tíðin að það þótti nauð- synlegur þáttur í uppeldi allra þétt- býlismanna að senda þau til sumar- dvalar í sveit. Ég varð þeirrar gæfu,aðnjótandi að vera í sveit hjá heiðurshjónunum Kristni og Hall- dóru á Mosfelli í Mosfellssveit. Mosfellssyeit var í þá daga al- vöru sveit. I dalnum var búskapur á hverjum bge og strákar sem þar voru í sveit komu jafn víst og lóan á vorin, burstaklipptir og á gúmmí- túttum, og hurfu ekki til síns heima fyrr en eftir réttir á haustin. Nú eru breyttir tímar. Búskapur í dalnum nær aflagður, og tún ann- að hvort sundurtætt í þökur í garða þéttbýlisbúa eða lögð undir hrossa- beit. Það er jafnvel komin götulýs- ing upp allan dalinn eins og í hverri annarri stórborg. Flestir ábúendur frá þeim tíma er Mos- fellssveit var og hét sveit eru horfnir af sjónarsviðinu. Halldóra á Mosfelli var með þeim elstu er hún lést þann 27. september sl. Halldóra Jóhannesdóttir var fædd á Stóra-Kroppi í Borgarfirði 2. nóvember 1898 og var því tæpra 93 ára þegar hún lést. Þrítug fór hún að Lágafelli í Mosfellssveit, fyrst ráðin sem vorkona, síðar sem ráðskona. Á Lágafelli rak Thor Jensen á þessum tíma stórbú og var Kristinn Guðmundsson ráðs- maður. Þau Halldóra rugluðu sam- an reitum sínum og gengu í hjóna- band árið 1936 og hófu eigin bú- skap á Mosfelli á móti klerkunum sem þar sátu, fyrst séra Hálfdáni 1 Helgasyni og síðar séra Bjarna Sigurðssyni. Búskapur þeirra Halldóru og Kristins á Mosfelli var aldrei stór í sniðum. Kristinn var hins vegar sveitarhöfðingi og mikilvirkur fé- lagsmálamaður. Margir muna hann eflaust sem glaðbeittan rétt- i arstjóra í Hafravatnsréttum og forsöngvara á vel flestum skemmt- unum í Hlégarði um margra ára skeið. Oft vill gleymast að að baki framámanna í bændastétt verður að standa samhent eiginkona. At- orkusöm búkona sem gengið getur í öll bústörf að bónda sínum fjar- verandi. Slík húsfreyja var Hall- dóra. Þau Kristinn voru ætíð mjög samhent og gestrisni þeirra var viðbrugðið. Ég minnist varla þess sunnudags að sumarlagi þegar ég var hjá þeim strákur í sveit að ekki bæri einhverja gesti að garði. Kristinn var maður glaðvær og ræðinn og ekki stóð á Halldóru að bera fólki kaffí og meðlæti og þótti ekki tiltökumál. Mest dáðist ég þó að Halldóru minni síðustu árin sem Kristinn lifði, fótfúinn og stirður, af hve mikilli alúð og eljusemi hún annaðist bónda sinn. Dvöl mín á Mosfelli hjá þeim Halldóru og Kristni var mér góður .skóli sem ég hef búið að æ síðan. Þau voru bæði vön mannaforráðum og verkstjóm. Ég kom fyrst til þeirra níu ára gamall heldur past- urslítill strákur og eflaust linur til flestra verka. En aldrei var ég lát- inn finna fyrir því. Fundið verk við hæfi, leiðbeint og kennt og hrósað ef ástæða þótti til en aldrei atyrt- ur. Réttsýni húsbændanna var ein- stök. Víst kröfðust þau vinnusemi en þar héldust í hendur réttindi og skyldur. Sunnudaga skyldu allir eiga frí ef þess var nokkur kostur. Jafnvel strákpjakkurinn var beðinn um það sérstaklega ef vinna þurfti á sunnudegi á hábjargræðistíman- um og boðinn einhver annar frídagur á móti. Og drengnum var greitt kaup strax fyrsta haustið jafnvel þótt hann hafí varla verið matvinnungur, 100 kr. í peningum og grá gimbur sem sett var á. Kindurnar urðu 13 áður en yfir lauk og öllu haldið nákvæmlega til haga. Átti ég visst innlegg á bók í Búnaðarbankanum í mörg haust, jafnvél löngu eftir að ég var hættur sem vikapiltur á Mosfelli. Slík var trúmennska þeirra Hall- dóru og Kristins. Vinnusemi, vandvirkni og nýtni var aðall þeirra Halldóru og Krist- ins. Ekkert tók of langan tíma ef það var vel gert, enginn hlutur var svo gamall eða úr