Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLA-ÐiE) LAUQARDAGUR ;5.j OKT0BER 1991 15 Vísnasöngvarinn Rasmus Ly- berth syngur eigin yóð og lög á tónleikum í Norræna húsinu á laugardaginn kl. 21 og sunnu- daginn kl. 17. teikningum, olíu- og vatnslitamynd- um úr safni Astri Heilmann, vel- þekkts grænlensk listamanns, sem lést í sumar. Um kvöldið heldur grænlenski vísnasöngvarinn Rasmus Lyberth tónleika. Lyberth hefur gefið út fjölda hljómplatna og er velþekktur í heimalandi sínu, Grænlandi. Hann syngur á grænlensku en að sögn Ole Oxholm höfðar tónlist hans til ungra og gamalla af öllum þjóðemum. Textar hans fjalla um náttúru Græn- lands, ást og tilfinningar í áttavilltum heimi. Nýjustu hljómplötumar með söng hans komu út árið 1990 og heita Ajorpiang og Nanivaat. Tón- leikamir hefjast kl. 21 um kvöldið. Látbragðsleikur Sunnudaginn 6. október kl. 15 mun dr. Olov Isaksson, varaformaður stjómar Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi, flytja fyrirlestur sem hann nefnir Grönland-Mánniskornas land. Isaksson hefur skrifað fræðibækur um eylönd á norðlægum slóðum og má nefna Færeyjar, ís- land, Hjaltland og Orkneyjar. Um Island hefur hann skrifað bókina Is och Eld. Einnig hefur hann sett sam- an sýningu um ísland sem hefur far- ið víða um Norðurlönd. Um kvölið kl. 21 flytur Rasmus Lyberth aðra tónleika. Laugardaginn 12. október verður Silamiut-leikhúsið frá Grænlandi með tvær leiksýningar Tupilak og Uaajeemeq. Leikið verður með grím- um og látbragði en leikritið er eftir leikarana, þau Simon Lovstrom, Rink Egede, Lailu Hansen, Niels Egede Hoegh, Anda Kristiansen, Agge Ols- en og Marius Olsen. Sýningin hefst kl. 21 en daginn eftir verður önnur sýning kl. 17. Þann dag flytur Simon Lövström fyrirlestur um grænlenskt leikhús kl. 16. Helgina á eftir, laugardaginn 19. október kl. 16 , munu hjónin Guð- mundur Þorsteinsson og Benedikta segja frá lífí og starfi á Grænlandi en Benedikta mun einnig fjalla um stjómmál í landinu. Eftir fyrirlestur- inn verður tekið á móti fyrirspumum áheyrenda. Daginn eftir kl. 16 mun Bodil Kaalund, listmálari, halda fyrirlestur um grænlenska myndlist með lit- skyggnum. Þá mun Christian Bert- helsen, skólastjóri, halda fyrirlestur um bókmenntir á Grænlandi kl. 17.30. Berthelsen hefur skrifað fræðibók um þetta efni. Kvikmyndir og tónlist Sunnudaginn 27. október verða sýndar kvikmyndir um Grænland. Fyrst verða sýndar 3 stuttmyndir með íslenskum texta fyrir böm en á eftir fara heimildarmyndir á dönsku. Laugardaginn 2. nóvember kl 21. leikur rokkhljómsveit Ole Kristians- ens í Norræna húsinu. Hljómsveitin hefur notið mikillar hylli í heima- landi sínu en auk þess í Kanada og Bandaríkjunum. Tónleikar hljóm- sveitarinnar verða endurteknir á sama tíma daginn eftir. Þann dag kl. 16 heldur Karsten Sommer fyrir- lestur um grænlenska samtímatónl- ist. Ole Oxholm, forstjóri Norrænu stofnunarinnar í Grænlandi, sagðist í samtali við Morgunblaðið vonast til að íslendingar vildu vita meira um Grænland og fjölmenntu á kynning- una. Aðgangur væri ókeypis á flest alla dagskrárliðina en sennilega yrði farið fram á einhvem aðgangseyri á sýningar Silamiut-leikhússins og rokktónleika hljómsveitar Ole Krist- iansens. Lars Áke Engblom, forstjóri Norræna hússins, vildi einnig hvetja sem flesta til að koma á kynninguna ekki sist kennara með