Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.1991, Blaðsíða 14
14 MORGIÍNBLAÐIÐ LAUGARDAGURÖKTÓBER 1991 Allt orkar tví- mælis, þá gert er Um upphaf texta- varps eftirHeimi Steinsson Til stjórnar íslenskrar mál- nefndar: Hafið heila þökk fyrir bréf yðar dagsett 25. september Í991. Ríkisút- varpið hefur fjallað um erindi bréfs- ins. Einnig var það rætt á fundi Útvarpsráðs 27. september. Hér fer á eftir svar við bréfinu: I Athugasemd yðar vegna meinb- uga á textavarpi er fyllilega réttmæt og stjórnendum Ríkisútvarpsins sama íhugunarefni og yður. Það er deginum ljósara, að þorri þeirra sjón- varpsviðtækja, sem nú eru í notkun, „er ekki til þess búinn að taka á móti sendingum textavarps með óbrenglaðri stafsetningu". Hér skulu því áréttuð orð yðar, hve brýnt er, „að leitað verði lausnar á þessu vand- amáli hið bráðasta“. II Ríkisútvarpið hefur jafnan kapp- kostað að standa vörð um íslenska tungu. 'Málfarsráðunautur Ríkisút- varpsins er afbragð annarra manna í sinni grein og situr enda í íslenskri málnefnd. Sérfróðir menn og smekkvísir hafa þann starfa með höndum daglega að færa orðalag til betri vegar, áður en útvarpsfréttir eru fluttar hlust- endum og íslenskir textar felldir að erlendum kvikmyndum í Sjónvarp- inu. Pjölmargt annað væri auðvelt að rifja upp til staðfestingar einörð- um vilja Ríkisútvarpsins í þessu efni. Allt er það kunnugt og mun vonandi vaxa fremur en rýrna, er fram líða stundir, enda kynni meira að vera í húfi nú en fyrr. Þetta er ritað í því skyni að ítreka þá eindregnu og eðlislægu samstöðu, sem Ríkisútvarpið og Islensk mál- nefnd eiga sín á milli. Af sjálfu leiðir, að enginn ágrein- ingur er um alvöru þeirra byijunar- örðugleika, sem einkenna textavaip Ríkisútvarpsins. Þeir eru hveijum og Heimir Steinsson „Textavarpið er til- raunastarfsemi. Máls- aðilar vita, að nýlunda þessi er víðs fjarri því að vera fullburða.“ einum óskapfelldir og gætu jafnvel talist háskalegir. III Hitt munu góðgjarnir menn þó virða til betri vegar, að hér er ein- mitt um að ræða byijunarörðugleika. Textavarpið er tilraunastarfsemi. Málsaðilar vita, að nýlunda þessi er víðs fjarri því að vera fullburða. Örð- ugt virðist vera að leysa vandann „hið bráðasta". En sú kemur tíð, er sjónvarpstæki landsmanna upp til hópa verða þess albúin að nema textavarp með viðhlítandi hætti að því er til stafsetningar tekur. Þá eru byijunarörðugleikar að baki og end- anlegu markmiði náð. Þá má og ætla, að rótgróin alúð Ríkisútvarps- ins við íslenska tungu komi til skila í vönduðu ritmáli. Auðvelt væri að nefna ýmis dæmi frá liðnum árum og áratugum um tæknilegar fæðingarhríðar, sem tal- ist gætu hliðstæðar þeim meinlegu hnöki-um, er einkenna textavarp á frumstigi. Þau dæmi verða þó eigi rakin hér, né heldur tíundaðir aug- Ijósir kostir alvaxta textavarps. Kostirnir munu raunar því aðeins koma í ljós, að Ríkisútvarpið kynni textavarpið og hvetji landsmenn þannig til að seilast eftir þeim fróð- leik, sem bættur viðtækjabúnaður smám saman mun veita þeim. Þar af leiðir, að Ríkisútvarpið sér ekki annað ráð vænna en halda fram stefnunni, þrátt fyrir tímabundna annmarka. Allt orkar tvímælis, þá gert er, og svo er um þessa ákvörð- un. En undan henni verður ekki vi- kist. IV Þyngsta áhyggjuefni íslensku- manna vegna textavarps í reifum varðar hugsanleg áhrif bjagaðrar stafsetningar á börn og ungmenni. Líklegt er þó, að annarleg tákn texta- varpsins séu velflest svo fjarri öðru ritmáli, að stafsetningarkunnátta þoli engan hnekk af þeirra völdum. Þessi er skoðun málfarsráðunautar Ríkisútvarpsins meðal annarra. V íslenskt textavarp fetar fyrstu skrefin þessa dagana. Það er einkar reikult í spori, eins og þér bendið á og hér hefur verið hent á lofti. Göng- ulagið rekur rætur til tæknilegra misbresta. Framkvæmdastjóri Sjón- varpsins gerði grein fyrir aðstæðum í bréfi, sem