sér genginn að ekki gætu orðið not fyrir hann síðar. Ekki var laust við að strák þætti stundum nóg um vinnusem- ina, sérstaklega ef vinir mínir prestssynirnir sáust hlaupa á eftir bolta á framtúninu eða frændur mínir frá Laxnesi labba með veiði- stöng niður með á. Hvað þetta varðaði var Halldóra síst eftirbátur Kristins. Þótt hann stjórnaði alla jafna útiverkum þá átti hún mig oft rigningardagana. Og þá var alltaf í nógu að snúast við tiltekt og ýmislegt þess háttar þótti þægi- legra hefði eflaust verið að liggja inni í bæ með bók. Að alast upp við slíka vinnusemi er gott vega- nesti hveijum unglingi. Halldóra var ekki, eins og ég man eftir henni frá þessum árum, sérlega gefin fyrir blíðuhót eða kjass, gat jafnvel verið eilítið Injúf. En hún var raungóð. Mér er enn minnisstætt hvernig hún launaði henni frænku minni í Laxnesi er hún bjargaði kind frá okkur úr hafti og hjúkraði til heilsu. Hún ól upp handa henni kvígu undan bestu kúnni og færði að gjöf. Það var ekki verið að hugsa um að launin voru kannski miklu meira virði en greiðinn. Það var verið að launa hjálpsemi nágrannanna. Og alltaf var stutt í glettnina og gamansemina og jafnvel dálitla stríðni. Með okkur tókst sérstakt trúnaðarsamband. Það kemur enn þann dag í dag yfir mig notleg tilfinning þegar ég minnist kvöld- mjaltanna. Þá sat ég á kolli í einu horninu í fjósinu, sem var reyndar ekki nema smá horn í öðrum fjár- húsbragganum, og spjallaði við Halldóru um heima og geima, menn og skepnur, á meðan hún mjólkaði þessar tvær eða þijár kýr sem þau Kristinn voru með á þess- um árum. Lengi vel sló Kristinn alla skurðbakka, meðfram girðing- um og annars staðar þar ekki var hægt að komast að með dráttarvél og við Halldóra rökuðum öll túnin með hrífum, löngu eftir að flestir aðrir voru famir að láta sér nægja að raka dreifina með vélum. Én svona var snyrtimennskan, nýtnin og hirðusemin á Mosfelli. Halldóra var vel em allt fram til hins síðasta. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í kring- um hana, mönnum og málefnum sveitarinnar. Það var alltaf gaman að líta við hjá henni og spjalla og alltaf var hellt upp á könnuna og borið fram meðlæti eins og í gamla daga á Mosfelli. Halldóra lét hlut- ina aldrei vefjast fyrir sér. Það lýsir henni kannski hvað best hvað það veittist henni auðvelt að flytja frá Mosfelli á heimili aldraðra að Hlaðhömmm eftir rúmlega 40 ára búskap á Mosfelli. Reyndar er mér ekki grunlaust um að Lágafell hafi jafnvel staðið hjarta hennar nær en Mosfellsdalurinn. Þar kynntist hún Kristni, þar lifði hún blómaskeið ævi sinnar. Hún sagði mér oft að hvergi fyndist sér feg- urra en.í kvöldsólinni á Lágafelli. Og þar fær hún að hvíia að leiðar- lokum eins og hún sjálf óskaði eft- ir. Ég þakka Halldóru langa og góða viðkynningu og votta að- standendum, þeim Sverri, Helgu og Magnúsi og fjölskyldum þeirra samúð mína. Eggert Gunnarsson Nú er hún elsku Dóra okkar horf- in á vit feðra sinna. En minningin um hana mun lifa í hjörtum okkar sem hana þekktum. Þótt aldurinn væri tæp 93 ár var hún ávallt svo ung í anda og lundin svo létt fram á síðustu stundu. Þó heilsan væri farin að gefa sig síðustu mánuðina bar hún sig alltaf vel og sagðist bara vera eitthvað löt í dag, þá daga sem hún var verri. Á fögrum haustdegi sofnaði hún vært og það hvíldi friður og ró yfír henni. Hún hafði lifað tímana tvenna í orðsins fyllstu merkingu. Hún var uppalin í Borgarfirði, fædd á Stóra-Kroppi og fluttist þrítug í Mosfellssveit. Það voru hennar sveitir. Hún kenndi sig við Mosfell og þar bjó hún líka lengst af ásamt manni sínum Kristni Guðmundssyni sem lést 23. mars 