nemendur sína. Nóg væri til af kynningarkvik- myndum og öðra efni til þess að sýna hópum. -Ekkert Norrænt hús er til á Græn- landi en að sögn Oxholm verður efnt til samkeppni um hönnum á húsinu árið 1992 en stefnt er að því að hefja framkvæmdir í árslok 1993. Reiknað er með að húsið verði svipað Norræna húsinu á íslandi en gert er ráð fyrir að salur fyrir leiksýning- ar verði í húsinu en ekkert sérhann- að leikhús er á Grænlandi. Flestir fyrirlestranna verða á dönsku. Halcion verið selt hérlendis frá 1983 FIMM svefnlyf undir samheitinu Triazolam eru seld hér á landi, þeirra á meðal lyfið Halcion, en sala á því hefur verið bönnuð í Bretlandi vegna óæskilegra aukaverkana. Lyfin hafa verið seld hér á landi síðan í desember 1983 en í fimmtán ár á Bret- landi. Lyfjanefnd ríkisins mun veita heilbrigðisráðuneytinu um- H 40.000 umsækjendur innflytj- endaleyfis til Bandaríkjanna verða valdir 14. október nk. Þeir sem vilja sækja um leyfið þurfa að senda bréf í ákveðið pósthólf í Bandaríkj- unum sem verður aðeins opið frá miðnætti 14. október til miðnættis 20. okt. Fyrstu 40.000 bréfín sem koma inn í pósthólfið á þessum tíma verða valin. Þeir sem til þekkja búast við um 5 milljón umsóknum. íjöldi sérfræðinga starfar við það að benda á leiðir til að auka líkur á að bréfið komist inn í pósthólfið á „réttum“ tíma og hefur fræðslu- miðstöðin Æsir af þessu tilefni gert samninga við bandaríska aðila um þess konar þjónustu. Haldinn verð- ur fundur á Hótel Sögu, Þingstofu B, laugardaginn ð.október kl. 17.00 þar sem farið verður nánar yfir til- högun þjónustunnar. Fólki gefst einnig tækifæri til að skrá sig. (Fréttatilkynning) sögn sína um lyfið í næstu viku og hvort það telur ástæðu til að það verði tekið af lyfjaskrá hér á landi. Lyfið er selt undir heitunum Halcion, sem hefur mesta út- breiðslu, Asetín, Trion, Triazolam og Dumazolam. Lyfjanefnd vinnur nú að úttekt á málinu og niður- staðna að vænta í næstu viku. Hjá Lyfjanefnd fengust þær upp- lýsingar að lyfið hefði verið bannað í Bretlandi vegna aukaverkana, einkum minnisleysis og þunglyndis. Vitað hefði verið um þessar auka- verkanir áður og talið að þær fylgdu einkum stóram skömmtum. Hins vegar hefði verið talið að hægt væri að komast hjá aukaverkunum með smærri skömmtum og skömmtum sem mælt væri með. Þetta mál væri til athugunar á öll- um Norðurlöndum, verið væri að fara yfir gögn því tengdu og móta tillögur í framhaldi af því. EUQO-HAIR ■ á Islandi ■ Lausnin er: Enzymol ^Nýtt í Evrópu ■ Engin hárígræðsla ■ Engin gerfihár ■ Engin lyfjameðierð ■ Einungis tímabundin notkun Eiffid hár med hjálp lífefna.orku KKSS,,,- ©91 -676331e.kf.i6.oo PARKETSYNING UM HELGINA R a u ð e i k M ah o ny M e rb au M e rb au Ljó seik B i lin g a Afr íkuteak Eik Geenkeilt Við hjá Parketgólf bjóöum — ÞaÖ er gegnheilt. ekta gegnhelt parket i miklu — Það er sterkt. úrvali. Gegnheilt parket skap- Parket er gólfefni frá náttúr- ar heimilinu sérstakan blœ og unnar hendi. SkoÖaöu úrvaliÖ býöur upp á ótal möguleika á hjá okkur i Skútuvogi um mynsturvali. helgina. — Þaö erlimtniöur ogglamr- Opiö frá kl. 10-17 laugardag ar ekki. og 13-16 sunnudag. — Þáö hefur valkosti i yfir- borösmeöferö. — Þaö er endingargott. e&rf es«bö3eqeí 03 i j PARKETgólf hf. Skútuvogi 11, 104 Reykjavík, stmi: 91-67 1717

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.