birtist í fjölmiðlum 21. september. Umsjónarmaður texta- varps skýrði málið sama dag. Fram- kvæmdastjóri tæknideildar Ríkisút- varpsins mun leggja enn ýtarlegra orð í belg á næstunni og segja frá nærtækustu úrræðum. VI Að lyktum skal sú von í ljós látin, að hver og einn gefi sér tóm til að ræða torfærur textavarpsins af þeirri sanngirni og hófstillingu, sem ein- kennir bréf stjórnar íslenskrar mál- nefndar. Enginn gerir lítið úr vand- anum. En ótryggur ámaðarauki væri að mikla fyrir sér stundarþraut umfram það, sem efni standa til. Höfundur er útvarpsstjóri. Látbragðsleikur. Grænlandskynning í Norræna húsinu: * V ona að Islending- ar viTji vita meira um Grænland - segir Ole Oxholm forstjóri Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi NORRÆNA húsið og Norræna stofnunin í Grænlandi gangast fyrir Grænlandsmánuði í Norræna húsinu 5. október til 3. nóvember næstkomandi. Þennan tíma verða munir er tengjast grænlenskum samtíma til sýnis í andyri hússins, samsýning á grænlenskri myndlist verður í kjallaranum og bókasýn- ing frá Landsbókasafninu á Grænlandi og Det Gronlandske Forlag í bókasafninu. Um helgar verður boðið upp á Grænland- skynningu í tali og tónum fyrir börn og fullorðna. Má þar nefna stuttmyndir með íslensku tali fyr- ir börn, látbragðsleik, popptón- Ieika og visnatónleika. Ole Ox- holm, forstjóri Norrænu stofnun- arinnar á Grænlandi, er staddur hér á landi í tilefni kynningarinn- ar. Saga og menning Grænlandskynningin hefst á l'aug- ardaginn kl. 15. Mun þá Ole Oxholm bjóða gesti velkomna. Einnig mun Aqigssiaq Moller, ráðuneytisstjori, flytja ávarp fyrir hönd Marianne Jensen, menntamálaráðherra og grænlensku landsstjórnarinnar. Klukkan 16 mun Finn Lyngby, ráðunautur danska utanríkisráðu- neytisins í málefnum Grænlands, flytja fyrirlestur um grænlenska sögu og menningu í fundarsal. Lynge hefur starfað sem prestur í Nuuk, við félagslega þjónustu og fjölmiðlun. Hann hefur skrifað ýmsar ritgerðir og bækur um grænlensk menningar- og þjóðfélagsmál. Má þar nefna bók- ina Fugl og sæl og menneskesjæl sem kom út hjá Nordiske Landes Bogfor- lag árið 1981. Sama dag verður opnuð sýning á bókum frá Landsbókasafninu á Grænlandi og sýnishorn frá Det Grenlandske Forlag í bókasafni Norræna hússins og opnuð verður sýningin Grænland samtímans í an- dyri. Á sýningunni eru ljósmyndir, teikningar og aðrir hlutir er tengjast grænlenskum samtíma. Jafnframt verður samsýning 40 listamann opn- uð í kjallara hússins. Sýningin sam- anstendur af málverkum á rekavið, KEMIKMÍA HÖRGATÚNI 2, GARÐABÆ Bangsa barnatannkremið frá Sensodyne er gæðatannkrem, sérstaklega ætlað börnum. Það inniheldur fluor til varnar tannskemmdum. Bangsa barnatannkremið freyðir minna en venjulegt tannkrem. Of mikil froða gerir það gjarnan að verkum að barnið spýtir fyrr en ella og flúorinn nær ekki að leika nógu lengi um tennurnar. Bangsa barnatannkremið er með mildu og góðu myntubragði sem börnunum llkarvel og gerirtannburstunina skemmtilega! Sér- staklega ef þau nota mjúkan tannbursta frá Sensodyne. »j Tennurnar eiga að endast alla ævi — gættu þeirra vel — gerðu tannburstunina skemmtilega fyrir börnin. Diarmuid O’Leary & The Bards. M Á PÚLSINUM sunnudaginn 6. október heldur írska þjóðlagahljóm- sveitin Diarmuid O’Leary & The Bards lokatónleika sína. Hljóm- sveitin er ein vinsælasta þjóðlaga- sveit Irlands, m.a. hafa þeir átt ein- 11 topplög í heimalandi sínu, og hafa skemmt víða um heim, t.d. í Bretlandi, Hollandi, ' Portúgal, Bandaríkjunum, Hong Kong, Iran og víðar. Hljómsveitin leikur írska tónlist ásamt eigin efni. ■ LÍFE YRISÞEGADEILD Landssambands lögreglumanna efnir til kaffifunda 1. sunnudag í hverjum vetrarmánuði. HTiin fyrsti verður haldinn 6. október í Braut- arholti 30 kl. 9.30. Fijálsar umræð- ur. Þú svalar lestrarþörf dagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.