1976. Síðustu tíu árin bjó hún í íbúð fyrir aldraða á Hlaðhömrum í Mosfellsbæ. Ég var lánsöm að kynnast henni og fá að vera sam- vistum við hana rúm fiinmtán ár, og saman áttum við fjölskyldan margar ánægju- og gleðistundir. Hún var Magnúsi sérstök amma og höfðu þau mikið dálæti hvort á öðru. Benni og Helga Dóra eiga eftir að sakna þess að heyra ekki Dóru ömmu segja þeim oftar margt fróðlegt og skemmtilegt frá því í eldgamla daga eins og þau tóku til orða. Hún hafði gaman af að gleðja aðra og gjafmildi var henni í blóð borin. Höfðingi var hún heim að sækja eins og svo margir hennar vinir fengu ávallt að njóta. Hafi hún þökk fyrir alla ástúðina og kærleik- ann sem hún umvafði okkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerrí tregatárin stríð. (V. Briem.) Guðrún Jósafatsdóttir Sjaldnast erum við viðbúin fregn- inni um andlát góðs vinar jafnvel þó hinn sami hafi átt við veikindi að stríða. Þótt aldursmunur væri nokkur með mér og Halldóru féllu hugir okkar vel saman og er ég þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk að njóta samvista við þessa glæstu konu. Skemmtileg var hún, vinsæl, jákvæð og glettin. Kunni vel að meta kímni og gerði óspart grín að sjálfri sér ef svo bar undir, var minnug og lét sig umfram allt varða vellíðan vina sinna og ættingja. Það var svo notalegt að sitja í rökkrinu og hlusta á frásagnirnar, hvort sem það voru minningar hennar sem húsmóður á Mosfelli á stríðstímum eða Ijúfar æskuminningar úr sveit- um Borgarfjarðar. Oft endaði hún með því að spyrja: „Til hvers er svo allt þetta, elskan mín?“ Því gat ég auðvitað ekki svarað. Það var svo skemmtilegt'að bjóða henni í öku- ferð og finna hyllina sem hún naut meðal samferðamanna sinna og sveitunga. Fá að aka um með vin- sælustu stúlkuna í sveitinni, sem hafði borið vendilega á sig ilmvatn áður en lagt var af stað, því eins og hún sagði, þoldi hún ekki kell- ingalykt .... „Ég hef örugglega rekið mig á gylltan hnapp,“ sagði hún eitt sinn og kímdi, er hún sá að dregist hafði til í kápuerminni, þegar við vorum að fara út úr dyrunum. Oft undrað- ist hún hvað allir voru henni góðir. Hver undraðist það? Enginn sem fékk notið gestrisni hennar og glað- lyndis komst hjá að laðast að hlýjum og styrkum persónuleika hennar. Eflaust átti hún sínar erfiðu stundir og var oft lasin, en ef hún var spurð svaraði hún á þá leið að hún væri svolítið löt þann daginn. Ég bað hana eitt sinn að lána mér umtalað bókmenntaverk sem ég vissi að hún átti, en frekar vildi hún að ég læsi spennandi ástarsögu sem hún hafði verið að ljúka við, því hin væri svo fjári leiðinleg. „Mikið varstu góð að koma,“ var viðkvæð- ið og vildi hún þá fá að vita hvem- ig ég hefði það og gat þess að nú myndi hún skrifa það í dagbókina hvaða gestir hefðu komið og svo taldi hún upp þá sem litið höfðu inn þann daginn. Ég er fegin að elskuleg vinkona mín fékk að halda reisn sinni fram í andlátið og ég kveð hana með söknuði, þakklæti og virðingu. Eftirlifandi ættingjum votta ég samúð mína. Gunnhildur Kveðja frá Karla- kórnum Stefni Halldóra Jóhannesdóttir frá Mosfelli lést á Reykjalundi föstu- daginn 27. ..september sl., 92 ára að aldri. Með Halldóru er fallinn frá einn elsti íbúi í héraðinu. Hún hefir komið mjög við sögu Mosfellssveit- ar á undanförnum áratugum og hlýtur verðskuldaða virðingu og þökk fyrir. Halldóra fæddist á Stóra-Kroppi í Reykholtsdal og voru foreldrar hennar Helga Þórðardóttir og Jó- hannes Jónsson. Voru þau bæði af borgfirskum ættum. Foreldrar Halldóru fluttu vorið 1899 að Múlakoti í Lundarreykjadal og bjuggu þar til 1912. Jörðin var erfið og afkoman eftir því og varð Jóhannes að hætta búskap og leysa upp heimilið 1912. Fermingarárið sitt fór Halldóra út á vinnumarkaðinn og var á ýmsum stöðum í Borgarfírðinum. Árið 1926 réðst það svo að hún fór að Lágafelli í Mosfellssveit sem vorkona, eins og hún kallaði það sjálf, en varð fljótlega ráðskona á búinu. Þá var Kristinn Guðmunds- son þar fyrir sem ráðsmaður og mun bróðir hans, Zophonías, er bjó á Akranesi, hafa átt þátt í ráðn- ingu Halldóru að Lágafelli. Thor Jensen rak stórbú á Lága- felli og átti þá reyndar að auki þijár aðrar jarðir í Mosfellssveit, þ.e. Varmá, Lambhaga og Korp- úlfsstaði, en þar var stærsta kúabú á landinu í þá daga. Lágafell var einnig kúabú og rekið af miklum myndarbrag undir stjóm þeirra Halldóm og Kristins. Þar var og er enn kijkjustaður og man ég vel kirkjusókn minnar fjöl- skyldu á árunum um 1930, móttök- umar þar og myndarskap bústýr- unnar. Séra Hálfdan Helgason þjónaði þá í Lágafellssókn við mikl- ar vinsældir. Kirkjubóndinn Thor Jensen vildi gera vel við sveitunga sína og þeim Kristni og Halldóru var falið að veita vel, sem og gert var af rausn og myndarskap. Innanhúss stjóm- aði Halldóra og vom allt að 40 manns í heimili þegar mest var, en auk þess gestagangur mikill. Geta má nærri að mikið álag var á ráðskonunni og var það mál manna að í því efni fæm fáir í sporin hennar Halldóru. Árið 1936 leitaði presturinn á Mosfelli eftir bónda á jörðina hjá sér, og fékk þau Halldóra og Krist- in til þess að taka þar ábúð. Þau vom þá heitbundin og gengu í hjónaband vorið 1937. Þau fluttu í nýtt hús er þau höfðu reist á Mosfelli. Þar var svo heimili þeirra Kristins og Halldóm og vel búið þar, í um 40 ár. Kristinn féll frá 1976, en Halldóra bjó á Mosfelli í nokkur ár eftir það. Hún lagði þó niður búreksturinn smátt og smátt þar til hún flutti að Hlaðhömrum í íbúð fyrir aldraða árið 1979. Á Hlaðhömrum bjó Dóra til dauðadags og kunni vel við sig, enda naut hún alla tíð þeirra vin- sælda er hún aflaði sér á lífsleið- inni. Margir komu til hennar og héldu tryggð og vináttu við hana fram á síðasta dag. Halldóra Jóhannesdóttir hefír átt hinn merkasta feril í Mosfells- sveit í meira en 60 ár. í fyrsta lagi sem ráðskona og húsmóðir á stórbýlinu Lágafelli og seinna Mos- felli. Hlutur kvenna sem giftar em umsvifamönnum er sjaldnast rétt metinn. Heimili þeirra hjóna mark- aðist af því að húsbóndinn gegndi ýmsum opinberum trúnaðarstörf- um, m.a. sem formaður í Búnaðar- félagi Mosfellshrepps rúmlega 36 ár. Hann var formaður í Búnaðar- sambandi Kjalarnesþings á sama tíma í nær 30 ár. I hreppsnefnd sat Kristinn í 20 ár og var auk þess virkur í ýmsum öðrum félags- málum, m.a. formaður Karlakórs- ins Stefnis frá stofnun og um langt árabil. Halldóra kunni skil á öllu þessu og tók þátt í að sinna erind- um fyrir Kristin í síma auk þess að halda heimili og sinna gestum og gangandi og taka sjálf þátt í félagsmálum. Geta má nærri að mikið hefir hvílt á Dóra í þessum efnum. Orð fór af henni í þessu hlutverki og þótti hún sinna því af mikilli röggsemi. Halldóra var heiðursfélagi í Karlakórnum Stefni, en kórinn var óskabarn hennar frá þeim tíma er maður hennar gegndi þar for- mennsku. Mátti telja árvisst að hún gæfí kórnum minningargjafir um mann sinn og af margs konar til- efni. Hún mætti á söngskemmtan- ir kórsins í hvert sinn sem hún gat komið því við. Þá heiðraði kórinn hana með því að syngja óskalagið hennar: „Þú komst í hlaðið." Halldóra var hin mesta atgei’vis- manneskja og gaf sér tíma til þess að starfa vel í kvenfélaginu og víðar, þótt búsforráð hennar væru umfangsmikil og tímafrek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.